Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2000, Síða 13

Skessuhorn - 10.02.2000, Síða 13
 FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 2000 13 ATVINNA I BOÐI DYRAHALD Prófarkalesari (8.2.2000) I boði er hlutastarf hjá Skessu- horni. Góð tök á íslensku og rétt- ritun skilyrði. Vinnutími mánud og þriðjud (að hluta eftir hefðbundinn vinnutíma). Flægt að vinna hvar sem er enda skilyrði að viðkom- andi haíi tölvupósttengingu. Uppl. í síma 430 2200, Gísli eða Magnús. Starfskraftur óskast. (2.2.2000) Vantar starfskraft á svínabú og við tamningar í Borgarfirði. Hús- næði og hesthúspláss á staðnum. Uppl. í síma 435 1341. BÍLAR / VAGNAR / KERRUR Snjósleðakerra (7.2.2000) Til sölu yfirbyggð snjósleða- kerra. Lengd 330 cm, breidd 115 cm, hæð 120 cm. Upplýsingar gef- ur Guðmundur s. 437 1499 og 893 8514. Mjög góður bíll (6.2.2000) Til sölu Renault 19 rn árg. 1995 ekinn 88 þús. km. litur grár, mjög góður og sparneytinn bíll. Asett verð 600 þús, tilboð 450 þús stgr. Uppl. sími 896 6289. Dekk (5.2.2000) Til sölu 4 dekk á felgum og tvö aukadekk fylgja. Selst á kr. 11.000 Uppl. 587 1090. TIL SÖLU (5.2.2000) 4 gíra Landcruiser gírkassi + millikassi m/spilúrtaki. Startari í Landcruiser. Dana 60 afturhásing m/fljótandi öxlum 4,10 h.f. 350 Chevy vél. Uppl.í síma 431 3344 og 896 1172. Nissan Sunny (2.2.2000) Til sölu Nissan Sunny árg. 91 með ónýtri heddbakkningu. Ekinn 127 þús. km. Sjálfskiptur. Verð kr. 120 þús. Upplýsingar í síma 696 6026. Bátakerra óskast (2.2.2000) Góð kerra fyrir 5 manna vatna- bát óskast. Upplýsingar í síma 852 8598. Fallegir hvolpar (8.2.2000) Mjög hlýðnir, fallegir og góðir hvolpar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar fást í síma 435 1388 eða á Krossi í Lundarreykjadal. FYRIR BÖRN TIL SÖLU (5.2.2000) Barnabílstóll, barnastóll á reið- hjól+hjálmur Uppl. í síma 431 3344 og 861-6227.____________________ HÚSBÚNAÐUR / HEMILI TIL SÖLU (5.2.2000) Hvítt eldhúsborð 2.000 og skrif- borð 1.000. Uppl. í síma 431 3344 og 861 6227. Hillusamstæða (2.2.2000) Til sölu ljós hillusamstæða sem samanstendur af einum glerskáp og hilluskáp. Upplýsingar í síma 431 4565. , Vegna flutmnga (2.2.2000) Til sölu ffystikista (stór), ísskáp- ur (m. firystihólfi), brauðvél o.fl. Upplýsingar í síma 431 2610. Vegna flutninga (2.2.2000) Til sölu grátt borðstofusett, hvítt skrifborð, tekk skrifborð, (lundia) furuskrifborð, lundia hill- ur og kommóður og ýmislegt fleira. Upplýsingar í síma 431 2610. Mahony hjónarúm (1.2.2000) Mahony hjónarúm með áföstum náttborðum fæst fýrir lítið. Upp- lýsingar í síma 431 1887. LEIGUMARKAÐUR Til Ieigu. (8.2.2000) Til leigu parhús með bílskúr, ná- lægt miðbæ Akraness. Laus 1. mai. Upplýsingar í síma 868 4389. fbúð til leigu. (8.2.2000) 3-4 herbergja íbúð til leigu á Akranesi, laus í maí. Upplýsingar í síma 431 1028 efrir klukkan 19. 