Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2000, Side 10

Skessuhorn - 10.02.2000, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 2000 Ef í heiði sólin sést á sjálfri kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest maóur uppfrá þessu. Samkvæmt þessari gömlu veðurspávísu ættum við að geta átt von á snjóum því að minns- ta kosti var sólskin og blíða á kyndilmessunni. Allar árstíðir eiga sína fegurð ef við aðeins berum okkur eftir að njóta hennar og efdr Olaf Sigfusson ffá Forsæludal eru þessar vetr- arstökur: Ljós að nyrsta norðri skín njóla byrst hvar réði. Arsinsfyrstu sólarsýn svalg ég þyrstu geði. Skuld á gretta skýja brá skrifar glettu rúnir. Fanna hettafærist á fjallsins klettabrúnir. Granda því sem angur ól unaðs drýgjafylli. Skín mér hlý og sváslig sól svartra skýja milli. Mín eru Ijóðin lista sljó lýsa klaufa tókum. Stundar mynd er máluð þó mórg íþessum stökum. Og Sveinn Hanneson ffá Elivogum kveður einnig um veturinn: Nú er hljótt um hlýjan söng, hjartað sljótt afvökum Vetramóttin nauðalöng níðir þrótt úr stökum. Fjarri sýnast sólbros hlý, sælan týnist nýta. Byggðin mín er búin í brúðarlínið hvíta. Svipinn hvessa ferlegfjöll, fannapressu troðin. Há í sessi hrópar mjöll hríðarmessu boðin. Þó að fjólan felist ís ogfjúki ískjólin dala, aftur sól úr sævi rís, signir hól og bala. Töluvert er til af vísum um hinar breytilegustu vetrar- stemningar og veðrabrigði og skal nú gægst til fanga á þeim vettvangi. Eftir Egil Bjarnason ffá Dal- vík er þessi staka sem virðist þó ffekar vera hauststemning: Fjólan aldrei lítur Ijós, lifir haldin þínum. Gjólan kalda rænir rós rjóðumfaldisínum. Rósberg G. Snædal er höf- undur þessarar vetrarstemn- ingar: Blakta á hæðum héluð strá, hemar flæði og tjarnir. Vilja mæða veikum á vetramæðingamir. Og Sveinbjörn Björnsson: Yfir himins yglibrá óravegu langa éljaflókar úfnir á uglum veðra hanga. Það er haustlegur blær yfir þessari stöku Björns Schram: Sjávarraust við sandinn gár svipar hraustum kórlum. Komið er haust og kaldur snjár hvílir á austurflóllmn. Líkt má segja um vísu Ólafs Ólafssonar ffá Selá: Drepur sjár en laugast land lofts í táraflóði. Kveður báran brött við sand bólgin klárum móði. Frímann Einarsson kveður: Langra kvelda leið er tíð Ijós og eldar dvína, myrkraveldi og vetrarhríð vefla ífeldi sína. Kristinn Bjarnason frá Asi hugsaði tímanlega til vorsins: Þó aðfenni um flallasvið frost sé enn að verki rumskið menn og vaknið við vorsins kennimerki. A fyrstu árum útvarpsins voru veðurspár öllu ónákvæm- ari en nú er og einhverntíman kvað Magnús Arnbjarnarson: Stór að lýsa veðri er vandi, vantar öll hin réttu skil, en það er ekki óhugsandi að einhverntíma létti til. Það eigum við þó alltaf víst að vorið kemur einhverntíman með batnandi tíð og bættum hag. Sigurðu Jónson ffá Katadal orti eftirfarandi vísu í hríðar- veðri uppi á Vatnsnesfjalli og verður að segja að þeim er bjart í huga sem yrkja svona við þær aðstæður: Fjöllin hærufella traf fitlar blær í runni, jórðin grær og grænkar af geislanæringunni. