Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 25.10.2017, Blaðsíða 16
16 - Eyjafréttir Miðvikudagur 25. október 2017 Ég vil þakka Góu vinkonu kærlega fyrir að gera mig loksins að matgæðingi vikunnar. Eins og Góa er nú góð í að gera pizzur þá er mér sagt að ég sé góð í að gera grænmetislasagna og ætla ég því að deila uppskriftinni minni með ykkur. Í eftirrétt býð ég upp á einfalda en hrikalega góða súkku- laðimús. Grænmetislasagna Fyrir 4-6 • 1 laukur • 1 chilli rauður • 3 gulrætur • 1 kúrbítur • 200 gr. sveppir • 200 gr. spergilkál • 3 hvítlauksrif • 2 dósir niðursoðnir saxaðir tómatar • 2 msk tómatpúrra • 2-3 bollar vatn • 2 tsk oregano • 2 tsk basil • 2 grænmetisteningar • salt og pipar • 1 stór og 1 lítil dós kotasæla • 3-4 msk Hellmann’s mæjónes • lasagneplötur • rifinn ostur. Laukurinn og chilliið er saxað smátt, kúrbíturinn skorinn í bita og sneiðið niður gulrætur og sveppi. Setjið olíu á stóra pönnu og léttsteikið laukinn og chilliið. Kúrbít, gulrótum og sveppum er svo bætt út á pönnuna og steikt í nokkrar mínútur. Bætið niður- soðnum tómötum, tómatpúrru, vatni og teningum á pönnuna og náið upp suðu. Pressið hvítlaukinn og bætið út á pönnuna ásamt oregano og basil. Látið malla á lágum hita í 30 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Á meðan er spergilkálið skorið í bita og soðið í potti í u.þ.b. 10 mínútur. Bætið spergilkálinu svo út á pönnuna í lokin. Kotasæla og mæjónes hrært saman. Smyrjið eldfast mót og setjið grænmetissósu í botninn, þá lasagnaplötur og svo kotasælu- blöndu, aftur grænmetissósu og svo koll af kolli. Endið á að strá rifnum osti yfir. Bakið við 180° í um 40 mínútur. Borið fram með hvítlauksbrauði og rifnum parmesanosti. Gott rauðvín setur punktinn yfir i-ið. Tobleronemús • 100 gr. toblerone • 100 gr. dökkt toblerone eða suðusúkkulaði • 4 eggjarauður • ½ líter rjómi • hvítt toblerone og jarðaber til skrauts. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Látið það kólna örlítið og hrærið síðan eggjarauðum saman við þar til blandan er slétt. Léttþeytið rjómann og hrærið honum saman við súkkulaðiblönduna í smáum skömmtum. Setjið tobleronemúsina í 6 skálar eða glös og látið standa í ísskáp þar til hún hefur stífnað. Saxið hvíta súkkulaðið og skerið jarðaberin í bita, dreifið svo yfir súkkulaðimúsina áður en hún er borin fram. Ég vona að þið njótið vel. Ég ætla að halda boltanum aðeins lengur hérna í Grafarvoginum og senda hann yfir til Karenar Aspar vinkonu sem ég veit að getur töfrað eitthvað gómsætt fram úr erminni fyrir okkur. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Viðbrögðin voru virkilega góð Sl. föstudag héldu strákarnir á The Brothers Brewery upp á bleikan föstudagur á ölstofunni. Í því tilefni var ákveðið að 500 krónur af hverju glasi af bjórnum Sædísi þann daginn myndi renna til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Hlynur Vídó Ólafsson, ölstofustjóri á The Brothers Brewery, er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Hlynur Vídó Ólafsson. Fæðingardagur: 26. mars 1989. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Eiginkona Kristín Laufey Sæmundsdóttir og dóttir Hekla Rannveig Vídó. Uppáhalds vefsíða: Nota facebook langmest á daginn. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Er algjör alæta á tónlist. Í augnablikinu er það Júníus Meyvant, The Lumineers, Ham og Slipknot. Aðaláhugamál: Finnst rosalega gaman að hlaupa úti þegar ég nenni því. Annars er vinnan akkurat núna aðaláhugamálið og tekur allan minn tíma. Uppáhalds app: Facebook og Instagram. Hvað óttastu: Köngulær og snákar eru í engu uppáhaldi. Mottó í lífinu: „Þetta reddast!“. Apple eða Android: Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Leonard Cohen. Hvaða bók lastu síðast: Aldrei verið fyrir bækur, þanning að pass. