Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2016, Blaðsíða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 15. júní 2016 Hefur friðlýsingin í för með sér að ekki megi lengur halda flugeldasýningu á þrettándanum og þjóðhátíðinni? Nei, hún gerir það ekki. Fyrir friðlýsinguna hafa verið í gildi frá 1994 svokölluð villidýralög sem fjalla um umgengni við fuglabjörg, t.d. hvað varðar að ekki megi skjóta fugl í björgum o.s.frv. Ekki er verið með friðlýsingunni að ganga lengra en villidýralögin sem eru nú þegar í gildi. Af hverju þá að friðlýsa ef við höfum hvort eð er þessi villidýralög? Eins og segir í hvítbók Náttúru- verndar: Forsenda fyrir friðlýsingu búsvæða er að miklu skipti frá vísindalegu, náttúrufræðilegu eða öðru menningarlegu sjónarmiði að þessum þáttum lífríkisins sé ekki raskað, fækkað eða útrýmt. Með friðlýsingu er náttúra, sem mikilvægt er að varðveita vegna landslags, lífríkis eða sérstæðra jarðmyndana, tekin frá og henni hlíft til framtíðar. Með friðun tryggjum við rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Í Vestmannaeyjum er stærsta sjósvölubyggð í Evrópu og er stærsta varpið í Elliðaey en einnig er varp í Bjarnarey, Smáeyjum, Álsey, Brandi, Hellisey og Suðurey. Eini varpstaður skrofu á Íslandi er í Vestmannaeyjum og er þekkt varp tegundarinnar m.a. í Ystakletti á Heimaey, Elliðaey, Bjarnarey, Álsey og Suðurey. Í Vestmannaeyjum er varpstaður nær allra stormsvala landsins og þar er varpstaður um þriðjungs lundastofnsins á Íslandi. Markmið friðlýsingarinnar er að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands búsvæða fjölmargra fuglategunda. Einnig er með friðlýsingunni tryggt aðgengi almennings að landsvæðinu til náttúruskoðunar og fræðslu. Ennfremur er markmið friðlýsingar- innar að tryggja möguleika á rannsóknum og vöktun á lífríki svæðisins með áherslu á búsvæði fugla. Með friðlýsingunni er einnig verið að fylgja eftir alþjóðlegum samningum um náttúruvernd sem Ísland er aðili að. Með friðlýsingunni er einmitt verið að viðurkenna þá miklu sérstöðu sem fuglategundir og fuglabjörg Vestmannaeyja sannar- lega hafa og Vestmannaeyingar eru stoltir af. Friðlýst búsvæði fugla hafa einnig mikið aðdráttarafl hvað varðar ferðamenn, fuglaskoðunar- fólk og vísindamenn. Má þá aldrei veiða aftur lunda eða fara í egg? Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar mun áfram gefa út hvort og hversu lengi veiði verður leyfð en undanfarin ár hefur lundaveiði einungis verið heimil í nokkra daga á ári og hefur jafnan engin lundaveiði að neinu marki verið stunduð þrátt fyrir þessa heimild og ber það vitnisburð um þá virðingu sem bjargveiðimenn bera fyrir lundastofninum. Pysju- tímabil undanfarins árs gefur tilefni til bjartsýni og óskandi er að áframhald verði á þeirri þróun. Eggjataka er heimil áfram svo lengi sem hún er sjálfbær. Mun Vestmannaeyjabær bera kostnað af friðlýsingunni? Vinna og kynning á friðlýsingu búsvæða sjófugla í Vestmanna- eyjum hófst af alvöru árið 2007 og var þá kynnt fyrir bjargveiðifélagi, bændasamtökum, náttúruverndar- samtökum og ferðamálasamtökum Vestmannaeyja ásamt Háskólanum, fulltrúa frá Hafrannsóknarstofnun, Náttúrustofu Suðurlands og umhverfis- og framkvæmdasviði og umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja. Í