Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 8
8 - Eyjafréttir Miðvikudagur 25. október 2017 alþingiskosningar 2017 kosið í fyrsta sinn Þóra Guðný Arnarsdóttir Fylgist þú með pólitík? Já, aðeins meira þessa dagana. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? Nei, er ekki alveg búin að ákveða, er ennþá að kynna mér flokkana. Hvaða málefni finnst þér mikilvægust? Samgöngur og heilbrigðismál. Bára Viðarsdóttir Fylgist þú með pólitík? Ég hef engan áhuga á stjórn- málum en er að reyna að fylgjast með núna í kringum kosningar. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? Ég veit ekki ennþá hvaða flokk ég ætla að kjósa. Hvaða málefni finnst þér mikilvæg? Mér finnst heilbrigðisþjónustu vera eitt af helstu málefnum sem þarf að taka á en einnig um- hverfismál. Nökkvi Snær Óðinsson Fylgist þú með pólitík: Nei, frekar lítið. Ertu búinn að ákveða hvað þu ætlar að kjósa? Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa þar sem ég veit eiginlega ekkert hvaða flokkur stendur fyrir hverju. Hvaða málefni finnst þér mikilvæg? Ætla ekkert að þykjast vera gáfaður í þessu öllu en ætli það sé ekki bara heilbrigðiskerfið, samgöng- urnar og menntakerfið. Jón Gauti Úranusson Fylgist þú með pólitík? Já, svona af og til. Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? Já, eg held það. Hvaða málefni finnst þér mikilvægust? Það eru húsnæðismál, heilbrigðismál og samgöngumál. Klukkan þrjú í gær hafði 271 greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum. Þriðjudaginn fyrir kosningarnar 2016 höfðu 193 greitt atkvæði í lok dags. Sæunn Magnúsdóttir, fulltrúi sýslumanns segir að þetta hafi farið rólega af stað í ár en tekið kipp í lok síðustu viku og í byrjun þessarar. Í gær var mjög mikið að gera. Það er rétt ár á milli kosninga, í fyrra var kosið laugardaginn 29. október en núna laugardaginn 28. Munurinn á fjölda atkvæða er í raun enn meiri þar sem að í fyrra var búið að fara á Sjúkrahúsið. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofutíma embættisins, frá klukkan 10:30 til 15.00 og svo 16.00 til 18.00 fram á föstudag. Kosið verður í Barnaskólanum og hefst kjörfundur klukkan níu og lýkur klukkan tíu um kvöldið. Á kjörskrá í Vestmannaeyjum eru 3159 en voru 3166 árið 2016. Utankjörfundar atkvæði eru greidd á skrifstofu Sýslumanns- ins í Vestmannaeyjum. alþingiskosningarnar á laugardaginn: Utankjörfundaratkvæði fleiri en fyrir ári síðan ómAR GARðARSSoN omar@eyjafrett ir. is Frambjóðendur á ferð í vestmannaeyjum Það fer ekki framhjá neinum þessa dagana að kosningar eru fram- undan, óvenjulegar eru þær, en engu að síður eru þrír dagar í herlegheitin. Flokkarnir sem bjóða sig fram í Suðurkjördæmi eru tíu talsins. Fulltrúar frá Framsókn, Sjálf- stæðisflokknum og Vinstri grænum kíktu til Vestmannaeyja í liðinni viku. Flokkarnir héldu opna fundi og vildu hlusta og ræða við Eyjamenn. Framsóknarmenn voru með opin fund á Pizza 67, Vinstri grænir í Arnardranga og Sjálf- stæðismenn í Ásgarði. Á kjördag á laugardaginn verða Vinstri græn með kosningakaffi í Arnardranga á milli klukkan 14-17. Sjálfstæðismenn verða á Einsa Kalda með kosningakaffi á sama tíma. Um kvöldið ætla Sjálfstæðis- menn að vera með kosningavökum á Háaloftinu og hefst hún kl. 22:00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.