Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Side 9
9Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017 álagi,“ segir Viðar. Frá Linköping lá leiðin í Kristian- stads þar sem Margréti vegnaði vel en hún varð m.a. markahæst í sænsku deildinni tímabilið 2011. Aftur reyndi Margrét fyrir sér í Þýskalandi, þá með Turbine Potsdam sem endaði sem Þýska- landsmeistari það árið, en náði sér þó aldrei á strik með félaginu vegna tíðra meiðsla. „Þarna var þjálfari frá gamla Austur-Þýskalandi og hann var alveg geysilega grimmur og harður. Það var mikið álag í Duisburg en þarna var það enn þá meira, við horfðum upp á það sjálf. Maður var aldrei bjartsýnn á það að hún myndi standast það álag. Hún stoppaði þar stutt og fór aftur til Svíþjóðar í Kristianstad,“ segir Viðar en að hans mati hentaði Svíþjóð alltaf betur en Þýskaland. „Þarna var bara allt annar kúltúr, meiri grimmd og krafan rosalega frá þjálfaranum enda liðin á háum standard.“ Síðan árið 2015 hefur Margrét Lára verið á mála hjá Val í efstu deild á Íslandi eftir þriggja ára dvöl í Svíþjóð en ástæðuna fyrir heimkomunni má fyrst og fremst rekja til breyttra fjölskylduað- stæðna. „Hún verður auðvitað ófrísk og hún og maðurinn hennar vildu bara fara að koma sér fyrir hérna heima, sinna námi og öðru,“ segir Guðmunda en Margrét hefur klárað BA gráðu í bæði íþróttafræði og sálfræði og er um þessar mundir í meistaranámi í sálfræði. „Þetta hefur hún allt gert með boltanum sem er magnað,“ bætir Guðmunda við. Ekki fyrirséð að Elísa myndi velja fótbolta fram yfir handbolta Árið 2014 gekk Elísa til liðs við Kristianstad og þar leika þær systur saman eitt tímabil. Þangað til hafði Elísa leikið með ÍBV í gegnum alla yngri flokkana, sem og í meistara- flokki. „Margrét fer síðan heim til Íslands vegna meðgöngu og fæðingar en Elísa verður eftir. Henni leið mjög vel þarna úti og stóð hún sig mjög vel með liðinu. Svo var hún einnig í fjarnámi frá Íslandi í næringarfræði meðfram fótboltanum sem hún kláraði síðan þegar hún kom aftur heim,“ segir Guðmunda og tekur Viðar undir. „Hún var að æfa á hærra plani en hérna heima og hún var mjög ánægð með það.“ Elísa var á sínum tíma afar efnilegur handboltamaður og að sögn Guðmundu var hún í raun búin að velja handboltann fram yfir fótboltann áður en hún varð fyrir meiðslum. „Hún fór í öxlinni og þurfti að glíma við þau meiðsli lengi þannig hún svissaði bara yfir í fótboltann,“ segir Guðmunda og brosir en það má með sanni segja að orðtakið þegar einar dyr lokast opnast aðrar eigi vel við í þessu tilviki. Íþróttamaður ársins árið 2007 Þó að Margrét Lára sé ekki nema 31 árs í dag þá má segja að hún hafi verið á hátindi ferilsins fyrir um tíu árum síðan en þá var hún einmitt kosinn íþróttamaður ársins. „Við vorum auðvitað ekkert smá stolt af henni. Hún var búin að standa sig frábærlega með landsliðinu og félagsliðinu og ekki byrjuð að finna fyrir meiðslunum,“ segja þau Viðar og Guðmunda en síðan þá hefur Margrét farið í tvær aðgerðir vegna tíðra meiðsla í læri. „Hún hefur farið í aðgerð á báðum lærum og skilst mér að slíðrið utan um vöðvana þrengi að þeim sem gerir það að verkum að það berst ekki nægilega mikið súrefni til vöðvanna. Hún fór í svakalega aðgerð úti í Noregi fyrir einhverjum árum síðan og það gerði henni gott, hún hefur eiginlega ekki fundið fyrir sársauka í þeim fæti eftir það. Síðan fór hún í aðgerð á hinu lærinu síðasta haust, svipaða aðgerð en ekki eins stóra og eins og hún segir í viðtalinu á RÚV þá hafði hún verið búin að æfa á fullu síðustu átta vikurnar áður en krossbandið slitnar.