Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri GRV sagði þetta sannkallaðan merkisdag. Hann marki lok tíu ára skólagöngu þessa glæsilega hóps sem þarna var samankom- inn með fjölskyldum sínum. „Í dag erum við hér saman komin að kveðja nemendahóp og um leið að þakka þeim fyrir samveruna á liðnum árum og óska þeim alls hins besta í framtíðinni. En þessi dagur er ekki endalok einhvers – heldur er þetta tákn um nýja byrjun, nýtt tímabil þessara efnilegu nemenda þar sem tækifæri gefast til að takast á við nýja og vonandi enn meira spennandi hluti,“ sagði Sigurlás. Útskriftarhópurinn telur 56 nemendur og sagði Sigurlás að í hópnum væri mikið af hæfileika- ríku fólki á mörgum sviðum. Gott dæmi um það er Thelma Lind Þórarinsdóttir sem söng eitt lag og gerði það mjög vel. „Það hlýtur að vera stór stund fyrir ykkur kæru nemendur að standa í þessum sporum í dag að hafa lokið grunnskólanámi sem er vonandi bara eitt lítið skref á ykkar skólagöngu, skólagöngu sem þið hafið kannski lítið haft um að segja en nú eru breytingar framundan. Starfsmenn skólans og foreldrar ykkar hafa ráðið för hingað til en nú er komið að tímamótum þar sem þið sjálf þurfið að fara að taka ykkar eigin ákvarðanir um hvert þið viljið stefna og fara að hafa áhyggjur af framtíðinni og óttinn við fullorðins- árin fer að kræla á sér,“ sagði Sigurlás og vitnaði næst í grein sem hann rakst á og heitir Að gera sitt besta og hefst svona: „Hvernig liði þér ef þú sætir í flugvél og flugstjórinn tilkynnti í hátalarakefið að hann ætlaði að gera sitt besta til að fljúga vélinni á áfangastað? Eða ef læknir, sem ætlar að fjarlægja botnlangann úr syni þínum eða dóttur, segði þér að hann muni gera sitt besta til að sjúklingurinn lifði aðgerðina af?“ Væntanlega myndu þessar upplýsingar hreint ekki bæta líðan þína, heldur þvert á móti virka sem yfirlýsing um ákveðin takmörk flug- mannsins og læknisins, og þá um leið einhverskonar uppgjöf þeirra. Þetta eru dæmi um það sem kallað er hugarfar stöðugleika og felst í því að við lítum á greind og hæfni sem meðfædda og óbreytanlega fasta. Við erum bara svona og höfum aðeins takmarkaða mögu- leika til að breyta því. Við höldum við hugmyndinni um stöðugleikann með því að segja eða hugsa; það er nú ekki við því að búast að þú getir þetta, þú ert nú lesblindur, með athyglisbrest eða eitthvað annað. Af nægu er að taka. Á sama hátt viðhöldum við hugarfari stöðug- leika þegar við hrósum börnum fyrir að vera klár, jafnvel svo klár að þau séu með topp einkunnir án þess að líta í bók,“ sagði Sigurlás og hélt áfram. Hugarfar vaxtar „Andstæðan við hugarfar stöðug- leika er hugarfar vaxtar en í því felst að við lítum á greind og hæfni sem eitthvað sem hægt er að auka með viðeigandi aðferðum á sama hátt og hægt er að bæta þrek með því að æfa hlaup eða styrk vöðva með lyftingum. Þeir sem þekkja til rannsókna sem fjalla um væntingar kennara til nemenda og viðhorf nemendanna sjálfra til eigin árangurs vita að það er það sem hefur mest áhrif á námsárangur þeirra. Að þeirra mati þá öðlast nemendur sem fá hrós og hvatningu fyrir að leggja sig fram, jafnvel þó afrakst- urinn sé ekki 100%, dýrmætara uppeldi en hinir sem fá hrós fyrir árangur sem þeir hafa lítið sem ekkert þurft að hafa fyrir. Nem- endur sem búa yfir hugarfari vaxtar stunda nám sitt með því hugarfari að þeir geti aukið greind sína, þeir fagna þess vegna áskorunum, gefast ekki upp við mótlæti, eru óbangnir við að gera mistök, vegna þess