Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Page 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016
útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is.
Blaðamenn: Sædís Eva Birgisdóttir - seva@eyjafrettir.is
Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is
Íþróttir: Guðmundur Tómas Sigfússon
- gudmundur@eyjafrettir.is
ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson.
Prentvinna: Landsprent ehf.
ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
símar: 481 1300 og 481 3310.
netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: www.eyjafrettir.is
Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er
selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Toppnum,Vöruval,Herjólfi,Flughafnarversluninni,
Krónunni, Kjarval og Skýlinu.
Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum.
Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Íslenska landsliðið í fótbolta skrifar nýjan kafla í knattspyrnusögu heimsins í hverjum leik:
Þar á okkar maður, Heimir
Hallgrímsson stóran hlut
:: Forsíður blaða á Norðurlöndum skrifaðar á íslensku :: Vilja sinn hlut í strákunum okkar
,,Ef við spilum okkar leik, vinnum
við,“ sagði Heimir Hallgrímsson,
þjálfari íslenska landsliðsins þegar
liðið var að fara inn á Laugardals-
völl þar sem það mætti Hollandi í
forkeppni Evrópumeistarmótsins.
Hvort aðrir en hann og hinn sænski
Lars Lagerbeck trúðu þessari
fullyrðingu er ómögulegt að segja
en Heimir og Lars fengu leikmenn
sína til að trúa á mátt sinn og megin
og það var nóg. Holland, með allar
sínar stjörnur sá aldrei til sólar í
leiknum og þarna fór boltinn að
rúlla fyrir alvöru.
Tvíefldir eftir að hafa átt stóran
möguleika á að komast á heims-
meistaramótið í Brasilíu 2014 lögðu
okkar menn upp í ferð sem enn sér
ekki fyrir endann á. Þeir komust á
EM í Frakklandi þar sem þeir skrifa
nýjan kafla í hinni alþjóðlegu
knattspyrnusögu í hverjum leik.
Síðasti kaflinn var sigur á
Englendingum í Nice á mánudaginn
sem skilar Íslandi í átta liða úrslitin
gegn Frökkum á sunnudaginn. Það
þarf kannski að vera í útlöndum til
að trúa því hvað framganga
Íslendinga á EM er stór í alþjóðlegu
tilliti. Í flugvél frá Kaupmannahöfn
til Noregs er júníblað SAS þar sem
er stórt viðtal við Lars þar sem hann
útilokar ekki að Ísland verði
Evrópumeistari en þó á sinn
hógværa hátt.
Norðurlöndin samgleðjast
Í Noregi, eins og á hinum Norður-
löndunum samgleðjast allir
velgengni okkar á EM. Í norska
sjónvarpinu var klukka sem taldi
niður fyrir leikinn allan mánudag-
inn. Í einu víðlesnasta blaði Noregs,
VG eru hvatningarorð á íslensku:
Gangi ykkur vel gegn Frökkum.
Forsíða VG í gær var tileinkuð
Íslandi þar sem Norðmenn hörmuðu
að hafa látið Ísland í hendur Dana
1397 en það sé grafið og gleymt því
í dag erum við öll Íslendingar. Stóra
fyrirsögnin er svo: Já, við elskum
þetta land, á íslensku að sjálfsögðu.
Já, Heimi og Lars tókst það sem
öðrum tókst ekki, að sameina
Norðurlönd og nú tala Norðmenn
um ,,strákana okkar“.
Þessi frábæri árangur íslenska
landsliðsins er ekki einhverjum
einum að þakka, þetta eru margir
samverkandi þættir þar sem allt
gengur upp. Einn þátturinn, og ekki
sá sísti, er hlutur Vestmannaeyja þar
sem okkar maður Heimir Hall-
grímsson er í fremstu víglínu. Ekki
ætla ég að segja allt það sem kemur
upp í hugann þegar farið er yfir
atburði síðustu daga og vikna því
það yrði bara væmið og ef til vill
svolítið yfirdrifið sem er eitthvað
sem Heimir er lítið fyrir. Hann vill
láta verkin tala og árangurinn á EM
segir allt sem segja þarf.
Megum vera stolt
Já, við Eyjamenn megum vera stolt
af okkar manni, Heimi Hallgríms-
syni og gleymum því ekki að hann
er og verður einn af okkur. Maður
sem tók út sinn þroska í Vestmanna-
eyjum og er enn ein staðfestingin á
mikilvægi íþrótta fyrir bæjarfélagið.
Þar er unnið starf sem er ein af
helstu stoðum samfélagsins og
hefur skilað afreksmönnum í
fótbolta, handbolta, frjálsum og
sundi og þjálfurum sem eru að ná
frábærum árangri. Meira um það
seinna.
Við Eyjamenn eins og stór hluti
heimsbyggðarinnar munum fylgjast
með leiknum gegn Frökkum á
sunnudaginn. Þeir eins og Englend-
ingar eiga það til að verða ögn
hrokafullir á knattspyrnuvellinum
en íslensku strákarnir munu ekki þá
frekar en í öðrum leikjum á EM láta
stóru nöfnin slá sig út af laginu.
