Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Page 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016 Út er að koma platan Í skugga meistara yrki ég ljóð og verða útgáfutónleikar í Höllinni föstudagskvöldið á goslokahá- tíð. Það er Bandalag vestmann- eyskra söngva- og tónskálda (BEST) sem standa að út- gáfunni. Á plötunni eru tíu lög eftir fjórtán höfunda og eru sumir að koma fram sem lagahöfundar í fyrsta skipti. Textar eru ýmist eftir lagahöf- unda eða aðra og hafa sum laganna aldrei heyrst áður. Með þessu vilja listamennirnir, sem allir eru frá Eyjum rækta þann akur sem Eyjalögin hafa verið og skila þeim til komandi kynslóða. Gísli Stefánsson og Sæþór Vídó hafa í sameiningu útsett lögin en höfundarnir eru Hafdís Víglunds- dóttir, Sigurður Óskarsson, Snorri Jónsson, Guðlaugur Ólafsson, Ágúst Óskar Gústafsson, Helgi Tórshamar, Sævar Helgi Geirsson, Helena Pálsdóttir, Kolbrún Harpa Vatnsdal, Gísli Stefánsson, Sæþór Vídó, Sigurmundur Gísli Einarsson og Sigurjón Ingólfsson og Guðjón Weihe. Hljóðfæraleikarar eru Birgir Nielsen á trommur og slagverk, Kristinn Jónsson á bassa, Sæþór Vídó á kassagítar og banjó, Þórir Ólafsson á píanó og Hammond, Sigurgeir Sigmundsson á fetilstál og kjöltugítar, Einar Hallgrímur Jakobsson á trompett og flugelhorn og Gísli Stefánsson á rafgítar og kassagítar. Raddir syngja þeir Jarl Sigurgeirsson, Sæþór og Gísli. Platan var tekin upp í Skátastykkinu í janúar og hjá Almættinu og upptökum stjórnuðu Sæþór og Gísli sem líka sáu um hljóðblöndun. Smáeyjar Eyjafréttir fengu nokkra af höfundunum til að segja frá hvernig lögin urðu til og lá beinast við að spjalla fyrst við Gísla Stefánsson. „Þegar hugmyndin að verkefninu kviknaði fannst mér, sem eins af forsvarsmönnum verkefnisins og útsetjurum plötunnar, nauðsynlegt að geta samið nokkuð dæmigert Eyjalag,“ segir Gísli um lagið sitt Smáeyjar. „Ég hafði í raun aldrei prófað það áður ef ég man rétt, þó ég hafi áður samið fullt af rokki. Ég ákvað því að taka alla frasana með inn í reikninginn og settist því niður eins og dæmigert er. Sló nokkra hljóma á gítarinn sem mér fannst dæmi- gerðir fyrir góðan vals, og úr varð þetta fína lag sem ég er sjálfur bara nokkuð ánægður með. Þegar lagið varð til bjó ég vestast í Foldahrauninu í íbúð með dásam- legu útsýni yfir Smáeyjarnar og var textinn innblásinn af þeirri sýn. Það sem ég sé fyrir mér þegar textinn verður til er fjölskylda eða hópur sem stendur saman óháð aðstæðum. Um leið er auðvelt að tengja það við samfélagið okkar sem hefur barist í gegnum sortann og er hér enn,“ segir Gísli sem sjálfur syngur lagið. Þær standa saman í fríðum hóp, tengjast alla tíð. Í stormi þær þola barninginn, í blíðu spegla sig. Að vetri standa snjóhvítar, bergið sjófrosið. Um sumar verða heiðgrænar, fuglinn kvakandi. Hani og Hæna ástfangin, tengd gegnum brimrótið Hrauney grúfir og hefur hljótt. Grasleysa felur sig. Er fjarar frá skerjabörn ala undir sínum væng. Á flóði Ægir tekur við, breiðir yfir sína sæng. Er dranginn eina vesturfrá aldan mer í kaf. Í hnipri liggja skjóli í, heimalandi af. Stöndum saman „Lagið mitt á plötunni heitir Stöndum saman og er í fjörugum kántrýbúningi. Lagið var svo sem ekki samið sem kántrýlag sérstak- lega en það fer því bara nokkuð vel,“ sagði Sæþór Vídó um lag sitt, Stöndum saman. „Lagið hef ég átt í fórum mínum í töluverðan tíma en textinn er einn nokkurra sem varð til árið 2012 þegar hljómsveitinni Brimnes var fengið það verkefni að semja goslokalag. Ég gef mér mjög sjaldan tíma til að setjast niður við textasmíð og stenst sjaldan mínar eigin kröfur. Ég er svona sæmilega sáttur við þennan.