Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 12
12 - Eyjafréttir Miðvikudagur 25. október 2017 alþingiskosningar 2017 Það eru kosningar á laugardaginn og það eru margir flokkar í boði. Við sem skrifum þessa grein mælum með því að þú kæri lesandi kjósir Samfylkinguna. Það eru margar ástæður fyrir því. Fyrst og fremst er ástæðan sú að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur Íslands og berst fyrir jafnaðarstefnunni alla daga allan ársins hring. Við erum ekki jafnaðarmenn eingöngu dagana fyrir kosningar eins og nýju flokkarnir sem fengu brautargengi í síðustu kosningum en felldu grímuna rækilega með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2018. Við viljum endurreisa heilbrigðiskerfið og gera það með því að styrkja opinbera hluta þess, spítalana og heilbrigðisstofnanirnar um allt land. Sjúkra- flutningar eru þar með taldir. Heilbrigðismálin brenna á íbúum í Vest- mannaeyjum og það gera samgöngumálin einnig, enda augljóst vegna landfræðilegra ástæðna að það þarf að gera miklu betur á þeim sviðum. Og þessi tvö stóru hagsmuna- mál eru samofin. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur átt við rekstrarvanda að stríða sem nauðsynlegt er að taka á af festu. Sjúkraflutninga verður að bæta og Samfylkingin vill að kaup eða leiga á þyrlum verði könnuð sérstaklega sem leið til að auka öryggi sjúklinga og tryggja að þeir komist undir læknishendur eins fljótt og mögulegt er. Nýta á í auknum mæli tækni og nýjustu tæki til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Samfylkingin leggur áherslu á að fjarlækn- ingar verði aðgengilegar þannig að lands- byggðin njóti greiningar færustu sérfræðinga án þess að þurfa að ferðast um langan veg. hagsmunir í húfi Nýr Herjólfur og betri Landeyjahöfn er ekki bara nauðsynleg samgöngubót fyrir íbúa heldur er samgöngubótin nauðsynleg fyrir atvinnurekstur og ekki síst ferðaþjónustuna. Hver dagur sem ekki er mögulegt að sigla frá Landeyjahöfn bitnar á möguleikum Vest- mannaeyinga til að selja þjónustu sína og skapa samfélaginu verðmæti. Svo ekki sé talað um mikilvægi þess að Vestmannaeyingar geti sótt þjónustu og heimsótt ættingja sína í landi. Samfylkingin telur að það þjóni best hagsmunum íbúa Vestmannaeyja að bærinn sjái um reksturinn á nýju ferjunni. Skólastarf sem mætir þörfum íbúa er einn af hornsteinum búsetuskilyrða í Vestmanna- eyjum. Þar er Framhaldsskólinn í lykilhlut- verki og háskólastarfsemin drifkraftur nýsköpunar. Nýsköpun í sjávarútvegi er frjó og spennandi þessi misserin þar sem leitað er leiða til að hámarka virði hvers fisks sem dregin er að landi. Verðmætar afurðir úr fiskroði eru nýjungar sem hafa gengið vel. Rannsóknir á enn fleiri möguleikum eru hafnar og ríkið á að ýta undir frekara starf á þessu sviði. látum hjartað ráða för Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur ekki skipt um stefnu frá kosningum fyrir ári síðan. Stefnan er innblásin af hugsjónum jafnaðarmanna. Við hverjum þig lesandi góður til að skoða stefnuna okkar á heimsíðu Samfylkingarinnar www.xs.is og hugsa til okkar í kjörklefanum á laugardaginn. Látum hjartað ráða för. Kjósum Samfylkinguna. S Kjósum Samfylkinguna ODDný g. hArðArDóTTir, alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. ArnA hUlD SigUrðArDóTTir, hjúkrunarfræðingur í Vestmannaeyjum M Við búum í lýðræðisríki, kjósendur hafa sem betur fer völd. Kjósendur geta ákveðið hverjir fara