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 Af „málefhafá- tækt, lítilsvirð- ingu og hroka“ Bæjarfulltrúinn Pétur Ottesen gerir tilraun til að taka í lurginn á undirrituðum í grein í nýlegu tölublaði Skessuhoms. Gagnstætt vonum um að harin færi að ráðum mínum og léti öðrum nákomnari eftir að verja tapaðan málstað skundar hann enn út á ritvöllinn og vandar mér ekki kveðjumar. Segir hann mig bæði rökþrota og reyna að gera sig tortryggilegan. Að halda þessu fram er mikil for- herðing. Flann forðast eins og heit- an eldinn að andmæla þeim megin- atriðum sem ég tíndi til í grein minni. Hann sjálfur hóf þetta stríð með mjög óvægnu hnútukasti gegn núverandi meirihluta bæjarstjórnar Akraness. Hann getur ekki ætlast til að fá að senda fólki slík hnýfil- yrði án þess að þeim sé svarað. Hinn málefnalegi vandi Péturs varðandi SSV er hins vegar grafal- varlegur: 1. Hann getur ekki hrakið eitt einasta atriði þar sem ég rakti stað- reyndir þessa leiðinlega máls. 2. Hann getur ekki með neinu móti rétdætt aðfarir flokksmanna sinna í formannskjöri SSV, enda hefur hann lýst því sjálfur yfir á bæjarstjórnarfundi að þær hafi ver- ið óheppilegar. 3. Hann getur ekki tilfært eitt einasta dæmi því til staðfestingar að úrsögnin skaði almenning í kjör- dæminu á einhvem hátt. 4. Hann getur ekki með nokkm móti komið sér til að greina rétt ffá atburðarás þessa máls. 5. Hann verður að horfa upp á það að Akurnesingar nái tímamóta- samkomulagi um samstarf við ná- granna sína þvert ofan í fullyrðing- ar um viljaskort meirihlutans til samstarfs við aðra. 6. Hann getur ekki bent á nein þau afrek sem unnin hafa verið á vegum SSV sem ekki hefði mátt vinna með öðmm hætti. —---------------------m- Ltfeyrissjóður Vesturlands Lífeyrissjóður Vesturlands skil- aði 15,9% hreinni raunávöxtun samkvæmt ársuppgjöri fyrir árið 1999. í árslok 1999 var hrein eign til greiðslu lífeyris 6,9 milljarðar en það er hækkun um 25,6% á milli ára. Greiddur lífeyrir var 196,6 milljónir, sem er hækkun um 8,2%. Innborguð iðgjöld voru 368,7 milljónir, en það er hækkun um 7,9%. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt í lok ársins 1999 nam endur- metin eign sjóðsins umfram skuld- Vesturlandsvefnrimi www.vesturland.is bindingu 396 millj. kr. sem er 3,1% eign umfram heildarskuldbinding- ar sjóðsins. Sjóðurinn stendur þetta vel þrátt fyrir að hafa aukið réttindi sjóðfélaga um 7% þann 1. janúar 1997 og um 7,1% þann 1. júlí 1999. Meðaltal hreinnar raunávöxtun- ar fyrir árin 1995 til 1999 er 11,2%. Þessi ávöxtun fyrir árin 1994 til 1998 var 9,0%, sem var samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins, næst hæsta ávöxtunin hjá lífeyrissjóðun- um. Sveinn Kristinsson Þegar þessi atriði eru vegin sam- an stendur svo sem ekkert eftir af málflutningi Péturs nema stóryrð- in. Er því engin ástæða til að elta ólar við ýmsar eyrnafíkjur sem hann sker undirrituðum. Eg vil þó taka fram að orð mín til hans voru ekki ætiuð honum til hnjóðs nema síður væri. Eg hef hingað til ekki farið í neinar grafgötur með dálæti mitt á Pétri Ottesen og stutt