4 herb. íbúð óskast. (7.2.2000) Við erum 10 og 4 ára ásamt mömmu og pabba og okkur vantar 4 herb. íbúð í Borgarnesi frá miðju sumri í 1-2 ár. Vinsamlegast hafið samband við mömmu eða pabba í síma 564 2789 á kvöldin. TIL LEIGU (5.2.2000) Herbergi m/símatengi í blokk á Akranesi til leigu. Uppl. í síma 431 3121. íbúð á Akranesi (3.2.2000) Óska eftír íbúð til leigu á Akra- nesi. Upplýsingar í síma 698 7868. ÓSKAST KEYPT Bandsög. (4.2.2000) Óska eftir bandsög. A að geta tekið 23 - 24 cm. Upplýsingar í síma431 1422. TAPAÐ / FUNDIÐ Týndur hestur (8.2.2000) Um miðjan desember tapaðist ffá Sámsstöðum í Hvítársíðu 8. vetra hestur fifilbleikur að lit, ffek- ar dökkur einkum á höfði. Mark fjöður framan hægra, fjöður aftan vinstra. Sími 435 1358. ÝMISLEGT Ljósmyndir (2.2.2000) Agætu Vesdendingar! Mig lang- ar að kynna ljósmyndasíðu: http://www2.islandia.is/baddy Hundruð ljósmynda frá Siglufirði, fólk, síldarárin, skip ofl. Leita effir myndum ffá Siglufirði og nöfiium fólks sem ég þekki ekki. Bestu kveðjur, Steingrímur Siglufirði. Að setja upp andlitið (1.2.2000) þarf ekki að taka nema 10-15 mínúmr þegar þú hefur lært það. Förðun, litaval og húðgreining. Heimakynningar/námskeið fyrir vinnufélaga, ffænkur, mæðgur eða bara hverja sem er, effir óskum hvers hóps. 3-5 í einu. Skráning í s 867 3164. FVArétt skreið inn! Sem stigahæsta taplið í Gettu betur Önnur umferð spumingakeppni framhaldskólaxma, Gettu betur, fór ffam þriðjudaginn 8. febrúar síðasdiðinn þar sem Fjölbrauta- skóli Vesturland og Borgarholts- skóli tókust á í æsispennandi keppni. Lið FVA tapaði með naumindum fyrir liði Borgarholtsskóla. Loka- stig urðu 30:29. Lið FVA kemst þó áfram sem stigahæsta tapliðið. Er það í fýrsta skipti í sögu skólans að keppnislið FVA kemst í sjónvarpið. Keppendur fýrir hönd FVA eru Andrés Böðvarsson, Lárus Viðar Lárusson og Ómar Freyr Sigur- björnsson. Liðsstjóri er Sveinbjörn Hafsteinsson og þjálfari er Geir Guðjónsson. SB Norðurál stækkar Framkvæmdir haftiar Framkvæmdir við stækkun ál- versins á Grundartanga hófust þriðjudaginn síðastliðinn. Byrjað var á starfsmannahúsi og sér Tré- smiðjan Kjölur á Akranesi um verkið. Tilboð þeirra hljóðaði uppá 70 milljónir króna. Stækkunin verður úr 60 þúsund tonnum í 90 þúsund. Stækkun verksmiðjunnar hefst í lok mars takist samningar um fjármögnum. Unnið er að fjár- mögnun og nýlega funduðu full- trúar Norðuráls með væntanlegum fjárfestum. Að sögn Ragnars Guð- mundssonar er um er að ræða 10 erlenda banka en Landsbankinn og FBA verða einnig með í fjármögn- un. „Búið er að panta helming kerj- anna og stefnt er að því að gang- setja kerin 2001 en nákvæm tím- setning liggur ekki fýrir. Það fer í raun eftir fjárfestum. Búið er að skrifa undir orkusamnig við Lands- virkjun. Aætlaður heildarkostoaður við verkið er sex milljarðar króna” segir Ragnar Guðmundsson. SB Frá Vesturlandi hf, eignarhaldsfélagi Vesturland hf, eignarhaldsfélag var stofnað í desember s.l. Að félag- inu standa Byggðastofnun með 40% eignarhlut, fagfjárfestar með um 32% eignarhlut og velflest sveitarfélög á Vestorlandi með um 28% eignarhlut. Stofnhlutafé er 71,4 milljónir króna. Samkvæmt 2. grein í samþykkt- um félagsins er tilgangur þess að taka þátt í stofnun og starfsemi annarra félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða, fela í sér nýmæli í atvinnulífi og eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu á starfssvæði félagsins. Félagið mun fjárfesta í hlutabréfum slíkra félaga eða í skuldabréfum, sem breyta má í hluti í þeim. Fjárfestingar verða í samræmi við fýrirfram mótaða fjár- festingastefnu sem hefur