Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Qupperneq 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012
°
°
Fyrsta skóflustungan að nýrri
fjögurra hæða viðbyggingu við Hótel
Vestmannaeyjar var tekin síðast -
liðinn föstudag að viðstöddum
vinum og velunnurum eigenda
hótelsins, þeirra Magnúsar Braga-
sonar og Öddu Jóhönnu Sigurðar -
dóttur. Það var einmitt Adda sem tók
fyrstu skóflustunguna á voldugri
gröfu og fórst það nokkuð vel úr
hendi.
Viðbyggingin verður samtals 1.000
fermetrar en í byggingunni verða 24
herbergi, þar af níu herbergi fyrir
fatlaða. „Framkvæmdir hefjast strax
á nýju ári en strákarnir hjá Steina og
Olla ætla að byrja 3. janúar og það er
stefnt á að framkvæmdum ljúki
næsta haust. En hugsanlega getum
við tekið neðstu tvær hæðirnar í
notkun eitthvað fyrr,“ sagði Adda
Jóhanna í samtali við Eyjafréttir.
„Við erum búin að skoða þetta frá
öllum hliðum og teljum að það sé
markaður fyrir þessi herbergi sem
við erum að bæta við. Alls verða
þetta 43 herbergi og við getum tekið
inn hjá okkur um 100 manns. Þar
með fáum við tækifæri til að fara inn
á markað fyrirtækja sem eru með
starfsmenn sína í ferðalögum, sér -
staklega þar sem við erum komin
með þennan fína veitingastað hans
Einsa kalda inn hjá okkur. Svo hefur
líka verið mikil fjölgun ferðamanna
og við fundum það í sumar að það er
skortur á gistirými í Vestmanna -
eyjum. Við erum bara bjartsýn og
spennt fyrir framhaldinu.“
Adda segir að hótelið muni taka
nokkrum breytingum í kjölfarið.
„Við munum breyta nokkrum
tveggja manna herbergjum í eldri
byggingunni í einstaklingsherbergi
þar sem þau eru minni. Nýju her -
bergin eru mjög rúmgóð, 23 fer -
metrar og því er vel hægt að bæta við
einu aukarúmi þangað inn ef því er
að skipta. Svo mun lobbíið færast
aðeins til og við munum koma upp
setustofu þar sem lobbíið er núna.
Og svo verður auðvitað lyfta í hús-
inu,“ sagði Adda Jóhanna að lokum.
Jólatónleikar Kórs Landakirkju:
Þetta ljós í skammdeginu
logaði skært þetta kvöld
Það hefur lengi verið tilhlökk un -
ar efni þegar Jólatónleikar Kórs
Landa kirkju eru á næsta leiti.
Enda fátt sem lýsir betur upp á
aðventunni þegar skammdegið
hellist yfir land og lýð af hvað
mestum þunga.
Tónleikarnir á fimmtudaginn voru
þar engin undantekning enda kórinn
sjaldan verið betri og Erla Björg
Káradóttir, óperusöngkona, stóð svo
sannarlega fyrir sínu. Kitty Kovács,
organisti, píanóleikari og kórstjóri,
stjórnar eins og hershöfðingi og
hefur fengið eiginmanninn, Balázs
Stankowsky fiðluleikara, til liðs við
kórinn. Bæði frábærir listamenn
sem kunna þá list að ná því besta
fram hjá þeim sem þau eru að vinna
með.
Það má segja að boðið hafi verið
upp á þrenna tónleika í Safnaðar -
heimilinu og Landakirkju þetta
kvöld. Byrjað var í Safnaðarheimil-
inu sem var þétt setið. Fyrst var það
kórinn, síðan tóku við einsöngstón-
leikar og næst létu Kitty og Balázs
til sín taka á píanó og fiðlu. Seinni
hlutinn var svo í kirkjunni sjálfri.
Í kórnum er fólk á öllum aldri og
er ánægjulegt að sjá ungt fólk sem
er tilbúið að taka þátt í jafn krefj -
andi verkefni á jólatónleikar Kórs
Landa kirkju eru. Fjölbreytt lagaval
hefur alltaf einkennt tónleika Kórs
Landakirkju en það var sama hvort
listafólkið spreytti sig á háklassísk -
um verkum eða gömlu góðu jóla -
lögunum, allir skiluðu sínu með
glæsibrag. Gestir kunnu líka vel að
meta það sem boðið var upp á og
sjarmatröllið, Jarl Sigurgeirsson,
kryddaði fyrri hlutann með
skemmtilegum kynningum á milli
laga.
Þó að Landakirkja hafi ekki verið
hugsuð sem tónleikahús er alltaf
ákveðin helgi yfir þegar kór, undir -
leikarar og söngvarar flytja okkur
jólalögin og minna okkur um leið á
að jólin eru handan hornsins. Þetta
ljós í skammdeginu logaði skært
þetta kvöld og hámarkið var óvenju
tilkomumikið þegar Erla Björg og
bassinn, Geir Jón Þórisson, sungu
Heims um ból fyrir altarinu í skini
kertaljósa sem þakklátir gestir
héldu á. Glæsilegur endir.
