Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Page 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 FÍV :: Hvert stefna útskriftarnemarnir :: Hallgrímur, Ólafur Ágúst, Kristín Edda, Guðný Charlotta og Baldur: Nándin styrkur skólans en fjölbreytni mætti vera meiri Hallgrímur Þórðarson er 19 ára og útskrifaðist af Náttúrufræðibraut. Hann er sonur Önnu Friðþjófsdóttur og Þórðar Hallgrímssonar. Hjá Hallgrími í sumar tekur við vinna og fótbolti en í haust stefnir hann á nám í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum á vegum HR. Hallgrímur er ánægður með skólann sinn fyrverandi. „Þar sem við erum ekki svo mörg þá þekkjast allir mjög vel og samband við kennara er mjög gott.“ Aðspurður finnst honum ekkert ábótavant við námið og telur sig tilbúinn fyrir næsta skólastig. Honum finnst nemendur vera vel upplýstir hvað sé í boði í framhaldinu. „Það kom einn daginn fullt að fólki að kynna hin ýmsu störf. Haldin var einnig kynning um haftengda nýsköpun og á þeirri kynningu fékk ég mjög mikinn áhuga á því námi, sérstak- lega þar sem námið fer fram í Vestmannaeyjum.“ En hann sér einnig framtíðina hvergi annarsstaðar fyrir sér en í Vestmannaeyjum. Baldur Haraldsson er 19 ára og er útskrifaðist af Náttúrufræðibraut. Hann er sonur Önnu Ólafsdóttur og Haraldar Hannessonar. Í sumar verður hann að vinna í fiski sem er andlegur undirbúningur fyrir framhaldsnám eins og hann orðaði það. En hann telur skólann hafa undirbúið sig vel fyrir áframhald- andi nám ásamt því að kynna vel fyrir nemendum hvað er í boði í framhaldinu. Baldur er ánægður með skólann sinn og nefnir þar sérstaklega bílastæðin en hann er ánægður með þau. Honum finnst ekkert ábótavant við skólann en segir að það megi alltaf bæta félagslífið. Aðspurður um bestu minninguna úr skólanum „Það var þegar að ég tryggði liði mínu sigur á FÍV Cup 2014 og var í kjölfarið valinn maður mótsins.“ Baldur sér framtíðina fyrir sér í Vestmannaeyjum og stefnir á að búa hér eins mikið og hann mögulega getur. Í ár útskrifuðust 23 frá Fram- haldsskólanum í Vestmanna- eyjum og að venju tókum við spjall við nokkra þeirra um lífið og tilveruna og hvert þau stefna í framtíðinni. Rætt var við Hallgrím Þórðarson, Ólaf Ágúst Guðlaugsson, Kristínu Eddu Valsdóttur, Guðnýju Charlottu Harðardóttur og Baldur Hannes- son sem eru nokkuð sátt þegar þau líta til baka. Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Á leið í nám í haftengdri nýsköpun Við tekur andlegur undirbúningur fyrir áframhaldandi nám Útskriftarnemarnir bíða þess að útskrifast og fá að setja upp húfurnar. Hallgrímur Þórðarson sér framtíðina hvergi annarsstaðar fyrir sér en í Vestmannaeyjum. Baldur Haraldsson er ánægður með skólann sinn og nefnir þar sérstaklega bílastæðin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.