Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 bý'ÁTT’ VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI Akranes: Suðurgötu 65, 2. hæð. Sími: 431 4222. Fax: 431 2261. Netfang: skessa@aknet.is Borgarnes: Borgarbraut 57, 2. hæð. Sími: 437 2262. Fax: 437 2263. Netfang: skessuh@aknet.is Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 10-12 og 13-16 alla virka daga. Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Blaðamaður: Kristján Kristjánsson, sími 892 4098 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262 Silja Ailansdóttir, Akranesi, sími 697 4495 & 431 4222. Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: tsafoldarprentsmiðja hf. Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 16.00 á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasöiu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 krónur með vsk. Áskriftar- og auglýsingasími er 437 2262. hott á hesti Það rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar ég var skammaður fyrir rúmum þremur árum síðan. Það er þó ekki svo að ég sé það sjaldan skammaður að ég muni það árum saman. Þvert á móti hef ég verið skammaður oft og mörgurn sinnum á hverjum einasta degi frá því ég man eftir mér og eflaust átt það allt saman skilið. Ekki svo að skilja að ég taki það nærri mér því ég hef með árunum orðið það forhertur að ég læt all- ar skammir sem vind um eyru þjóta. Samt sem áður rifjuðust tilteknar ávirðingar upp fyrir mér fyrir skömmu þar sem ég var á akstri eftir hrað- brautum Vesturlands. Þá varð á vegi mínum hestur og ofan á honum maður. Ég dró úr hraðanum og undirbjó framúrakstur af stakri nærgætni en það varð þó bið á að ég gæti framkvæmt þá aðgerð. Parið fyrir fram- an mig skeytti engu um það þótt ég væri afskaplega mikið að flýta mér. Hesturinn, með manninn á bakinu, rölti milli vegkantanna á víxl þannig að mér var með öllu fyrirmunað að komast framhjá þessu ágæta pari. Það var því ekki fyrr en umrætt föruneyti var komið á leiðarenda og sveigði útaf þjóðveginum sem ég fékk tækifæri til að stíga á bensíngjöfina. Það var þá sem rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var skammaður. I raun var ég ekki aðeins skammaður heldur hundskammaður, forsmáður og bannfærður fyrir að aka einkabifreið minni þar sem tamningamaður var að störfum sem reyndar var á fjölfömum þjóðvegi. Umræddur temjari var að fara á bak á einhverri ótemjunni í fyrsta sinn og akstur minn gat haft þær afleiðingar að hann hefði hugsanlega getað dottið af baki. Ef hann hefði dottið af baki hefði hann hugsanlega stórslasast og tamning- in þar að auki fyrir bí. Það kom mér heldur ekki við þótt viðkomandi að- ili væri á ljóslausum hesti í kolniðamyrkri og með öllu laus við endur- skinsmerki eða annan viðvömnarbúnað. Ég var að sjálfsögðu með sam- viskubit lengi vel og fyrst á eftir reyndi ég að ferðast fyrst og fremst á þeim tímum sem reikna mátti með að allir tamningamenn landsins væm í fasta svefni. Nú hef ég ekkert út á það að setja þó fólk stundi hestamennsku þótt sjálfur fari ég helst ekki á hestbak öðmvísi en að vera annaðhvort hóf- dmkkinn eða kófdmkkinn. Ennfremur lít ég ekki á tamningar sem neitt óæðri atvinnustarfsemi en hvað annað nema síður sé. Ég er afturámóti þeirrar skoðunar að þjóðvegir landsins séu fyrst og fremst ætlaðir fyrir umferð bifreiða og skyldra ökutækja þrátt fyrir að vegakerfi Vesturlands hafi lítið farið fram síðan