Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2016, Blaðsíða 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. janúar 2016 KÆRU VIÐSKIPTAVINIR GOTT Við verðum með vetrarlokun til 1.mars. Þökkum viðskiptin á síðast- liðnu ári og hlökkum til að sjá ykkur í mars á nýja árinu. Í maí síðastliðnum, nánar tiltekið um hvítasunnuna, var haldin Óskarshátíð á Háaloftinu. Hug- myndin fæddist í spjalli þeirra Bjarna Ólafs og Pálma Gunnars- sonar, þegar verið var að æfa og undirbúa tónleikana „Ég þrái heimaslóð“ sem haldnir voru í Hörpu í febrúar 2014. Pálmi og Óskar heitinn á Háeyri kynntust í gegnum sameiginlegt áhugamál þeirra, jazzinn og tónlist almennt. Þeir urðu miklir mátar og þegar Pálmi færði þessa hugmynd í tal, að keyra af stað Óskarshátíð, eins og hann nefndi hana þá, var ekki aftur snúið. Fljótlega eftir þennan fyrsta fund Dadda og Pálma var hafist handa við að skipuleggja og velta hlutum upp en ekki náðist að hafa hátíðina árið 2014 og því var stefnan tekin á hvítasunnuhelgina 2015. Það átti reyndar einkar vel við, því þá helgi hefði Óskar heitinn orðið 75 ára. Óskar var ekki einung- is mikill stuðningsmaður jazz- tónlistarinnar hér í Eyjum, heldur einnig uppi á fastalandinu og margir af mestu jazzgeggjurum þjóðarinnar og bestu jazzspilararnir, voru miklir vinir Óskars. Það kom því aldrei annað til greina en að tileinka og kenna þessa upprisu listahátíðar- innar „Dagar lita og tóna“ við þennan mikla karakter og ljúfa mann, sem lagði svo mikið til þessarar tónlistarstefnu hér á landi. Fyrsta tilraun gekk vel, þótt mætingin á þennan frábæra tónlistarviðburð hefði mátt vera betri. En áfram skal haldið og nú hafa forráðamenn hátíðarinnar ákveðið að breyta nafninu úr Óskarshátíð í Óskarsvöku og nú skal ekki tjaldað til einnar nætur, því ákveðið hefur verið að Óskars- vakan 2016 verði dagana 5. til 8. maí. Á næstu dögum verður tilkynnt um það hverjir munu spila þessi kvöld og án vafa verður þar valinn maður í hverju rúmi. Ekki má heldur gleyma því að Dagar lita og tóna var ekki eingöngu jazzvaka, heldur lítil og metnaðarfull listahátíð, með t.d. listviðburðum eins og málverkasýningum. Birgir Nielsen, trommuleikari og tónlistar- kennari og þar að auki fyrrum formaður Leikfélags Vestmanna- eyja, mun hafa veg og vanda af skipulagningunni og ekki ólíklegt að hann komi jafnvel sjálfur við sögu þessa helgi á Háaloftinu. Músík, list og matur í Vestmannaeyjum Um leið og haldin verður heljar- innar jazz- og tónlistarveisla á Háaloftinu, verður einnig blásið í herlúðra í miðbæ Heimaeyjar og þar mun fara fram sannkölluð matarveisla. Frekari skipulagning og kynning bíður betri tíma, en ef markmið skipuleggjenda nást fram, verður þetta stórkostleg opnun á sumrinu hér í Eyjum. Allt verður þetta kynnt með viðeigandi hætti þegar sól verður hærra á lofti, en samt nógu snemma til að starfs- mannahópar, fyrirtæki, einstak- lingar og allir aðrir sem áhuga hafa, hafi tíma og ráðrúm til að skipu- leggja komu sína til Eyja. Óskarssjóður – til styrktar tónlistarfólki úr Eyjum. Um leið og ákveðið var að hefja þessa jazz- og tónlistarvöku aftur til