á þing og hverjir ekki. Margir frambjóð- endur telja sig geta unnið landi og þjóð gagn og vilja verða þingmenn og aðrir vilja halda áfram að vera þingmenn. Sumir ná takmark- inu en aðrir ekki. Kjósendur geta líka, sem betur fer, tekið nokkuð upplýsta ákvörðun áður en þeir setja kjörseðilinn í kassann. Viljum við hafa fólk í vinnu sem á erfitt með að taka ákvarðanir eða taka af skarið? Viljum við hafa fólk í vinnu sem fer í skóla þegar það er kosið til þess að sinna þingstörfum? Viljum við hafa fólk í vinnu sem segir eitt en gerir annað? Sjósamgöngur til Eyja Dæmalaus vandræðagangur þingmanna Suðurkjördæmis er varðar sjósamgöngur til Eyja er vægast sagt sorglegur. Greiðar samgöngur til og frá Eyjum eru ekki einkamál Eyjamanna. Greiðar samgöngur til Eyja eru hagsmunamál allra landsmanna til að landið allt virki sem ein heild. Kröfurnar sem Vestmannaeyjabær setur fram í dag fyrir hönd íbúa sinna sem sínar ítrustu kröfur í við- ræðum sínum við kerfið og biðja þingmenn Suðurkjördæmis að aðstoða sig við eru þær helstar að heimamenn vilja tryggja reglulegar siglingar til og frá landi og að sá rekstur standi undir sér. Er þessi ósk sem heimamenn kalla ítrustu kröfur, freklegar? Er krafan um greiðar sjósamgöngur á milli lands og Eyja, frekleg? Er óskin um að það verði siglt alla daga ársins, frekleg? Er óskin um að sömu fargjöld gildi, hvort sem siglt er að og frá Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn, frekleg? Hvað finnst þér? Okkur í Miðflokknum finnst þessar kröfur á engan hátt vera freklegar. „Ítrasta krafan“ er einfaldlega sjálfsögð. Hvernig væri nú að kerfið og þingmenn Suðurkjördæmis settust niður með Eyja- mönnum og færu ekki frá borði fyrr en besta lausnin í dag og til framtíðar er fundin og þeim síðan fylgt eftir af krafti þ.e. með framkvæmdum. Upplýst hefur verið að nokkrir undirbúnings- fundir hafi verið haldnir vegna þessa verkefnis nú rúmlega sjö árum eftir að Landeyjarhöfn var tekin í notkun. Sjö ára vandræðagangur og svo ekkert gefið upp um það hvað verið er að ræða eða hvort það sé verið að vinna að einhverri rökréttri lausn. Miðflokkurinn telur að besta lausin í dag sé sú að Vestmannaeyjabær taki yfir rekstur ferjusiglinga á milli lands og Eyja. Eyjamenn sjái um rekstur nýju ferjunnar og að Herjólfur verði ávallt til staðar er á þarf að halda. Miðflokkurinn telur síðan að vinna þurfi af krafti að framtíðarlausn svo að samgöngur til Eyja séu minna háðar veðurguðum. Miðflokkurinn er afl sem þorir. Miðflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl sem byggt er á traustum grunni. Við erum komin í stjórnmál til þess að framkvæma og erum ekki ákvarðanafælin. Við ætlum að láta lýðræðið virka á Íslandi. Við látum ekki kerfið segja okkur fyrir verkum né telja okkur trú um að engu sé hægt að breyta. Við ætlum að breyta fjármálakerfinu, lækka vexti, afnema verðtrygginguna, leiðrétta kjör eldri borgara, byggja nýjan Landspítala og bæta samgöngur. Allt kostar þetta peninga en við höfum raunhæfar tillögur um hvaðan peningarnir eiga að koma. Þeir munu koma úr endur- skipulagningu fjármálakerfisins. Við munum ekki hækka skatta. Við ætlum að bæta lífskjörin á Íslandi og bæta búsetuskilyrðin í Suðurkjördæmi. Við óskum eftir þínum stuðningi á laugardaginn kæri kjósandi, svo við getum hafist handa. X-M Að segja eitt en gera annað Birgir ÞórArinSSOn, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.