Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Blaðsíða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Matgæðingur vikunnar Landakirkja Fimmtudagur 30. júní Kl. 20.00 Æfing, Kór Landakirkju. Sunnudagur 3. júlí Kl. 11.00 Göngumessa á Gos- lokahátíð. Miðvikudagur 6. júlí Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Brauðsbrotning og bænastund. Sunnudagur kl. 13:00 Samkoma, Guðni Hjálmarsson prédikar. Lifandi söngur, kaffi og notalegt spjall á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Allir velkomnir. Eyjamaður vikunnar Lífið er fótbolti Orkumótið var haldið um helgina og átti ÍBV glæsilega og metnaðafulla peyja þar. Einn af þeim er Ásgeir Galdur Guðmundsson en hann var valinn í orkumótsliðið, þar sem eru valdir 11 bestu leikmenn mótsins. Annar er Þórður Örn Gunnarsson en hann var valinn í landsliðið á Orkumótinu. Strákarnir eru verð- skuldaðir Eyjamenn vikunnar. Nafn: Ásgeir Galdur Guðmunds- son. Fæðingardagur: 14. apríl 2006. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Pabbi heitir Guð- mundur Ásgeirsson, mamma mín er Aðalheiður Ólafsdóttir. Svo á ég þrjár systur sem heita Rakel Oddný, Katý Svanfríður og Sara Bjartey. Uppáhalds matur: Lambalæri með bernais sósu. Versti matur: Kæst skata eins og er á Þorláksmessu. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Rapp eins og Úlfur Úlfur. Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn: Maggi Mix. Aðaláhugamál: Fótbolti, íþróttir, enski boltinn og bara allt sem tengist bolta. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Nice í Frakklandi Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Lionel Messi, Barcelona, Manchester United og auðvitað ÍBV. Uppáhalds sjónvarpsefni: Atvinnumennirnir okkar með Audda Blö, íþróttafréttir og bara allar íþróttir. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Að vera í fótbolta með strákunum. Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi: Frá því að ég var 4 ára, þá byrjaði ég að æfa með Val. Hvað var skemmtilegast á orkumótinu: Að fá að keppa í fótbolta. Nafn: Þórður Örn Gunnarsson. Fæðingardagur: 10/09/06. Fæðingastaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Móðir Guðbjörg Þórðardóttir, faðir Gunnar Þór Guðjónsson, eldri bróðir Arnar Breki Gunnarsson, yngri systir Sandra Björg Gunnarsdóttir. Uppáhaldsmatur: Fiskistangir með remúlaði. Versti matur: Kjúlli. Hvaða tónlist: Þjóðhátíðarlög. Uppáhaldstónlistarmaður: Pharrell Williams. Aðaláhugamál: Fótbolti. Fallegast staður: Vestmannaeyjar, að vera uppá Klifi og horfa yfir Eyjarnar. Uppáhalds íþróttamaður: Sturridge og Kolbeinn Sigþórsson. Uppáhaldsíþróttafélag: ÍBV og Liverpool. Uppáhalds sjónvarpsefni: Allt um fótbolta. Skemmtilegast að gera: Vera í fótbolta. Hvað ertu búin að æfa fótbolta lengi: Frá því ég var fimm ára. Hvað var skemmtilegast à Orkumótinu: Spila fótboltaleikina með peyjunum og vera í lands- liðinu. Þórður Örn Gunnarsson er Eyjamaður vikunnar Ásgeir Galdur Guðmundsson er Eyjamaður vikunnar Ég vil þakka Vali Marvin fyrir þessa æðislegu áskorun. Vona innilega að ég nái að toppa hann en þar sem hann er að læra kokkinn gæti það reynst mér erfitt. Mexíkóskar kjúklingabringur 6 kjúklingabringur 1 dl sítrónusafi 2 msk ólífuolía til penslunar 2 msk ólífuolía 1 meðalstór laukur 1 niðursoðnir tómatar 2 msk möndlur 2 msk rúsínur 2 tsk kapers 5 grænar ólífur ½ msk niðursoðinn