Skessuhorn - 11.03.1999, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999
3
jitMunui..
Rannsóknarstofnun í miö-
aldafræbum í Reykholti
Rábherraskipub nefnd skilar skýrslu um eflingu
Snorrastofu
í síðustu viku var lögð fram
skýrsla nefndar sem menntamálaráð-
herra skipaði í júlí 1998 til að gera
tillögur að rannsóknarstarfsemi í ís-
lenskum og evrópskum miðaldafræð-
um í Reykholti. Menntamálaráðherra
kynnti niðurstöðumar fyrir sveitar-
stjómarmönnum í Borgarfirði norðan
Skarðsheiðar, forsvarsmönnum
Snorrastofu og fulltrúum safnaðar-
stjómar Reykholtskirkju. I nefndinni
voru Guðmundur Magnússon sagn-
fræðingur, formaður, Bjami Guð-
mundsson stjómarformaður Snorra-
stofu og Helga Kress forseti Heim-
spekideildar Háskóla íslands.
Nefndin komst að samhljóða nið-
urstöðu um að stefnt skuli að eflingu
Snorrastofu í Reykholti í því skini að
hún verði sérstakt fræðasetur í ís-
lenskum og evrópskum miðaldafræð-
um í náinni samvinnu við innlenda
og erlenda háskóla og tengdar stofn-
anir. Nefndin bendir á sem hugsanleg
verkefni fræðasetursins námskeið og
málstofur í ýmsum greinum miðalda-
fræða í samvinnu við Háskóla Is-
lands, Endurmenntunarstofnun HI,
Stofnun Ama Magnússonar, Þjóð-
minjasafnið og fleiri aðila. Þá em
nefnd þing og ráðstefnur með þátt-
töku innlendra og erlendra fræði-
manna, rannsóknarverkefni á ýmsum
sviðum miðaldafræða og fleiri atriði.
Vinna þegar hafin
„Þetta var það sem við vomm að
vonast eftir en ég held það hafi kom-
Bergur Þorgeirsson forstöbumabur
Snorrastofu.
ið mönnum þægilega á óvart hvað
þetta gekk hratt fyrir sig,“ sagði
Bergur Þorgeirsson forstöðumaður
Snorrastofu í samtali við Skessuhom.
„Þetta verkefni hefur kostað mikinn
undirbúning og margir einstaklingar
hafa unnið markvisst að málinu. Eg
nefni sérstaklega þá Bjama Guðráðs-
son í Nesi og Jónas Kristjánsson fyrr-
verandi formann Amastofnunar sem
lögðu fram þá hugmynd að koma
nefndinni á fót.“
Aðspurður um hvenær rannsóknar-
starfsemin hæfist formlega sagði
Bergur að hún væri að vissu leyti
þegar hafin. „Við höfum síðan í haust
unnið í samræmi við þau markmið og
leiðir sem lýst er í skýrslunni. Eg
nefni sem dæmi að í sumar verður
hér alþjóðlegur vinnufundur í kring-
um minjarannsóknir í Reykholti.
Skýrsla nefndarinnar er viðurkenning
á því sem verið er að gera og fyrirheit
um að Snorrastofa verði viðurkennd
sem akademísk rannsóknarstofnun.
Við höfum núna fengið beinan stuðn-
ing menntamálaráðuneytisins sem
þýðir að við getum farið að semja
beint við háskólastofnanir heima og
erlendis um námskeið og rannsókn-
arstarf," sagði Bergur.
Að sögn Bergs er ekki ljóst hvað
rannsóknarstofnunin mun hafa í för
með sér mikla aukningu starfa við
Snorrastofu en hann sagði ýmsa
möguleika vera fyrir hendi. Meðal
annars er horft til samstarfs við Þjóð-
arbókhlöðuna varðandi bókasafns-
fræðing.
Bergur kvaðst þess fullviss að
rannsóknarstofnun í miðaldafræðum
í Reykholti kæmi til með að laða að
innlenda og erlenda fræðimenn. „Eg
var á ráðstefnu með norrænum fræði-
mönnum í síðustu viku þar sem ég
kynnti starfsemi Snorrastofu. Starf-
semin hér vakti mikla athygli og nor-
rænir fræðimenn sjá það í ævintýra-
ljóma að geta komið og unnið þar
sem Snorri vann,“ sagði Bergur.
G.E.
Allir vildu komast í blóbrannsókn.
