Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1998, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 25.02.1998, Blaðsíða 3
 Miðvikudagur 25. febrúar 1998 3 ------------ BmmJkHkmm ---------- V________/ Berserkseyri besti kosturinn Jarbhitaleit á Snæfellsnesi hefur skilab góbum árangri Á SÍÐUSTU misserum hefur farið fram umfangsmikil jarðhitaleit vtðs vegar á Snæfellsnesi á vegum RARIK og viðkomandi sveitarfélaga. Ekki er langt síðan Snæfellsnesið var að mestu leyti talið kalt svæði en nú hef- ur nýtanlegt vatn fundist á nokkrum stöðum. f síðasta tbl. Skessuhoms var sagt frá fyrirhuguðum hitaveitufram- kvæmdum í Stykkishólmi en þar eru þau mál komin lengst. Einnig hefur verið leitað að heitu vatni í og við hina þéttbýlisstaðina á Nesinu; Grundar- fjörð og Snæfellsbæ. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við Erling Garðar Jónasson umdæm- isstjóra RARIK. Þjóbhagslega hagkvæmt Að sögn Erlings er væntanleg skýrsla frá Orkustofnun um jarðhita- leit við Grundarfjörð og tillögur um framhald. Hann sagði það hafa komið í ljós að hitaveita frá Berserkseyri við Kolgrafarfjörð væri hagkvæmasti kosturinn fyrir Grundfirðinga. „Það hefur lengi verið vitað um heitt vatn á Berserkseyri. Þar veliur 52 gráðu heitt vatn upp um misgengi eða spmngu. Það hefur áður verið rannsakað og tvisvar verið gerð áætlun um hitaveitu þaðan fyrir Stykkishólm en fram til 1993 var þetta eini staðurinn á innan- verðu Nesinu sem vitað var um jarð- hita. Hagkvæmniútreikningar koma vel út og þótt farið verði með lögnina inn fjörðinn er framkvæmdin þjóðhags- lega hagkvæm fram yfir niðurgreidda raforku", sagði Erling. Hann sagði að brú yfir Kolgrafartjörð væri ekki for- --y---------------------- Arangur af mark- absstarfi hjá Hótel Stykkis- hólmi BLAÐAMAÐUR Skessuhorns hafði samband við Sigurð Skúla Bárðarson hótelstjóra Hóteís Stykkis- hólms, til að forvitnast um hvort hið einstaka tíðarfar það sem af er vetri hefði haft áhrif á ferðaþjónustuna á Vesturlandi. „Það er sáralítið", sagði Sigurður. „Vandamálið er að það veit enginn af þessu fyrirfram. Það hefur verið frek- ar dauft eins og alltaf á þessum árs- tíma. Það jákvæða er hinsvegar að það hefur verið aukin umferð útlend- inga hjá okkur í vetur. Þar er að skila sér ákveðið markaðsstarf undir nafn- inu Mistical Mountains. Við erum í samstarfi við ferðaskrifstofur við að markaðssetja duiúð Snæfellsness . Þetta er nú ekki orðið neitt stórt en Grundarfjörbur senda fyrir hitaveituframkvæmdum. „Brúin er nauðsynleg engu að síður þar sem hún myndi gefa af sér sem næmi um 5 milljónum lægri rekstrar- -kostnað á ári“, sagði Erling. Hann sagði það vera næsta skref að bora djúpholu í Berserkseyrina sem hugsanlega myndi nýtast sem vinnslu- hola ef af hitaveituframkvæmdum yrði. Heitt svæði Erling sagði það hafa komið í Ijós að Grundarfjörður væri afskaplega heitt svæði og sömu sögu væri að segja um Olafsvík. „Heitt vatn veltur fram á milli berglaga á um 140 metra dýpi. Vandamálið er að ftnna sprung- urnar í eldri berglögunum en það er verið að leita leiða til þess. Það er hinsvegar talið ástæðulaust að leita meira í Grundarfirði þar sem Ber- serkseyri er það hagkvæmur kostur". í Ólafsvík er lítil vinna eftir, áður