Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 13
Eyjafréttir - 13 öll klár í bátana Við Gunnar Marel vorum klárir í bátana í síðstu viku, komum og fórum fljúgandi, þökk sé dúndurflugmönnum Arna, eftir mjög góða tveggja daga heimsókn og ánægjulegar viðtökur. Við blasir að margt gengur vel í Eyjum en samt kalla sömu brýnu verkefnin á lausnir og síðast, enn eitt kjörtímabilið: Kunnugleg málefni, allt frá samgöngumálum og heilbrigðisþjónustu til skóla- og velferðar- mála þar sem almannatryggingar og kjaramál aldraðra og öryrkja ber hátt. Stefnumál stjórnarflokkanna og þingmanna þeirra hafa lítt verið efnd og lofuð samvinna ekki orðið að veruleika af hálfu stjórnvalda. Stöðnun eða niðurskurður einkennir fyrirætlanir í ríkisfjár- málum í þeim málaflokkum sem mest er horft til. Nú sýna allir stjórnmálaflokkar skilning líkt og áður en ávallt er spurning um hver framkvæmir með styrk og trausti sem til þarf. Tími er til kominn að skipta um forystu í landsmálunum, vissulega í samsteypustjórn, en með félagslegar áherslur í fyrirrúmi. Efna hægt og bítandi til umbótanna, forgangsraða þeim og koma á þeirri samvinnu sem nauðsynleg er til að verkin gangi upp. Gunnar Marel og ég heyrðum margar skoðanir í þessa veru og lítum á kosningarnar sem sjaldfengið tækifæri til vinstri stjórnar í töluverðu góðæri, í stað neyðarviðgerða eftir hrunið. Vinstri græn leggja áherslu á margar leiðir til að afla lágmarksupphæðar í brýnustu lagfæringar á helstu sviðum en hlífa um leið nær öllum tekjuhópum við skattaálögum. Við skulum íhuga saman hvort efnuðustu 10% landsmanna (sem eiga 2/3 hluta allra eigna), hópurinn í 10. tekjuflokki Hagstofunnar (með yfir 330 milljarða árstekjur) og 1-2% fjármagnstekjueigenda (sem eiga upp undir 50% fjármagnstekna eða yfir 50 milljarða) teljist aflögufær. Til viðbótar mætti horfa til hærri arðgreiðslna úr bönkum sem ríkið ræður yfir, til hluta af 43 milljarða afgangi í fjárlaga- frumvarpinu og til auðlindagjalda stórra fyrirtækja með þéttan hagnað, svo sumt sé nefnt. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað. Ari TrAUSTi gUðMUnDSSOn oddviti lista Vg í Suðurkjördæmi V Miðvikudagur 25. október 2017 alþingiskosningar 2017 Við viljum tryggja öruggar samgöngur fyrir alla. Með uppbyggingu samgangna viljum við tryggja öryggi íbúa landsins, mörg sveitarfélög búa við óásættanlegar samgöngur þar sem ófært er löngum stundum. Við viljum bæta vegi og göng þar sem því er ábótavant til að tryggja samgönguflæði allan ársins hring. Mikilvægt er að styðja við samgöngur á veg- um, sjó og með flugi fyrir íbúa á landsbyggð- inni þegar þeir þurfa að sækja þjónustu langt út fyrir heimabyggð sína. Dögun vill að endurnýjun og viðhald vega- kerfisins byggist á heildrænu landsskipulagi sem miði annars vegar að því að landið haldist áfram í byggð og hins vegar að því að hámarka umferðaröryggi samkvæmt svo kallaðri „núll- sýn“ sem snýst um að fækka dauðaslysum í umferðinni niður í ekkert. Að aka um Vestfirðina er ótrúlega fallegt en ég finn til með bílum þar sem vegirnir eru hand- ónýtir, hola við holu. Þar er samt hægt að aka leiðar sinnar eða taka ferjuna Baldur yfir Breiðafjörðinn. Íbúar í Vestmannaeyjum eiga ekki kost á því að aka í land og er mér stórlega til efs að það muni hægt í nánustu framtíð. Ferjusiglingar og flug eru því þeirra þjóðvegur númer 1 og því eðlilegt að það sé til staðar fyrir íbúana í gegnum samgöngustofu. Ferju- siglingar á milli lands og Eyja þurfa að taka mið af aðstæðum, ég velti fyrir mér hvort „flugbátar“ loftpúðaskip gætu nýtst betur þarna á milli en slík skip voru notuð á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Við þurfum einnig að draga úr þungaflutning- um á þjóðvegum enda þjóðhagslega hagkvæmt að taka upp strandsiglingar að nýju. Vegafram- kvæmdir verði ætíð metnar með tilliti til ör- yggis- og umhverfissjónarmiða sem og stytt- ingar akstursleiða. Góðar samgöngur og gott aðgengi að heil- brigðiskerfi helst í hendur. Dögun telur það forgangsmál að snúa við niðurskurði í heil- brigðisþjónustu. Niðurskurðurinn hefur stór- skaðað heilbrigðiskerfið og víðast hvar er þjónustan verulega skert. Þá er sjúkrahúsþjón- usta orðin að mestu einangruð við LSH og FSA. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er í kreppu og víða úti um land gengur illa að reka og manna þjónustuna. Skortur er á heimaþjón- ustu og stuðningi við aldraða og sjúka. Dögun vill að heilbrigðisþjónustan verði end- urskipulögð og snúið frá allsherjar miðstýr- ingu ráðuneytisins og forstjóraveldi á spítöl- um. Dögun leggur áherslu á að stjórnvöld skilgreini grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu og íbúar eiga ekki að þurfa að aka um langan veg til að fá góða heilbrigðisþjónustu. Dögun vill að sjúkrahúsþjónusta og aðgengi að sér- hæfðu heilbrigðisstarfsfólki verði efld í öllum landshlutum. Dögun leggur áherslu á samstarf heilsugæslunnar og félags- og sálfræðiþjón- ustu. Það er mikilvægt að kjör heilbrigðis- og um- önnunarstétta verði bætt til að stöðva spekilek- ann og tryggja að sú fjárfesting sem lögð hefur verið í með menntun þessara stétta nýtist inn- anlands. Dögun vill að lýðheilsa og forvarnir verði sett í forgang í samfélaginu, vitund fólks um ábyrgð þess á eigin heilsu elfd og telur það vera ódýrara að halda fólki heilbrigðu en lækna sjúka. rAgnhilDUr l. gUðMUnDSDóTTir 1. sæti í Suðurkjördæmi Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Samgöngur og heilbrigðismál T

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.