Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður í bænum um það hver muni taka við starfi slökkviliðs- stjóra þegar núverandi slökkviliðs- stjóri, sem hefur sinnt starfinu undanfarin ár, lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Umræðan hefur aðallega snúist um það hvort staðan yrði auglýst eða hvort undirritaður, sem gegnir starfi varaslökkviliðs- stjóra, muni taka við starfi slökkvi- liðsstjóra. Þar sem þessi umræða hefur ratað á síður fjölmiðla og mér er málið skylt, langar mig aðeins að tjá mig um málið. Fyrir u.þ.b. sex vikum átti hafnarstjórinn, yfirmaður slökkviliðsins, erindi í Skipalyft- una, fyrirtæki sem ég rek, vegna máls sem ég hafði lagt fyrir hann. Þegar þeim erindum var lokið spurði hann mig hvort ég hefði smá tíma í spjall. Það var auðsótt. Í þessu spjalli hans við mig kom fram að búið væri að ákveða hver yrði næsti slökkviliðsstjóri. Það kom mér á óvart. Þegar ég spurði hvers vegna starfið væri ekki auglýst, svaraði hann því til að þetta væri gert í hagræðingarskyni, þar sem sá sem hefði verið ráðinn í starfið sæi í dag um eldvarnaeftirlitið (það má líka koma fram að hann sinnir fleiri störfum fyrir bæinn, m.a. er hann meindýraeyðir og hefur eftirlit með nokkrum fasteignum bæjarins). Hafnarstjóranum fannst einnig ólíklegt að einhver hefði áhuga á því að sækja um hálft starf. Þar sem ég hef verið starfandi hjá slökkvi- liðinu síðan 1973, spurði ég hvort eitthvað hefði verið athugavert við mín störf og þá sérstaklega störf mín sem stjórnanda. Hafnarstjórinn kvað svo ekki vera. Þegar ég spurði hvers vegna mér hefði ekki verið boðið starf slökkviliðsstjóra var svarið nokkuð skondið, en það var á þá leið að honum fyndist ólíklegt að ég hefði áhuga á því. Ég kom því þá skýrt á framfæri að það væri ekki hans eða nokkurs annars að ákveða hvort ég hefði áhuga á því eða ekki, ég væri fullfær um að ákveða það sjálfur. Það kom einnig fram í spjalli hafnarstjórans við mig að hann vildi láta mig vita um þessa ákvörðun á þessum tímapunkti því það yrði fundur í Framkvæmda- og hafnar- ráði á næstu dögum og þar yrði ráðning nýs slökkviliðsstjóra tekin fyrir. Það er allavega búið að halda einn fund hjá ráðinu síðan spjall okkar fór fram, þar voru þessi mál ekki rædd, a.m.k. kemur það ekki fram í bókun frá þeim fundi. Engu að síður er búið að taka ákvörðun um ráðningu í starf slökkviliðs- stjóra. Án auglýsingar eða ákvörð- unar ráðsins sem fer með málið. Það er mjög sérstakt! Slökkvilið Vm hefur á að skipa mjög góðum starfsmönnum og er nýráðinn slökkviliðsstjóri meðal þeirra, enda beinist þessi gagnrýni mín á engan hátt gegn honum. Mér finnst framkoma þeirra sem fara með málefni slökkviliðsins, þ.e Framkvæmda- og hafnarráðs ásamt hafnarstjóra, fyrir neðan allar hellur. Tel ég að í þessu máli sé farið gróflega á svig við góða stjórn- sýsluhætti varðandi ráðningu í opinbera stöðu en ekki síður hvernig mannlega þættinum í málinu er háttað. Í litlu samfélgi skiptir sérstaklega miklu máli hvernig farið er með völd og afleiðingin af misbeitingu þess oft sorgleg. Það skal tekið fram að þegar þetta er ritað er hvorki búið að tilkynna mér né stjórn Brunavarðafélags Vm formlega um að nýr slökkviliðs- stjóri hafi verið ráðinn. Því miður eru svona vinnubrögð innan bæjarins ekki einsdæmi. Því verður að breyta! Virðingarfyllst, Stefán Örn Jónsson Nýr slökkviliðsstjóri :: Stefán Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri: Ráðning