Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Qupperneq 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. ágúst 2015
vel. Hún var gul að lit, eins og
banani í laginu og samsett úr
nokkrum lögum úr rjóma, súkkulaði
og marsipani. Þær stöllur rann-
sökuðu „gjóskulög” tertunnar í
þaula.
Eyjamenn voru önnum kafnir við
dagleg störf og engum sögum fer af
viðbrögðum þeirra við þessu
sérkennilega afmælisboði. Boðið
hafði raunar ekki verið auglýst
sérstaklega í Eyjum og fyrir Ilönu
var athöfnin af persónulegum toga,
til að fagna því að hún og fjallið
höfðu litið dagsins ljós um svipað
leyti sitt hvoru megin við Norður-
Atlantshafshrygginn. Nokkrum
mánuðum síðar varð þessi atburður
Ilönu tilefni til listsköpunar og fóru
verk hennar um jarðsambandið við
Eldfell og nánd jarðarinnar víða.
Þetta eru ljóðræn verk sem minna
fólk á félagsskap jarðarinnar og
tilviljanirnar í lífinu. Ilana kom
aftur til Eyja til að halda upp á
afmæli sitt tíu árum síðar. Þá fann
hún enn betur, segir hún, fyrir
samfylgd fjallsins „hennar” öll
þessi ár.
Gosið
Eldfell og Surtsey eru hluti af
mínum jarðsamböndum. Fæðingar-
staður hefur mikla þýðingu í lífi
flestra, staðsetur þá og mótar. Á
vissan hátt eru sjálf hýbílin sem
viðkomandi er fæddur í, hinn
eiginlegi ból-staður flestra,
miðpunktur heimsins, sjónarhóllinn
sem horft er frá meðvitað og
ómeðvitað. Fyrsti bólstaður minn
var Bólstaður. Þetta er notalegt nafn
„Bólstaður“, eða svo hefur mér
alltaf fundist. Kannski er það aðeins
huglægt mat, endurspeglun á
reynslu minni, þeirri umhyggju og
hlýju sem ég naut í bernsku.
Ból-staður getur hins vegar vísað til
margs sem snertir flesta á einhvern
hátt – heimilis, róta, jarðsambands.
Síðustu ábúendur á Bólstað voru
hjónin Hafsteinn Ágústsson og Íris
Sigurðardóttir, sem keyptu húsið af
foreldrum mínum, og börn þeirra
Aðalheiður, Ágústa, Lára og Örn.
Hafsteinn var smiður og Íris
verkakona í Ísfélaginu. Þegar gosið
hófst var Íris gengin rúmlega fimm
mánuði á leið af fimmta barni sínu,
Árna. Hún var að lesa bókina Barist
í bröttum hlíðum, spennusögu eftir
Colin Forbes um óvænta atburði í
síðari heimstyrjöldinni.
Rétt fyrir klukkan tvö varð hún
vör við mikla umferð í nágrenninu.
Hún vakti Hafstein sem fór upp í
risherbergið þar sem ég svaf forðum
og sá mikinn eld í austurátt. Það var
ljóst að fjölskyldunni á Bólstað yrði
ekki svefnsamt. Börnin voru vakin
og undirbúin til brottfarar, klædd í
hlýjan fatnað og stígvél. Íris fór í
spariskóna. Þau yfirgáfu húsið í
hinsta sinn.
Síðustu daga marsmánaðar fer að
þrengja að Bólstað. Aðfararnótt
mánudags 2. apríl brunnu þau hús
sem eftir stóðu austan Heimagötu.
Talið var að höfnin væri jafnvel í
hættu:„Allir bátar lögðu úr höfn í
Eyjum í morgun ... þar sem aldrei
var að vita nema innsiglingin eða
höfnin lokaðist.” Stemningin var
dapurleg þar sem eitt hús féll af
öðru. Síðar þennan dag lagði
hraunið Bólstað og nærliggjandi
hús að velli. Morgunblaðið sagði
svo frá þessari hrinu á baksíðu
daginn eftir:
Hraunkanturinn hefur lítið skriðið
fram um helgina, enda vel lagt í
vatnsdælinguna af þökum vinnslu-
stöðvanna við höfnina .... Þó var
glóð og hrun í brúninni á móts við
Vestmannabraut og fóru undir
hraun 3 hús, Bólstaður, Gilsbakki
og Hornið á Vestmannabraut 1.
„Fékk skrítið í skrokkinn“
Hafsteinn Ágústsson hefur eflaust
staðnæmst við Bólstað af og til
meðan á gosinu stóð, en hann var
ekki viðstaddur, segir hann, þegar
það „fór“. Erillinn var slíkur á
Heimaey í lok mars og byrjun apríl
að fæstir höfðu tök á að staldra við
og fylgjast með einstaka húsum.
Stundum kom samt fjöldi manns
saman þegar mikilvæg mannvirki
voru í bráðri hættu. Þeir sem urðu
vitni að endalokum Bólstaðar eru
teljandi á fingrum annarrar handar.
Fréttin af bruna Bólstaðar barst
mömmu strax frá bróðursyni
hennar, Sigurði Óskarssyni, sem
vann á krana við hraunkælingu og
björgunarstörf meðan á gosinu stóð.
Siggi á Hvassafelli, eins og
fjölskyldan hefur kallað hann, átti
eina kranann sem var í Eyjum í
gosinu og oft þurftu hann og félagar
hans að leggja nótt við dag við að
draga vatnsrör kælingamanna inn á
hraunið eða bjarga dýrmætum
tækjum frá hrauninu. Stundum
dansaði þrjátíu tonna kraninn
ævintýralegan jafnvægisdans með
stórar og þungar vélar hangandi í
sextíu feta langri bómunni, en Sigga
fórst þetta vel úr hendi.