en skilað verður lokaskýrslu. Erling sagði að útkoman væri áhugaverð en vildi ekki segja meira á þessu stigi málsins. „Allri rannsóknarvinnu verður lok- ið í vor í Ólafsvík og framhaldið ræðst af þeirri niðurstöðu,“ sagði hann. Úr vasa raforkunotenda í síðustu viku tilkynnti iðnaðarráð- herra að opnað hefði verið fyrir mögu- leika fyrir fjárstuðning úr Orkusjóði til jarðhitaleitar. Sú breyting verður vegna góðs árangurs í jarðhitaleit á Snæfellsnesi og í Eyjafirði. Erling kvaðst fagna þessari yfirlýsingu. „Það mun auðvelda mikið verkefni á borð við það sem hér hefur verið unnið“, sagð hann. Jarðhitaleitin á Snæfells- nesi hefur verið fjármögnuð úr vasa raforkunotenda á svæðinu og af sveit- arfélögunum. Hótel Stykkishólmur. viðbrögðin gefa tilefni til bjartsýni og hafa sérstakt aðdráttarafl fyrir þá síð- ef vel gengur er hugsanlegt að prjöna amefndu. meira við þetta“, sagði Sigurður Slgurður sagðí að sumarið liti Skúli. Hann sagði að það væru fyrst mjög vél út og júní, júlí og ágúst væm og fremst Þjóðverjar og Japanir sem nánast fullbókaðir. hefðu komið í vetur en norðurljósin Til auglýsenda í Skessuhorni: Þar sem blaöiö er prentaö á mánudagsmorgnum er síöasti skilafrestur auglýsinga á föstudögum. Auglýsingasíminn er 437-2262 Hvab gera Hvítsíbingar? SAMEINING fjögurra sveitarfé- laga í Mýrarsýslu var samþykkt í kosningum sem fram fóm 14. febrúar s.l., eins og sagt var frá í 1. tbl. Skessuhorns. Það vom Borgarbyggð, Borgarhreppur, Álftaneshreppur og Þverárhlíð. Sameining þessara sveit- arfélaga mun taka gildi samhliða sveitarstjómarkosningunum nú í vor. Við sameininguna verður öll Mýr- arsýsla komin í eitt sveitarfélag að Hvítársíðu undanskilinni. Ibúar Hvít- ársíðu gengu að kjörborðinu 17. janú- ar s.l. og höfnuðu sameiningu við fimm hreppa í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar. „Þessi staða er ekki góð,“ sagði Ólafur Guðmundsson oddviti á Sáms- stöðum í Hvítársíðu. „Við emm ekki farin að ræða þessa nýju stöðu en ég geri ráð fyrir að þetta mál verði tekið fyrir á næsta hreppsnefndarfundi. Eg sé hins vegar ekki fyrir mér að við munum bregðast við þessu sérstak- lega. Manni finnst að búið sé að af- greiða sameiningarmálin í bili innan sveitarfélagsins," sagði Ólafur. Skessuhorn er lesiö af fólki úr öllum flokkum. Hér eru þab bæjarstjórn- armenn á Akranesi sem glugga í blaöib. Söngsveitin Fílharmónín Söngsveitin Fílharmónía í Reykholtskirkju sunnudaginn 1. mars 1998 klukkan 16.00. Stjórnandi er Bernharður S. Wilkinson og píanóleikari Guðríður S. Sigurðardóttir. Verið ö/l velkomin. z cc O X co w ER ÞAÐ SEM ÉG KÝS. TRYGGtNGAR FYRIR ÞIG OG ÞÍNA. VÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS HF Svæðisskrifstofa Borgarbraut 38 310 Borgames Símar: 437 1010 & 437 1011 - þar sem tryggingar snúast um fólk Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson Frumsýning íLogalandi Jostudaginn 27. febrúar kl. 21.00 Leikstjóri Valgeir Skagfjörð Nœstu sýningar: sunnudaginn 1. mars kl. 21.00, miðvikudaginn 4. mars kl. 21.00, fóstudaginn 6. mars kl. 21.00 og sunnudaginn 8. mars kl. 21.00 Miðapantanir i síma 435 1137 & 435 1125 eftir kl. 17.00 Ungmennafélag Reykdœla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.