vegs og virðingar, var ákveðið að allur ágóði af hverri hátíð fyrir sig færi í sérstakan sjóð, Óskarssjóð. Hann ætti síðan að styrkja ungt tónlistarfólk úr Eyjum, sem hygðist mennta sig enn frekar. Þótt ekki hafi orðið hagnaður af þessari fyrstu Óskarshátíð, ákváðu eigendur Háaloftsins, sem stóðu að hátíðinni, að styrkja einn einstakling um 100.000 krónur. Silja Elsabet Brynj- arsdóttir varð fyrir valinu í þetta sinn. Silja Elsabet stundar nú nám við The Royal Academy and Music í London. Um leið og við óskum Silju Elsabetu til hamingju með styrkinn, óskum við henni velfarn- aðar í krefjandi námi sem fram- undan er. Óskarsvaka – Óskarssjóður – arfur okkar allra Á næstu dögum og vikum munu forsvarsmenn Óskarsvökunnar fara á fullt í að skipuleggja þetta skemmtilega verkefni, sem Listvinafélag Vestmannaeyja með þá Hermann Einars, Inga Tómas og fleiri góða menn og konur keyrðu af stað á sínum tíma, en nú með eitthvað breyttum áherslum. Verkefnið þarf stuðning og vonum við að forsvarsmenn fyrirtækja komi að verkefninu og styðji þannig við menningar- og listsköpun í Eyjum og um leið styðji og hvetji tónlistarmenn úr Eyjum til dáða. Það er og verður arfur okkar allra. Ekkert byggðarlag er eins ríkt og Eyjarnar af tónlistarsögu og má rekja það beint og óbeint til þeirrar gerjunar, þeirrar sögu sem Oddgeir Kristjánsson, Eyjamaður síðustu aldar og hans vinir áttu svo mikinn þátt í að skapa. Fréttatilkynning: Óskarshátíð styrkir Silju Elsabetu :: Óskarshátíð komin til að vera :: Verður Óskarsvaka :: Fer fram dagana 5. til 8. maí Silja Elsabet tekur við styrknum úr höndum Birgis Nielsen og Bjarna Ólafs forsprakka Óskarsvöku. RæstingaR og þRif Þekkingarsetur Vestmannaeyja leitar eftir starfsmanni við ræstingar og þrif. Starfið felst í ræstingu og þrifum á skrifstofuhúsnæði og öðru rými að Strandvegi 50 (önnur og þriðja hæð). Um er að ræða hlutastarf sem unnið er virka daga á dagvinnutíma. Hæfniskröfur: Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg. Umsókn- arfrestur er til 12. janúar nk. og æskilegt er að viðkomandi geti byrjað strax. Nánari upplýsingar veitir Páll Marvin Jónsson í síma 694-1006. Umsóknir má senda á pmj@eyjar.is. Þekkingarsetur Vestmannaeyja | Strandvegur 50 | 900 Vestmannaeyjum FÉLAGSMENN ATHUGIÐ!! Vinsamlegast takið þátt í skoðunarkönnun um næstu skref í kjarabaráttunni. Svarblöð liggja á skrifstofu Jötuns í Alþýðuhúsinu. Á samningafundum SFS hefur komið skýrt fram að þeir eru eingöngu tilbúnir að ræða  ögur atriði til að loka kjarasamningum næstu 3 árin. Þau eru: 1. Hækkun á kauptryggingunni og kaupliðum. 2. Lagfæring á olíuverðsviðmiðun. 3. Útgerðir verði skyldaðar til að kaupa brúttó rúmlesta mælingu sé hún ekki fyrir hendi. 4. Mánaðarleg uppgjör á ís sktogurum þó hver veiðiferð verði áfram sérstakt kauptryggingartímabil. Svarmöguleikar í skoðunakönnun: Óbreytt ástand, þ.e. samningar lausir áfram Undirbúa verkfallsaðgerðir. Semja um hækkun kauptryggingar, launaliða og þrjú atriði önnur samkvæmt meðfylgjandi upplýsingablaði til ársloka 2018. SJÓMANNAFÉLAGIÐ JÖTUNN

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.