“ Umgjörðin í kringum kvenna- knattspyrnu mikið breyst á undanförnum árum Nú fer EM að bresta á, hafa ykkar plön varðandi mótið eitthvað breyst? „Nei, nei, við förum bara á EM og ætlum að njóta þess að fylgjast með liðinu. Það hefur í sjálfu sér ekkert annað breyst en það að þær verða ekki með inni á vellinum en það verður bara að harka það af sér, setja sér ný markmið, um það snýst þetta,“ segir Viðar. Keppnin í Hollandi verður þriðja keppnin sem Guðmunda og Viðar ferðast með liðinu á en fyrsta mótið fór fram í Finnlandi árið 2009 og annað mótið í Svíþjóð árið 2013. „Við höfum farið í öll þau skipti sem stelpurnar hafa farið á EM. Við vorum mjög fá í Finnlandi og það var nánast hægt að telja fólkið sem kom með liðinu á annarri hendi,“ segir Viðar. Finnst ykkur umgjörðin í kringum kvennaboltann hafa breyst mikið á síðustu árum? „Já, geysilega mikið þótt okkur finnist það mætti vera meiri umræða um kvennaboltann. En maður sér að umgjörðin er að batna, KSÍ er farið að sinna þessu betur, þeir sinntu þessu ekkert til að byrja með en maður sér breytingu á því og það er af hinu góða,“ segir Viðar og bætir Guðmunda við að hlutirnir hafi ekki farið að gerast fyrr en karlaliðinu fór að ganga vel. „Þegar strákunum fór að ganga vel þá fór KSÍ aðeins meira að líta við stelpunum, það var ekki fyrr og alveg sama hversu vel gekk hjá þeim. Þær fóru t.d. í átta liða úrslit á EM í Svíþjóð og maður sá ekki marga fulltrúa þar frá sambandinu. Stelpurnar finna þetta og allir í kringum liðið finna þetta. En þetta er allt að koma og er ég viss um að þetta verður allt miklu betra núna í Hollandi heldur en í Svíþjóð þó ekki sé talað um Finnland sem var ekki boðlegt.“ Brottför hjá fjölskyldunni verður mánudaginn 17. júlí en það er dagurinn fyrir fyrsta leik. „Við erum með miða fyrir þrjá leiki svo er bara spurning hvort það verði eitthvað meira fjör í þessu, tíminn leiðir það bara í ljós,“ segir Viðar og heldur áfram. „Við erum náttúrulega í rosalega erfiðum riðli en við verðum að hafa trú á að stelpurnar standi sig. Andstæðing- arnir eru sterkir, sérstaklega Frakkar og svo er Svisslendingarnir líka góðir. En ef við náum að þjappa liðinu saman og búa til eina góða liðsheild þá getur ýmislegt gerst. Þjálfarinn er á réttri leið með liðið og svo eigum við fullt af góðum stelpum þó liðið hafi lent í skakka- föllum. Við getum aldrei verið með alla okkar bestu leikmenn heila, það verða alltaf einhver óhöpp. Verkefnið er krefjandi og þetta er brekka en við verðum að hafa trú.“ Verða vonandi báðar komnar á völlinn fyrir næsta sumar Aðspurð hvenær þau búast við að sjá stelpurnar aftur á vellinum segja þau að stefnan sé sett á næsta tímabil. „Þetta er bara 8-12 mánaða endurhæfing. Þær vinna þetta mjög náið, fara saman í ræktina á hverjum morgni og eru komnar á fullt báðar tvær.“ segir Guðmunda. Margrét sagði í viðtalinu á RÚV að hún væri ekki 100% viss hvort ferillinn væri á enda eða ekki. Hvernig horfir þetta við ykkur? „Ég efast um að hún geti svarað því á þessum tímapunkti, ég held að tíminn verði bara að leiða það í ljós. Það er ekkert sjálfgefið að hún nái 100% bata en öll meðferð við svona meiðslum er miklu betri en hún var fyrir tíu eða 20 árum síðan. Hún fær góðar leiðbeiningar frá sjúkraþjálf- urum og þessum aðilum sem aðstoða hana. Svo er þetta líka undir manni sjálfum komið, hvort maður sé grimmur við sjálfan sig. Elísa er auðvitað yngri og held ég að það sé ekkert spurningamerki með hana,“ segir Viðar og tekur Guðmunda undir þau orð. „Það vill enginn hætta nauðbeygður, maður vill ráða því sjálfur. En allt sem drepur mann ekki herðir mann.“ Þegar strákunum fór að ganga vel þá fór KSÍ aðeins meira að líta við stelpunum, það var ekki fyrr og alveg sama hversu vel gekk hjá þeim. Þær fóru t.d. í átta liða úrslit á EM í Svíþjóð og maður sá ekki marga fulltrúa þar frá sambandinu. Stelpurnar finna þetta og allir í kringum liðið finna þetta. En þetta er allt að koma og er ég viss um að þetta verður allt miklu betra núna í Hollandi heldur en í Svíþjóð þó ekki sé talað um Finnland sem var ekki boðlegt. ” Guðmunda og Viðar með Elísu og Margréti Láru eftir leik með Kristianstad í Svíþjóð. Systurnar saman í landsleik. Elísa og Margrét Lára í leik með Kristianstad.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.