Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 4
4 - Eyjafréttir Miðvikudagur 25. október 2017 eyjamaðurinn og bakarinn Birgir Þór sigurjónsson, sonur sigurjóns Birgissonar og Mjallar kristjánsdóttur býr í reykjavík ásamt konu sinni Hafdísi og tveimur börnum, þeim Hilmari aroni og ástu Guðrúnu. Birgir, sem er 36 ára gamall, kláraði bakaranám árið 2015 en hefur verið viðloðinn bakstur síðan árið 2001 bæði hjá arnóri bakara og Bergi í vilberg í vestmannaeyjum. Í dag starfar Birgir hjá bakaríinu Brauð & Co. sem er eitt vinsælasta bakarí landsins um þessar mundir. einnig ferðaðist hann á dögunum til stokkhólms ásamt íslenska bakaralandsliðinu þar sem liðið keppti í norðurlanda- keppni í bakstri. Vildi bara baka og djamma í Eyjum Eins og fyrr segir hóf Birgir störf við bakstur upp úr aldamótum og hefur hann allar götur síðan starfað á þeim vettvangi. „Þeir voru í fullri vinnu við að kenna mér að baka og ala mig upp,“ segir Birgir um fyrstu ár sín hjá Arnóri og Bergi. „Ég var svo mikill Vestmannaeyingur að ég ætlaði aldrei að flytja upp á land og nennti því aldrei að klára þennan skóla. Ég vildi bara baka og djamma í Eyjum. En svo fullorðnast maður og klárar skólann loksins eftir að Einar Björn bróðir ýtti mér í námið.“ Fyrst um sinn var Birgir að vinna í bakaríi í bænum sem heitir Passion en það var með fyrstu íslensku bakaríunum sem fór út í súrdeigs- brauðgerð. „Ég fékk síðan símtal frá Ágústi eða Gústa eins og hann er kallaður, sem bjó í Danmörku á þeim tíma, en hann langaði að gera eitthvað alveg nýtt á Íslandi. Ég hafði aldrei hitt hann né heyrt af honum og var nú svolítið efins um þetta en ákvað að slá til og hjálpaði honum að opna Brauð & Co. Síðan þá hef ég verið honum innan handar og sé ekki eftir því í dag því þetta gjörsamlega sló í gegn og á Gústi mikið hrós skilið fyrir sína hugmyndafræði sem er einfaldlega bara að hafa þetta einfalt og nota besta mögulega hráefni sem er í boði,“ segir Birgir. Nota innflutt hveiti frá Ítalíu Það er óhætt að segja að gæði séu sérstaða Brauð & Co. en bakaríið notast aðallega við innflutt lífrænt hveiti frá Ítalíu í bland við íslenskt lífrænt hráefni. Það sem gerir okkur sérstaka er í rauninni það að við erum með gott hráefni sem er mikið dýrara en gerir allt mikið betra. Við byrjuðum tveir í einni lítilli búð en nú eru búðirnar orðnar þrjár og fleiri á leiðinni og bakararnir orðnir hátt í 14 að mig minnir. Brauðin okkar eru öll gerð úr súrdeigi og snúðarnir okkar eru líklega vinsælastir en fólk bíður í röðum til að fá þá. Sérstaða okkar er líka sú að við erum að baka allan daginn og fólk getur alltaf fengið nýbakaða vöru og séð okkur gera vöruna frá grunni,“ segir Birgir. Fer út með landsliðinu í mars Í byrjun árs var stofnað íslenskt bakaralandslið en liðið keppti á sínu fyrsta móti nú haust þegar Norður- landakeppni í bakstri fór fram í Stokkhólmi. „Við vorum nokkur ásamt Landssambandi bakarameist- ara sem ákváðum að stofna loksins landslið bakara. Við völdum þrjá einstaklinga til að taka þátt í þessari keppni og er óhætt að segja að við höfum rennt svolítið blint í sjóinn því við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Við fórum nokkur með út til að fylgjast með og læra hvernig þetta virkar. Liðið okkar stóð sig með sóma miðað við fyrstu keppni en þetta snýst töluvert um reynslu eins og sást á hinum liðunum. En planið er svo að fara aftur út í mars, í keppni sem haldin verður í Danmörku. Þar mun ég sjá um brauðið, annar um skrautstykki úr brauðadeigi og svo annar um pastry sem eru vínarbrauð, croissant og brioche. Svo er öllu raðað á borð og dómarar dæma síðan herleg- heitin,“ segir Birgir en að hans sögn er Bakaralandsliðið opið öllum sem hafa áhuga og metnað. Ef maður ætlar að keppa á svona móti þarf maður að hafa áhuga og metnað því það fer gríðarlegur tími í æfingar,“ segir Birgir að lokum. Birgir Þór Sigurjónsson starfar sem bakari hjá Brauð & Co. Einfaldleiki og besta mögulega hráefnið :: Er hugmyndafræði Brauð & Co. sem er eitt vinsælasta bakarí landsins um þessar mundir :: Tók þátt í að stofna íslenska bakaralandsliðið EiNAR KRiStiNN HELGASoN einarkrist inn@eyjafrett ir. is Birgir Þór og félagar í íslenska bakaralandsliðinu. Birgir Þór Sigurjónsson, bakari hjá Brauð og Co.” Sérstaða okkar er líka sú að við erum að baka allan daginn og fólk getur alltaf fengið nýbakaða vöru og séð okkur gera vöruna frá grunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.