Þeir eru komnir til að sjá og sigra
hvern sem er.
Og gleymumm ekki hinum
Eyjamönnunum sem eru með
landsliðinu í Frakklandi, Einari
Birni Árnasyni sem kokkar ofan í
strákana, Ómari Smárasyni sem sér
um upplýsingamálin og Víði
Reynissyni sem er yfir öryggis-
málum hjá KSÍ. Já, er ekki allt í
lagi að vera svo lítið montinn.
Heil tuttugu ár eru frá því
Íslendingar fengu síðast nýjan
forseta. Síðastliðinn laugardag
var sá sjötti í röðinni kjörinn og
skal í upphafi óska Guðna Th.
Jóhannessyni hjartanlega til
hamingju með sigurinn. Guðni
varð 48 ára daginn eftir kjördag
og er yngsti forseti í sögu
lýðveldisins.
Það má segja að fyrsti senuþjófur á
kosninganóttu hafi þó ekki verið
hinn nýkjörni forseti heldur okkar
ágæti fyrrum sýslumaður, Karl
Gauti Hjaltason. Sem formaður
yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis las
Karl Gauti upp fyrstu tölur
kosninganna: Guðni 2273 atkvæði,
Halla 2181 atkvæði, munurinn
aðeins 92 atkvæði. Sá munur átti
eftir að haldast fram að lokatölum í
kjördæminu og munaði í lokin
aðeins einu prósenti á þeim tveimur,
Guðni með 35.2% og Halla með
34.2%. Í hinum fimm kjördæm-
unum var munurinn hins vegar
umtalsverður og svo lauk að Guðni
varð kjörinn með 39.1% greiddra
atkvæða en Halla endaði í öðru sæti
með 27.9% greiddra atkvæða yfir
landið. Aðrir hlutu minna, sumir
miklu minna. Vissulega munar mun
minna á hinum tveimur efstu en
kosningakannanir höfðu gefið til
kynna en þó er rétt að minna á að
allar síðustu kannanir sýndu sókn
hjá Höllu og vörn hjá Guðna.
Vindáttin var því að minnsta kosti
rétt hjá þeim könnunum sem fyrir
lágu. Hins vegar vekur mun meiri
eftirtekt hversu lítið fylgi margir
frambjóðendanna fá.
Í stjórnarskránni frá 1944 kemur
fram að forsetaefni skuli hafa
meðmæli minnst 1500 kosninga-
bærra manna. Fyrstu almennu
forsetakosningarnar fóru fram 1952
og voru þá um 75.000 á kjörskrá.
Nú eru um 245.000 á kjörskrá eða
meira en þrisvar sinnum fleiri. Samt
hefur reglunum aldrei verið breytt.
Samtals hafa 30 einstaklingar verið
í kjöri til embættis forseta Íslands
frá því fyrsti forsetinn, Sveinn
Björnsson var kosinn af alþingi
1944. Af þessum 30 voru hvorki
fleiri né færri en 9 í framboði í
síðustu kosningum. Af þeim náðu
þrír neðstu ekki einu sinni saman-
lagt þeim 1500 atkvæðum sem þó
hvert og eitt þeirra fékk sem
meðmælendur. Hildur (292
atkvæði), Guðrún Margrét (477
atkvæði) og Ástþór (615 atkvæði)
gera samtals 1386 atkvæði. Það er
síðan ekki fyrr en skáldkonan
Elísabet bætist í flokkinn með sín
1280 atkvæði að glitta sést í tölu í
áttina að fjölda meðmælenda hvers
frambjóðenda. Öll þessi fjögur búa
við þann vafasama heiður að fá fæst
atkvæði allra í forsetakosningum.
„Fyrra metið“ átti Hannes Bjarna-
son með 1556 atkvæði 2012.
Því hlýtur það að vera ein niðustaða
þessara forsetakosninga að fjölga
þurfi meðmælendum í samræmi við
fjölda kosningabærra einstaklinga í
landinu á hverjum tíma. Sturla
Jónsson fékk þó að minnsta kosti
fjörfaldan fjölda meðmælenda sinna
en hin fjögur, Davíð, Andri Snær,
Halla og Guðni vitaskuld mun
meira.
Með því að herða reglur þá er
loksins hægt að fara að bjóða upp á
alvöru kappræður milli raunveru-
legra frambjóðenda. Hinir sem eru
með upp á grínið eða af öðrum
ástæðum eiga að fá sitt svæði á
öðrum vettvangi.
Guðni Th. kjörinn nýr forseti
:: Mjótt á mununum í Suðurkjördæmi :: Guðni 35,2% :: Halla 34,2%
Kári BjarnaSon
frettir@eyjafrettir.is
Guðni í heimsókn sinni til Eyja á dögunum.
M
yn
d:
S
ka
pt
i H
al
lg
rí
m
ss
onÓmar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is