“ Sæþór segir að textinn eigi að minna Eyjamenn á samheldnina sem hefur komið okkur í gegnum hinar ýmsu hamfarir. „Hvernig, þrátt fyrir þær, fólkið sneri aftur heim. Í upphafi ljóðsins kem ég einnig aðeins inn á, kannski, ástæðuna fyrir því að fáir Eyjamenn hafa stigið fram með ljóð sín og lög. Óttinn við samanburðinn við meistara Eyjalaganna. Að lokum er smá hvatning til fólks að standa saman og verja það sem við byggjum á. Hvort sem það er sjávarútvegurinn, túrismi eða eitthvað annað. Við megum ekki láta einhverjar skrifstofublækur hrekja okkur burt af heimaslóð,“ segir Sæþór sem sjálfur syngur. Í skugga meistara yrki ég ljóð, um fagra náttúr’og einstaka þjóð sem á eylandi uppalið var. Ætíð stóð saman er vanda bar að og gerir enn. Stöndum saman konur og menn. Í gegnum storma og ræningjatíð, umlukin eldum og öskufallshríð, fólkið á eylandi þessu það gekk en ætíð eyjunni sinn á hékk og geri enn. Stöndum saman konur og menn. Þetta eyland af náttúr’er ríkt þvílíkri fegurð sem er eng´öðru líkt. Í þúsund ár verið sjálfum sér nóg sótt í björg fugl og fiska úr sjó og gerir enn. Stöndum saman konur og menn. Nú undan fólkinu fótum er kippt þegar á lífsviðurværin er klippt. En engin fer því að römm er sú taug sem dró fólkið heim á öskuhaug. Stöndum saman konur og menn. Surtsey Sigurmundur Einarsson á lagið Surtsey sem Árni Johnsen og Unnar Gísli, sonur Sigmundar syngja. „Lagið var samið árið 2013 þegar ég var að hugsa til baka. Árið 1963 dó mamma í október og svartnættið helltist yfir sex ára gamlan pjakk. Þann 14. nóvember byrjar Surtsey að gjósa og tilveran breyttist. Við peyjarnir á Faxastígnum vorum eilítið fyrirferðarmiklir svo þarna var kominn nýr vettvangur til að skoða frá Heimaey. Öskuregn og eldingar á kvöldin í reyknum. Ég fór með Gísla afa út að Surtsey á Lóðsinum og fékk þetta beint í æð hrikalegar drunurnar og magnað náttúruspil. Surtsey hefur í mínum huga alltaf verið vinkona mín. Textinn í laginu er því óður til eyju sem á rúm í hjarta mínu,“ segir Sigurmundur. Í morgunskímu og mistri birtist mér, mergjað bergið grátt en glóðin kólnuð. Úr iðrum jarðar fæðing þín var hér, sem enn ert barn með klæðin víða molnuð. Er ævintýraljóminn faðmar þig, þá birtist þú sem drottningin svo fína. Ég vona að þú áfram gleðjir mig, þig megi nefna Surtsey vinu mína. Fegurðin hjá mörgum fyrnist fljótt. Hjá flestum æskan er svo stuttur tími. En æsku þína þú valið hefur hljótt, um veturnætur að klæðast hvítu líni. Skaparinn er skuggum bætti á þig, hann setti þá svo víð’um dal og hóla. Með uppáhaldið varð að vanda sig, og valdi þig sem náttúrunnar skóla. Ellirey „Ég var búinn að glamra inn laglínu, vantaði meira kjöt á beinin. Fékk því Gísla Stefánsson gítar- snilling með mér í lið og saman bjuggum við til þetta lag,“ segir Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á Herjólfi um lag sitt Ellirey. „Mig langaði að fá texta sem myndi fanga þá stemningu þegar menn eru að græja sig til ferðar í útey og eins þegar þeir eru komnir á áfangastað. Þar sem Gísli hefur aldrei komið í útey setti ég niður punkta fyrir hann og hann samdi textann. Það kom aldrei neitt annað til greina nema að textinn fjallaði um Ellirey (Elliðaey) enda fallegasta útey sem til er.“ Elías Fannar og Kristín Inga syngja lagið. Háfurinn spækur nýjar ber, lundahatturinn fundinn er. Ég er á leið, út í ey. Í pípunni er glóð og tryllan klár. Skipstjórinn þekkir leiðina upp á hár. Siglt af stað, út á haf. Ég verð alveg heltekinn þegar fuglinn býður mig velkominn í Ellirey. Í skugga meistara yrki ég ljóð! :: Útgáfutónleikar á goslokum: Láta ekki óttann við saman- burðinn við meistara Eyja- laganna stoppa sig :: Leitað á sömu mið þar sem Eyjarnar, náttúran, lífið sem hefur svo margar hliðar eru yrkisefnið :: Líka ástina og það að vera Vestmannaeyingur Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Gísli Stefánsson. Sæþór Vídó. Sigurmundur Einarsson. Guðlaugur Ólafsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.