Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 13 uauounuu; Sjónvarp til sjómanna ^enn,°n Fyrir fjórum árum var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga sem ég flutti um athugun á þeim kostum sem í boði væru til að bæta útsendingar útvarps og sjónvarps til fiskimiðanna við Iandið. I framhaldi af því óskaði menntamálaráðherra eftir grein- argerð um þessi mál frá útvarps- stjóra og barst hún í lok árs 1995. Þar kom fram hvaða möguleikar væru á að bæta þessar útsending- ar og að það myndi kosta ca 850 millj.kr. að stækka dreifikerfi sjónvarpsins svo það næði 50-60 sjómílur frá landi. Jafnframt kom þar fram að óvíst væri hvenær, og jafnvel hvort, hægt væri að senda dagskrána um gervitungl til að þjónusta sjó- menn. Nýir langbylgjusendar A þeim árum sem síðan eru liðin hafa verið settir upp öflugir lang- bylgjusendar fyrir útvarp í möstrin á Gufuskálum og Eiðum. Við það hafa útvarpssendingar til fiskimið- anna gjörbreyst til hins betra og hef ég heyrt mikia ánægju hjá sjómönn- um með að geta. nú fylgst með út- varpi á þeim slóðum sem ekkert heyrðist áður, en send'epút blönduð dagskrá af Rás 1 og Rás 2. Kostnað- ur við þessa nýju langbylgjúsenda mun hafa verið um 300 millj.kr.' Möguleikar á sjónvarpssendingum Notkun gervihnatta til sendingar sjónvarpsefnis hefur aukist mjög á undanfömum árum og kostnaður lækkað. Eg lagði því fram fyrir- spum til menntamálaráðherra á Al- þingi nýlega, þar sem ég spurði í fyrsta lagi hver yrði stofnkostnaður og árlegur rekstrarkostnaður við að senda dagskrár útvarps og sjón- varps um gervitungl til ftskimið- anna umhverfis landið og þeirra staða á landinu sem nú búa við óviðunandi móttökuskilyrði. I svari ráðherra kom fram að kostnaður við samsendingar sjónvarps- og út- varpsdagskrár um gervitungl yrði á bilinu 60-80 millj.kr. á ári. Við þessa upphæð bætist stofnkostnaður jarðstöðvar til sendingar dagskrár til gervitunglsins, um 10 millj.kr. og árlegur rekstrarkostnaður hennar. Þá spurði ég hvort sérstakan mót- tökubúnað þurfi til að ná slíkum sendingum og hvað hann mundi kosta. Svar við þeirri spumingu var að sérstakan móttökubúnað þurfi til að taka á móti þessum sendingum. Fyrir skip þarf búnaðurinn að vera stefnuvirkur, óháður veltingi og stefnu skipsins. Slíkur búnaður kostar um 2 millj.kr. Gjörbylting í tæknibúnaöi Við umræður um fyrirspum mína á Alþingi kom fram hjá Birni Bjamasyni menntamálaráðherra að gjörbylting hafi orðið í tæknibúnaði á þessu sviði á sl. fjómm ámm og að hann teldi að þær tölur sem nefndar em hér að framan og þær hugmyndir sem menn hafa nú um hlutverk gervitungla við miðlun á sjónvarpsefni væm þess eðlis að þennan kost beri að skoða af fullri alvöru. Þá skýrði ráðherra frá því að hann hefði beint því erindi til út- varpsstjóra og Ríkisút- varpsins að vinna verði sett í að skoða þetta mál nánar og ef þessar kostnaðar- tölur reynist réttar varð- Guöjón andi útsend- Gubmundsson ingar sjónvarps- og útvarpsdagskrár um gervitungl þá sé það miðlunar- leið sem skoða beri af mikilli al- vöru, auk þess sem ljóst sé að kostnaður við slíkar sendingar muni frekar lækka en hækka. Allir sitji viö sama borö Mér sýnist af þeim upplýsingum sem hér hafa komið fram að þeir fjölmörgu sjómenn sem starfa á miðunum kringum landið, svo og þeir landsmenn sem búa við óvið- unandi móttökuskilyrði ljósvaka- miðlanna muni geta notið dagskrár sjónvarps með sama hætti og aðrir landsmenn innan tíðar og er það fagnaðarefni. