Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Side 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017
Vel heppnuð Goslokahátíð í góðu veðri :: Gestir sjaldan eða aldrei verið fleiri :
Fjögurra daga veisla í listum og sjálfsprottinni gleði
söngbrautinni í Vestmannaeyjum
þar sem þau ólust upp. Og framfar-
irnar eru miklar og létu þau sig ekki
muna um að hjóla í vinsælustu aríur
og sönglög óperubókmentanna. Allt
svo leikandi létt og skemmtilegt og
þau náðu að krydda tónlistina með
léttum leik og kynningum milli
laga.
Þó tónlistarviskan sé ekki mikil
hjá þeim sem þetta skrifar er það
hans sannfæring að Silja og
Alexander eigi eftir að ná langt á
listabrautinni. Og það voru
örugglega fleiri en mömmur og
ömmur þeirra sem fengu tár í auga
þessa stund.
Þau sungu nokkrar íslenskar
söngperlur og Eyjalögin öðluðust
nýja vídd í meðförum þeirra.
„Við erum hrærð og snortin yfir
stórkostlegum móttökum og
frábærri aðsókn á tónleikum okkar.
Við viljum þakka þeim sem komu
og hlýddu á okkur og ekki síður
þeim styrktaraðilum sem gerðu
tónleikana að veruleika,“ sögðu
Silja Elsabet og Alexander Jarl eftir
tónleikana og vildu koma á
framfæri þakklæti til Vinnslu-
stöðvarinnar, Ísfélagsins, Frás,
Geisla, Skipalyftunnar, Atlantic
fresh, Eimskips, Samskipa,
Íslandsbanka, Deloitte, Glófaxa og
Vestmannaeyjabæjar.
Tólf ára myndlistarkona
Rúsínan í pylsuendanum var svo
sýningin hennar Sunnu Einarsdóttur
í anddyri Hótels Vestmannaeyja.
Sunna sem er tólf ára Eyjapæja var
þarna með sína aðra myndlistarsýn-
ingu. Myndirnar eru vel gerðar og
skemmtlegar og fullar af græsku-
lausum húmor.
Tónleikar Jónasar Sigurðs-
sonar og Ritvéla framtíðar-
innar
Það var mikið fjör á tónleikum
Jónasar Sigurðssonar og Ritvéla
framtíðarinnar sl. fimmtudagskvöld.
Gera má ráð fyrir að allt að 120
manns hafi lagt leið sína á tón-
leikana en það var ekki mikið eftir
af stólum þegar hljómsveitin steig á
stokk þegar klukkan var rétt skriðin
yfir tíu.
Tók Jónas öll sín helstu lög ásamt
því að segja sögur inn á milli laga
og fá fólk til þess að hlægja. Jónas,
sem er uppalinn í Þorlákshöfn,
ræddi m.a. sína fyrstu ferð til
Vestmannaeyja, þá tvítugur að aldri
að spila með Sólstrandagæjunum.
Að hans sögn var þessi ferð hreint
ævintýri og minningin þaðan ein af
þessum ógleymanlegu minningum
sem fólk tekur með sér yfir móðuna
miklu. Fyrir þann tíma hafði
Vestmannaeyjar í hans huga verið
einhver dularfullur heimur handan
við hafið og þegar Herjólfur kom að
bryggju kölluðu krakkarnir
„HERJÓLFUR, HERJÓLFUR,
HERJÓLFUR.“ Líkti hann
upplifuninni við geimskutlur í
Flórída, svo merkilegt var hvíta
ferlíkið.
Opin æfing hjá ÍBV
í boði Bónuss var opin æfing á
Hásteinsvelli hjá liðsmönnum
meistaraflokks karla og kvenna ÍBV
fyrir alla krakka í 5.-7. flokk. Þarna
gátu krakkarnir komist í návígi við
knattspyrnuhetjur Vestmannaeyja
ásamt því að fá ýmsa glaðninga sem
í boði voru í lok æfingar.
Barnagleði í boði Ísfélags
Vestmannaeyja
Það var mikið stuð á barnagleði
Ísfélags Vestmannaeyja á Stakka-
gerðistúni þar sem íbúar Latabæjar
komu og skemmtu gestum og
gangandi með söngvum og
skemmtilegum uppákomum.
Söngvarinn Aron Brink, sem skaust
fram á sjónarsviðið í undankeppni
Eurovision í ár, kom einnig fram og
tók smellinn sinn ásamt öðrum vel
völdum lögum. Að lokum fengu
allir sem vildu að gæða sér á
sérframleiddum Goslokaís í boði
Ísfélagsins.
The Brothers Brewery
kynnti MLV9
Það var glatt á hjalla þegar
bruggbræðurnir í The Brothers
Brewery kynntu bjórinn MLV9 í
húsakynnum sínum á föstudaginn
en fyrir þá sem ekki vita er bjórinn
bruggaður til heiðurs knattspyrnu-
goðsins Margrétar Láru Viðars-
dóttur. Ekki var annað að sjá en að
MLV9, sem er DIPA 9.5%
humlasprengja, hafi fallið í kramið
hjá bjórunnendum.
Tónleikar og
myndlistasýning
Júníusar Meyvants
Eyjamaðurinn og listamaðurinn
Unnar Gísli Sigurmundsson, betur
þekktur sem Júníus Meyvant, sló
upp myndlistarsýningu og mið-
næturtónleikum í gamla Ísfélags-
húsinu þar sem aðgangur var
ókeypis. Mætingin á tónleikana var
vægast sagt góð og var fullt út
dyrum og rúmlega það.
Daði Freyr
Daði Freyr úr Daði og Gagnamagn-
ið, sem óvænt sló í gegn í undan-
keppni Eurovision fyrr á þessu ári,
kom fram fyrir framan Eymundsson
og skemmti fjölmörgum aðdáend-
um sínum, allt frá nokkurra ára
gömlum krökkum upp í fullorðið
fólk. Voru tónleikarnir vel sóttir
enda blíðskaparveður og Daði hress
að vanda.
Skipasandur
Dagskráin á útisviðinu á Skipasandi
hófst með reynsluboltunum Matta
Matt og Eyþóri Inga sem héldu uppi
stuðinu þar til röðin var komin að
Daða Frey sem tók m.a. smellinn
„Hvað með það“ ásamt ýmsum
ábreiðum sem hann hefur gert
vinsælar síðustu misserin. Það voru
síðan Brimnesingar sem stigu
síðastir á stokk á útisviðinu og
skemmtu fram eftir nóttu eins og
þeim einum er lagið. Einnig var
mikið að gerast í krónum á svæðinu
eins og hefð er fyrir, Gulli skipper
og co., Hrafnar, Leó Snær, Jógvan,
KK bandið, Siggi Hlö og fleiri.
Daði Freyr Pétursson kom fram við Eymundsson og á Skipasandi.
Alexander Jarl og Silja Elsabet syngja af innlifun.
Ólafur F. Magnússon syngur við undirleik Gunnars Þórðarsonar.
Bræðrabruggararnir kynntu nýjan bjór til heiðurs Margréti Láru. Það var líf og fjör á Bónusæfingu Meistaraflokka og 5. til 7. flokks ÍBV á Hásteinsvelli.
Kolbrún, Sara, Friðsteinn og Jónas í góðum gír á Skipasandi.
Addi ásamt fjölskyldunni á ljósmyndasýningu sinni í Akóges. Pétur Steingrímsson.