grænn pipar 1 rauð paprika ½ græn paprika ½ gul paprika 2 ½ dl appelsínusafi 1 dl kjúklingasoð ½ tsk kanill 1 msk kóríander (ferskt). Raðið kjúklingabringunum í eldfast mót og hellið sítrónusafa yfir. Látið standa í ísskáp í 2 klst. Penslið með ólífuolíu og bakið í 180 gráðu heitum ofni í 20 mín. Hitið olíu í potti og mýkið smátt saxaðan laukinn. Bætið tómötum, rúsínum, kapers, ólífum og piparkornum út í. Látið suðuna koma upp. Hreinsið og takið kjarna úr paprikum og skerið í strimla. Bætið útí ásamt appelsínusafa og kjötsoði og sjóðið í 15 mínútur. Bragðbætið með kanil. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og bakið áfram í 20 mínútur í ofninum. Skreytið með fersku kóríander og berið fram með hrísgrjónum og brauði. Jalapeno salat Skinka hvítlauksostur (þessi kringlótti) cherry tómatar jalapeno (eftir smekk) sýrður rjómi. Hvítlauksosturinn, tómatarnir og skinkan er skorið niður. Þetta er sett í skál og blandað við sýrða rjómann. Einnig er gott að blanda einni matskeið af majónesi við. Jalapeno er svo blandað saman við en passa sig að setja bara lítið í einu. Gott er að láta salatið standa aðeins eftir að jalapenoinu hefur verið blandað út í því sterka bragðið kemur ekki alveg strax fram. Borið fram kalt með nachos. Ég vil að lokum skora á Arnar Gauta Grettisson sem næsta matgæðing. Hann er ansi liðtækur í matreiðsl- unni og hefur oftar en ekki búið til sósu, kryddað kjötið, farið á KFC eða hringt á Dominos. Mexíkóskar kjúklingabringur og jalapeno salat Daði Steinn Jónsson er matgæðingur vikunnar Lára Halla Snæfells Miðill Verð með einkatíma í Vestmann- eyjum dagana 4.-7. júlí. Tíma- pantanir í síma 845-2230. ------------------------------------------- Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón >> SMÁAuGLýSinGAr Eftirfarandi bréf er samvinnuverk- efni Goslokanefndar, lögreglustjóra og Fjölskyldusviðs Vestmannaeyja- bæjar. Sérstakar reglur skv. barnaverndar- lögum, gilda um útivistartíma barna og ungmenna. Rétt er að benda á að þetta eru lög, ekki ábendingar. Í barnaverndarlögunum kemur fram að frá 1. maí til 1. september megi börn, 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 24:00, nema þau séu á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Ekki þarf annað en að skoða á hvaða tímum sólarhrings börn byrja að fikta með áfengi og aðra vímugjafa, hvenær alvarlegar líkamsárásir og óæskileg kynlífsreynsla eiga sér stað, til að skilja að útivistarreglurnar eru ekki settar fram af tilviljun. Börn og unglingar eiga ekki að vera úti eftirlitslaus seint að kvöldi og alls ekki eftir miðnætti, sérstaklega við aðstæður sem geta skapast í fjölmenni eins og í kringum Goslokahátíð. Dagskráin gengur vel yfir daginn, en reynslan hefur sýnt okkur að vandamál sem hafa komið upp gerast að næturlagi. Við viljum því hvetja foreldra til að gefa ekki ólögráða ungmennum lausan tauminn án þess að ráðstaf- anir hafi verið gerðar til að tryggja öryggi þeirra, eða að fjölskyldan fari saman og njóti skemmtunar- innar saman. Við viljum öll bæði vernda börnin okkar og hátíðina okkar, þannig að við getum haldið því hátt á lofti að fjölskyldan skemmti sér saman og eigi góðar stundir á Goslokahátíð. Goslokanefnd Vestmannaeyja Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi Foreldrar, bréf til ykkar! A ð s e n d g r e i n

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.