Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2017, Síða 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. júlí 2017 Íþróttir u m S j Ó n : Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Framundan Laugardagur 15. júlí Kl. 14:00 Elliði – KFS 4. deild karla B riðill Sunnudagur 16. júlí Kl. 16:00 KA – ÍBV Pepsi-deild karla Laugardagur 22. júlí Kl. 14:00 KFS – Afríka 4. deild karla B riðill Sunnudagur 23. júlí Kl. 17:00 Fjölnir – ÍBV Pepsi-deild karla Miðvikudagur 26. júlí Kl. 17:00 SR – KFS 4. deild karla B riðill ÍBV og Breiðablik gerðu 1:1 jafntefli þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla sl. sunnudag á Hásteinsvelli. Það voru rúmlega 800 manns mættir til að fylgjast með leiknum enda veðrið með besta móti. Blikarnir voru sterkari framan af og ógnuðu marki heimamanna nokkrum sinnum á fyrsta korterinu. Það var síðan Höskuldur Gunn- laugsson, leikmaður Breiðabliks, sem kom gestunum yfir á 20. mínútu leiksins með góðu skalla- marki. Forystan var fyllilega sanngjörn því það hafði hvorki gengið né rekið hjá ÍBV fram að marki. Blikarnir héldu áfram að vera sterkari aðilinn í leiknum og mátti oft og tíðum heyra að stuðningsmönnum var ekki skemmt í stúkunni. Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, og Martin Lund, leikmaður Blika, lentu í samstuði eftir um 40 mínútna leik þar sem höfuð þeirra skullu saman. Báðir virtust ætla hrista meiðslin af sér en skömmu síðar þurfti Hafsteinn að víkja af velli og í hans stað kom Mikkel Maigaard. Kristján Guðmundsson sá sig knúinn til að gera breytingu á sínu liði í hálfleik en þá kom inn á Gunnar Heiðar Þorvaldsson fyrir Kaj Leo í Bartalstovu sem hafði ekki átt sinn besta leik frekar en aðrir Eyjamenn. Leikmenn ÍBV mættu töluvert öflugri til leiks í síðari hálfleik og voru sífellt meira ógnandi fram á við. Það voru hins vegar Blikar sem fengu upplagt marktækifæri um miðbik hálfleiks- ins en tilraun Hrvoje Tokic fór framhjá markinu og Eyjamenn sluppu með skrekkinn. Á 72. mínútu leiksins jafnaði varamaður- inn Gunnar Heiðar Þorvaldsson metin með skalla en markið kom eftir hornspyrnu. Varð þetta til að hleypa enn meira lífi í leikinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan sanngjarnt 1:1 jafntefli. Eftir tíu umferðir eru Eyjamenn í níunda sæti deildarinnar með 11 stig. Næsti leikur liðsins verður á sunnudaginn gegn KA fyrir norðan. Verður hreyfing á leikmanna- hópnum í glugganum Blaðamaður ræddi við Kristján Guðmundsson, þjálfara ÍBV, eftir leik og samkvæmt honum munu verða einhverjar breytingar á leikmannahópnum í félagsskipta- glugganum sem opnar á sunnudag. Hvernig fannst þér leikurinn gegn Breiðabliki spilast? „Við byrjuðum illa, vorum þungir og færðum okkur hægt og alls ekki nógu afgerandi í neinu sem við gerðum. Af hverju er erfitt að segja. Þetta lagaðist í seinni hálfleik, bæði vegna þess sem fram fór inni í klefa og með skiptingu. Spilamennskan varð mun betri og við áttum stig skilið og hefðum jafnvel geta stolið þessu undir lokin, það hefði verið sætt,“ sagði Kristján. Aðspurður hvort spilamennskan í fyrri hálfleik sé áhyggjuefni sagði Kristján það ekki borga sig að hafa of miklar áhyggjur. „Það borgar sig ekki að hafa áhyggjur en það truflaði okkur að við gátum ekki haldið betur dampi en ég ætla ekki að hafa áhyggjur. KA næstu helgi, hvernig leggst það í þig? „Bara vel, þá klárum við fyrri umferðina og erum þar með búnir með löngu ferðalögin. Það verður erfitt að mæta þeim núna, þeir byrjuðu mótið mjög vel en eru búnir að tapa þremur í röð og eru örlítið innikróaðir. Ég á von á mjög föstum leik en það getur allt gerst fótboltalega,“ sagði Kristján sem staðfesti við blaðamann að einhver hreyfing yrði á mannskapnum í félagsskiptaglugganum sem opnar á sunnudaginn. „Við fáum til okkar einn eða tvo leikmenn og svo verða einhverjar hreyfingar á hópnum, það skýrist allt eftir helgi.