Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2016, Qupperneq 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 21. desember 2016 G U N N A R J Ú L A R T Ísfélagið óskar öllum Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin í gengum árin. Stofnað 1901 almenningur við. Innan gulu borðanna eru fulltrúar rannsóknar- deildarinnar enn að störfum, auk ljósmyndara og tveggja fulltrúa úr tæknideild. Á svæðinu miðju er stór blóðblettur sem er orðinn svartur, og í kring eru minni blettir og sums staðar bara dropar, hver einn og einasti merktur með litlu gulu merki með númeri á. Ljósmyndarinn smellir af frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, tæknideildin mælir vegalengdir og fínkembir allt svæðið en fulltrúar rannsóknar- deildarinnar sitja á hækjum sér, hugsi á svip. Fórnarlambið bíður krufningar, morðinginn gengur enn laus. Þeir Hörður og Vigfús standa vörð við gula borðann þar sem hann sker sundur svæðið milli viðbyggingar alþingishússins og lóðar Odd- fellowahússins við Vonarstræti. Þeir eru í neongrænum vestum utan yfir jakkana. Af og til koma forvitnir vegfarendur að vettvangnum, og eru þá vinsamlegast beðnir að halda sig fjarri. Enn er eitthvað af blaða- mönnum á sveimi en þeim fer fækkandi. „Er eitthvað vitað um morðingj- ann?“ spyr Hörður. Hann slær sér til hita, svo lítið ber á. Úti er hrollkalt og hann svaf frekar illa. „Það er bara þessi lýsing sem var dreift í morgun,“ segir Vigfús. „En mér skilst að læknirinn telji að árásarmaðurinn hafi verið örvhent- ur. Það stemmir víst við lýsingu vitnanna.“ „Hvern fjandann erum við að gera hér?“ spyr Hörður, vonsvikinn og pirraður. „Ættum við ekki frekar að leita að morðingjanum?“ „Það eru aðrir í því,“ segir Vigfús. „Umfangsmesta leitin var í nótt, frá klukkan ellefu og fram á morgun. En menn hafa nú lítið að styðjast við.“ „Hver voru þessi vitni?“ spyr Hörður. „Tvær konur sem voru á heimleið úr miðbænum,“ svarar Vigfús. „Þær gátu gefið þokkalega lýsingu á gerandanum en voru víst í algjöru sjokki.“ „Ég skil,“ segir Hörður. „Ertu annars með lýsinguna?“ Vigfús stingur hanskaklæddri hendi í vasa og réttir félaga sínum samanbrotið blað. „Takk.“ Hörður brýtur blaðið sundur og les lýsingu vitnanna á morðingjanum. Á að giska tuttugu til tuttugu og fimm ára gamall. Meðalmaður á hæð. Ljóshærður, hugsanlega með ör á enninu. Klæddur í ljósar gallabuxur, hvíta skó og svartan jakka. Í rauðum bol eða skyrtu. Hörður les textann tvisvar, síðan hugsar hann sig um. „Hver andskotinn!“ „Hvað?“ spyr Vigfús. „Hann var á Ölveri í gær,“ segir Hörður. „Ég get svo svarið það.“ „Ertu viss?“ spyr Vigfús efins. „Nokkuð viss,“ segir Hörður. „Hver fer með rannsókn málsins?“ „Ég held að það sé Engilbert,“ segir Vigfús. Hörður skimar yfir vettvanginn og kemur fljótlega auga á Engilbert. Hann stendur við hlið eins ljós- kastarans, í rykfrakka, með einnota latexhanska á höndunum og bláar plasthlífar utan yfir skóna. „Halló! Engilbert! Betti!“ Rannsakandinn lítur hægt upp, síðan gengur hann yfir til lögreglu- mannsins. Af svip hans að dæma kann hann lítið að meta truflunina. „Já?“ „Ég sá hann, morðingjann,“ segir Hörður. Hann er æstur en reynir að halda ró sinni. „Hann var á Ölveri í gær. Það var leikur í Meistaradeild- inni, Ajax gegn Arsenal. Hann var þar, þessi strákur. Lýsingin passar alveg. Rauði bolurinn er Arsenal- treyja. Og hann er með ör á enninu. Það er eins og Nike-merkið í laginu.“ „Ertu viss?“ spyr Engilbert. Hörður yppir öxlum. „Lýsingin passar.“ Engilbert horfir stíft í augu lögreglumannsins, svo kinkar hann snöggt kolli. „Ég læt athuga þetta. Þakka þér fyrir …“ „Hörður,“ segir rauðhærði risinn. „Hörður Grímsson.“ Engilbert kinkar aftur kolli, síðan gengur hann til baka inn á flóð- lýstan vettvanginn. Hann tekur upp farsíma, velur númer og ber símann að eyranu. „Hann virðist hafa tekið mark á þér,“ segir Vigfús. Hörður fær bakþanka. „Ég vona bara að þetta sé ekki einhver vitleysa í mér.“ „Kemur í ljós, ekki satt?“ segir Vigfús. „Það væri verra að þegja yfir einhverju langsóttu sem svo reyndist vera vísbending.“ „Rétt.“ Hörður stappar niður fótunum til að koma blóðinu á hreyfingu, síðan lítur hann á úrið. „Hvenær verðum við leystir af?“ „Bara hvað úr hverju,“ segir Vigfús. „Ég væri til í heitt kaffi,“ segir Hörður. „Sama hér,“ segir Vigfús, svo bendir hann á tvo lögregluþjóna sem koma gangandi frá Vonarstræti. Annar þeirra er Bjarni eða Björn. „Sælir, piltar,“ segir Vigfús. „Eitthvað títt?“ spyr annar lög- regluþjónninn. „Nei, ekkert,“ segir Vigfús. „En það er eins gott að það fari eitthvað að gerast. Þetta er eitthvert kaldrifj- aðasta morð sem hefur verið framið hér í fjölda ára. Rannsóknardeildin er undir gríðarlegri pressu. Það er varla að þeir fái vinnufrið.“ „Þú lést þig bara hverfa í gær,“ segir Bjarni eða Björn. „Já, ég var eitthvað illa fyrirkall- aður,“ segir Hörður. „Hélt kannski að ég væri að verða veikur. En svo reyndist nú ekki vera.“ Bjarni eða Björn réttir honum umslag með seðlabúnti í, samtals fimmtán þúsund krónur. „Hér er potturinn. Þú spáðir rétt. Til hamingju.“ „Ha, er það?“ Hörður tekur hikandi við umslaginu. Hann sem hefur aldrei unnið eitt eða neitt. „Þið leysið okkur svo af klukkan tíu, ekki gleyma því,“ segir Bjarni eða Björn. Hörður og Vigfús rölta yfir að bílnum. „Hvað heitir hann aftur, þessi sem lét mig hafa umslagið?“ spyr Hörður. „Bjarni? Eða er það Björn?“ Vigfús horfir á hann með spurnar- svip. „Ertu að grínast eða … Þetta er hann Fritz!“ Þeir fara í Björnsbakarí við Hringbraut og kaupa sér kaffi í pappamáli og kleinuhring, setjast á barstóla við gluggaborð og horfa á morgunumferðina á meðan þeir safna hita í kroppinn og njóta veitinganna. „Hugsa sér,“ segir Vigfús. „Ekki manndráp í tíu mánuði, næstum því ár, svo er alþingismaður myrtur úti á götu. Fyrir framan alþingishúsið.“ Hörður kinkar kolli. „Allsvakalegt.“ „Eins gott að hann finnist,“ segir Vigfús og sýpur á kaffinu. „Al- menningur mun ekki vera í rónni á meðan svona morðingi gengur laus.“ „Það er eitthvað bogið við þetta.“ Hörður bítur í kleinuhringinn. „Af hverju segirðu það?“ spyr Vigfús. „Ef þetta var strákurinn sem ég sá, þessi í Arsenal-treyjunni,“ segir Hörður, „þá er mér fyrirmunað að skilja hvað honum gekk til. Ég meina, þetta er bara venjulegur strákur, ungur, snyrtilegur og vel til fara. Hann er að horfa á leik með uppáhaldsliðinu sínu, fer svo niður í bæ og stingur manneskju á hol!“ „Hann hlýtur að eiga við geðræn vandamál að stríða,“ segir Vigfús. „Það sést nú ekki beinlínis utan á fólki.“ „Já, kannski,“ segir Hörður. „Hann var reyndar eitthvað einkennilegur í fasi. Eins og hann væri dópaður. Skakkur eða á lyfjum.“ „Þarna sérðu,“ segir Vigfús. „En samt.“ Hörður sýpur á kaffinu. „Það er eitthvað bogið við þetta.“ Vigfús ræskir sig. „Talandi um skrýtna hluti. Við höfum enn ekki rætt atvikið á gatnamótunum í gær. Banaslysið.“ „Er eitthvað að ræða?“ spyr Hörður þurrlega. „Þú hljópst af stað áður en bílarnir skullu saman,“ segir Vigfús. „Þú baðst mig meira að segja að kalla eftir sjúkrabíl. Hvernig gastu vitað að það yrði slys?“ Það dimmir yfir Herði. „Ég vissi það ekkert. Ég giskaði bara á það. Stundum liggja atburðir einhvern veginn í loftinu.“ „Giskaðir?“ hváir Vigfús. „Ég vil ekki tala um þetta,“ segir Hörður. „Það varð slys. Ungur maður dó. Og hvort sem ég fann eitthvað á mér eða ekki, þá gat ég engan veginn komið í veg fyrir það sem gerðist. Því miður.“ „Ekkert mál.“ Vigfús klárar kaffið úr pappamálinu. „Eigum við að fara á rúntinn? „Já, gerum það.“ Hörður stígur niður af stólnum. „Takk fyrir kaffið og kleinuhring- inn,“ segir Vigfús og klappar félaga sínum á bakið. „Ekkert að þakka.“ Hörður brosir út í annað. „Þá sjaldan ég fæ vinning finnst mér sjálfsagt að deila auðnum.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.