Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Page 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016 Eyjamaðurinn Gísli Pálsson, doktor og prófessor við félags- vísindadeild Háskóla Íslands var við nám við Háskólann í Manchester veturinn 1972 til 1973 og var nýkominn heim úr jólafríi þegar eldur kom upp á Heimaey. Hér lýsir Gísli við- brögðum sínum og lætur hugann reika að Bólstað í Vestmannaeyjum þar sem hann fæddist og átti skjól í æsku. Árið 2014 gaf Gísli út bókina, Maðurinn sem stal sjálfum sér og fjallar um Hans Jónatan, ungan þeldökkan mann, þræl og stríðshetju frá Jómfrúreyjum sem eftir áratug í Kaupmanna- höfn settist óvænt að á Djúpa- vogi árið 1802. Er kominn af honum mikill ættbogi sem teygir sig m.a. til Eyja. Gísli er nú að safna að sér efni í bók um gosið sem gæti orðið tilbúin eftir eitt eða tvö ár. Helgin hefur verið tíðindalaus í Manchester. Skólafólk er að koma sér fyrir í rólegheitum eftir jólafríið og búa sig undir helsta verkefni þessa árs, ýmist áfangapróf eða lokapróf. Þriðjudaginn 23. janúar 1973 dregur til tíðinda. Hér er hópur íslenskra námsmanna sem hittist af og til í hádegismat á veitingastað við Manchester-há- skóla, skiptist á skoðunum og segir tíðindi að heiman. Einn þeirra Íslendinga, sem setjast að snæðingi að þessu sinni, fullyrðir að Breska ríkisútvarpið hafi greint frá því um morguninn að gos sé hafið í Heimaey. Búast megi við að eyjan klofni jafnvel og sökkvi í sæ. Sögumanni er nokkuð niðri fyrir og enginn efast um að honum sé alvara og hann fari rétt með. Ég er eini Eyjamaðurinn sem stundar nám í borginni og ég dreg í efa að átt hafi verið við Vestmannaeyjar. Eina eldstöðin sem þar sé að finna, Helgafell, sé útdauð, að minnsta kosti hafi hún ekki látið á sér kræla í þúsundir ár, frá því löngu áður en Ísland byggðist. Gígurinn hafi löngum verið vinsæll leikvöllur fyrir börn og unglinga. Var farið að gjósa? Þótt ég taki með fyrirvara fregninni sem kom landanum í opna skjöldu, sé ég samt ástæðu til að kanna málið frekar. Ég storma spenntur í setustofu í næstu byggingu, bækistöð námsmanna, þar sem jafnan má lesa nýjustu dagblöðin. Hér var oft gott að komast í fréttir um þorskastríðið í kjölfar útfærslu landhelginnar í fimmtíu mílur. Manchester Evening News kemur út upp úr hádegi, þrátt fyrir nafnið. Skyldi blaðið hafa eitthvað að segja um meint eldgos í eyjaklasa í Norður Atlantshafi? Var Heimaey að hverfa af sjónarsviðinu? Var nokkur leið, ef rétt var hermt, að hugsa það til enda? Hvað yrði um Bólstað, Heimagötu 18? Ég skima um eftir blaði og sé fljótlega að völ er á einu eintaki af bæjarblaðinu að þessu sinni. Ungur námsmaður breiðir úr sér og les blaðið í mestu makindum. Ég sest á stól andspænis honum, í þeirri von að hann leggi blaðið fljótlega frá sér og röðin komi að mér. Yfirleitt er ekki slegist um blöðin í þessari setustofu, þótt námsmenn hér eins og annars staðar séu róstusamir um þessar mundir, og ég reyni kurteysislega að leyna áhuga mínum svo maðurinn fái næði. Hann hefur fullan rétt á að lesa blaðið eins lengi og honum sýnist. Evening News er í stóru broti og ekki víst að lesandinn hafi tekið eftir óþreyju minni. Áður en ég veit af hef ég mjakað mér hljóðlega fram á stólbrúnina þar sem ég sit sperrtur og einblíni forviða á forsíðu blaðsins. Augun eru fljót að staðnæmast við frétt með stóru letri á miðri síðunni. Nú blasa við mér tíðindin sem ég hafði vonast til að væru byggð á misskilningi: „SPRENGIGOS SPLUNDRAR EYJU, 5000 ER BJARGAÐ: Heimabátar koma fólki til hjápar en hraunflóð ógnar bænum.