Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Side 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017
Eins og flestir vita þá getur lífið
verið hverfult og stundum þunn
lína á milli þess þegar maður
liggur í fullkomnu öryggi í faðmi
einhvers sem maður elskar út í
vandræðalega augnablikið
þegar tvær manneskjur kveðjast
eftir skyndikynni.
Ef það er eitthvað sem flestir
smáborgarar hafa áhuga á, þá
er það hverjir eru með hverjum
og hverjir eru komnir út á
makamarkaðinn eins og hann
er stundum kallaður.
Sumir kjósa að vera einir á
meðan aðrir troða marvaða í
hinni eilífu leit af ást sem getur
verið erfitt í smábæ eins og
Vestmannaeyjum.
Til að gera hlutina auðveldari
fyrir þá sem eru orðin þreyttir á
leitinni, þá ætla ég að kynna í
þetta skiptið lista yfir topp tíu
heitustu piparsveina Vest-
mannaeyja.
10. Kristgeir Orri Grétarsson,
Einar Ottó Hallgrímsson og
Hjálmar Viðarsson.
Eins og glöggir lesendur hafa
jafnvel áttað sig á eru þrjú ung
karldýr í tíunda sæti. Þetta er ekki
prentvilla því þessir peyjar eru alltaf
saman, og eru eiginlega einn og
sami maðurinn. Hörku duglegir
naglar sem allir eru búnir með
Stýrimannaskólann og starfa allir á
sjó.
Mestu líkurnar eru að finna þá í
eftirpartýi. Ef ekki þar þá finnast
þeir alveg pottþétt í hádeginu á
sunnudegi á 900 með einn ískaldan
afréttara og brakandi ferskar
partýsögur.
Heyrst hefur að þeir séu farnir að
róast og því einstakt tækifæri til að
ná sér í einn af þessum hressu
Eyjapeyjum.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
9. Kolbeinn Aron Arnarsson
Síðustu ár hafa verið viðburðarík
hjá Kolbeini. Þó svo að hann hafi
áður látið að sér kveða sem
forsöngvari partýhljómsveitarinnar
The Goggz. Þá hefur Kolbeinn
verið í marki meistaraflokks ÍBV í
handbolta síðustu ár og varð með
þeim Íslands- og bikarmeistari.
Gullár í lífi Kolbeins og fékk hann
mikla athygli frá kvenpeningi
landsins en einhvern veginn
gleymdi hann sér í fögnuði titla.
Heyrst hefur að Kolbeinn sé
kominn með smá áhyggjur af
kvenmannsleysi sínu og hefur því
ákveðið að semja við Aftureldingu í
von um að finna konu í borg óttans.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
8. Sigurjón Viðarsson
Einn af gulldrengjum Minnu og
Steinu í Metabolic í Vestmannaeyja.
Sigurjón er ótrúlega vel gefinn og
hefur allt nám leikið við hann frá
blautu barnsbeini. Hann ætlaði
lengi vel að verða lögfræðingur en
snerist hugur þegar hafið kallaði.
Kláraði Stýrimannaskólann og
vinnur nú sem slíkur á Þórunni
Sveinsdóttur.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
7. Daði Magnússon
Grjótharðasti tölvunarfræðingur
Vestmannaeyja sem stundar
sjómennsku í frítímanum. Er af
hinu merka Braga Steingríms-Þór-
arakyni.
Daði hætti vinnu hjá Smart Media
fyrir nokkru til að fara á malbikið
til þess eins að finna sér konuefni.
Tvennum sögum fer um gengi Daða
í þessari leit sem ætti ekki að vera
mikið vandamál með þessi
bambabláu augu og karlmannlegu
Jay Lenno hökuna sína.
Stundum kallaður Paris Hilton
Vestmannaeyja vegna þess að hann
er sonur Magnúsar Braga sem er
eigandi Hótel Vestmannaeyja.
6. Sigurður Sigurðsson
Sú kona sem nær í Sigurð þarf ekki
að svelta því Sigurður stundar nær
alla veiði sem hægt er að stunda á
Íslandi. Allt frá dorgveiði í gegnum
ís að hreindýraveiðum á Austur-
landinu.
Einnig er Sigurður einn af þeim
merku karlmönnum sem fær áhuga
á flestu í kringum sig. Hann talar
einhver sex tungumál og kikna
margar í hnjánum þegar hann talar
spænsku við innfædda.
Hann er einnig búinn að læra
margt, þá helst ber að nefna
sjávarútvegsfræði, spænsku og
Stýrimannaskólann. Hann starfar í
dag sem stýrimaður á Sigurði VE.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
5. Hermann Hreiðarsson
Ef til vill þekktasti bitinn í súpunni.