kjölfarið fór af stað mikil vinna og nokkur sátt var orðin um málið þar til að Vest- mannaeyjabær setti málið í biðstöðu þar sem ekki væri tryggt fjármagn frá umhverfisráðuneyti til eftirlits og vöktunar búsvæðisins. Hins vegar er í dag starfsmaður Um- hverfisstofnunar kominn í fullt starf í Vestmannaeyjum ásamt því að Vestmannaeyjabær brýtur í blað í sögu friðlýsinga hvað varðar tvennt, þ.e. að friðlýsingunni mun fylgja fjármagn til að tryggja eftirlit og vöktun og mun formaður ráðgef- andi hóps Umhverfisstofnunar varðandi friðlýsinguna í fyrsta skipti vera fulltrúi frá sveitar- félaginu en ekki Umhverfisstofnun. Hversu langur aðdragandi er að þessari ákvörðun? Slík ákvörðun er að sjálfsögðu ekki tekin léttvægt og á hún sér langan aðdraganda og líklega hafa fá mál hjá Vestmannaeyjabæ haft jafn langa málsmeðferð. Friðlýsingin var fyrst kynnt eins og áður hefur verið greint frá 2007 og unnið hefur verið jafnt og þétt að málinu síðan. Hins vegar var svo málið tekið aftur upp á 2973. fundi bæjarráðs þ. 5. febrúar 2014 þar sem óskað var eftir því að áfram yrði haldið þar sem frá var horfið varðandi vinnu við friðlýsingu búsvæða fyrir fugla í Vestmannaeyjum. Á 216. fundi umhverfis- og skipulagsráðs í desember 2014 var málið afgreitt og kom eftirfarandi fram: ,,Fyrir liggur erindi frá undirbúningshópi að friðlýsingu fyrir búsvæði sjófugla í Vestmanna- eyjum skv. lögum um náttúruvernd. Afrakstur þeirrar vinnu sem farið var í, liggur nú fyrir en markmið hennar er meðal annars að varðveita og viðhalda náttúrulegu ástandi alþjóðlega mikilvægra fuglabyggða og vernda búsvæði lunda, skrofu, stormsvölu, sjósvölu, súlu, ritu, fýls, langvíu og álku. Þá er markmið friðlýsingarinnar að tryggja rannsóknir, fræðslu og vöktun á lífríkis svæðisins með áherslu á búsvæði og afkomu sjófugla.” Umhverfis-og skipulagsráð hefur kynnt sér störf undirbúningshópsins og gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti að friðlýsingin taki gildi. Þá vill ráðið taka fram að ofangreind vinna hefur ekki áhrif á lundaveiðar eins og þær eru stundaðar í dag. Ráðið leggur áherslu á að forræði yfir nytjum sé áfram á hendi Vestmannaeyjabæjar sem land- eiganda. Fundargerð ráðsins var svo staðfest á 1493. fundi bæjarstjórnar þann 22. desember 2014. Þá fjallaði stjórn Náttúrustofu Suðurlands einnig lítillega um málið í lok árs 2014 þar sem fjárhagsáætlun var lögð fram og rædd. Fjárhagsáætlunin var samþykkt og í fundargerð tekið fram að ánægjulegt væri að sjá að sértekjur aukast á árinu, m.a . vegna efnavöktunar og fyrirhugaðrar friðlýsingar. Að lokum fjallaði bæjarstjórn um málið á 1511. fundi sínum þann 28. apríl síðastliðinn þar sem málið var á dagskrá. Þar sem mannabreytingar höfðu verið í bæjarstjórn frá áðurnefndum fundargerðum þótti bæjarfulltrúum eðlilegt að málið fengi lengri umfjöllun til að bæjarfulltrúar gætu kynnt sér efni friðlýsingarinnar betur og því var málinu frestað og óskað eftir fundi með fulltrúum frá umhverfisráðu- neytinu. Sá fundur átti sér stað í maí þessa árs. Í kjölfarið þótti eðlilegt að taka ákvörðun um málið og þar sem umhverfis- og skipulagsráð hafði áður fjallað um friðlýsinguna og efni hennar óbreytt var næsta eðlilega skref að bæjarstjórn tæki ákvörðun sem hún hefur og gert. Er friðlýsingin