“ Daginn eftir viðtalið greindi Avni Pepa, varnarmaður ÍBV, að hann væri á förum frá félaginu eftir tveggja ára veru. Sagði hann jafnframt á samfélagsmiðlum að hann væri liðsfélögum sínum og öllum hjá ÍBV þakklátur og að það hafi verið heiður að fá að klæðast treyju ÍBV og að leikurinn á sunnudaginn gegn KA yrði hans síðasti fyrir félagið. Knattspyrna | Pepsi-deild karla :: ÍBV 1:1 Breiðablik Við byrjuðum illa, þungir og færðum okkur hægt :: segir Kristján Guðmundsson þjálfari :: Avni Pepa á förum frá ÍBV KFS lenti undir þegar liðið fékk Stokkseyri í heimsókn á laugardag- inn í B riðli 4. deildar karla. Liðsmenn KFS voru hins vegar búnir breyta stöðunni í 2:1 áður en flautað var til hálfleiks en þar voru að verki Anton Bjarnason og Ásgeir Elíasson. Þeir Anton og Ásgeir voru síðan aftur á skotskónum í síðari hálfleik og var staðan orðin 4:1 þegar stundarfjórðungur var eftir. Jóhann Ingi Þórðarson bætti við fimmta markinu á 88. mínútu áður en Hallgrímur Þórðarson rak síðasta naglann í kistuna á 90. mínútu leiksins. Knattspyrna | 4. deild karla: KFS fór illa með Stokkseyri Felix Örn Friðriksson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV. Felix, sem er 18 ára vinstri bakvörður og er uppalinn hjá félaginu, á að baki níu landsleiki með U-19 og einn með U-21. Knattspyrna | Felix framlengir Clara Sigurðardóttir, leikmaður ÍBV í knattspyrnu, og félagar í U-16 töpuðu fyrir Þjóðverjum í lokaleik liðsins á Norðurlandamóti á dögunum. Leiknum lyktaði með 4:0 tapi og endaði Ísland í fjórða sæti í mótinu. Fyrir leikinn hafði liðið staðið sig frábærlega á mótinu, unnið bæði Svíþjóð og Finnland og tapað naumlega gegn Frakklandi. Knattspyrna | U-16 end- aði í fjórða Pablo Punyed á miklum spretti gegn Breiðabliki. Valur 10 6 3 1 16 - 9 21 Grindavík 10 6 3 1 16 - 11 21 FH 11 4 5 2 19 - 15 17 Stjarnan 10 4 3 3 20 - 15 15 Víkingur R. 10 4 3 3 16 - 14 15 KA 10 3 3 4 17 - 14 12 Breiðablik 11 3 3 5 14 - 18 12 KR 9 3 2 4 13 - 15 11 ÍBV 10 3 2 5 11 - 17 11 Víkingur Ó. 10 3 1 6 11 - 18 10 ÍA 10 2 3 5 19 - 21 9 Fjölnir 9 2 3 4 8 - 13 9 Pepsideild karla Knattspyrna | Fjör fyrir norðan Icelandair Volcano Open mótið í golfi fór fram í Vestmannaeyjum um helgina en þar var keppt í 36 holu punktakeppni í tveimur forgjafarflokkum. Í forgjafarflokki 1 (- 14,4) voru Ágúst Ómar Einars- son frá GV og Björn Steinar Stefánsson frá GKG báðir með 77 punkta en þar sem Ágúst Ómar var betri á síðustu níu holunum lenti hann í fyrsta sæti og Björn Steinar í öðru. Í þriðja sæti var Hallgrímur Júlíusson frá GV með 70 punkta. Í forgjafarflokki 2 (14,5 -) endaði Anton Freyr Karlsson frá GV í fyrsta sæti með með 73 punkta. Ólafur Magnús Magnússon frá GÞ og Jóhann Þorkell Jóhannsson frá GR enduðu báðir með 71 punkt en Ólafur Magnús fékk annað sætið þar sem hann var með fleiri punkta á síðustu níu holunum. Golf | icelandair Volcano Open: Ágúst ómar Einarsson frá GV endaði efstur Verðlaunahafar á Volcano Open. Árlegt N1 mót fór fram um helgina en það er ætlað drengjum í 5. flokki í knattspyrnu. Blaðamaður ræddi við Guðmund Tómas Sigfússon, þjálfara ÍBV á mótinu, en hann var heilt yfir ánægður með ferðina. „Þetta gekk nokkuð ágætlega, fyrir utan það að ÍBV 5 náði ekki að sigra leik. ÍBV 2 var á leiðinni í undanúrslit í brasilísku deildinni en KA 2 jafnaði þegar það voru 15 sekúndur eftir og þá fór leikurinn í vító þar sem við töpuðum í þreföldum bráðabana. ÍBV 3 tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í vítakeppni og hefðu því getað verið ofar í töflunni.“ ÍBV 1 spilaði mjög vel að sögn Guðmundar og gáfu sterkum liðum í mótinu ekkert eftir. „Þeir spiluðu betur og betur þegar á leið á mótið og voru óheppnir að tapa næst síðasta leiknum í vítakeppni. ÍBV 4 átti mjög erfitt uppdráttar til að byrja með en þeim óx ásmegin þegar leið á mótið. ÍBV 6 kom skemmtilega á óvart og sigraði tvo leiki og gerði eitt jafntefli.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.