Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 25.03.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 9 SKESSUHÖERl Sorp er dýrl! segir Valdimar Þorvaldsson umsjónarmaður sorpmála á Akranesi í nútíma samfélagi fellur til óhemju magn af sorpi eins og allir vita. Öllum vörum er pakkað inn í umbúðir - síðan eru umbúðir utan um þær umbúðir - og loks plast- poki utan um allt saman. Fyrir ekki svo mörgum árum voru flest- ir ómeðvitaðir um sorpmál - allir muna endalausar breiður af áldós- um og plastflöskum um allar jarð- ir áður en farið var að endurnýta þær umbúðir. Með tilkomu Gámu á Akranesi opnuðust möguleikar til að flokka margs konar sorp og nýjar hugmyndir og nýir siðir eru teknir að ryðja sér tif rúms. Þó virðist ennþá vera nokkuð langt í land með að sorpmál séu komin í það horf sem þau þyrftu að vera. Skessuhorn átti stutt spjall við Valdimar Þorvaldsson umsjónar- mann sorpmála á Akranesi. Vantar skýrari stefnu Valdimar segir svæði Gámu hafa reynst vel og sorpmóttökuna komna í fastar skorður. A síðasta ári fóru um tvö þúsund tonn af sorpi um Gámu og þar af voru um 24 tonn af spilli- efnum. Af spilliefnum fellur mest til af rafgeymum en tekið var á móti tólf tonnum af þeim í fyrra. „Við erum síðan í samstarfi við Smurstöðina á Akranesi um söfnun og pressun olíu- sía en í þeim er ótrúlegt magn olíu. Kostnaður við flokkun sorps er mik- Valdimar Þorvaldsson, umsjónar- ma&ur sorpmála á Akranesi. ill, sorp er dýrt. Mér hefur fundist vanta skýrari stefnu bæjaryfirvalda í þessum málum, og eins þyrfti að samræma stefnu sveitarfélaganna." Valdimar segir það vandamál að ekki skuli vera vikt á svæðinu. Fyrirtækj- um er uppálagt að vikta sorp sem frá þeim fer og þarf að vikta það á hafn- arvoginni úti á Akranesi. Valdimar hefur ákveðnar hug- myndir um hvemig hann vill sjá sorpmál í framtíðinni. „Það sem ég vildi sjá er að allt sorp yrði viktað þegar það er tekið frá fólki. Þegar maður þarf að fara að borga fyrir sorpið samkvæmt vigt em hlutimir fljótir að breytast. Þar sem þetta hefur verið framkvæmt, til að mynda í Hollandi, hefur sorpmagn hjá venjulegum borgurum minnkað um 30%. Viðhorfin breytast og fólk breytir venjum sínum. Ég vildi líka sjá að fólki yrði gert kleyft að breyta lífrænu sorpi í gróðurmold." Teppi í blaðagámi Töluverð brögð hafa verið að því að í flokkunargámana niðri í bæ á Akranesi fari ýmislegt annað en til- greint er utan á þeim. „Flokkunin er til lítils á meðan til er fólk sem notar gámana til að losa sig við alls konar óskylt sorp,“ segir Valdimar. „Til að mynda kom í ljós í einum blaða- gámnum 4 metra teppastrangi sem hafði verið brotinn einstaklega snyrtilega saman til að hægt væri að troða honum í gáminn. Við höfum ekki aðstöðu til að endurflokka þetta sorp hér á svæðinu og þegar mikið er af öðru sorpi í gámunum erum við til- neyddir til pressa það sem almennt sorp.“ Valdimar segir misjafnt eftir aldurshópum hversu mikið fellur til af sorpi. Mest komi frá fólki á aldrin- um 25 til 35 en töluvert minna frá eldra fólki. f neyslusamfélaginu end- umýjar fólk húsbúnað og annað tölu- vert ört og misjöfn viðhorf em til að endurnýta þessa hluti. -KK Gámarnir í Gámu. Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akraness eru hér meb auglýstir til umsóknar eftirfarandi styrkir til utanlandsferba: W • vegna íþrótta-, félags- og menningarmála. • vegna starfsmanna Akraneskaupstabar og stofnana hans. Styrkirnir eru abeins veittir viburkenndum félögum eba íþróttahópum innan IA, sem vinna ab íþrotta- eba félagsmáium og til listahópa í tengslum vib listgrein sína og hafa starfab á Akranesi s.l. 5 ár, svo og til starfsmanna Akraneskaupstabar vegna viburkenndra námskeiba og rábstefna sem talib er mikilvægt fyrir störf vibkomandi starfsmanns eba stofnun. On Nánari reglur liggja frammi á bæjarskrifstofunni til l upplýsingar. i 3 Co Sækja skal um styrkinn til Akraneskaupstabar fyrir S 20 apríí n.k. og skal skila umsóknum á skrifstofu bæjarins ab Stillholti 16-18. A Akranesi 22. mars 1999. Bæjarritari, skessuh @ aknet.is www.vesturland.is Allirí sund! Mikicí Grval af siindfatnadi frá þekktum framleidendum: SPEEDO ^ rlLA OybcLch Brúartorgi, Borgarnesi sími/íax 437-1707 SíGr Vtsturgétu 14 * Akfénesi iífflii 41o iésö ‘ mmv m S§?i iféfwmíi 41© 366S Allar gerðir hrauða, partýbrauð, gróf Dg fín brauðtertubrauð □g margar gerðir snittubrauða Erum með allar gerðir af tertum. T.d. kransatertur, marsípanterur, rjómatertur og j arðarberj atertu r. Við tökum að okkur að skreyta tertur og mínnum á smjördeíg utan um steikurnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.