Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Page 24

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2016, Page 24
24 Eyjafréttir / Miðvikudagur 29. júní 2016 Óskar Elías Óskarsson er Eyjamaður í húð og hár. Hann er giftur Hildi H. Zoega og á með henni tvo syni, Óskar Elías Zoega og Hreiðar Örn Zoega. Hann var 17 ára gamall þegar gosið hófst og segist muna það vel þegar hann vaknaði við þyt hljóð sem voru ókunn og hélt í fyrstu að það væri vörubíll fyrir utan húsið. ,,Ég kíkti út um gluggan og hélt að það væri kviknað i austur- bænum en sá svo að þetta væri eldgos. Ég vaknaði fyrstur og vakti alla, enginn trúði mér fyrst, svo komu allir og sáu eldsúlur út um gluggann til austurs. Það kom smá afneitun hjá heimilis- fólkinu og var talað um að það hlyti að hafa kviknað í austur- bænum, en fljótt áttuðu allir sig á því að þarna var að gjósa.” Allir sallarólegir þessa nótt Sjálfur átti Óskar að mæta í vinnu hjá Valgeiri Jónassyni þar sem hann var á fyrsta ári í trésmíðanámi og hafði lokið einum vetri í Iðnskól- anum sem þá var í Eyjum. Óskar sem var nýlega kominn með bílpróf þegar gosið hófst bað Ármann bróðir sinn að koma með sér upp að Helgafelli til að kanna betur aðstæður. ,,Þegar við vorum komnir upp að Gagganum þá voru ansi margir komnir út á götu til að skoða þetta betur. Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær, allir voru alveg sallarólegir. Við fórum upp að flugvelli upp á hól en snerum þar við, Ármann bróðir lagði til að við færum niður á Faxastíg 5, þar sem við bjuggum, þá var hringt í hann og hann beðin um að mæta niður í Leó VE, þar sem hann var vélstjóri. Rúmlega 430 manns um borð í Gjafar Fjölskyldan á Faxastígnum var hin rólegasta, við vorum sjö í húsinu, ég, pabbi, mamma, Ármann, Hannes sem þá var 15 ára, Guðný 12 ára og Ármey 11 ára. Fjöl- skyldan hélt alveg ró sinni og beið eftir tilkynningu frá RÚV, þar sem fljótlega kom tilkynning að allir ættu að fara niður á bryggju í bátana. Eina sem við tókum með okkur var bara hlýr fatnaður. Síðan vorum við öll klædd vel. Ég var klæddur í ullarnærbuxur, tvennar hlýjar buxur, tvennar hlýjar peysur, úlpu með húfu og vettlinga. Þegar á bryggjuna var komið fórum við um borð í Gjafar VE 300. Þar voru um 430 manns og ferðin tók fjóra klukkutíma. Guðjón Rögnvaldsson, vélstjórinn sagði frá því að þetta kvöld hafi hann þurft að fara niður í Gjafar með Ágústi (síðar kenndur við Kap) til að koma vélum bátsins í gang, sem þeim tókst. Þegar þeir komu aftur upp var skipið orðið fullt af fólki. Þeir þurftu að fara frá bryggju til að troða ekki of mikið af fólki í skipið. Ég man það svo vel að það var fólk alls staðar, í öllum lestum sem hægt var að sitja í. Ég og Hannes Kristinn bróðir og vinur minn Ingólfur Vignir Eggertsson og Sveinn Óli Eggertsson frá Hvíld vorum út á dekki allan tímann. Við sátum undir hægri gálga að framan. Ég fann ekki fyrir sjóveiki fyrr en rétt áður en við komum til Þorláks- hafnar. Fórum til baka að sækja fatnað Í Þorlákshöfn biðu rúturnar og mannskapurinn fluttur í skóla í Reykjavík og hringt í ættingja til að fá inni. Næstu skref voru að komast aftur til Eyja og fór Óskar með Leó VE og beið pabbi hans á bryggj- unni. „Við mættum engum á leið upp á Faxastíg en þangað fórum við til að ná í föt á fjölskylduna. Það hafði engin verið að pæla í fötum þegar við fórum og þarna fylltum við fjóra eða fimm poka. Eftir það fórum við niður í Áhaldahús,“ sagði Óskar sem strax byrjaði að vinna þar ásamt því að bera út úr húsum.“ Það heyrðist mikið frá gosinu Óskar starfaði sem sjálfboðaliði til 19. febrúar þegar hann var ráðinn til Viðlagasjóðs. Hann svaf ásamt hópi manna á efstu hæð Iðnskólans sem nú hýsir Tónlistaskóla Vestmanna- eyja. „Ég var númer 375 hjá Viðlagasjóði sem er sama númerið og ég var með hjá Rauða kross- inum. Það heyrðist mikið frá gosinu og húsið skalf það mikið að sumir gátu ekki sofið. Eina nóttina var mikið um sprengingar. Þær komu upp úr gígnum, litlar sprengjur en svo fann maður fyrir högginu. Þessa nótt voru flestir fluttir út í Gullfoss sem lá hér fyrir utan.“ Hraunkælingin bjargaði Óskar byrjaði fljótlega á bílum og gröfum og keyrði m.a. í varnar- garðana í Dauðadalnum sem lá um Helgafellsbrautina. Hann segir að þetta ásamt hraunkælingunni hafi bjargað miklu. „Ef hraunið hefði ekki verið kælt hefði Sjúkrahúsið og húsin þar í kring farið undir hraun,“ sagði Óskar en svo tók björgunarstarfið við. „Við byrjuðum að hreinsa á Boðaslóðinni þegar kom grænt ljós frá Viðlagasjóði. Það var ömurlegt þegar við bárum úr húsinu okkar við Faxastíg og ekki leist manni á blikuna þó allir væru mjög rólegir en það var því ánægjulegra þegar við fórum að hreinsa garðinn sumarið 1973. Við byrjuðum á að handmoka og árangurinn sjáum við enn í dag því trén sem voru gróðursett fyrir gos eru enn á lífi.“ Fjölskyldan vildi búa í Eyjum Óskar segir að aldrei hafi komið til greina annað en að koma til baka. „Fjölskyldan vildi búa í Eyjum og við fluttum út í júlí eða ágúst og vorum fyrst til að flytja inn í hús á Faxastígnum.“ Óskar tók þátt í uppgræðslunni á Haugunum og á svæðinu austan við Helgafell að flugvellinum. „Það var mikið verk að keyra mold á svæðið en það gerðum við á árunum 1976 til 1977.“ „Gosið hafði sín áhrif. Aldrei varð ég smiður, rak um tíma leigubíla- stöð og sjoppu og nú leigi ég út tæki og tól og geri við. Það gengur vel og enn nýt ég þess sem ég lærði árið hjá honum Valgeir.“ Óskar Elías Óskarsson :: Fjölskyldan hélt ró sinni :: Hélt í fyrstu að vörubíll væri fyrir utan :: Hraunkælingin bjargaði miklu :: Gosið hafði sín áhrif Man gosnóttina eins og hún hafi gerst í gær SædÍS EVa BirGiSdÓTTir seva@eyjafrettir.is Óskar Elías 17 ára á Broyt X2 gröfu vestan við Verka- mannabústaðina við Heiðarveg, hjá Viðlagasjóði síðar. Óskar Elías ásamt eiginkonu sinni Hildi og strákunum sínum Hreiðari Erni og Óskari Elíasi. Hluti af fjölskyldunni á Faxastíg 5.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.