Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 7
l.r..,- ;
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999
7
Frá v. Christoph Donhauser, Krisín Hentschel, þýskir skiptinemar, Joey de Groot frá Hollandi, llona König þýskur
skiptinemi og Hildegard Zeilinger. Mynd: G.E.
Þýskur skiptikennari á Bifröst
Athyglisverðar kennsluabferbir
Segir Hildegard Zeilingaer
Fyrir skömmu var stödd hér á landi
þýskur kennari að nafni Hildegard
Zeilinger frá þýskum skóla, Bayris-
che Beamtenfachhochschule, Hof.
Hildegard dvaldi í nokkra daga í
Samvinnuháskólanum á Bifröst sem
farkennari en koma hennar hingað er
liður í samstarfi þýska skólans og
Samvinnuháskólans sem byggir á
nemenda og kennaraskiptum. Þýski
skólinn er sérhæfður viðskiptaskóli
fyrir opinbera starfsmenn og um
þessar mundir eru þrír nemendur
skólans við nám í Samvinnuháskól-
anum og verða í 3 -4 mánuði. I sam-
tali við blaðamann Skessuhoms
sagði Hildegard að það væri mjög
áhugavert fyrir sig sem kennara að
fylgjast með kennslu í Samvinnuhá-
skólanum. „Hér em viðhafðar öðm-
vísi aðferðir sem eru margar hveijar
mjög áhugaverðar. Námið í Sam-
vinnuháskólanum byggir að miklu
leyti á verkefnavinnu og hópvinnu.
Nemendur læra þar af leiðandi sjálf-
stæð vinnubrögð sem er mjög já-
kvætt. Það er einnig mjög athyglis-
vert að hér er kennt á tveimur tungu-
málum, íslensku og ensku, og það
jafnvel samtímis en hjá okkur er ein-
ungis kennt á þýsku.“
Hildegard sagðist sannfærð um að
nemenda og kennaraskipti milli skól-
anna tveggja myndi skila árangri fyr-
ir báða aðila. „Þetta er reyndar rétt að
byrja en ég er viss um að það er hollt
að skiptast á reynslu með þessum
hætti. Þetta hefur allavega verið mjög
ánægjulegur tími fyrir mig. Ég hef
fengið tækifæri til að kynnast landinu
lítillega og að sjálfsögðu því fólki
sem hér er. Fólkið héma er mjög opið
og auðvelt að ræða við það um þau
málefni sem við emm að fást við,“
sagði Hildegaard.
G.E.
Sá fyrsti í níu ár
Nýr bátur frá Knerri ehf sjósettur á Akranesi
í vikunni sem leið var sjósettur nýr
bátur á Akranesi, smíðaður hjá
Knerri ehf. Er þetta fyrsta nýsmíð-
in síðan 1990. Báturinn ber nafnið
Norðurljós og er smíðaður fyrir
Gunnlaug Finnbogason og fleiri á
fsafirði.
Jóhann Arsælsson skipasmiður
hannaði bátinn og segist hann hafa
verið í samráði við góða menn um
smíðina. Að sögn Jóhanns er þessi
bátur sá stærsti undir 6 tonna mark-
inu sem í boði er á markaðnum í dag.
I ljósi nýrra reglna um úreldingu má
búast við aukinni eftirspum eftir nýj-
um bátum og segir Jóhann Knörr ætla
vera með í þeim slag. Nú þegar er
Knörr með annan bát í smíðum, sá er
nokkra minni en að sögn Jóhanns era
reglur um stærðarmælingar báta ekki
fyrir hvem sem er að botna í.
Hann segir fyrirtækið ætla að
bjóða upp á þessar tvær gerðir nýrra
báta. Um árabil hefur engin nýsmíði
verið á Akranesi eða ekki síðan 1990.
Næg verkefni hafa þó verið og mest
unnið við stækkanir og breytingar.
„Nýsmíðar breyta miklu,“ segir Jó-
hann. „Það er ekki hægt að segja ann-
að en útlitið sé mjög gott.“ -KK
Nýi báturinn frá Knerri, Norburljós ÍS 3 viö bryggju á Akranesi.
Skammtímavistun Gufuskálum
Styrkur til leikfangakaupa
Alþýðulistamenn á Snæfelisnesi
gefa vinnu sína tii barna sem
dvelja við skammtímavistun á
Gufuskálum á vegum Þroskahjálp-
ar.