í starf slökkvi- liðsstjóra Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Gígja Óskarsdóttir - gigja@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon - gudmundur@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Það er ágætur siður hjá mörgum að gera upp árið sem er að líða og það ætla ég líka að gera eins og vanalega. Tíðin síðasta vetur var hundleiðin- leg, þó svo að ég benti á að ég hefði séð það verra. Það voru ansi margir sem kvörtuðu en ég hef svolitlar áhyggjur af því, miðað við veðrið um jól og áramót, hvort þessi vetur verði enn verri en vonandi verður svo ekki. Mikið af lunda og lundapysju í haust, sem er mjög ánægjulegt, en í sumar lét ég loksins verða af gömlum draum að heimsækja Grímsey fyrir norðan land og mæli eindregið með því, enda Grímsey- ingar góðir heim að sækja. Náttúran og fuglalífið rosalegt og ég er strax farinn að gera mér vonir um að komast þangað einhvern tímann aftur. Náði líka síðan í fríinu í ágúst að heimsækja bæði Vigur í Ísafjarðardjúpi og litlu Grímsey við Drangsnes. Gríðarlega mikið af lunda í öllum þessum eyjum. Pólitíkin er farin að spila töluvert inn í mitt líf. Reyndar hafa óvenju margir spurt mig að því að undanförnu, hvort ég sé kominn í bæjarstjórn, en svo er ekki. Ég er hins vegar í stjórn Náttúrustofu Suðurlands og í Framkvæmda og hafnarráði. Í störfum mínum þar hef ég lagt fram þó nokkrar tillögur og bókanir, sem að sjálfsögðu fara síðan líka sjálfkrafa til umfjöllunar í bæjarstjórn. Meirihlutinn hefur, eins og ég bjóst við, verið á móti öllum tillögum og bókunum frá okkur á Eyjalistanum og það hvarflar að mér að við á Eyjalistanum séum að vinna fyrir bæjarbúa, en meirihlut- inn fyrst og fremst fyrir bæjarstjór- ann og þennan hóp sem er í kring um hann. Ég neita því ekki að þetta eru viss vonbrigði, en kannski má segja sem svo að maður hafi orðið töluverðar áhyggjur af því, hvernig mál eru að þróast hér í bæ, þar sem stefna bæjarstjórans virðist vera sú að koma einhverjum úr hirðinni í kring um sig inn í allar stjórnir og stofnanir á vegum bæjarins og sem dæmi um það nýjasta, þá var hlutverk skipstjórans á Lóðsinum sem varahafnarstjóri tekið af honum og fært í aðrar hendur, að sögn vegna samskiptaörðugleika og þessu til viðbótar ganga síðan sögusagnir út um allan bæ að starf slökkviliðsstjóra, sem hættir núna um áramótin vegna aldurs, standi ekki varaslökkviliðsstjóra til boða, sem starfað hefur í slökkviliði Vestmannaeyja í yfir 40 ár, né heldur eigi að auglýsa stöðuna, heldur standi til að setja þetta mikilvæga starf í hendurnar á einhverjum úr hirðinni í kring um bæjarstjórann. Eins og staðan er í dag, þá hefur þetta mál ekki verið borið undir fagráð en nýr slökkvi- liðsstjóri á samkvæmt öllu að taka við starfinu föstudaginn 1. janúar. Mjög undarleg vinnubrögð þetta og það getur ekki verið hollt fyrir nokkurt bæjarfélag að allir þeir sem fara með ábyrgðarstöður á vegum bæjarins komi úr einhverjum þröngum hóp og maður spyr sig, hvað gerist ef upp koma mál þar sem fólk lendir hugsanlega í þeirri aðstöðu að vera á móti skoðunum bæjarstjórans? Að vissu leyti get ég svarað þessu sjálfur og gerði það í raun og veru í grein í apríl sl. þar sem ég fjallaði um tillögur frá bæjarstjóranum á borði stjórnar Náttúrustofu Suðurlands, sem ég ætla ekki að endurtaka hér, en langar að gefnu tilefni að hafa eftir orð eins fulltrúa meirihlutans í stjórninni, sem sagði þetta fyrir ári síðan: „Hva, er eitthvað að þessu?