Opiö hus hjá
Heilsugæslustöbinni
Opið hus var hja Heilsugæslustöð-
inni í Búðardal þann 26. febrúar í
tilefni 20 ára starfsafmælis í núver-
andi húsnæði og 25 ára afmælis
núverandi heilsugæsluumdæmis.
Nær umdæmið yfir Dalasýslu og
Austur-Barðastrandarsýslu. Var
gestum boðið að koma og skoða
stöðina, búnað hennar og sjúkra-
bíla og ræða við starfsfólkið um
starfsemi stöðvarinnar.
Mikil endumýjun hefur átt sér stað
síðustu ár og er á stöðinni nýtt tölvu-
kerfi, röntgentæki og var annar
sjúkrabíllinn endurnýjaður fyrir 2
árum svo eitthvað sé upp talið. Var
gestum boðið upp á blóðþrýstings-,
Gísli læknir ásamt nokkrum gestum.
kólesteróls- og blóðsykurmælingu og
myndaðist fljótt biðröð þar sem
margir nýttu sér þetta boð. Þrátt fyr-
ir læknaskort á landsbyggðinni hafa
Dalamenn ekki verið í vandræðum
með að manna hjá sér stöðina og era
á Heilsugæslustöðinni starfandi 2
læknar þeir Þórður Ingólfsson yfir-
læknir og Gísli Ólafsson, Sonja Sím-
onardóttir ljósmóðir, Haraldur Arn-
grímsson tannlæknir og Víví Kristó-
bertsdóttir læknaritari sem hefur ver-
ið starfandi á stöðinni frá upphafi,
ásamt öðru góðu starfsfólki.
Á Reykhólum er starfrækt útibú og
þar starfar Ingibjörg Kristjánsdóttir
hjúkrunarfræðingur og eru læknamir
með opna stofu þar einu sinni í viku.
Að sögn Þórðar Ingólfssonar yfir-
læknis var þetta vel heppnað og
höfðu menn komið víða að, þama
vom meðal annars nokkrir þingmenn
Vesturlandskjördæmis og talið er að
á milli 160-180 manns hafi heimsótt
Heilsugæslustöðina þennan dag.
S.Jök.
Myndir: Þórður Ingólfsson
skessuh @ aknet.is
fFebrúartilbodiní fullum gangíj
zanEíi
"ítyeíHt&ind, C-e&tu
^ 'Pí$$ctn,!
18"pizza Fjölskyldutilboð
Hamborgamr
16"pizzur
Amturlmskur fískur
Djúpsteiktar rækjur
Kínarúllur
Pítur
Kynning i Borgarnesapóteki 12. mars
fró kl. 14-18. Mikill afsláttur!
Veisluþjónusta
Fyrir fermingarveisluna!
Glæsilegir ostabakkar - Pinnamatur - Snittur
Brauðtertur, 2 stærðir - Veisluostatertur
tSfl8SSSfC8RRR8RSRRfStBRSRRR
Munið lága ostaverðið
og heilsuvörurnar
Ostahornið
Egilsgötu 2
® 437'1640 og 437'1781
Útboð vegna
Framtakssjóðs
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins leitar samstarfs við fjóra
sérhæfða aðila á fjármagnsmarkaði og í atvinnuþróun um vörslu
og ráðstöfun á fjármagni Framtakssjóðs Nýsköpunarsjóðs, en
sjóður þessi sem er 1.000 milljónir króna, skal stuðla að
nýsköpun og atvinnuuppbyggingu með áherslu á landsbyggðina,
einkum á sviði upplýsinga- og hátæknigreina.
Hver aðili, sem samið verður við, fær einn sjóð að upphæð
250 milljónir króna til vörslu og ráðstöfunar frá
Nýsköpunarsjóði. Hver rekstraraðili ábyrgist mótframlag
sem nemur helmingi af framlagi Nýsköpunarsjóðs eða 125
milljónum króna.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs áskilur sér fimm vikna frest, frá
skiladegi tilboða til að svara tilboðsgjöfum. Þá áskilur stjórnin
sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skila til skrifstofu Nýsköpunarsjóðs eigi síðar
en 15. apríl 1999 kl 17:00.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Nýsköpunarsjóðs að
Suðurlandsbraut 4,108 Reykjavík.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
NÝSKÖPUN ARSjÓÐUR
Suðurlandsbraut 4 • Sími: 5I0 1800 • Fax: 510 I809