Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Síða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016 „Ég er fæddur 21. april 1972 og uppalinn í Vestmannaeyjum. Bjó í Eyjum þangað til að ég var 21 árs, en hóf þá nám við grafíska hönnun við Arizona State Univeristy í Bandaríkjunum og útskrifaðist með BS í grafiskri hönnun. Eftir námið kom ég heim til þess að starfa sem grafískur hönnuður,“ segir Logi Jes Kristjánsson sem sýnir verk sín í Akóges um helgina. Hann starfar nú sem lögreglumaður en hefur ekki sagt skilið við myndlistina. „Ég hafði starfað nokkur sumur sem lögreglumaður í afleysingum og það blundaði alltaf í mér að fara í Lögregluskólann. Lét svo verða af því 2004 þegar ég útskrifaðist sem lögreglumaður og hef starfað í lögreglunni í 12 ár.“ Logi hætti aldrei að hanna og teikna. „Ég hef unnið sem grafískur hönnuður með lögreglunni en síðustu ár hef ég snúið mér meira af myndlist og teikningum. Þá aðalega pennateikningum og vatnslitum. Með því að sýna verkin mín núna í Akóges á goslokahátíðinni er gamall draumur að rætast. Hef verið að teikna frá því að ég man eftir mér og mér þótti alltaf gaman að fara á myndlistasýningar í Akóges þegar ég bjó í Eyjum. Sérstaklega man ég eftir sýningum þegar að Guðni Hermansen var að sýna verk sýn. Þótti verk hans alltaf ævintýraleg og spennandi.“ Þetta er hans fyrsta myndlistasýn- ing og segir það heiður og spenn- andi fyrir sig að geta haldið hana hér í Eyjum. Þema sýningarinnar eru landnemar Vestmannaeyja og þeirra goðatrú. „Titill sýningarinnar; Upphafið, fólkið og goðin í Eyjum, gefa til kynna þá sögu sem ég er að reyna að segja. Ég tek mér skáldaleyfi með myndum mínum varðandi landnámið og vil ég taka það fram að þetta er ekki opinber saga Eyjanna, en auðvitað eins og allir Vestmanneyingar vita þá var Herjólfur fyrsti landnámsmaður Íslands. Einnig sýni ég með myndunum, þann goðaheim sem að forferður okkar trúðu á. Myndirnar vinn ég með vatnsliti og svart blek. Fyrst vinn ég myndirnar með blýanti, lauslega á pappírinn en svo fer ég yfir með vatnslitum og bæti síðan við blekinu þegar við á. Misjafnt eftir myndum hvort ég byrja með blekið eða vatnslitina, en mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að vinna með þetta saman,“ sagði Logi sem býður alla velkomna á opnunina á sýningunni sem verður föstudaginn 1. júli kl.16:00. „Léttar veitingar í boði við opnunina. Opið verður síðan laugar- daginn frá klukkan 10:00 ,svo sunnudaginn frá 11:00, sem sagt fyrir hádegi. Vona að þið eigið góða goslokahelgi,“ sagði Logi að endingu. Jóhanna Hermansen heldur málverkasýningu í Tónlistarskóla Vestmannaeyja goslokahelgina, fyrsta til þriðja júlí. Jóhanna sem búsett er í Reykjavík er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er dóttir Guðna A. Her- mansen og Sigríðar J. Kristins- dóttur, en eins og flestum Eyja- mönnum er kunnugt var Guðni, sem lést langt um aldur fram einn af fremstu listamönnum Eyjanna. Jóhanna ólst upp við listhneigð föður síns og fylgdist iðulega með honum munda pensilinn. Hún hefur stundað málun í nokkur ár og verið í námi í olíumálun í Myndlistaskóla Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í þremur samsýningum. Þessi sýning, sem hún kallar Innsýn er fyrsta einkasýning hennar og spannar feril hennar í myndlistaskólanum. Berglind Ómarsdóttir fatahönnuður og kjóla- og klæðskerameistari sýndi nýlega nýjustu línuna sína á tískusýningu á veitingastaðnum Oddsson í Reykjavík sem vakti mikla athygli. Hún ætlar að endurtaka leikinn í Eldheimum á goslokum. Hún var með sýningu á sama stað fyrir tveimur árum þar sem mættu um 400 manns. Var sýningin fyrsti viðburðurinn sem haldinn var í Eldheimum eftir að safnið var opnað vorið 2014. Berglind er borin og barnfædd Eyjakona en hún flutti til Íslands á síðasta ári eftir að hafa búið sjö ár í Lúxemborg þar sem hún náði að vekja mikla athygli með hönnun sinni og saumaskap. Þetta verður þriðja sýning Berglindar í Vest- mannaeyjum. Fyrst var það 2008 þegar hún með öðrum hönnuðum sýndi föt í uppgreftinum þar sem nú eru Eldheimar. „Er ekki vel við hæfi að halda sig við þennan stað sem minnir okkur á þá miklu örlagasögu sem varð til þegar gaus 1973,“ segir Berglind. Hún byrjaði snemma að sauma og útskrifaðist sem kjóla- og klæð- skerasveinn fyrir 15 árum en í vor lauk hún meistaranámi í báðum greinum og fannst við hæfi að halda upp á þau tímamót með sýningu á því sem hún er að gera. Berglind hefur náð að skapa sér nafn sem fatahönnuður og má geta þess að verðandi forsetafrú, Eliza Reed var í kjól frá Berglindi á kosninganóttina. Liturinn var vel við hæfi, kóngablár og minnir líka á landsliðið í fótbolta karla sem hefur náð lengra en flestir gerðu ráð fyrir. „Ég er mjög stolt að Eliza valdi kjól frá mér og hann fór henni mjög vel. Hann er svolítið í þeim anda sem ég er að gera núna. Á sýningunni sýni ég kjóla og toppa, líka buxur, pils og kápur. Þetta eru kvenleg föt, mikið um liti og smá sixties líka. Þetta eru frjálsleg föt, klæðileg og töff. Nostrað er við hvert smáatriði í hverri flík,“ segir Berglind sem sækir innblásturinn ekki síst við Vestmannaeyja. „Hér eru litirnir svo sterkir og andstæðurnar miklar þar sem hraunið kallast á við allt það græna sem Eyjarnar skarta með hafið með öllum sínum margbreytilegu myndum allt í kring,“ segir Berglind sem vonast til að sjá sem flesta á sýningunni. „Hún verður á föstudaginn klukkan sex og ég hlakka til að sjá ykkur,“ sagði Berglind. Berglind er með fötin til sölu í BK-gler og verður hún þar alla goslokahelgina. Hún er með vinnustofu í Hátúni þar sem hún selur fötin sín en einnig er hún á Facebook og instagram undir nafninu Berglind Clothing. Myndirnar tók Kristbjörg Sigurjónsdóttir á sýningu Berglindar í Reykjavík. Eyjamaðurinn Logi Jes sýnir í Akóges :: Upphafið, fólkið og goðin í Eyjum: Tek mér skáldaleyfi með myndum mínum varðandi landnámið :: Þetta er ekki opinber sagan Eyjanna :: Herjólfur var fyrsti landnámsmaðurinn Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Jóhanna í fót- spor föður síns :: Sýnir í Tónlistarskólanum :: Berglind sýnir hönnun sína í Eldheimum á föstudaginn: Frjálsleg föt, klæðileg og töff þar sem hvert smáatriði skiptir máli

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.