“ Eftir mótmæli og ábendingar hjá mér kom sami aðili með þetta ári síðar á fundi í nóvember sl.: „Þetta fer aldrei í gegn.“ En nóg um pólitík. Fyrir mig persónulega var þetta ár mjög erfitt. Ég hef t.d. haft það fyrir venju síðan ég fór að búa, að senda pabba mínum fisk fyrir jólin og hringja síðan í hann um jól og áramót, en hann lést í sumar. Sólargeislinn er síðan lítil dama sem kom í heiminn í nóvember sl. og eru afabörnin þar með orðin þrjú og eitt á leiðinni, svo það má í sjálfu sér segja að lífið heldur áfram. Hvernig næsta ár verður er ómögulegt að segja, en ég neita því ekki að það er smábeygur í mér, ekki bara fyrir mína hönd heldur okkar Eyjamanna allra. Samgöngurnar verða greinilega áfram í tómu rugli, fargjöldin á Herjólfi voru að hækka töluvert þó að reksturinn sé í hagnaði og vakti athygli að þeir hækkuðu meira í siglingum í Landeyjahöfn og ekkert heyrist frá bæjarráði. Ég hringdi niður í Landsbankann í gær til að fá stöðu á reikningi og fékk að heyra það, að ef ég fengi að heyra hvað væri á bókinni minni, þá yrði ég rukkaður um 95 kr. fyrir það. Það er mikið byggt af iðnaðarhús- næði í Eyjum þessa mánuðina, en á sama tíma er störfum að fækka vegna hagræðingar og ég heyrði það hjá faseignasala fyrir nokkru að stærri eignir í Vestmannaeyjum hreyfðust varla og hef séð dæmi um það, að eignir séu jafnvel seldar á í kringum 20 milljónir, en sambæri- legar eignir væru metnar í kring um 80 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Einnig virðist vera óvenju mikið framboð á leiguhúsnæði í Vest- mannaeyjum, svo maður fær svolítið á tilfinninguna að staðan sé aðeins niður á við hjá okkur Eyjamönnum, en við erum svo sem ekkert óvön því að þurfa að berjast fyrir tilveru okkar og framtíðin er óskrifað blað. Mitt áramótaheit er það sama á hverju ári, að reyna að gera betur í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur en ég gerði á síðasta ári. Óska öllum Eyjamönnum og landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla. Georg Eiður Arnarsson Georg Eiður Arnarsson skrifar: Árið 2015 gert upp ...þessu til viðbótar ganga síðan sögu- sagnir út um allan bæ um að starf slökkviliðsstjóra, sem hættir núna um áramótin vegna aldurs, standi ekki vara slökkviliðsstjóra til boða, sem starfað hefur í slökkviliði Vestmannaeyja í yfir 40 ár, né heldur eigi að auglýsa stöðuna, heldur standi til að setja þetta mikil- væga starf í hend- urnar á einhverjum úr hirðinni í kring um bæjarstjórann. ” Um áramótin létu þrír liðsmenn Slökkviliðs Vestmannaeyja af störfum en samtals eru þeir með 128 ára starfsferil að baki. Þetta eru þeir Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, sem hefur verið í Slökkviliði Vestmannaeyja í 44 ár, Óskar Árnason og Þórarinn Sigurðsson en báðir hafa þeir starfað í 42 ár. Tilkynnt var um þetta á facebook síðu Slökkviliðsins en þar segir: „Slökkvilið Vestmannaeyja vill þakka þeim fyrir samstarfið og þjónustuna í gegnum tíðina og óskar þeim gleðilegs árs og alls hins besta á þessum merku tímamótum.“ Friðrik Páll Arnfinnsson er nýr slökkviliðsstjóri og Stefán Örn Jónsson aðstoðarslökkviliðsstjóri. Láta af störfum eftir sam- tals 128 ár í Slökkviliðinu :: Friðrik Páll Arnfinnsson er nýr slökkviliðsstjóri Óskar Árnason, Ragnar Þór Baldvinsson og Þórarinn Sigurðsson. >> Framhald á bls. 6 Georg Eiður Arnarsson. Stefán Örn Jónsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.