Skessuhorn - 16.06.1999, Qupperneq 15
SBeSsUHöfiiii'J
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚNÍ 1999
15
Lánlausir Skagamenn
Það er ekki hægt að segja að lán-
ið Ieiki við Skagamenn á þessu
vori og efitir fimm umferðir hafa
þeir aðeins náð að skora eitt
mark og eru enn án sigurs í
deildinni í fallsæti.
Skagamenn fengu alþjóðakokk-
teilinn frá Olafsfirði í heimsókn á
laugardag var greinilegt strax í
upphafi að nú átti að bæta fyrir
mistök fyrri leikja. Suðurafríku-
maðurinn Kenneth Matijani lék
þar sinn fyrsta leik fyrir IA og var
hann nokkuð frískur í sókninni.
Sókn Skagamanna var í heild mun
frískari en í fyrri leikjum sumarsins
og sömuleiðis yar baráttan á miðj-
unni meiri. Fyrir vikið uppskáru
heimamenn urmul af færum sem
ekki nýttust sem skildi þrátt fyrir að
vera einum fleiri frá því í lok seinni
hálfleiks og þar til um miðjan
seinni hálfleiks er Gunnlaugur
Jónsson fékk að líta rauða spjaldið í
annað sinn í sumar.
Skagamenn voru betri aðilinn
allan leikinn en það dugði þeim
ekki að þessu sinni.
Reynir Leósson var besti maður
IA í leiknum en einnig voru þeir
Alexander, Kári Steinn og Kenneth
mjög frískir.
Næsti leikur Skagamanna er
gegn Breiðabliki á Akranesvelli
miðvikudaginn 23. júní.
Slider-cup 1999
Borgnesingar höföu betur
Föstudaginn síðasta fór fram
Sliderkeppnin í golfi í þriðja
sinn. Skagamenn unnu keppnina
fyrsta árið en Borgnesingar
höfðu betur á heimavelli í fyrra.
í ár fór keppnin fram í Mosfells-
bæ og fóru leikar svo að Borgnes-
ingar unnu með níu vinningum
gegn sex. Móttaka var í Byggða-
safninu að Görðum þar sem boðið
var upp á léttar veitingar áður en
haldið var í Mosfellsbæinn. Liðin
snæddu síðan saman kvöldverð á
Akranesi að lokinni keppni. Að
Akranesliðið tók á móti Borgnesingunum í Byggðasafninu og byrjuðu á þvifiera þeim
rauía rós. Borgnesingar hófðu hetur í þetta sinn og héldu heim meó Sliderbikarinn.
sögn aðstandenda keppninnar var tókst í alla staði mjög vel.
hún bæði jöfn og spennandi og
Slaldr Borgnesingar
Skallagrímsmenn voru daufir í
dálkinn er þeir fengu botnlið Dal-
víkur í heimsókn á föstudag. Gest-
imir sigraðu 2-1 og skoraði Guð-
laugur Rafnsson eina mark Borg-
nesinga. Leikurinn var ekki mikið
fyrir augað og heimamenn léku
langt undir getu og segja má að úr-
slitin hafi verið sanngjörn.
Meistaradeild kvenna
Tap gegn KR
Hið unga lið IÁ átti ekki mikla skoraði Kristín Osk Halldórsdóttir
möguleika gegn hinum harðskeyttu eina mark Skagastúlkna. Skaga-
valkyrjum í KR er liðin mættust á stúlkur áttu að mæta Fjölni á Akra-
heimavelli hinna síðarnefndu nesvelli í gærkvöldi en leiknum var
mánudaginn 7. júm. KR stúlkur ekki lokið þegar blaðið fór í prent-
sigruðu með yfirburðum, 7 - 1 og un. G.E.
Það var líf ogfjör í upphitiminni.
s Akraneshlaupið 1999
Agætt hlaup í úrhelli
Tæplega 250 manns tóku þátt í
hinum ýmsu greinum sem boðið
var upp á í Akraneshlaupinu á
laugardaginn. Leiðindaveður var
framan af degi en fólk lét það
ekki á sig fá og spretti úr spori
eða hjólaði.
33 þátttakendur þreyttu hálf-
maraþon - og kom Jóhann Ingi-
bergsson fyrstur í mark á 1:18:15 í
hópi karla á aldrinum 16 til 39 ára.
