Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.1999, Qupperneq 1

Skessuhorn - 11.03.1999, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 9. tbl. 2. árg. 11.mars 1999 Kr. 200 í lausasölu > mf" Hestamannafélagib Grani í Bændaskólanum á Hvanneyri stób fyrir ístöltkeppni í blíöunni í síbustu viku. Ribib var á ísilagbri tjörninni vib Bárustabi og mætti mikill fjöldi keppenda til leiks. Mynd: GE - - * v*| Skagamenn styrkja liðið verulega Gunnlaugur á heimleíb Kári Steinn og Ólafur Þór einnig í vibræbum vib ÍA Skagamaðurinn sterki, Gunnlaugur Jónsson, sem lék með Örrebro í Svíþjóð á síðasta keppnistímabili er á heimleið. „Við vorum að landa samningi við Gunnlaug og hann mun leika með okkur í sumar“ sagði Sæmundur Víglundsson framkvæmdastjóri KFÍA í sam- tali við Skessuhorn á þriðjudagskvöld. Einnig er Knattspymufélag ÍA í formlegum viðræðum við ÍR og Leiftur vegna Ólafs Þórs Gunnarssonar markvarðar fyrmefnda liðsins og Kára Steins Reynissonar sem er á fömm frá Leiftri. „Þessar viðræður eru á góðu róli og við vonumst til að klára málið í vikunni. Ef við náum þessum mönnum á samning þá höfum við ákveð- ið að láta staðar numið og treysta á að þeir sem fyrir em sjái um rest. Hins vegar munum við að sjálfsögðu skoða málið ef við hnjótum um fram- bærilega leikmenn en við emm hættir að leita ef þetta gengur eftir,“ sagði Sæmundur. Að sögn Sæmundar er fyrirhugað að halda al- mennan félagsfund hjá IA í kringum 20. mars þar sem farið verður yfir stöðu mála og blásið í her- lúðra fyrir komandi sumar. Það er ljóst að ef um- rædd leikmannaskipti ganga eftir þá hefur ÍA heldur betur styrkt stöðu sína á ný eftir nokkra blóðtöku að undanfömu. G.E. Lenti í hörbum átökum viö innbrotsþjóf Brotist var inn á heimili við Laug- arbraut á Akranesi snemma á föstudagsmorgun. Braust þjófur- inn inn um svaladyr eftir að hafa gert árangurslausa tilraun til að komast inn um kjallaraglugga á húsinu. Húsráðendur urðu varir við um- gang og kom húsbóndinn að inn- brotsþjófnum þar sem hann var að af- tengja sjónvarpið í stofunni. Hús- bóndinn reyndi að stöðva hinn ó- boðna gest sem lagði á flótta. Eftir stutt orðaskipti, þar sem húsbóndinn reyndi að vama þjófnum útgöngu skipti engum togum að innbrotsþjóf- urinn réðst að húsráðanda þannig að talsvert höfuðhögg hlaust af. Þá marðist heimilisfaðirinn einnig tals- vert á handleggjum. Þjófurinn komst út úr húsinu en náðist skömmu síðar. Lögreglan brást mjög snöggt við þegar til hennar var leitað og var furðu fljót að góma manninn miðað við að ræsa þurfti lögreglumann úr rúmi. Að sögn Viðars Stefánssonar rann- sóknarlögreglumanns er málið upp- lýst. Hefur maðurinn sem var hand- tekinn játað verknaðinn. Hann braust inn í annað íbúðarhús svo og verk- stæðishús þennan sama morgunn. Einnig hafði hann farið í tvær bifreið- ar og stolið hljómflutningstækjum. „Málin teljast upplýst," sagði Viðar. KK Ungfrú Vesturland 1999 Fegurðarsamkeppni Vesturlands 1999 verður haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík þann 10. apríl næskomandi. Keppendur verða kynntir í Skessuhomi og í dag fá lesendur að berja augum þrjá fyrstu þátttakenduma. Á myndinni em níu af tólf keppendum. Sjá nánar bls. 6. 'femik ý&tiilbob m téttum femiuýawudMuiuýiuu! afsláttur af POLYTEX innimálningu fsláttur af teppum, dúkum og mottum Tilboðið stendur út mars BYGGINGAVORUR BORGARNESI Sími 437 1200 - Fax 437 1032 Gœði og gottverð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.