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og United maður. Kolli markmaður! Ertu hjátrúarfullur: Alls ekki. Stundar þú einhverja hreyfingu: Ræktina. Uppáhaldssjónvarpsefni: NFL á sunnudögum er ómissandi. Var góð stemning á ölstofuna á föstudaginn: Hún var létt og skemmtileg hjá okkur, vel mætt og toppurinn auðvitað þegar Karlakór Vestmannaeyja tók opna æfingu hjá okkur. Fenguð þið góð viðbrögð við framtakinu: Viðbrögðin voru virkilega góð eins og við var að búast, og í leiðinni vil ég þakka öllum sem komu til okkar síðast- liðinn föstudag, fengu sér Sædísi og styrktu þetta frábæra félag í leiðinni. Hlynur Vídó Ólafsson er Eyjamaður vikunnar Viktoría Guðmundsdóttir er matgæðingur vikunnar Grænmetislasagna og TobleronemúsEyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Eyjamaður vikunnar matgæðingur vikunnar framundan: börn og brúðhjón mEst lEsið á EyjafrEttir.is Ég er Íslendingur sem bý í Vest- mannaeyjum og mig vantar að vita um samgöngumál milli lands og Eyja Karl gauti: ólíðandi að sumir aldraðir eigi varla fyrir jólagjöfum fyrir barnabörnin illa gekk að rýma herjólf vegna sjóveiki Sindri Ve 60 strandaði í nótt Fundur með Jóni gunnarssyni sam- gönguráðherra aflýst Smalað í álsey ragnar óskarsso: Þú ert alltaf svo Æfingarhelgi hjá fimleikafélaginu rán í Týsheimilinu rannsókn á hrotta- legri nauðgun lokið Smíði nýrrar ferju á áætlun og á að vera tilbúin fyrri hluta næsta sumars 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Fimmtudagur 26. október ---------------------------------------------------------- 10:00 - Landakirkja Foreldramorgunn í safnaðarheimili Landakirkju. Allir foreldrar velkomnir með ungviðin. 19:00 - Háaloftið Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja slær upp veislu. 20:00 - Hvítasunnukirkjan Biblíulestur með bókinni „Af heilum hug" 7. kafli. 20:00 - KFUM&K Opið hús í KFUM&K heimilinu við Vestmannabraut. Föstudagur 27. október ---------------------------------------------------------- 15:15 - Landakirkja Æfing hjá barnakór Landakirkju. 19:00 - Eyjabíó Thor: Ragnarök. 21:45 - Eyjabíó Thor: Ragnarök. Laugardagur 28. október ---------------------------------------------------------- 9:00 - Barnaskólinn Kjörstaður opnar. 10:00 - Hvítasunnukirkjan Vinnudagur. 17:00 - Eyjabíó - Hneturánið 2. 19:00 - Eyjabíó - Thor: Ragnarök. 21:45 - Eyjabíó - Thor: Ragnarök. 22:00 - Barnaskólinn Kjörstaður lokar. sunnudagur 29. október ---------------------------------------------------------- 11:00 - Landakirkja Sunnudagaskóli í umsjón sr. Guðmundar Arnar. Saga, söngur og gleði. 13:00 - Hvítasunnukirkjan Samkoma, Guðni Hjálmarsson prédikar. Allir velkomnir í kaffi og spjall eftir á. 14:00 - Landakirkja Guðsþjónusta á 20. sunnudegi eftir þrenningarhátíð. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Kitty Kovács og kór Landakirkju syngur. 15:25 - Hraunbúðir Guðsþjónusta á Hraunbúðum. 17:00 - Eyjabíó - Hneturánið 2. 19:00 - Eyjabíó - Thor: Ragnarök. 19:10 - Stöð 2 Kórar Íslands, Karlakór Vestmanna- eyja syngur í undanúrslitum. 20:00 - Landakirkja Hittingur hjá ÆsLand - Æskulýðs- félagi Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum. 21:45 - Eyjabíó - Thor: Ragnarök. mánudagur 30. október ---------------------------------------------------------- 17:00 - Landakirkja Kirkjustarf fatlaðra. 18:30 - Landakirkja Byrjendahópur Vina í bata. 20:00 - Landakirkja Framhaldshópur Vina í bata. Þriðjudagur 31. október ---------------------------------------------------------- 12:30 - Landakirkja Fermingarfræðsla. 14:30 - Landakirkja Fermingarfræðsla. 20:00 - Landakirkja Samvera Kvenfélags Landakirkju. miðvikudagur 1. nóvember ---------------------------------------------------------- 10:00 - Landakirkja Bænahópurinn með samveru í fundarherbergi í safnaðarheimilis. 12:30 - Landakirkja Fermingarfræðsla. 14:10 - Landakirkja Krakkaklúbbur - ETT (11-12 ára). 14:30 - Landakirkja Fermingarfræðsla. 15:00 - Landakirkja Krakkaklúbbur - NTT (9-10 ára). 16:15 - Landakirkja Krakkaklúbbur - STÁ (6-8 ára).

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.