Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Blaðsíða 16
16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016
Ég er ein af þeim rúmlega 900
börnum sem þáði boð til Noregs í
tveggja vikna sumarfrí gosárið
1973. Það voru Norðmenn sem
buðu Eyjabörnum í þessa ferð,
skipulögðu og stóðu straum af
kostnaði við hana í samvinnu við
det Norske Røde Kors, Rauða
krossinn á Íslandi, Norsk – Islandsk
samband og fleiri aðila. Noregur
hefur alltaf átt stað í hjarta mínu
eftir sumarferðina 1973 og hélt ég
tengslum við „fjölskylduna” mína í
Noregi næstu 30 árin eftir ferðina.
Þegar 40 ár voru liðin frá eldgos-
inu í Heimaey árið 2013 gerðu
Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur
Jónsson heimildarmyndar Útlend-
ingur heima. Þar fjölluðu þau um
eldgosið frá fleiri sjónarhornum en
áður hafði verið gert og fjölluðu
þau m.a. um ferð til Noregs þar sem
öllum Eyjabörnum sjö til fimmtán
ára bauðst að fara í, sumarið sem
eldgosið stóð yfir.
Mér bauðst að koma með í
upptökur í Noregi og hitti þar aftur í
fyrsta skipti eftir 40 ár dóttur
hjónanna sem fóstruðu mig 1973 og
ég hafði verið í bréfasamskiptum
við áratugina á eftir. Það má segja
að ferðin 2013 hafi dregið dilk á
eftir sér, því fljótlega eftir heim-
komu úr ferðinni æxluðust hlutirnir
þannig að við hjónin fluttum til
Hafnarfjarðar og ég ákvað að nota
tækifærið og láta gamlan draum
um að öðlast háskólagráðu rætast.
Ég skráði mig í norsku og var
útskrifuð með BA gráðu í norsku
með atvinnulífsfræði sem aukagrein
frá Háskóla Íslands 25. júní sl.
Þakklæti
BA ritgerðin mín fjallaði um
ferðina til Noregs 1973 og hvort
það hefði verið forsvaranlegt að
senda sjö til fimmtán ára gömul
börn í ferðalag erlendis, aðeins
örfáum mánuðum eftir upplifun
þeirra af náttúruhamförum sem
lagði heimbyggð þeirra undir ösku
og hraun.
Í ritgerðinni skoðaði ég kenningar
hins virta norska fræðimanns Atle
Dyregrove um hlutverk foreldra
gagnvart börnum sínum í tengslum
við náttúruhamfarir. Ritgerðina
tileinkaði ég eins og segir orðrétt í
henni; „Öllum þeim sem aðstoðuðu
íbúa Heimaeyjar í kjölfar eldgossins
23. janúar 1973. Sérstaklega er
Norðmönnum þakkað örlæti,
vinarþel og hjartahlýja sem þeir
sýndu börnunum og foreldrum á
erfiðum tímum.“
Ljóð og lag sem ég samdi eftir
ferðina til Noregs 2013 er einnig til-
einkað sömu aðilum, var flutt á
goslokum í Höllinni í Vestmanna-
eyjum sama ár og á tónleikum sem
ég hélt í Salnum í Kópavogi 11.
júní 2016. Ljóðið hefst kvöldið fyrir
eldgosið og því lýkur við lok þess,
3. júlí 1973 þegar Eyjan okkar rís úr
öskustónni.
Noregsfarar
Er brimið á berginu brotnar
aldan úr hafinu rís.
,,Á Heimey himinn sortnar
úr iðrum jarðar gýs.“
Burtu við förum á flótta
flýjum heimaslóð.
Lömuð af undrun og ótta
spýjandi eldsins glóð.
Vini við eigum marga
sem létta´ okkur lífið þá.
Til Noregs í víking halda
,,Eyjabörn stór og smá“.
Þar áhyggjulaus lifa að nýju
ó heimþráin sé sterk.
Til Norðmanna hugsa með hlýju
því góð eru þeirra verk
Erfið reynist biðin sú
að komast heim á ný.
,, Úr öskustónni rís hún nú
Eyjan björt og hlý“.
Úr öskustónni rís hún nú
Eyjan björt og hlý.
Lag og texti Guðrún Erlingsdóttir,
https://youtu.be/Ukt4vOmLcI0
Svo mikið tilfinningarót kom upp
hjá höfundi þegar hann samdi þetta
lag og ljóð að þegar hann ætlaði að
flytja lagið í fyrsta sinn fyrir
eiginmanninn, skyldist ekki orð af
textanum á milli ekkasoganna hjá
höfundi.
Vanlíðan
Upplifunin af gosnóttinni, líðanin á
fastalandinu eins og við Eyjamenn
köllum það, vandamálin sem upp
komu í samskiptum manna á milli
meðan á náttúruhamförunum stóð
ætla ég ekki að fjalla um í þessari
grein. Heldur einblína á ferðina til
Noregs. En það er þó öllum hollt að
reyna að ímynda sér álagið sem var
á foreldrum, börnum og ættingjum
þeirra meðan á gosinu stóð.