hestar vom okkar helsta samgöngutæki. Að sjálfsögðu þurfa menn líka að geta komist leiðar sinnar á hestbaki. Víða hafa verið lagðir sérstakir reiðvegir og er það vel. Hinsvegar vantar mik- ið upp á að þar sé nóg að gert en þar liggur einmitt hesturinn grafinn. Það ætti því að vera siðferðileg skylda Vegagerðarinnar eða annarra þeirra sem málið varðar að sjá til þess að hestamönnum séu sköpuð skilyrði til að stunda sína iðju annars staðar en á þar til gerðum akvegum. Að sama skapi er það siðferðisleg skylda þeirra hestamanna sem hafa ekki um annað að ræða en að feta þjóðveginn að koma sér upp tilskyldum ljósa- búnaði. Sjálfur hef ég einu sinni orðið fyrir því óláni að aka á hest með þeim afleiðingum að aðeins annar okkar lifði það af. Það vildi mér til happs að hesturinn var mannlaus í því tilfelli en það er reynsla mín í gegnum aldimar að heppni er nokkuð sem varlegt er að treysta á til lengdar. Sjálfsagt kann einhver að hugsa sem svo að mér sé andsk... engin vor- kunn þótt ég þurfi að doka svolitla stund á meðan tamningu lýkur og þar á ofan fái ég að sjá falleg hross og knáa knapa og það gratís. Ég neita því heldur ekki að ef ég æki fram á alvöru hestamenn eins og Flosa eða aðra slíka myndi ég aka út í kant og dást að herlegheitunum. Því miður er það bara ekki nema í undantekningartilfellum sem ég rekst á svo tilkomu- mikla reiðmenn og ef ég hef á annað borð áhuga á að horfa á venjulega hestamenn þá get ég allt eins farið á hestamannamót. Hvað sem því líður þá er ég því afar hlynntur að menn ríði sem mest og best en svo lengi sem menn ríða ekki akkúrat þar sem ég ek þá mun ég forðast að aka þar sem riðið er. Gísli Einarsson, truntulegur Gísli Einarsson, ritstjóri. Gubmundur Runólfsson hf í Grundarfiröi Gott gengi „Við veðjuðum á vinnslu á botn- fiskafla og þar hafa hlutirnir geng- ið eftir,“ sagði Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri á aðalfundi Guðmundar Runólfs- sonar hf. sem haldinn var laugar- daginn 13. mars sl. Hagnaður af rekstri fyrirtækisins var rúmar 40 milljónir króna. Rekstrartekjur námu 565 milljón- um en rekstrargjöld 428 milljónum. Afskriftir fastafjármuna voru 51 milljón króna. Eignir eru upp á 959 milljónir króna. Það kom fram að sl. 10 ár hefur fyrirtækið átt góðu gengi að fagna og hreint veltufé frá rekstri verið jákvætt öll þessi ár misjafnlega mikið en er nú rúmar 95 milljónir. Fyrirtækið hefur fest kaup á nýj- ustu og fullkomnustu gerð af BAAD- ER sambyggðri hausunar og flökun- arvél. Er reiknað með að hún verði komin í gagnið í september næsta haust. Auk vinnuspamaðar sem vélin leiðir af sér mun hún gefa um 4% aukna nýtingu í vinnslunni. Togarinn Hringur sem búinn var til veiða eftir að fyrirtækið seldi togarann Runólf úr landi, hefur reynst mjög vel. Hef- ur Hringur verið að landa um 400 tonnum af þorski á mánuði síðan í haust. Netagerð Guðmundar Run- ólfssonar hf. gengur einnig mjög vel og hafa viðskipti og verkefni hennar stöðugt farið vaxandi. Þar vinna þrír menn að jafnaði með mikla reynslu og fagþekkingu. GK. Rennibrautin í Jaharsbakkalaug sem ekki hefur verib í notkun sí&an í nóv- ember. Mynd: KK Jaðarsbakkalaug Rennibrautin lagfærb Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum 18. mars síðast liðinn samkomulag við Almennu Verk- fræði - og Teiknistofuna um endur- bætur á rennibrautinni í Jaðars- bakkalaug. I samtali við Skessuhom upplýsti Gísli Gíslason