Einn daginn, um það leyti sem
hraunið lagði Bólstað að velli, tekur
Siggi sér stutt hlé frá björgunar-
störfum til að sýna félaga sínum í
björgunarstarfinu húsið sem amma
hans hafði búið í. Hér hafði faðir
Sigga, Óskar Sigurðsson, alist upp
og sjálfur var Siggi nánast daglegur
gestur hjá Auðbjörgu ömmu sinni
árum saman. Líklega hefur hann
haft spurnir af því að Bólstaður og
húsin í kring væru í bráðri hættu.
Þegar þeir staldra við hjá Bólstað
sjá þeir hvar stór steinn kemur ofan
úr hrauninu og þeytist beint í
gegnum húsið. Húsið „splundraðist
og varð handónýtt á auga bragði”,
segir Siggi. Þeir félagarnir voru
aðeins tveir á vettvangi á þessu
augnabliki. Húsið er farið að loga,
en þeir þurfa að haska sér annað.
Um kvöldið þegar Siggi kemst í
síma hringir hann í mömmu, „Báru
á Bólstað“, eins og hún var kölluð,
til Reykjavíkur og segir henni
tíðindin: „Jæja, Bára mín, nú var ég
að horfa á Bólstað brenna“.
Mamma var oft spör á orð, en það
sem hún sagði var yfirleitt kjarni
málsins. Henni „varð ónotalega
við“, sagði hún síðar, „fékk skrítið í
skrokkinn“. Fréttin hefur snert hana
djúpt, inn í merg og bein. Mis-
kunnarlaust stálið úr kviku jarðar
eirði engu, eins og það hraunaði yfir
fortíðina og bernskuna. Á svip-
stundu varð fæðingarstaður hennar
(og minn) aðeins punktur í
hnitakerfi.
Myndin
Einn þeirra sem fylgdust með
síðustu augnablikum Bólstaðar var
æskuvinur minn Eiríkur Þór
Einarsson, sem síðar varð bóka-
vörður. Hann hafði farið í stutta
ferð til Eyja ásamt föður sínum að
huga að húsi fjölskyldunnar og
búslóð. Eiríkur hafði myndavél sína
með sér og gekk um æskuslóðirnar
og myndaði það sem á vegi hans
varð. Hann stígur út á svalir á
verslunarhúsi Framtíðarinnar rétt
við höfnina til að fá yfirsýn og lítur
í austurátt. Þá sér hann að hraunið
við austurenda Vestmannabrautar
hefur farið yfir „torgið” á mótum
Heimagötu og Vestmannabrautar og
nálgast nú Bólstað og húsin í kring.
Sólin er lágt á lofti og yfir hverfinu
hvílir sérkennileg birta. Þetta er
ævikvöld hverfisins. Handan við
húsin gnæfir hár og ögrandi
hraunkanturinn. Á stöku stað má sjá
gufustróka og í fjarska blasir við
spúandi eldfjallið. Eiríki er ljóst að
fljótlega hljóti að draga til tíðinda.
Hann flýtir sér út á götu og í átt að
Bólstað og skömmu síðar stendur
hann fyrir framan húsið og sér
eldinn læsast um húsið. Bólstaður
brennur til kaldra kola á skammri
stundu. Næstu hús brunnu um
svipað leyti, en Jaðar slapp undan
glóandi stálinu. Nú ber það hús
nafn með rentu.
Eiríkur ljósmyndari hefur varla
komist nær viðfangsefninu. Ekkert
hefur skyggt á þann gjörning
náttúrunnar sem hér fór fram.
Hægur vestanvindur veldur því að
gufustrókar af hrauninu spilla ekki
sýn. Annar húsgaflinn á Bólstað er
kominn undir hraunið og hinn hefur
skriðið dálítið fram. Húsið er alelda
og eldtungurnar teygja sig út um
þak og glugga. Asbest klæðningin á
þakinu springur í tætlur í hitanum
og hvítar leifarnar falla eins og
snjóflygsur á svarta öskuna sem
safnast hefur við húsið undanfarna
tvo mánuði. Þykkur mökkurinn frá
brunanum liðast upp á hraunið sem
gnæfir yfir húsið. Sjónvarpsloftnetið
á þakskegginu nemur enn einhver
merki að sunnan en það er enginn
heima til að taka við þeim.
Kannski megi líta á þessa mynd
sem tákn fyrir fyrirsjáanleg örlög
jarðarinnar á þeirri mannöld sem nú
er við lýði, ef ekki verði gripið til
róttækra aðgerða. Nú orðið, á
tímum stórtækra loftslagsbreytinga
og vaxandi umhverfisvitundar, er
hugtakið bólstaður notað um nánast
allt umhverfi manna, habitat, allt frá
heimilinu í sinni smæstu mynd til
jarðarinnar sjálfrar. „Heimili okkar
er jörðin“, segir í kvæði eftir Tómas
Guðmundsson. Reyndar heimili
allra lífvera eins og við þekkjum
þær.
Fréttin í Manchester Evening News, 23. janúar 1973.
Mæðgurnar Auðbjörg Jónsdóttir og Bára Sigurðardóttir við Bólstað.
Höfundur við „rannsóknir“ á Surtsey.
Endalok Bólstaðar. Ljósmynd: Eiríkur Þór Einarsson.