Óvissan um framtíðina, fjöl-
skyldur, vinir og skólafélagar
sundraðir, heimilsleysi eða þröngur
húsakostur, einelti og stríðni, nýr
skóli eða skólar. Þögnin sem var
svo skerandi, ekki mátti tala um
hlutina, allir ætluðu sér að þrauka
og flestir settu stefnuna á að fara
heim til Eyja á ný. Það var því lítið
annað að gera en að bíta á jaxlinn
og taka á honum stóra sínum. Sama
hversu gamlir flóttamennirnir úr
Eyjum voru. Tilfinningaúrvinnsla
mátti bíða þar til síðar, hjá sumum í
áraraðir og bíður jafnvel enn.
Ég mun í grein þessari styðjast við
eigin minningar og upplifanir,
munnlegar heimildir, úrklippur og
blaðagreinar úr íslenskum og
norskum fjölmiðlum. Gögn frá
Rauða krossi Íslands, Norsk
Islandsk Samband og Héraðsskjala-
safni Vestmannaeyja.
Hvernig datt mönnum þetta í
hug?
Það er auðvelt að spyrja árið 2016
hvernig í veröldinni nokkrum
manni datt í hug að bjóða 1020
börnum til dvalar í ókunnu landi í
tvær vikur á aldrinum sjö til
fimmtán ára ýmist í hópum eða á
einkaheimilum. Árið 1973 hafði
sjónvarpið verið á Íslandi í nokkur
ár og almennt töluðu börn hvorki
Norðurlandamál né ensku. Ekki
voru til farsímar, erfitt og mjög dýrt
að hringja á milli landa og ekkert
var nú internetið.
Börnin voru því sum hver mállaus,
í ókunnu landi, fjarri fjölskyldu og
tiltölulega nýbúin að upplifa
gríðarlegt áfall af völdum nátt-
úruhamfara. Hver var hugmynda-
fræðin á bak við þessa ferð og hvers
vegna samþykktu foreldrar að leyfa
börnum sínum að fara í slíka ferð,
þar sem þau börn sem ekki voru í
heimavistarskólum eða sumar-
búðum voru á einkaheimilum ýmist
ein eða með einhverjum öðrum sem
þau þekktu varla í sumum tilfellum.
Fararstjórar voru með hverjum
hópi að kröfu bæjaryfirvalda í
Vestmannaeyjum en þeir gistu ekki
með börnunum á einkaheimilum.
Myndu foreldar samþykkja þetta í
dag? Að öllum líkindum ekki en við
megum ekki gleyma stöðu forelda
og barna veturinn og vorið 1973.
Fyrir marga var ferðin til Noregs
erfið, fyrir aðra skemmtileg
upplifun. Fyrir mig voru þetta einu
tvær vikurnar sem ég man eftir að
hafa verið áhyggjulaust barn að
leika mér við önnur börn frá
nóttinni örlagaríku 23. janúar 1973
þar til ég flutti heim til Eyja 7.
janúar 1974.
Hugmyndin kviknaði tíu
dögum eftir að gos hófst
Það var Hans Høegh kaupmaður,
félagi í norska Rauða krossinum og
stjórnarmaður í Huseby sumarbúð-
unum í Noregi sem virðist hafa
verið aðalhvatamaðurinn að
ferðinni 1973 í samstarfi við
Islandsk- Norsk Samband, Rauða
kross Íslands, Rauða krossinn í
Noregi, íslenska sendiherrann
Agnar Kl. Jónsson og Íslendinga-
Guðrún Erlingsdóttir rifjar upp ferð Vestmannaeyjabarna til Noregs 1973 :: Hluti af BA
ritgerð hennar í norsku:
Með frábæru skipulagi og
hjarta úr gulli tóku Norð-
menn á móti yfir 900 börn-
um frá Vestmannaeyjum
:: Hélt tengslum við Noregsfjölskylduna í 30 ár :: Kom að gerð myndar um ferðina
:: Börnin voru sjö til fimmtán ára :: Hvernig datt fólki þetta í hug?
Eyjabörn í Noregsferðinni 1973 þarna má m.a. sjá Jóhann Ragnarsson, Viktor Guðnason, Ólaf Tý Guðjónsson, Jóhannes Þórarinson, Guðnýju
Óskarsdóttur, Kristínu Hallbergsdóttur, Margréti Kristjánsdóttur, Sigurpál Scheving, Þór Sigurgeirsson og Hörpu Kristinsdóttur svo einhverir
séu nefndir.
Mynd úr blaði. Guðrún með
Bjarna sem er faðir Birkis
Bjarnasonar, knattspyrnukappa.