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra beitti sér fyrir gjörbreytingu á hlustunarskilyrðum útvarps á fiski- miðunum með nýju langbylgju- sendunum og mun án efa fylgja því fast eftir að nýir möguleikar á sjón- varpssendingum verði nýttir þannig að allir landsmenn eigi jafna mögu- leika á að fylgjast með þeim óháð því hvar þeir búa og hvort þeir starfa til sjós eða lands. Guðjón Guðmundsson alþingismaður. Þakkir og hvatning Að loknu prófkjöri Samfylking- arinnar hér á Vesturlandi vil ég koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu. Sérstakar þakkir færi ég þeim fjöl- mörgu sem tóku þátt í baráttunni með mér og þeim sem greiddu mér atkvæði sitt. Þrátt fyrir að ég hafi ekki náð þeim árangri sem ég og mínir stuðningsmenn stefndum að þá er ég sátt við þann stuðning sem ég hlaut og þá samstöðu sem ég fann fyrir. Frá því að ég hóf afskipti af stjórnmálum hefur það verið draumur minn og takmark að jafn- arðamenn og félagshyggjufólk sam- einist í einn stóran og öflugan flokk. Til þess að sá draumur rætist er mikilvægt að Samfylkingin hljóti góða kosn- ingu þann 8. maí nk. Eg hvet eindreg- ið alla Sam- fylkingar- sinna til að stuðla að því að svo megi verða. Hólmfríður Sveinsdóttir. Snæfell úr leik Snæfell var eina liðið af Vestur- landi sem komst í úrslitakeppni úr- valsdeildarinnar að þessu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið nær þetta langt en þrátt fyrir gott gengi í vetur hittu Snæfellingar fyrir ofjarla sína í Snæfell Njarövík Stigin Rob Wilson 17 Bárður Eyþórsson 16 Athanasias Spyrop. 15 Mark Ramos 9 Hallfreður Björgvinsson 5 Olafur Guðmundsson 3 Baldur Þorleifsson 2 átta liða úrslitunum. Fyrri leikurinn sem leikinn var í Njarðvík endaði með sigri heimamanna 88 - 49 og í síðari leiknum í Stykkishólmi síðast- liðinn sunnudag voru yfirburðir Njarðvíkinga einnig algjörir. Sá leik- Njarövík Snæfell Stigin Rob Wilson 11 Athanasios Spyrop. 11 Mark Ramos 10 Ólafur Guðmundsson 7 Bárður Eyþórsson 4 Jón Þór Eyþórsson 2 Baldur Þorleifsson 2 ur endaði 67 - 100 þrátt fyrir að heimamenn hefðu hangið nokkuð í Islandsmeisturunum í fyrri hálfleik. I fyrri leiknum var Rob Wilson bestur en í þeim síðari átti baráttujaxlinn Bárður Eyþórsson einnig mjög góðan leik. • Skönnun • Fréttabréf • Umbrot • Bæklingar liétla og útfyá fu[}jonustan snní: 437 2360 Skrökvaö í 70 ár í 9. tölublaði Skessuhorns, birtist frétt þar sem vegagerðin kynnti niðurstöður rannsókna á tveim- ur valkostum um vegagerð yfir Snæfellsnesfjallgarðinn. Annars vegar var könnuð svokölluð Vatnaheiði og hins vegar endur- bættur vegur um Kerlingar- skarð. Niðurstöður urðu þær að hagstæðara væri að gera nýjan veg um Vatnaheiði. Með þessari rannsókn er allur