Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 5
SggSSUHÖBKl FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 5 Sjónarmib Fermingar F 1 o s a Það þarf ekkert endilega að vera tiltakan- lega dýrt að gera sér dagamun á íslandi. Það setur til dæmis engan á hausinn að fara í réttir á haustin, njóta leikhúsviðburðar í Lundar- reykjadalnum í svartasta skammdeginu, ríða til messu hjá Geir um helgar eða njóta óperuflutnings sex ára krakkanna sem um þessar mundir eru að flytja óperuna Litlu gulu hænuna á vegum Klepp- járnsreykjaskóla. Það kostar líka skít á priki að bregða undir sig betri fætinum og fá sér snúning hjá Samtökum aldraðra og flétta tágar eða prjóna leppa ef allar neita að dansa við mann og engin býður manni upp. Og jarðarfarir eru auðvitað einhver ódýrasta upplyfting sem um getur, vegna þess að ekki er ætlast til þess að maður leysi líkið út með gjöfum. Öðru máli gegnir með fermingarnar. Að sjálfsögðu er það mikil fullnæging fyrir skemmtanasjúkan mann að vera boðinn í margar fermingarveislur á ári hverju. En gallinn er bara sá að maður sem boðinn er í fleiri en eina fermingarveislu á ári stendur and- spænis þeirri staðreynd að hann hefur ekki ráð á að gera sér annan dagamun það árið. Vertíðin er semsagt hafin. Fermingavertíðin. Vertíðin sem stuðlar að því að ríkir verði fátækari og fátækir komist í þrot en börn milli tektar og tví- tugs geri góðan bísness. Ég var að fá í hendur fylgirit Morgunblaðs- ins, veglegan fimmtíu - blöðung aðallega guði til dýrðar og kannski einhverjum hjáguðum svona í forbífarten, einsog amma sagði stundum. Þarna eru viðtöl við fermingarbörn um það hvað þeim finnist um ferminguna og ein segir: Gjafirnar eru alveg ógeðslega flottar og svo má ekki gleyma guði. Guð er svona í aukahlutverki en Mammon fær Óskarinn. Mikill kvíði grípur um sig þegar fermingaver- tíðin gengur í garð. Geigvænleg fjárútlát blasa við fólkinu í landinu. Þeir sem eiga stóran frændgarð eru verst settir. Tvær þrjár fermingar um hverja helgi með tilheyrandi gjöfum. Og auðvitað er frændgarðurinn stærstur hjá þeim snauðustu, því dæmin sanna að blankir menn hafa alla tíð verið sí barnandi allt sem þeir koma nálægt. Margir flýja land, þegar fermingafárið ríður yfir, undir því yfirskyni að verið sé að leita hressing- ar og heilsubótar, en það góða fólk er einfaldlega að reyna að sleppa við umtalsverð ferminga fjárút- lát, því sannarlega er ætlast til að veislugestir séu örlátir svo unglingarnir geri sæmilegan bísness um leið og þeir í drottins nafni fá, með fermingunni, staðfestingu á skírninni sem barnið tekur venjulega áður en vitsmuna- og þroskaferill þess hefst. Stundun er einsog manni finnist að við ferm- inguna sé ekki verið að staðfesta skírnina, heldur sé einfaldlega verið að konfirmera efnishyggjuna sem blessað barnið hefur drukkið í sig með móð- urmjólkinni frá blautu barnsbeini. Og jafnvel einsog það sé talið sjálfsagt mál að guðs blessað orð, guðspjöllin og kenning heil- agrar ritningar sé sérhönnuð fyrir verslunarstéttina að græða á, hvort sem það nú er á jólum, páskum eða aðra tyllidaga. Og er þá ekki orðið umhugsunarefni hvort kirkjan sé farin að gegna sama hlutverki og helgi- dómurinn í Jerúsalem forðum; að skjóta skjólshúsi yfir mangara og búðarlokur. Er kannske kominn tími til að endurlausnar- inn fari að láta sjá sig aftur til að velta um borðum víxlaranna í helgidómnum? Kannske ættu þjónar kirkjunnar að fara að kenna það sem frelsarinn kenndi í musterinu forð- um: -Og hann kenndi og sagði við þá: Er ekki rit- að: Hús mitt á að nefnast bænahús fyrir allar þjóð- ir. En þér hafið gert það að ræningjabæli. (Mark.H.kapítuli 17.-18.vers). Hvað sjálfan mig áhrærir langar mig mest til að hætta að taka þátt í þessum skemmtilegu fjár- plógsuppákomum verslunar- stéttarinnar í nafni kristindómsins, sleppa jólum, páskum, skírnum, fermingum giftingum o.s.frv. og gera mér í staðinn dagamun í kristilegum gleðskap þar sem gestirnir eru ekki sligaðir af óbærilegum fjárútlátum. Fara að stunda jarðarfarirnar. í erfidrykkjum er oftast glatt á hjalla og með- lætið ekki síðra en í fermingarveislum. Þar fæst allt sem fermingin hefur uppá að bjóða og án endur- gjalds. Þar má samgleðjast hinum framliðna - guði til dýrðar. Mér er semsagt næst skapi að fara að stunda jarðarfarir af kappi þar til yfir lýkur, svo framarlega sem mangarar og búðarlokur setja ekki klærnar í þær líka. Flosi Ólafsson Bergi Abalfundur Eflingar Aðalfundur Eflingar r Stykkis- og Svanborg Siggeirsdóttir. kynningarátak fyrir ferðaþjónustu á hólmi var haldinn 22. febrúar sl. Á í skýrslu fráfarandi stjómar kom Snæfellsnesi. fundinum var kosin ný stjóm. For- fram að stærstu verkefni síðasta árs Framkvæmdastjóri Eflingar er maður var kjörin Ingibjörg H. Bene- voru rekstur upplýsingamiðstöðvar Jóhanna Guðmundsdóttir. diktsdóttir en aðrir í stjóm em Guð- fyrir ferðamenn, fjölskylduhátíðin G.E. mundur Benjamínsson, María Guð- Danskir dagar, sumartónleikar í mundsdóttir, Rrkharður Hrafnkelsson Stykkishólmskirkju og samstarf um Samanburöur á afslætti til elli og örorkulífeyrisþega Mikill munur á afslætti fasteignagjalda Mikið hefur verið rætt og ritað að undanfömu um kjör elli- og örorku- lífeyrisþega. Margir em óánægðir með þau gjöld sem þessir hópar þurfa að greiða en þó er ljóst að í því sem lýtur að ríkinu sitja allir við sama borð. Annað er þó upp á teningnum þegar kemur að sveitarfélögum. Þórður Þórðarson í Olafsvík hefur tekið saman afslætti á fasteignagjöld- um til elli og örorkulífeyrisþega eftir sveitarfélögum á Vesturlandi. f sam- antekt hans kemur í ljós að mikill mismunur er á afsláttarkjörum eftir því hvar í kjördæminu menn búa eins og línuritið hér til hliðar ber með sér: Upplýsingar: Þórður Þórðarson, Ólafsvík. íDömu-strets 6ómuCCar6u?(ur í 5 Citum. -‘bl&tt 'C^riítt VERZLUNIN SIMI 431 2007 æ j m'rn STILLHOLTI l|4 AKRANESIv J Áskriftasími Skessuhorns 437 2262 : í síma 437-1000 eða œ ________________

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.