að þeir læra af þeim og þeir nýta sér gagnrýni. Þessi nálgun er ein af megin undirstöðum þess leiðsagnar- mats sem hefur verið skilgreint og sett fram sem aðferðafræði og margir skólar byggja starf sitt á. En hún segir forsendur leiðsagnarmats vera lærdómssamfélag og setur fram þrjú megineinkenni þess: „Unnið er að hugarfari vaxtar, þ.e. litið er svo á að með vinnu sé hægt auka greind og hæfni nemendanna. Nemendur vita hvernig þeir læra, og geta hugsað um það hvernig þeir hugsa. Nemendur vinna í hópum með blandaðri námsgetu. Hugmyndin um að við gerum okkar besta er að mati fræðimanna ekki sérlega jákvæð, þvert á móti viðheldur hún hugarfari stöðug- leika. Við þurfum að trúa því að við getum gert enn betur líkt og íslenska landsliðið í handbolta söng: „Við gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta og aðeins betur ef það er það sem þarf.“ Líf okkar er ekki handrit Um framtíðina sagði Sigurlás að margir hefðu áhyggjur af henni en samfélagið virðist innræta okkur frá blautu barnsbeini að við eigum að vita nákvæmlega hvað við viljum. „Okkur er sagt að elta ástríðu okkar, láta drauma okkar rætast, gera það sem við elskum og það sé sjálfsagt mál að þetta liggi allt saman fyrir. Þegar við svo uppgötvum að líf okkar, draumar og hugsanir eru ekki í samræmi, heldur ólíkar dag frá degi, læsir skelfingin sig um í hugarheim okkar. En líf okkar er ekki handrit og sannleikurinn er sá að við skiljum afskaplega lítið í okkur sjálfum, hegðun okkar og ákvörðunartöku. En það er allt í lagi að skilja ekki sjálfan sig og vita ekki hvað maður vill. Þannig sættumst við ekki aðeins frekar við okkur sjálf eins og við erum, heldur líka við aðra sem við áttum okkur ekki á, vegna þess að þegar allt kemur til alls, þá skilja þeir sig ekki heldur.“ Búa nemendur undir líf og starf Sigurlás sagði að útskrift úr grunnskóla sé tímamót og marki nýtt upphaf þar sem nemendur eigi að njóta þess að vera til. „Hlutverk okkar í GRV hefur verið að búa ykkur nemendur undir líf og starf í síbreytilegu þjóðfélagi, og þá í samvinnu við heimilin – og nú er komið að því að láta reyna á hvernig sá undirbúningur nýtist ykkur krakkar. Þið eruð prófsteinn- inn á hvernig til hefur tekist, og þið sýnduð það svo sannarlega síðastu dagana í skólanum að við höfum gefið ykkur nokkuð gott veganesti. Nú er undir ykkur komið hvernig þið spilið úr því og hvernig þið byggið ofan á þann grunn sem þið hafið byggt upp á undanförnum árum. Okkur finnst líka mikilvægt að minna ykkur, kæru nemendur á þá ábyrgð sem þið berið á eigin velferð í stað þess að vera pínu stikkfrí, eins og margir eru, halda að mamma og pabbi leysi allt og bjargi öllu og að það sé öllum öðrum að kenna ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er í lagi að gera mistök, það er í lagi að vera mannlegur og viti ekki hvað maður vill í lífinu eins og ég minntist á áður, en mikilvægast er að hlusta á hjartað, innsæið því ef maður gerir það er maður í betra jafnvægi til að taka réttari ákvarð- anir. Mikið breyst á tíu árum En á svona stundu notar maður líka tímann og lítur yfir skólagöngu ykkar til að sjá hve margt hefur gerst og mikið breyst á þessum tíu árum. Þeir sem hafa leitt þennan hóp í gegnum skólagönguna, hvatt ykkur og stutt og vakað yfir velferð ykkar geta glaðst yfir því að áfanga er náð og verk þeirra hafa skilað árangri. Og eins og við höfum sagt oft áður eru það þið foreldrar góðir að sjálfsögðu fremstir í flokki, en þar leikur starfsfólk