Skessuhorn - 25.02.1998, Síða 10
10
Miðvikudagur 25. febrúar 1998
úaUðiiivu.
(MMfti)
Naumt tap í
Borgarnesi
LEIKUR Skallagríms og Njarðvík-
ur sem fram fór í Borgarnesi s.l.
fimmtudag endaði með naumu tapi
heimamanna. Þessi leikur var síðasta
von Skallagríms um að komast í úr-
slitakeppni úrvalsdeildarinnar að þessu
sinni og bar leikur þeirra í fyrri hálfleik
því glöggt vitni. Menn voru mjög
spenntir og var ekki heil brú í leik þeir-
ra á löngum köflum og skoraði Skalla-
grímur til að mynda ekki stig á sex
mínútna kafla í hálfleiknum og var
staðan í samræmi við það í hálfleik;
28-45 Njarðvíkingum í vil.
Tómas Holton þjálfari hafði greini-
lega messað vel yfir sínum mönnum í
leikhléi því það var allt annað og betra
lið sem kom vel stemmt inn í seinni
hálfleikinn. Strákamir börðust af mikl-
um eldmóði og náðu að komast yfir
78-77 þegar 9 sekúndur voru eftir.
Njarðvíkingar höfðu það þó af að skora
sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiks-
ins.
Stigahæstu menn Skallagríms vom
þeir Páll Axel Vilbergsson með 31 stig
og Seamus Lohergen með 22. Hjá
Njarðvík skoraði Petey Sessoms 21
stig og Teitur Örlygsson 18. Dómarar
voru þeir Bergur Steingrímsson og
Rögnvaldur Hreiðarsson. Ekki voru
allir leikmenn sáttir við dómgæsluna
enda fengu bæði lið á sig tæknivíti
vegna mótmæla við dómara. Ahorf-
endur voru yfir 250.
M Bæjar- og
héraðs-
bókasafnið
á Akranesi er opið
mánudaga til föstu-
daga frá klukkan
14:00 til 20:00.
^ý&^Fréttapotið
Sími 852 4098
Síminn sem sjaldan sefur!
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt eða efni í Skessuhorn hringdu þá
í Gísla í síma 852 4098. Fyrir hvert
fréttapot sem leiðir til birtingar send-
um við viðkomandi aðila happaþrennu
frá HHÍ. Fullrar nafnleyndar verður að
sjálfsogðu gætt.
Heyrumst!!
Fagor og Melissc
Heimilistœki
Rafstofan
Egilsgötu 6
Smíðum hurðir og glugga.
Onnumst alhliða
byggingarþjónustu
Byggingafélagið
BORG HF.
Sólbakka 11, 310 Borgames
Sími: 4371482
437 1 640 & 43?
^úrval. Hei\s^0<
^e/s/uþjónusta'
mímiffi&Æ
Ódýr og öflugur
auglýsingamiðil.
Auglýsingasími:
437 2262
Bílamálun og réttingar.
Viðgerðaþjónusta.
DEKK & LAKK
Reykholti
S: 435 1444
Sigur á Skaganum
SKAGAMENN umtu sætan sigur á
ísfirðingum 86-79 s.l. fimmtudag í
fþróttahúsinu við Vesturgötu. Leikurinn
var hraður og spennandi og greinilegt
að heimamenn voru fullir sjálfstrausts
eftir sigurinn á nágrönnunum, Skalla-
grími, vikunni áður. Skagamenn mættu
virkilega grimmir til leiks og tóku leik-
inn strax í sínar hendur og komust mest
í 18 stiga forystu í fyrri hálfleik. Und-
ir lok fyrri hálfleiks náðu ísfirðingarn-
ir hinsvegar að saxa á forskotið og stað-
an í hálfleik var 52-44.
í síðari hálfleik var meira jafnræði
með liðunum, gestimir komust nálægt
því að jafna undir lokin en Skagamenn
héldu ró sinni og unnu ömggan sigur.
Alexander Ermolinskij var traustur
undir lokin og átti í heild góðan leik. Þá
var Damon í fullu fjöri ög var lang
stigahæstur Skagamanna. Annars var
liðið í heild að spila mjög vel, ekki síst
í vörn. Skagamenn eru nú í 8. sæti
tveimur stigum á eftir KRingum.
Stig ÍA:
Damon Johnson 28
Bjami Magnússon 19
Alexander Ermolinskij 18
Dagur Þórisson 8
Björgvin Karl Gunnarsson 5
Trausti Jónsson 5
Pálmi Þórisson 3
Skagamenn voru sterkir í vörninni
Nýtt
horn á
Hyrn-
una
f SÍÐUSTU viku var hafist handa
við stækkun Hymunnar í Borgamesi.
Byggt verður nýtt lagerhúsnæði við
bensínstöðvarhlutann og lagerinn
fluttur. Það rými sem skapast verður
notað til að stækka matvöruverslun-
ina og olíuvömverslunina.
Stofnunin verbur flutt
segir Císli Gíslason um málefni Land-
mælinga íslands
SEM kunnugt er hefur staðið styr
um væntanlegan flutning Landmælinga
íslands á Akranes. Málefni stofnunar-
innar eru nú á nýjan leik í sviðsljósinu
vegna meintra fjársvika framkvæmda-
stjórans.
í samtali við Skessuhom sagði Gísli
Gíslason bæjarstjóri og formaður
stjómar Landmælinga íslands að rann-
sókn á meintum fjársvikum forstjórans
hefði engin áhrif á flutning stofnunar-
innar. „Það er innra mál stofnunarinn-
ar og tengist væntanlegum flutningum
ekki neitt“, sagði Gísli. „Unnið er að
flutningnum eftir ákveðinni áætlun og
það verður óbreytt. Það er búið að taka
það margar ákvarðanir, t.d. varðandi
húsnæði, að það verður ekki aftur snú-
ið. Við leggjum áherslu á að flutningur-
inn verði til góðs þegar til lengri tíma er
litið“.
Aðspurður um yfirlýsingar starfs-
manna Landmælinga þess efnis að þeir
muni ekki flytja með stofnuninni sagði
Gísli: „Það er vérið að ræða við starfs-
menn um ákveðnar aðgerðir sem ég
trúi að þeir muni skoða áður en þeir
ákveða sig endanlega. Ef mikil afföll
verða þarf það að liggja fyrir sem allra
fyrst. En við höldum í vonina um að
menn muni standa saman í að tryggja
öryggi þessarar starfsemi“, sagði Gísli
Gíslason að lokum.