vafi úr sögunni og ástæðulaust að þrefa lengur um staðsetningu veg- ar yfir fjallgarðinn. í sömu frétt segir að hafist verði handa við vegagerð árið 2000 og að henni verði lokið árið 2002. Það er út af fyrir sig gott að niðurstaða skuli liggja fyrir og með henni eru allar deilur um framtíðarvegarstæði úr sögunni. Það er einnig ánægjulegt að sjá og heyra, að allir þeir aðilar sem að málinu hafa komið, þar með taldir þingmenn kjördæmis- ins, skuli hafa komið sér saman um eitthvað svona rétt fyrir kosningar. Eða kann þetta að vera kraftaverk háttvirts þingmanns Sturlu Böðv- arssonar? Spyr sá sem ekki veit. Það sem kemur mér á óvart er, hversu auðvelt virðist vera að fjár- magna slíkt verk. Hundruð millj- óna eru hrist fram úr erminni líkt og hér fari töframenn um héruð. Það er greinilegt að kosningar þyrftu að vera oftar til þess að ýmsum mikilvægum verkefnum yrði komið í framkvæmd. Þessi rausn þingmanna Vesturlandskjör- dæmis virðist ekki eiga allsstaðar við samanber þegar um Utnesveg er að ræða. Hann hefur verið hom- reka í kerfinu alla tíð. Það var árið 1931, að nokkrir menn úr Breiðavíkurhreppi og Ólafsvík hófu vegagerð í Axlar- hlíð. Til verksins höfðu menn sín handverkfæri og fengu greiddan helming daglaunanna fyrir. En það voru skilyrði þess að verkið mætti hefjast. Þetta hefur sagt mér Þor- gils Stefánsson fyrrverandi kennari á Akranesi. Hann er sonur Stefáns Kristjánssonar vegaverkstjóra ves- tra um árabil. Þorgils vann þá sem unglingur með föður sínum og man þetta vel. Síðan eru liðin u.þ.b. 70 ár. En þrátt fyrir alla þessa áratugi og miklar framfarir í vegamálum er Utnesvegur enn víða í svipuðu ástandi og fyrir 70 ámm. Segi mig ljúga hver sem vill. Það kemur manni í illt skap, þegar allt í einu eru reiddar fram hundmðir millj- óna í ótímabæra fjallvegi en mikil- vægir láglendisvegir milli byggða em settir í salt ár eftir ár. Við ykk- ur þingmenn Vesturlands vil ég segja þetta; Ykkur skal ekki takast að humma fram af ykkur þeim skyldum sem á ykkur hvflir gagn- vart Útnesvegi og minni ykkur á að það em kjósendur sem veita ykkur umboð til setu á Alþingi. Það er ekki af tilefnislausu að orðhvatir Ólsarar, kalla leiðina vestur undir Jökul, road to Hell, því bragð er að þá bamið finnur. Ibúar hins gamla Breiðavíkur- hrepps gefast aldrei upp og em ekki reiðubúnir til þess að bíða önnur 70 ár eða jafnlangan tíma og liðinn er ffá fyrstu skóflustungunni í Axlarhlíðinni forðum. Þingmenn og frambjóðendur varið ykkur á ferð ykkar þama vestur eftir í vor. Því fólkið þar er fyrir löngu búið að fá nóg af skröksögum. Kristinn Kristjánsson fyrrv. kennari á Hellissandi. skessuh @ aknet.is vjoftMr. 15 stk. stór og 15 stk. lítil þvogin og straujuð 2.38S, - Á‘ ? . io kg /. 800, - /(‘K. fj <fj4«,Uuq \ 310 Borgarnesi Sími 437 1930 VEITINGAHÚS MÖTUNEYTI vinir’. iai£lv. \Brauðhveiti í25 kílóa .. Q betra fugiako \ sekkjum. Gefur betri í 20 kg- \ árangur í gerbakstri kr. —---------- og pizzabotnum. Gott í allan bakstur. Brákarey, Borgarnesi Sími 437-1083 ~ Fax 437-2083

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.