Þá er bara eitt eftir, takk og gleði-
leg jól.
Hefð er fyrir því að gestir og tónlistarmenn sameinist í söngnum Heims um ból í lok jólatónleikanna og varð
engin breyting á því í ár enda ákaflega hátíðleg stund.
Adda Jóhanna bar sig fagmannalega að þegar hún tók fyrstu skóflu -
stunguna í síðustu viku
Fjölskyldan saman á hótelinu. Frá vinstri: Friðrik, Daði, Adda, Magnús og Bragi.
23 herbergja viðbygging að rísa við Hótel Vestmannaeyjar:
Teljum markað fyrir þessi herbergi
:: Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús Bragason, eigendur hótelsins, bjartsýn á framhaldið
Fræðslu- og menningar-
ráð - Niðurstöður sam-
ræmdra prófa 2012:
Áhyggjur
og ánægja
Fræðslu- og menningarráð fjallaði
á síðasta fundi sínum um niður -
stöður samræmdra prófa 2012.
Lýsti ráðið áhyggjum yfir þeim
þáttum sem eru undir landsmeðal-
tali en lýsir jafnframt ánægju með
árangur sem náðst hefur í íslensku í
4. bekk og stærðfræði í 7. bekk.
Bent var á að kostnaður vegna
fræðslumála hafi aukist verulega,
hlutfall menntaðra kennara við
GRV aukist til muna sem eflt hefur
faglegt starf. „Ár eftir ár mælast
eldri bekkir GRV undir landsmeðal-
tali. Verkefnum á borð við orð af
orði og íþróttaakademíuna hefur
verið ýtt úr vör til að reyna að
spyrna við þessari þróun.
Ráðið hvetur skólastjórnendur
GRV til að halda áfram að fylgja
eftir aðgerðaáætlun skólastjóra frá
árinu 2011 og leita allra mögulegra
leiða til að halda áfram að efla
metnað í skólasamfélaginu og auka
námsárangur með sérstökum
áherslum á að viðhalda árangri í
efri bekkjum. Þessa vinnu þarf að
vinna í nánu samstarfi við m.a.
kennara, fulltrúa foreldra og
skólaskrifstofu. Ráðið felur jafn-
framt fræðslufulltrúa að undirbúa
viðhorfskönnun meðal kennara og
foreldra um almennt skólastarf
ásamt viðhorfum til samræmdra
prófa,“ segir í ályktun fundarins.
Fyrir fræðslu- og menningarráði lá
erindi frá Hjallastefnunni, sem rekur
Leikskólann Sóla, um leyfi til að
fjölga börnum. Einnig er sótt um
leyfi til að nýta húsnæðið sem dag-
foreldradeild og að við tveggja ára
aldur verði þau börn flokkuð sem al-
menn leikskólabörn. Var því öllu
hafn að.
Í fundargerð segir að á seinustu
árum hafi Vestmannaeyjabær lagt
mikla áherslu á að auka framboð af
leikskólaplássum. „Árið 2009 var
fjöldi leikskólaplássa 170 en árið
2012 hafði þeim fjölgað um 51 og
voru því 221. Slíkt kallar eðlilega á
aukið fjárframlag enda hækkaði
rekstrarkostnaður vegna leikskóla -
mála á verðlagi ársins í ár úr 239
milljónum árið 2009 í 269 milljónir
árið 2011,“ segir í fundargerðinni.
Erindinu var hafnað því fjölgun á
leikskólaplássum rúmast ekki innan
nýsamþykktar fjárhagsáætlunar og
því sé ekki hægt að verða við erind-
inu.
Jafnframt var óskað eftir heimild til
að nýta húsnæði á Sóla sem dag-
foreldradeild og þess að við tveggja
ára aldur verði þau börn flokkuð sem
almenn leikskólabörn. Við þessu
taldi ráðið sig ekki heldur geta orðið
þar sem slíkt myndi leiða til veru -
legrar kostnaðaraukningar umfram
nýsamþykkta fjárhagsáætlun ásamt
því að hugsanlegt misræmi skapast í
inntöku barna frá þeim reglum sem
gilda hjá sveitarfélaginu. „Ráðið er
aftur á móti tilbúið að skoða þá leið
að Hjalli fái heimild Vestmanna -
eyjabæjar til að reka dagforeldra -
deild í húsnæði sínu að því gefnu að
sá rekstur verði á sömu forsendum
og hjá öðrum dagfor eldrum í Vest-
mannaeyjum. Þar með talið að inn -
taka barnanna á leikskóla verði á
ábyrgð og undir stjórn Vestmanna -
eyjabæjar rétt eins og er með börn
hjá öðrum dagforeldrum í Vest -
mannaeyjum.“
Fræðslu- og menningarráð:
Hafnar beiðni
Hjallastefnunn -
ar um fjölgun
barna á Sóla
:: Líka ósk um að þar verði
rekin dagforeldradeild
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrettir. is
”Við munum breytanokkrum tveggjamanna herbergjum í
eldri byggingunni í
einstaklingsherbergi
þar sem þau eru
minni.