komin til að vera um aldur og ævi? Svo vitnað sé í orð Jakobs Björns- sonar fyrrverandi orkumálastjóra: Ýmsir skilja það svo að friðlýsing gildi um aldur og ævi. Það er auðvitað misskilningur. Friðlýsing gildir meðan hún er ekki numin úr gildi, eða henni breytt. Öllum lögum er hægt að breyta eða nema þau úr gildi. Friðlýsingarlögum sem öðrum. Þau eru ekki gagnslaus fyrir þá sök. Friðlýsing gefur ráðrúm til að undirbúa framkvæmdir vel og kemur í veg fyrir að í þær sé ráðist í fljótræði. Erum við að afsala okkur fuglabjörgunum og úteyjunum okkar til skrifstofublóka á höfuðborgarsvæðinu? Að sjálfsögðu ekki, Vestmanna- eyjabær eru og verða landeigendur fuglabjarga og úteyja og hafa skipulagsvaldið áfram. Hins vegar munu allar framkvæmdir sem hafa áhrif á friðlýst búsvæði fugla þurfa að fara í gegnum ráðgjafarhóp umhverfisstofnunar þar sem Vestmannaeyjabær hefur 2 fulltrúa og sinnir formennsku og hlunn- indahafar hafa 1 fulltrúa. Hins vegar í þau skipti þegar sveitarfélög hafa óskað eftir endurskoðunum á mörkum frið- lýsinga eða ákvæðum þá hafa þau verið uppfyllt að ósk sveitar- félaga. Skv. fyrrverandi forstjóra nátt- úruverndar ríkisins og núverandi landgræðslustjóra Árna Bragasyni er algengasti misskilningurinn varðandi frið- lýsingar sá að verið sé að taka öll völd af fólki og að verið sé að færa forræði svæða af heimamönnum Vestmannaeyingar hafa staðið sig vel í að vernda náttúruna enda fá sveitarfélög sem eiga jafnmikið undir sjálfri náttúrunni. Með því skrefi sem stigið var á síðasta bæjarstjórnarfundi er sveitarfélagið að gefa sitt leyfi til þeirrar stjórn- valdsákvörðunar sem friðlýsingin er. Með því að samþykkja frið- lýsinguna er einfaldlega verið að viðurkenna sérstöðu fuglabjarganna og vernda hana formlega, líkt og gert hefur verið óformlega alla tíð áður, til að komandi kynslóðir geti notið hennar áfram um ókomin ár. OPIN ÆFING fyrir 5. 6. og 7. fl okk Meistarafl okkur karla ætlar að halda opna æfi ngu fyrir yngri iðkendur félagsins 5. 6. og 7. fl okkur karla og kvenna. Æfi ngin er föstudaginn 17. júní klukkan 11.00 á Hásteinsvellinum ef veður leyfi r. föstudaginn 17. júní kl.11.00 á Hásteinsvelli Æfi ngin er í boði helstu styrktaraðila félagsins: Merkið í fjórlit (CMYK) / The logo in CMYK Fyrir dagblöð, tímarit, bæklinga og alla aðra fjórlita (CMYK) prentun. For newsprint, magazines, flyers and all other 4-color (CMYK) printing. 100+47+0+0 0+0+0+30 0+0+0+50 Nokkrar algengar spurningar og svör vegna ákvörðunar bæjar- stjórnar um friðlýsingu búsvæða sjófugla í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær eru og verða landeig- endur fuglabjarga og úteyja og hafa skipu- lagsvaldið áfram. Hins vegar munu allar framkvæmdir sem hafa áhrif á friðlýst búsvæði fugla þurfa að fara í gegnum ráðgjafarhóp umhverfisstofnunar þar sem Vestmannaeyjabær hefur 2 fulltrúa og þar á formennsku. ” hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarful ltrúi d-l ista páll marvin Jónsson bæjarful ltrúi d-l ista trausti hjaltason bæjarful ltrúi d-l ista auður Ósk vilhjálmsdóttir bæjarful ltrúi E-l ista M yn d: S ig fú s G un na r G uð m un ds so n M yn d: S ig fú s G un na r G uð m un ds so n M yn d: Ó sk ar P ét ur F ri ðr ik ss on

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.