bæjarstjóri að í sam- komulaginu væri gert ráð fyrir að AVT annist ákveðnar lagfæringar sem m.a. felast í hringrásartenging- um, lagfæringu á leiktækjum og ör- yggisgrindum. Jafnframt tekur AVT ábyrgð á því að eftir lagfæringamar þá virki rennibrautin og búnaður tengdur henni eins og til er ætlast. Ef reksturinn verður f lagi þá endur- greiðir bærinn til AVT kr. 385.000 vegna kaupa á nýjum varmaskipti, sem er hluti af þeirri viðgerð sem er framundan. „Öllum lagfæringum á að vera lokið fyrir 1. maí,“ sagði Gísli. „Vonandi verður það endir málsins." Framkvæmdir eru hafnar vi& nýtt sambýli fatla&ra á Akranesi. Mynd: KK Nýtt sambýli fatlaöra rís á Akranesi Opnar í desember Nýtt sambýli fatlaðra verður byggt við Laugarbraut á Akranesi. Á þriðjudagsmorgun síðast liðinn var byrjað að taka fyrir grunninum að hinu nýja húsi sem mun verða rúm- lega 400 fermetrar að stærð á einni hæð. Húsið kostar ríflega 60 milljón- ir. Verktakar eiga að skila því af sér fyrir 1. desember á þessu ári. Að -sögn - Magnúsar Þorgrímssonar -á- Svæðisskrifstofu Vesturlands verður flutt inn fyrir jól. „Það hefur tekið ein fimm ár að berjast fyrir þessu húsi og kostaði mikinn barning að koma málinu í gegn,“ sagði Magnús. „Áherslur fjárveitingavaldsins í þess- um málum hafa beinst að höfuðborg- arsvæðinu síðustu ár og það hefur bitnað á okkur.“ Banaslys á Snæfellsnesi Ljósmóðir úr Borgamesi féll fram af tröppum á íbúðarhúsí í Kolbeinsstaðahreppi á Snæ- fellsnesi síðastliðinn fimmtu- dag og lést á sjúkrahúsi fáum tímuin síðar. Konan hét Gerða Sigursteinsdóttir. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú böm. Hitaveitan í Hólminum: Samib um efni Gengið hefur verið frá samningum vegna efnisútveg- unar fyrir Hitaveitu Stykkis- hólms. Bæjarráð samþykkti á fundí stnum fyrir skömmu að ganga til samninga við Nör hf um einangraðar plastpípur en einnig var samþykkt að taka til- boði Reykjalundar varðandi bakrásarpípur dreifikerfis hita- veitunnar. Þá var gengið frá samningi við: Kolla ehf. um sandöflun. G.E. Olíufélagib fær lób Á síðasta fundi bæjarráðs Akráness var samþykkt að út- hluta Olíufélaginu hf. lóðinni nr. 14 við Þjóðbraut: á Akranesi. Þá var Trésmiðju Þráins sf út- hlutað lóðunum nr. 17 -18 og 21 - 23 við Leynisbraut. Menningar- fer&amennska Á síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar var lögð fram tillaga frá menningarmálanefnd sveitarfélagsins þess efnis að Borgarbýggð hefði forgöngu um ráðstefnu um menningar- ferðamennsku. Tillögunni var beint til atvinnumáianefndar og menningarmálanefndar til úr- vinnslu. G.E. Danskir dagar Undirbúningur er hafinn að Dönsku dögunum í Stykkis- hólmi sem verða 13.-15. ágúst í sumar en þeir eru nú haldnir í sjötta sinn. Þegar er búið að skipuleggja samkeppni um mynd á plakat og póstkort Dön- sku daganna, en hún er haldin : meðal nemenda Grunnskólans í 1.-6. bekk. G.E. Undirbúning- ur Jörfaglebi hafinn Leikklúbbur Laxdæla hefur tekið til æfingar leikritið Nörd eftir Larry Shue og er leikstjóri Hörður Toifason og leikendur eru Elías M. Kristjánsson, Ás- dís ííristjánsdóttir, Guðmundur Geirsson, Una Hauksdóttir, Sigurður Sígurðsson, Pálmi Jó- hannsson og Leó Freyr Hall- dórsson Er þetta einn af föstum dagskrárliðum fyrir Jörfagleði Dalamanna sem haldin er annað hvert ár. Nánar verður fjallað um hana síðar. HÁ/SJ ■' ■■ >: ■ f-> ■ .':• ■ 1 ■,* ■

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.