Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Side 11
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017
svona flottum verkstæðum, góðum
kennurum og þeim aukaáföngum
sem maður hefur áhuga á.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir
þig að hljóta viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur: Ég lagði á
mig mikla vinnu við námið og
vandaði mig og það er alveg pínu
næs að sjá það metið. Ég náði besta
námsárangri úr báðum greinunum
auk viðurkenningar fyrir fagteikn-
ingu og heildar námsárangur úr
Byggingatækniskólanum. Þetta
hjálpar kannski við að koma sér á
framfæri en ég hef ekkert rosa
mikla trú á svona viðurkenningum,
mér hefur þótt slitrótt samhengi á
milli námsárangurs og hvernig fólki
raunverulega vegnar í sínu fagi.
Maður getur náð nákvæmlega
þangað sem maður ætlar sér og það
að fá eða fá ekki viðurkenningu á
ekki að breyta neinu.
Hvað tekur nú við: Við fjölskyldan
á Slippnum keyptum húseignina á
móti Slippnum í mars og byrjuðum
strax að standsetja hana og sú vinna
mun endast í dágóðan tíma í viðbót.
Það er líka allt komið á milljón á
Slippnum svo ég hef ekki náð að
horfa fram í tímann og festa neitt
hvað framtíðarplön varðar. Best að
segja sem minnst!
.........................................................
Hallgrímur
Júlíusson
Aldur: 22.
Búseta: Búdapest – Ungverjalandi.
Í hverju varstu að útskrifast: Ég
lauk á dögunum bóklega hluta
atvinnuflugmannsnámsins.
Hvað tók námið langan tíma: Það
er hægt að fara nokkrar leiðir í að
klára þetta. Ég tók einkaflugmann-
inn fyrst sem var 4 mánuðir í
heildina, safnaði svo flugtímum allt
síðasta sumar og fór svo í bóklega
atvinnuflugið síðastliðið haust. Það
eru tvær annir eða átta mánuðir og í
síðustu viku var ég að byrja á
verklega partinum til að fá
atvinnuflugmannsskírteinið í
hendurnar að því loknu. Í heildina
hjá mér er þetta að taka tæplega tvö
ár frá fyrsta tíma og að fá atvinnu-
flugmannsskírteinið í hendurnar.
Af hverju valdir þú þetta nám,
hafðir þú alltaf áhuga á því: Ég
get ekki sagt að það hafi verið
bernskudraumur að verða flug-
maður, áhuginn kviknaði ekki fyrr
en að framhaldsskólanámi loknu.
Ég var að pæla í allt öðrum greinum
heldur en fluginu, meðal annars
kírópraktík og tölvunarfræði. Þegar
kom svo að því að ákveða hvað
skyldi læra ákvað ég af rælni að
fara í prufutíma hjá Flugskóla
Íslands. Ég fann þar strax að þetta
væri eitthvað sem ætti vel við mig.
Myndir þú mæla með Tækniskól-
anum: Ég mæli klárlega með
flugnáminu sem skólinn býður upp
á í samstarfi við Flugskóla Íslands.
Flugmannsnámið hefur verið kennt
þar um árabil og skólinn er virtur á
sínu sviði. Einnig eru kennararnir
mjög reynslumiklir flugmenn sem
bætir gæðin í kennslunni heilmikið.
Hvað tekur nú við: Ég flutti
nýverið til Búdapest í þeim tilgangi
að taka verklega hluta námsins. Ég
stefni á að ljúka náminu á haust-
dögum ef allt gengur upp og geta
strax í framhaldi af því farið að
sækja um störf hjá stóru flugfélög-
unum.
.........................................................
Elías Fannar
Stefnisson
Aldur: Ég er víst rétt að verða 27
ára þó ótrúlegt megi virðast.
Búseta: Ég bý í Reykjavík.
Í hverju varstu að útskrifast: Ég
útskrifaðist frá pípulagningadeild
Tækniskóla Reykjavíkur.
Hvað tók námið langan tíma:
Námið tók ca. tvö og hálft ár frá því
ég byrjaði í Tækniskólanum.