Þjóðþekktur og hvers manns
hugljúfi. Stracta hóteleigandi og
athafnamaður. Eftir mörg ár í
atvinnumennsku í Englandi sneri
Hemmi aftur til Íslands og hefur
stundað þjálfun sem er hans ástríða.
Í dag hefur hann tekið við
kvennaliði Fylkis sem gæti orðið
erfitt verkefni. Hermann hefur sýnt
sínar viltu hliðar á vellinum og á
hliðarlínunni en er mjúkur eins og
þriggja barna einstæð móðir í
Costco þegar enginn fótbolti er
nálægt.
4. Róbert Aron Hostert
Ótrúlega hæfileikaríkur handbolta-
maður ÍBV sem hefur góða nærveru
og gæti brætt súrál með strákslegu
brosi sínu. Þær hafa ekki margar
farið rykfallnar í burtu prinsessurnar
frá Róberti í gegnum tíðina.
Heyrst hefur eftir ónefndum
heimildarmanni mínum að Róbert
Aron sé orðinn leiður á piparsveina-
lífinu og sé að leita að hinni einu
réttu.
(Veit ekki hvern ég er að plata með
ónefnda heimildarmanninn, það vita
það allir að það er Einar Gauti sem
kjaftaði þessu).
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
3. Ólafur Björgvin
Jóhannesson
Einn af þeim sem allir í Vestmanna-
eyjum taka eftir. Þekktur fyrir
góðmennsku sína sem kom honum
jafnvel um koll á sínum tíma því
hann var það góður við sjálfan sig
að hann náði að éta sig hátt upp í
tvö hundruð kíló en er í dag búinn
að rífa af sér u.þ.b. hundrað kíló og
hvergi hættur.
Keypti sér fyrir stuttu fallega íbúð
á Ásaveginum sem bíður eftir því
að láta troða í sig Omaggio vösum
og Ittala drasli. Ólafur er fram-
kvæmdastjóri Skýlisins og
tilvonandi erfingi þess.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
2. Sigurgeir í Skuld
Sem þarf vart að kynna enda búinn
að vinna sig inn í hjörtu allra
Vestmannaeyinga með myndum
sínum. Einstakt náttúrubarn sem
fær alla til að brosa með einstökum
húmor og smitandi hlátri.
Honum hefur tekist það ótrúlega
afrek að vera vaxinn eins og grískt
skurðgoð frá unglingsaldri. Hann er
einn af orginal bjargveiðimönnum
Eyjanna sem gerir hann að
eftirsóttu eintaki. Á alveg tíu spræk
ár eftir fyrir þær sem vilja einn með
reynslu.
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
1. Jóhann Sigurður
Þórarinsson
Eftirsóttasti piparsveinn Vestmanna-
eyja. Eftir að hafa komið á
markaðinn úr heiðskíru lofti hefur
hann ekki haft mikinn tíma í að
finna ástina. Enda nóg að gera í
vinnunni ásamt því að sinna
núverandi ást sinni sem er frum-
kvöðlastarf sem á eftir að gjörbylta
heilbrigðisgeiranum.
Jóhann Sigurður hefur alla tíð
hugsað langt inn í framtíðina sem
sést best á því að hann er nú búinn
að stunda eldrimannaleikfimi
síðustu fimm ár með körlum sem
flestir eru á sextugs aldri, tvisvar í
viku í Týsheimilinu.
Hann er einnig búinn að vinna
mikið í sjálfum sér og við það að
losa sig við slæma siði eins og að
taka í nefið sem hefur gengið einkar
vel en með smá hækju sem er
gufuretta. Ef horft er lengur en
mínútu á hann má sjá fallega
dalalæðu koma úr vitum hans, sem
er bæði dáleiðandi og róandi.
Jóhann Sigurður er með afnot af
einni fallegustu penthouse íbúð
Reykjavíkur og hefur heyrst í
bænum að hann sé að skoða
flottustu penthouse íbúð Vest-
mannaeyja sem verður tilbúin árið
2020.
Jóhann Sigurður hefur gaman af
fólki, að skemmta sér, að vinna að
því sem hann hefur gaman af og að
ferðalögum.
Hann leitar af góðri konu sem er
tilbúin að labba með honum inn í
eilífðina meðfram Ofanleitishamr-
inum, setjast við hlið hans og horfa
á sólina setjast á meðan hann blæs
gufureikshjörtum út á hafið.
.........................................................
Grein þessi var skrifuð fyrir helgi
og er listinn því birtur með þeim
fyrirvara að einhver þeirra gæti
hafa gengið út um helgina.
Tíu heitustu piparsveinar Vestmanneyja:
Jóhann Sigurður fremstur
meðal jafningja
ágúst halldórsson