“ Ég geri mér ekki grein fyrir því hvað maðurinn er lengi að ljúka við að lesa blaðið, kannski tekur það hann aðeins fimm mínútur, ef til vill korter; klukkan segir heldur ekki alla söguna, allt eftir aðstæðum. Þegar hann loksins gerir sig líklegan til að leggja blaðið frá sér nánast hrifsa ég það til mín og hef ákafan lestur umsvifalaust. Í forsíðufréttinni segir: Um 5000 manns var giftusamlega bjargað eftir að gos hófst í eldfjalli sem ekki hafði gosið í 7000 ár á lítilli eyju sem næstum klofnaði í tvennt. Kl. 2:30 opnaðist sprunga, ein og hálf míla að lengd, á stærstu eyju Vestmannaeyja, í tíu kílómetra fjarlægð frá meginlandi Íslands. ... Sérfræðingar telja að eyjan kunni að springa í loft upp og hverfa í sæinn. Eyjaskeggjar þustu út á götur skelfingu lostnir, í náttfötum einum klæða, þegar hraunið tók að flæða úr Helgafelli í aðeins tveggja mílna fjarlægð frá bænum og varpaði skærum bjarma á alla eyjuna. Til allrar hamingju rann hraunið beint út í sjóinn, fram hjá bænum. Aðeins eitt hús varð eldinum að bráð. ... Breskir togarar ... buðu aðstoð sína, en landhelgis- gæslan afþakkaði enda væri nóg af bátum til taks. ... Menn sáu á eftir hrossi ofan í jörðina; það hvarf í glóandi flauminn. Inni í blaðinu er aftur getið um gosið, nú undir fyrirsögninni „Logandi flaumur“. Tvær ljós- myndir fylgja með. Önnur sýnir hraunflóðið í náttmyrkrinu en hin er af fyrsta flóttafólkinu sem kom til meginlandsins um nóttina, konu og barni. Það er ekki um að villast, það gýs á Heimaey. Mér léttir stórlega að vita að enginn hefur orðið eldinum að bráð. Jarðsambönd „Af jörðu ertu kominn“, segir í gömlum bókum. En hvaða jörð er það? Hvaða bóli skyldi maður tilheyra? Alkunna er, nú á tímum, að menn telja sig eiga samleið með fólki sem deilir með þeim ákveðn- um einkennum, til að mynda erfðaeinkennum sem líklegt er að hafi áhrif á þroska og heilsu, og gildir þá einu hvort þessir „félagar“ eru nær eða fjær. Gæti maður átt samleið með hraunbreiðum, samsamað sig við eldfjöll eða myndað einhvers konar jarðsam- band við samtíma atburði og fyrirbæri í jarðsögunni, sambærilegt við þann félagsskap, til dæmis, sem margur tengir við erfðamörk, fæðingardag og stjörnumerki? Þetta er ein af þeim spurningum sem listakona að nafni Ilana Halperin hefur velt fyrir sér; hún fæddist í New York í september árið sem gaus á Heimaey en hefur búið og starfað í Glasgow í mörg ár. Árið 2003 tók hún upp á því að bjóða hverjum sem vildi til þrjátíu ára afmælis síns og Eldfells á Heimay. Hún skrifaði á vefsíðu sína: „Þér er hérmeð formlega boðið í afmæli mitt og Eldfells dagana 2. til 4. október. Þú spyrð kannski hvort mark sé takandi á þessu boði, en mér er fúlasta alvara; þegar allt kemur til alls samfögnum við öll þrjátíu ára afmæli með einhverjum jarðarskika, nokkurn vegin á sama tíma og aðeins einu sinni! Bestu kveðjur og sjáumst svo við gíginn!“ Ilana hafði velt því nokkuð fyrir sér hvernig hún ætti að halda upp á þrjátíu ára afmæli sitt og dag einn árið 2003 þyrmdi yfir hana: ég verð að fara til Eyja! Hún gerði sér ekki grein fyrir ástæðum þess að hún ætlaði til Eyja, ferðin var ekki listrænt verkefni eða gjörningur á þessu stigi, en eitthvað hugboð sagði henni að valið væri rétt. Skosk vinkona hennar boðaði komu sína og hélt til Eyja í afmæli Eldfells og Ilönu. Á tilsettum degi gengu þær á Eldfell til að fagna stórafmælinu. Þær voru þrjá daga á Heimaey, gengu upp á Eldfell og ofan í gíginn með afmælistertu og kerti, skáluðu í ávaxtasafa og snertu jörðina til að finna ylinn sem enn var í hrauninu. Þennan dag var rok í Eyjum og það logði ekki á kertinu uppi á fjallinu, en tertan bragðaðist Gísli Pálsson var við nám í Manchester þegar gos hófst á Heimaey 1973 Á svipstundu varð Bólstað- ur okkar mömmu aðeins punktur í hnitakerfi :: Fréttin hefur snert hana djúpt, inn í merg og bein :: Miskunnarlaust stálið úr kviku jarðar eirði engu, eins og það hraunaði yfir fortíðina og bernskuna. Heimsókn til Eyja sumarið 1973. Frá vinstri: Guðný Guðbjörnsdóttir, Gísli Pálsson, Jóhannes Þorsteinsson og Valgerður Einarsdóttir. Gísli Pálsson, doktor og prófessor við félagsvísindadeild HÍ.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.