Af hverju valdir þú þetta nám,
hafðir þú alltaf áhuga á því: Nei,
svo sem kannski ekkert sérstaklega,
mér hefur alltaf fundist fagið áhuga-
vert sem slíkt en ég held að áhuginn
hafi kviknað bara við að fikta aðeins
í þessu. Mér fannst fyrst og fremst
vinnan skemmtileg og fjölbreytt og
mér fannst kominn tími til að
mennta mig og þessi grein lá
ágætlega fyrir mér.
Myndir þú mæla með Tækniskól-
anum: Já alveg klárlega. Í fyrsta
lagi eru námsmöguleikarnir margir
og aðstaðan til fyrirmyndar. Miðað
við stærðina á skólanum þá er líka
allt rosa persónulegt og til að
mynda pípulagningadeildin alveg
frábær með það að gera. Kennararn-
ir þekkja þig nánast alveg frá fyrsta
degi og eru fyrstu mennirnir til að
aðstoða ef þörf er á.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir
þig að hljóta viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur: Hefur í sjálfu
sér enga gríðarlega þýðingu ef ég á
að vera hreinskilinn. Ég hef aldrei
fundið mig almennilega í námi né
skóla og stóð mig frekar illa bæði í
grunnskóla og fyrst um sinn í
framhaldsskóla. Þetta verður
kannski til þess að minna mig og
vonandi aðra á að um leið og maður
fær áhuga á því sem maður er að
læra þá einhvern vegin kemur
árangurinn sjálfkrafa með. Þannig
að það er engin þörf á að örvænta
þó að maður finni sig ekki alveg
strax í þessu hefðbundna námi.
Hvað tekur nú við: Ég fer bara á
fullt núna að halda áfram að vinna
hjá fyrirtæki hérna í Reykjavík sem
heitir Kraftlagnir. Er búinn að vinna
þar í tæp þrjú ár og líkar það alveg
rosalega vel. Ég stefni á meistara-
skólann innan nokkurra ára og svo
er aldrei að vita hvað tekur við. Hef
einnig mikinn áhuga á að mennta
mig í tónlist eða a.m.k. rækta það
aðeins meira en ég hef gert síðan ég
byrjaði að læra píparann.
.........................................................
Sigurður
Sigurðsson
Aldur: 38 ára.
Búseta: Landsbyggðin, Seltjarnar-
nes.
Í hverju varstu að útskrifast:
Stýrimannaskólanum. D-Stig. Veitir
ótakmörkuð réttindi á öll skip
(nema varðskip).
Hvað tók námið langan tíma: Mig
minnir að ég hafi byrjað 2013 svo
námið tók fjögur ár í heildina. Ég
var í fjarnámi því var námið ekki
tekið á fullum hraða og misjafnt
eftir önnum hve mörg fög ég tók
eftir því hvað hentaði. T.d var ég á
loðnuvertíð alltaf á vorönn og því
var betra að taka færri áfanga þá en
síðan fleiri á haustönn.
Af hverju valdir þú þetta nám,
hafðir þú alltaf áhuga á því: Þar
sem ég var hvort eð er á sjó fannst
mér ég alveg eins geta tekið
stýrimannaskólann í fjarnámi, þá
hafði ég líka eitthvað að sýsla á
stímum. Fyrst maður var að vinna
við þetta þá hafði ég auðvitað áhuga
á að læra þetta til fulls og hef enn
áhuga á að bæta við mig eins
mikilli kunnáttu og ég kemst yfir.
Myndir þú mæla með Tækniskól-
anum: Það er margt mjög gott við
Tækniskólann og þá sérstaklega
fjarnámið. Kennararnir eru frábærir,
sem og yfirstjórn deildarinnar og öll
samskipti við starfsfólk skólans til
fyrirmyndar. Hins vegar mætti setja
spurningarmerki við reksturinn og
hvernig fjármunum er varið, en það
væri flóknari pólitík að fara í þá
sálma.
Hvað tekur nú við: Þar sem ég hef
verið á sjó allan námsferilinn verður
svo áfram. Ég er 2. stýrimaður á
Sigurði VE 15 og mun halda því
áfram.
Útskrift Tækniskólans:
Þó nokkrir Eyjamenn útskrifuðust úr Tækniskólanum
:: Margt í boði í Tækniskólanum :: Allt frá húsasmiðum yfir í rafeindavirkja
Hallgrímur Júlíusson er í atvinnuflugmannsnámi. Elías Fannar Stefnisson útskrifaðist frá pípulagningadeild.
Sigurður Sigurðsson útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum.