Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Qupperneq 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Krónunni og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Frá vígslu endurgerðar Blátinds. Á myndinni er frændi og afkomendur Þorsteins Sigurðssonar og Önnu Ó. Jónsdóttur sem byggðu Blátind. Sigurður Þórir Jónsson, Þorsteinn Viktorsson, Lilja Kristinsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Elísa Sigurðardóttir, Lilja Sigurðardóttir, Alexander Jarl Þorsteinsson, Eva Sigurðardóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Stefanía Þorsteinsdóttir, Viktor Helgason, Díanna Þ. Einars- dóttir og Anna Lilja Sigurðardóttir. Það fellur fátt með Vestmannaey- ingum í samgöngumálum þessa mánuðina. Herjólfur var einar fjórar vikur í slipp í vor og nú er ljóst að hann verður að minnsta kosti 19 daga frá eftir miðjan september. Í gær var í bæjarráði greint frá erindi frá Vegagerðinni í síðustu viku vegna fyrirspurnar bæjarstjóra en þar kemur fram að þegar Herjólfur var í slipp í maí sl. hafi komið óvænt í ljós skemmdir á tannhjólum í stjórnborðs niður- færslugír skipsins. Þar af leiðandi þarf skipið að fara aftur í slipp á haustdögum, nánar tiltekið eftir miðjan september. Áætlað er að viðgerð taki 19 daga. Bæjarráð lýsti yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp vegna fyrirhugaðs viðhalds sem liggur fyrir að Herjólfur þurfi að fara í á haustdögum. Bæjarráð gerir þá kröfu til Vegagerðarinnar að hún tryggi að samgöngur verði greiðar til Vestmannaeyja á viðgerðartímanum í fjarveru Herjólfs, hvort sem siglt verði frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Einnig er gerð sú krafa að þjónustuþegar séu upplýstir tímanlega um stöðu mála, þ.e. hvernig siglingum verði háttað milli lands og Eyja. Bæjarráð :: Herjólfur aftur í slipp í september :: Frá í 19 daga: Krafa um tryggar samgöngur á meðan :: Hvort sem siglt verði til Land- eyjahafnar eða Þorlákshafnar Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.isMeðal atburða í fjölbreyttri dagskrá Goslokahátíðar um sl. helgi var vígsla endurgerðrar gluggahliðar Blátinds við Heimagötu. Í síðustu Eyjafréttum var fjallað um undirbúning verksins sem hófst sl. haust og hvernig verkefnið þróaðist. Húsið Blátindur hafði ákveðna sérstöðu meðal þeirra fjölmörgu húsa sem fóru undir hraun í Heima- eyjargosinu 1973, en hluti hússins stóð út úr hraunkantinum við Heimagötu við goslok. Arnar Sigurmundsson, formaður vinnuhóps um endurgerð glugga- hliðar Blátinds, gerði grein fyrir verkefninu við vígsluna sl. föstudag að viðstöddum fjölmörgum gestum, en framkvæmdir hófust í byrjun maí og lauk 7. júlí sl. Í ávarpi Arnar kom fram að Blátindur hafi fljótlega eftir goslok 1973 orðið táknmynd þeirra byggðar er fór undir hraun og ösku í gosinu. Bæjaryfirvöld höfðu látið gera gott aðgengi af rústum hússins og þannig liðu árin. Þann 24. júní 2013, 40 árum eftir goslok féll síðasti hluti rústa hússins. Haustið 2016 var ákveðið að koma á vinnuhóp sem skyldi móta tillögur og fylgja eftir framkvæmd og starfaði hann í nánu samstarfi við Umhverfis- og framkvæmdasvið bæjarins og Þekkingarsetur Vestmannaeyja. Samið var við Ársæl Sveinsson sem verktaka við endurgerð og einnig komu fjöl- margir iðnaðarmenn við sögu. Endurgerð gluggahliðar hússins er nákvæmnisverk og þurfti meðal annars að sérsmíða svalahandrið svo dæmi sé tekið. Gagnvirk tækni er notuð við sýningar á 75 tommu skjá í gegnum gluggann á 30 myndum úr sögu hússins, fjöl- skyldunnar sem þar bjó, af svæðinu fyrir gos, og í gosinu. Þessi tækni virkar þannig að þegar gengið er að glugganum fer í gang sýning sem tekur rúmlega fimm mínútur. Við athöfnina afhjúpuðu Sigrún og Stefanía, dætur Þorsteins Sigurðs- sonar og Önnu Ó. Jónsdóttur á Blátindi, glæsilegt útiskilti með þremur ljósmyndum Sigurgeirs í Skuld. Að lokum þakkaði Arnar Sigurmundsson þeim fjölmörgu sem komu að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Vinnsluskipið Huginn VE, sem nú er í sínum fjórða túr á makríl var að hífa þegar Eyjafréttir slógu á þráðinn til Guðmundar Inga Guðmundssonar skipstjóra eftir hádegið í gær. Voru þeir suðvestur af Surtinum rétt austan við Grindavíkurdýpið. Þeir hófu veiðar um miðjan júní og er Guðmundur Ingi ánægður með ganginn og þá einstöku blíðu sem verið hafi frá því þeir byrjuðu. „Þetta hefur verið hittingur, stundum gott og stundum minna en við höfum haft nóg fyrir vinnsluna og vel það. Þetta er keimlíkt og verið hefur, nema að fiskurinn er heldur betri og stærri en hann hefur verið hefur á þessum tíma. Sjávarhiti er líka nokkru meiri.“ Guðmundur Ingi segir að nú fari að styttast í að önnur Eyjaskip byrji makrílveiðar. „Ég held að Vinnslu- stöðvarskipin byrji um helgina. Þegar skipum fjölgar leitast betur sem gerir veiðarnar auðveldari,“ sagði Guðmundur að lokum. Bréfdúfurnar hans Ragga Sjonna, Ragnars Sigurjónssonar frá Viðey í Vestmannaeyjum, nú bónda á Brandshúsum 4 í Flóa verða hluti af gjörningi á Tyrkjaránsdagskránni á sunnudaginn kemur. Sleppir hann 34 dúfum fyrir framan Safnahúsið til minningar um þá sem drepnir voru í Tyrkjaráninu 1627. Verður hægt að fylgjast með flugi þeirra á netinu og á skjá í Einarsstofu í Safnahúsi. „Það er engin aðstaða til að vera með þær í Eyjum þannig að ég ríf mig upp klukkan 5 um morguninn eins og góðum bónda sæmir og kem með þær með Herjólfi á sunnudags- morguninn,“ segir Raggi um þetta framtak sitt. „Þær eru allar með keppnishring sem sendir frá sér merki þannig að hægt er að fylgjast með þeim í tölvu eftir að þær fljúga af stað.“ Raggi segir að fjarlægðin að Brandshúsum sé um 50 km og er hægt að fylgjast með þeim og sjá hvað hratt þær fljúga á skjá í Safnahúsi og netinu. „Það sést svo hvenær þær lenda á Brandshúsum.“ Auk þess verður hann í lok dagskrár með kynningu á félaginu í Safnahúsinu. Raggi Sjonna með eina af bréfdúfunum sínum. En hægt verður að fylgjast með flugi þeirra á skjá í Safnahúsinu. Táknmynd þeirrar byggðar sem fór undir hraun og ösku í gosinu Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Huginn VE í sínum fjórða túr á makríl Minnst þeirra 34 sem drepnir voru í Tyrkjaráninu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.