í sama aldurshópi kvenna va'rð Sig-
ríður Ólafsdóttir fýrst á tímamnn
2:17:39. •;
Pétur Hattkur Helgason" varð
fyrstur karla 140 til 49 ára hópnum
á 1:24: 41 og Bryndís Sv'íivársdóttir
fyrst kvenna á 1:57:59. Grétar Ein-
arsson kom fyrstur í mark á tíman-
um 1:36:27 í hópi karla 50 ára og
eldri.
í 10 kílómetra hlaupinu varð
Gauti Jóhannson fyrstur í mark á
tímanum 34:54 í hópi 15 til 39 ára
og Ardís Lára var fljótust í förum í
sama aldurshópi kvenna á 58:51.
Jón Sigurðson hljóp á 42:39 og
sigraði í sínum aldursflokki 40-49
ára og Guðrún Jóhanna Guð-
mundsdóttir kom fyrst í mark á
57:37 í sama aldursflokki. Sigurvin
Sigurjónsson sigraði í hópi karla 50
ára og eldri en hann hljóp 10 kíló-
metrana á 55:44.
Undirbúningshópurinn vill
koma á framfæri afsökunarbeiðni
til keppenda í 10 kpi halupinu en sá
leiðí átburður átti sér stað að hluti
hlauparanna fengu rapgar leiðbein-
ingar og hlupu skemmri vegalengd
en þeir ætluðu sér Tæplega 70
manns notaðist við hjól eða línu-
skauta og fóru ýmist 3,5 km eða 10.
km.
K.K
Heldur hryssinglegt var að hlaupa á laugardaginn en fólk lét það ekki á sig fá og spretti
úr spori. Mynd: K.K
íslandsmót unglinga í holukeppni
Dagana 11.-13. júní fór fram á
Garðavelli íslandsmót unglinga 18
ára og yngri í holukeppni í golfi.
Þetta var í annað sinn sem þetta
mikilvæga mót er haldið og mikill
heiður fyrir Leynismenn að Garða-
völlur skyldi verða fyrir valinu.
Mótið var stigamót til unglinga-
landsliða Golfsambands íslands og
röð keppenda gat haft úrslitaáhrif á
landsliðssæti.
47 piltar og 12 stúlkur mættu til
leiks. Af Vesturlandi voru það að-
eins Leynismenn sem sendu kepp-
endur á mótið. Fyrsta daginn var
leikinn 36 holu höggleikur hjá pilt-
um og 18 holur hjá stúlkum. 16
bestu strákarnir komust síðan
áfram í úrsláttarholukeppni. Allar
stelpurnar komust áfram og sátu 4
yfir í fýrstu umferð. Þrír Leynis-
menn komust í holukeppnina;
Hróðmar Halldórsson, Stefán Orri
Olafsson og Bjarni Þór Hannesson.
Hróðmar féll út eftir 1. umferðina
en Stefán og Bjarni Þór komust
áfram en lentu saman í 2. umferð
og sigraði Bjarni Þór og var því
kominn í 4 manna úr slit. Þar beið
hann lægri hlut fyrir Birgi Má Vig-
fussyni sem svo tapað í úrslitaleik
við íslandsmeistarann Sigurþór
Jónsson GK. í stúlknaflokki sigraði
Kristín Elsa Erlendsdóttir GK á 20.
holu Nínu Björk Geirsdóttir GK.
Veðurguðimir voru keppendum
afar óhliðhollir og setti bæði hvass-
viðri og ausandi rigning svip sinn á
mótið. Tóbaksvarnaráð sendi full-
trúa sinn á mótstað og fengu allir
keppendur veggspjald ráðsins með
íþróttafólki sem ekki reykir. Allir
sem hlupu síðustu tvær umferðim-
ar í mótinu á sunnudag voru
reyklausir. K.K
ATVINNA - ATVINNA
Kaupfélag Borgfirðinga óskar eftír að
ráða nú þegar starfsmann til afleysinga
í bókhaldi á skrifstofu félagsins í
tvo til þrjá mánuði.
Upplýsingar gefa
Guðrún Eggertsdóttir og
Gerorg Hermannsson
síma 437 1200
Kaupfélag
Borgfirðinga
Vilhjálmur Einarsson
er með málverka-
sýningu og gallerý
á hótelinu.
Yfírlits- og sölusýning.
Nýjar og gamlar myndir,
málaðar með fjölbreyttri tækni:
olíu-, akrýl-, pastel- og vatnslitum
Wfflmfflfflmmm