hann til margra góðra verka. Mér leidd- ist hins vegar að sjá hann verða gliðsa og síðan afvelta á hinu póli- tíska svelli. Fer svo að linna skrifum mínum um málefni SSV. Eftir situr að vonbrigðin og ráð- léysið einkenna öll viðbrögð sjálf- stæðismanna í þessu máli. Þeir verða að sitja uppi með sín mistök og sína skömm og mega naga sig í handarbökin fyrir valdagræðgina. Vxð hin höldum ótrauð áffam á leið til framtíðar sem ber í sér aukna samvinnu og samstöðu þeirra sem hafa til þess þrek og vilja. Sveinn Kristinsson fonnaður bæjatráðs Akraness Heycjarh&harnih Kordagning Á Náttúruverndarþingi talaði umhverfisráðherra um að bæta þyrfi samskipti Náttúruverndar- ráðs og umhverfisráðuneytis. Þá sagði hxin það brýnt verkefni að efla kortiagningu íslenskrar nátt- úru. Af því tilefrii orti Stefán Jó- hannesson. Nú öxlum við umhverfísklyflar og eina það hugsun upp riflar svo kerfið við bætttum þá kanski við ættum að kortleggja náttúru Sivjar. í freistni féll Áfram yrkir Stefán um hæst- virtan umhverfisráðherra: Landsvirkjun í freistni féll flækt í málum dókkum Senn húnfremur Sivjarspell sín á Byjabökkum. Tólf í pakka Grandvar Skagamaður kom inn í Akranessapótek ásamt átta ára gömlum syni sínum. Þegar þeir gengu ffamhjá gúmmíverju rekkanum spyr sonurinn: “Hvað er þetta pabbi?” “Þetta er kallað smokkar, menn nota þá til að stunda öruggt kynlíf,” sagði fað- irinn eftir nokkuð hik. “O, já, ég hef heyrt um þetta í lífffæðinni í skólanum. Af hverju eru þeir þrír saman í pakka. “Þessir eru fyrir framhaldsskólanema, einn fyrir föstudag, einn fyrir laugardag og einn fyrir sunnudag.” “En þarna eru sex í pakka,” sagði sonurinn. “Þeir eru fyrir háskólanema, tveir fyrir föstudag, tveir fyrir lau^ar- dag og tveir fyrir sunnudag.” “Vá, þarna eru tólf saman í pakka, fyrir hverja eru þeir?,” sagði xmgi maðurinn.” “Þeir eru fyrir gifta menn, einn fyrir janú- ar, einn fyrir febrúar, einn fyrir mars...............” Horft á heiminn Sósialismi: Þú átt tvær kýr, þú gefur ná- grannanum aðra þeirra. Kommúnismi: Þú átt tvær kýr, ríkisstjórnin tekur báðar og gefur þér mjólk. Fasismi: Þú átt tvær kýr, ríkisstjórnin tekur báðar. Bjúrókratismi: Þú átt tvær kýr, ríkisstjórnin tekur báðar, mjólkar aðra, skýtur hina og hellir mjóíkinni. Kapítalismi: Þú átt tvær kýr, þú selur aðra og kaupir naut í staðinn. Brjálæði: Þú heldur að þú sért tvær kýr, ríkisstjórnin skýtur aðra og setur hina í spennitreyju. Ofsóknaræði: Þú heldur að þú sért eltur af 3 7 kúm, ríkisstjórnin tekur 15 þeirra og setur þig í spennitreyju. Davíðismi: Þú átt tvær kýr, ríkisstjórnin gefur þér 5 til viðbótar og þú ferð umsvifalaust í gjörgæslu hjá Seðlabankanum. Halldórismi: Þú átt tvær kýr, þú skýtur ná- grannann og tekur báðar kýrnar hans. Ríkisstjórninni er alveg sama. Samfylkingur: Þú átt tvær glæsilegar kýr í sameitxingu með nokkrum öðr- Um. Þú verður gjaldþrota, selur kýrnar og kaupir æðislegan jeppa. Grænismi: Þú átt t' :iT kýr, það voru mis- tök lífs þíns að ráða þær báðar sem pólitíska ráðgjafa.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.