Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 16
u ji , á RAKARASTOFA M HAUKS Vöruhúsi KB Borgarnesi Sími: 437 1125 Samningar um húsakaupin undirritaöir: Frá vinstri: Sigurbjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Skessuhorns ehf, Magnús Magnússon stjórnarformaöur, Soffía Magnúsdóttir fasteignasali og )ón Þór Hallsson fulltrúi seljenda. Mynd: G.E. Skrifab undir Á félagsfundi hjá Knattspyrnufé- lagi IA á laugardag var undirritaður samningur við þrjá nýja leikmenn. Þeir eru Kári Steinn Reynisson, Gunnlaugur Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson, allt kunnir leikmenn í knattspyrnunni á Islandi og þótt víð- ar væri leitað. VIKUBLAÐ A VESTURLANDI -11. tbl. 2. árg. 25. mars 1999 Samningarnir undirritaöir. Skessuhorn í eigib húsnæbi Síðastliðinn föstudag var gengið frá kaupum Skessuhoms ehf á skrif- stofuhúsnæði á 2. hæð Suðurgötu 65 á Akranesi, hæðinni fyrir ofan G.Hannah úrsmið. Fyrri eigandi er Skallagrímur hf en starfsemi þess fé- lags lagðist af eftir að Akraborgin hætti siglingum á síðasta ári. Hús- næðið er um 100 fermetrar, í mjög góðu ásigkomulagi og hentar vel undir þá starfsemi sem þama verður í framtíðinni. Með kaupum á umræddu húsnæði er verið að tryggja framtíðaraðstöðu fyrir starfsemi Skessuhoms á Akra- nesi en umsvif fyrirtækisins þar hafa aukist til muna á síðustu mánuðum og í dag em þrír starfsmenn á skrif- stofu blaðsins á Skaganum. Skessuhom mun flytja í nýja hús- næðið að Suðurgötu 65 í lok vikunn- ar og bjóðum við Skagamenn og aðra sem leið eiga um velkomna á nýjan stað þar sem að sjálfsögðu verður heitt á könnunni um ókomna framtíð. Þess má að lokum geta að skrifstofa blaðsins í Borgarnesi verður áfram rekin með óbreyttu sniði. G.E. The show must go on Slys á sýningu í Bíóhöllinni Óhapp varð á sýningu á söng- leiknum I Tívolí á sunnudaginn. Einn leikendanna rann til í bleytu á sviðinu og meiddist töluvert á hné. Kalla varð til sjúkrabfl og var leikar- inn fluttur á slysadeild sjúkrahúss- ins. Meiðsl hans vom ekki eins al- varleg og haldið var í fyrstu og fékk hann að fara heim á sunnudagskvöld eftir rannsókn. Þrátt fyrir þetta óhapp var ekki hætt við sýninguna. Á meðan sjúkraflutningsmenn og lögreglu- menn sinntu þeim slasaða sungu Dúfumar, söngkvartett Vetrargarðs- ins, fyrir leikhúsgesti og þegar sá slasaði hafði verið borinn út var haldið áfram þar sem frá var horfið. Hveitibjöm eigandi Vetrargarðsins, stormaði inn á sviðið með þau klass- ísku orð á vömm að sýningin yrði að halda áfram: „The show must go on.“ Hveitbjöm þessi er mikill jaxl og rekur starfsfólk sitt áfram með harðri hendi. Svo heppilega vildi til að leikstjórinn Guðjón Sigvaldason var viðstaddur sýninguna og brá hann sér umsvifalaust í hlutverk þess sem slasast hafði og var síðan sýningin leikin til enda. í leikslok var öllum sýningargestum boðið að koma og sjá sýninguna aftur. -KK Svínahamborgarahryggur (Búmanns) 898 kr/kg 1.2S8 kr/kg London Lamb úrb. (Kjarnafæði) 847 kr/kg ■U433-kT7kg Opið yfir páskahelgina: Skírdag 10-20 Föstudaginn langa . lokað Laugard. 3. apríl 10-20 Páskadaginn lokað Annan í páskum 10-20 Öleðil eqa páska! Borgarnesi 1.189 kr/kg 974 kr/kg 943 kr/kg 943 kr/kg 397 kr 139 kr/pk 189 kr/box Bayone skinka (Borgarnes) Lambahryggur léttreyktur (Borgarnes) Búkonu reyktur lax Búkonu grafinn lax Mjúkís 2 lítra Maísstönglar 4 stk. Jarðarber 250 gr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.