Forsaga þessa atburðar er sú að
síðastliðið sumar hringdi Jónas Jón-
asson, útvarpsmaður í Kolbrúnu
Bjömsdóttur sem er í lista- og menn-
ingarnefnd Snæfellsbæjar og bar
fram ósk um að alþýðulistamenn af
öllu Snæfellsnesi kæmu fram í út-
varpsþætti sem fyrirhugaður var í
vetur. Leitað var til forsvarsmanna
Frá afhendingu styrksins.
allra kirkjukóra á svæðinu, leikfé-
lagsins Grímnis, Stykkishólmi, leik-
félagsins í Grandarfirði, unglinga frá
Tónlistarskóla Snæfellsbæjar og
Leikfélags Ólafsvíkur um þátttöku.
Auk þess var leitað til óperasöngkon-
unnar Veroniku Österhammar sem
söng við góðar undirtektir. Myndaður
var kór sem nefndur var Jöklakórinn.
Allt þetta fólk sem kallað er al-
þýðulistamenn lét ekki sitt eftir liggja
og lögðu á sig ómælda vinnu og fyr-
irhöfn til að taka þátt.
Utvarpsþáttur þessi var gerður í til-
Mynd: EMK
efni þess að rifja upp eldri þætti sem
fluttir vora í Ríkisútvarpinu á áram
áður og hétu „Hratt flýgur stund“.
Jónas Jónasson, útvarpsmaður stjóm-
aði þessum þáttum á áram áður og
var þeim útvarpað vikulega.
Að sögn Kolbrúnar Bjömsdóttur
var einróma samþykkt af því fólki
sem tók þátt í þessum menningarvið-
burði að gefa vinnu sína til kaupa á
leikföngum handa þessum bömum.
Styrktarfjárhæðin nam kr. 50.000 og
munar um minna. Auk þess vildi
Kolbrún að fram kæmi að mikil og
góð stemning hafi skapast meðan á
þessu verkefni stóð. Tæknimenn út-
varpsins hafi átt sinn þátt í velgengni
þáttarins en það vora þeir Georg
Magnússon og Runólfur Þorláksson.
Þættinum var útvarpað í janúar.
I tilefni þessa var fréttaritari beð-
inn um að koma til skila þakklæti frá
Þroskahjálp, forstöðumanni Önnu
Einarsdóttur og deildarstjóra Freyju
Bergþórsdóttur fyrir gjöfina sem
efalaust á eftir að gleðja hjörtu þeirra
bama sem dvelja í skammtímavistun
á Gufuskálum.
DRAKTiRFRÁ
STILLHOLTi
AKRANESI
r
~~l ÞORGEIR 8. ELLERT HF.
& Abalfundur
Aðalfundur Þorgeirs og Ellerts hf. verbur haldinn
þriðjudaginn 30. mars 1999 klukkan 18.00 á
veitingastaðnum Langasandi, Garðabraut 2, Akranesi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 14. grein samþykkta
félagsins.
2. Tillaga um hlutafjáraukningu.
3. Tillaga um sölu eigna. I
4. Önnur mál. *
Dagskrá, endalegar tillögur og reikningar félagsins |
licjgja frammi á skrifstofu félagsíns, hluthofum til g
synis, viku fyrir aðalfund. %
Abgöngumibar og fundargögn verða afhent
á fundarstaö. r... . . r„ . , ,
Stjorn Þorgeirs og Ellerts hf.
Framboðslisti vegna
alþingiskosninganna 1999
verður kynntur
föstudaginn 26. mars
kl. 20:30 í Búoarkletti Borgarnesi.
Slegið verður á létta strengi.
Skipulagsstofnun
Vatnshamraleið /
Borgarfjarðarbraut,
Andakílsá - Hnakkatjarnarlækur
mat á umhverfisáhrifum - frumathugun
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum
hennar liggur frammi til kynningar frá
26. mars tií 30. apríl 1999 á eftirtöldum
stöðum: Á skrifstofu Borgarfiarðarsveitar
(3510), Litla-Hvammi, Reyknoltsdal,
á bókasafni Bændaskólans á Hvanneyri,
í Þjóðarbókhlöðunni og
hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík.
Allir hafa rétt til að kynna sér fram-
kvæmdina og leggja fram athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og 1
berast eigi síðar en 30. apríl 1999 |
til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,
150 Reykjavík. Þar fást ennfremur |
nánari upplýsingar um mat á
umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á
umhverfisáhrifum, nr. 63/1993.
Skipulagsstjóri ríkisins
-EMK-