skólans einnig stórt hlutverk. Þetta er nefnilega sameiginlegt verkefni. Kæru nemendur þið eruð að fljúga úr hreiðrinu og við tekur áreiti framhaldsskólans, enn meiri freistingar og hópþrýstingur og nú reynir á að standa með sjálfum sér, eða fylgja fjöldanum í blindni eins og flestir gera. Hvað eiga þeir sameiginlegt sem við lítum upp til og viljum bera okkur saman við? Hverjar eru okkar fyrirmyndir og hvers vegna eru þær fyrirmyndir? Athugið þetta vel!! Ég ætla að enda þetta á svipuðum nótum og í fyrrra. Ég vil óska ykkur alls hins besta í framtíðinni krakkar og við hér í skólanum munum fylgjast með ykkur áfram á komandi árum. Við vitum að það að ná árangri í lífinu er afstætt því fyrir suma er það að ná árangri að finna sína fjöl snemma og fá að vera á ákveðnum stað alla ævi. Á meðan aðrir eru ævintýragjarnir og þrá vængi frelsis. En maður verður að láta óttann lönd og leið og stíga út fyrir þægindahringinn því þannig tekst maður á við sjálfan sig. Mesta glíman er glíman við mann sjálfan, að takast á við sjálfan sig en oftar en ekki bendir maður á aðra. Það að vera flottur karakter og bera ábyrgð á gjörðum sínum skiptir öllu máli, að gera góðverk, hrósa í stað þess að tala illa um aðra. Það er veikleikamerki að tala niður til annarra, gera grín að og niðurlægja svo ég endi þetta á að vitna í Þorgrím Þráinsson sem heimsótti okkur fyrir skemmstu og hafði mikil áhrif á ykkur nemendur með tali sínu,“ sagði Sigurlás. Verðlaun og viður- kenningar Fyrir góða skólasókn og ástundun Laxness um land og þjóð. 10. BÞ Díana Hallgrímsdóttir. Kristjana Björnsdóttir. Magnús Kristleifsson. 10. HF Elsa Rún Ólafsdóttir. Eva Aðalsteinsdóttir. 10. LS Gíslný Birta Bjarkadóttir. Hafrún Dóra Hafþórsdóttir. Þorbjörg Júlía Ingólfsdóttir. Íslenska Elsa Rún Ólafsdóttir 9,5. Stærðfræði Íslandsbanki gefur viður- kenningarnar. Elsa Rún Ólafsdóttir 9,5. Gíslný Birta Bjarkad. 9,5. Hafrún Dóra Hafþórsd. 9,5. Enska Rótarý gefur viðurkenningu. Þorbjörg Júlía Ingólfsd. 9,4. Danska Danska sendiráðið gefur viðurkenninguna. Elsa Rún Ólafsdóttir 9,2. Samfélagsfræði Rótarý gefur viðurkenningu. Gíslný Birta Bjarkad. 9,6. Náttúrufræði Rótarý gefur viðurkenn- ingarnar. Elsa Rún Ólafsdóttir 9,5. Selma Þöll Guðjónsd. 9,5. List- og verkgreinar Myndmennt: Ísabella Tórshamar Textílmennt: Kvenfélagið LÍKN gefur viðurkenningarnar . Kristjana Björnsdóttir. Þorbjörg Júlía Ingólfsdóttir. Framfarir: Gabríela Dögg Viktorsdóttir. Jóhannes Helgi Jensson. Linda Petrea Georgsdóttir. Sólveig Lind Gunnarsdóttir. Lokaverkefni: Umsjónarkennarar veita viðurkenningarnar Besti flutningur: Arna, Bergþóra, Ísabella og Thelma. Besti básinn: Ótti, Hafrún Dóra, Rósa og Þórhildur. Frumlegasta verkefnið: Fóstureyðingar, Erna Sara, Selma og Tanja. Besta verkefnið: Íþróttadrykkir – Elsa Rún, Eva og Viktoría Þarna eru á ferðinni öflugir einstaklingar sem við væntum mikils af í framtíðinni. GRV :: Skólaslitaræða Sigurláss Þorleifssonar skólastjóra: Nemendur með hugarfar vaxtar fagna áskorunum og gefast ekki upp við mótlæti :: Eru óbangnir við að gera mistök vegna þess að þeir læra af þeim og þeir nýta sér gagnrýni Þær fengu verðlaun fyrir besta básinn í lokaverkefninu, Hafrún Dóra, Þórhildur og Rósa María. Þær fengu verðlaun fyrir bestu kynninguna í lokaverkefninu, Bergþóra, Thelma Lind, Arna Dís og Ísabella. Elsa Rún fékk 5 verðlaun, fyrir ástundun, stærðfræði, íslensku, dönsku og náttúrufræði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.