fagleg vinnubrögð, arðsemi fjárfestinga og áhættudreifingu að leiðarljósi. I stefnu Alþingis um byggðamál er gert ráð fýrir þátttöku Byggða- stofnunar í uppbyggingu eignar- haldsfélaga á landsbyggðinni með það að markmiði að fjárfesta í at- vinnulífi á viðkomandi svæðum og stuðla að aukinni fjölbreytni at- vinnutækifæra. Með þessum hætti hefur Byggðastofnun komið að stofnun eignarhaldsfélaga víða um land. Sveitarfélög hafa komið með beinum hætti að rekstri fýrirtækja með hlutafjárkaupum, en með þátt- töku í eignarhaldsfélaginu er komin farvegur fýrir sveitarfélögin sem ekki hefur verið til staðar áður. Þátttaka fagfjárfesta í fýrirtækinu er mikilvæg, bæði til að veita aðhald og skapa möguleika á ffekari fjár- mögnun áhugaverðra verkefna. Stjórn Vestorlands hf. skipa Stef- án Kalmansson fýrir hönd sveitar- félaga sem er formaður fýrsta starfsárið, Ólafur Kristjánsson meðstjórnandi fýrir hönd Byggða- stofnunar og fyrir hönd fagfjárfesta þeir Kristján Hreinsson varafor- maður, Stefán Sveinbjörnsson ritari og Vilhjálmur Vilhjálmsson með- stjórnandi. I drögum að fjárfestingastefnu er gert ráð fýrir að félagið fjárfesti í eignarhlutum í fyrirtækjum sem lögheimili eiga á Vesturlandi eða hafa með höndum mikilvæga at- vinnustarfsemi á því svæði. Einnig veitir félagið fýrirtækjum á svæðinu víkjandi lán. Vesturland hf mun taka ákvarð- anir um fjárfestingar í einstökum fýrirtækjum á grundvelli eftirfar- andi atriða: 1. Fyrir liggi viðskiptahugmynd sem búið er að útfæra í áætlun. Við- skiptahugmyndin feli í sér að arð- semi liggi til grundvallar starfsem- inni. Um getur verið að ræða nýja starfsemi eða starfsemi sem fýrir er en verið er að endurskipuleggja eða útvíkka. 2. Til hliðsjónar við ákvörðun um fjárfestingu verður haft: • Aætluð ávöxtun fjárfestingar á fýrstu 5 árum hennar • Utfærsla viðskiptahugmyndar og trú stjórnar á geto stjórnenda og rekstraraðila til að fylgja hugmynd- um sínum eftir. Fyrri starfsreynsla þeirra og orðspor • Nýjung í tækni og aðferðum og frumleiki sem viðkomandi starf- semi felur í sér • Mikilvægi viðkomandi atvinnu- greinar fyrir svæðið, atvinnulíf þess og vinnumarkað • Umsögn fjárfesta, fagaðila og annarra sem til þekkja • Markaðshugmyndin sem slík og hversu líklegt er að hún geti náð fótfesto. Markaðssérstaða og vaxt- armöguleikar í atvinnugreininni Félagið stefnir að jafnaði að því að draga sig út úr fyrirtækjum sem það hefur fjárfest í þegar þau hafa náð fótfestu og markaður er komin fýrir viðkomandi eignarhluti. Al- mennt er ekki gert ráð fyrir að eignarhald vegna einstakra fjárfest- inga standi lengur en 5 - 10 ár. Aformað er að auka hlutafé fé- lagsins í a.m.k. 100 milljónir króna á þessu ári. Eigi að síður er Ijóst að það fjármagn sem félagið hefur til umráða getur aðeins að takmörk- uðu leyti mætt þörfum fyrirtækja á Vesturlandi fýrir nýtt hlutafé. Vest- urland hf mun eftir því sem kostur er beita sér fyrir þátttöku annarra fjárfesta í þeim fýrirtækjum sem fjárfest er í, svo sem þegar stærð verkefna eða sérsvið þeirra mæla með því. Félagið gerir rekstrarsamning við Sparisjóð Mýrasýslu í Borgarnesi sem mun hafa umsjón með dagleg- um rekstri félagsins, ávöxtun fjár- muna þess og upplýsingagjöf. Þeir sem vilja kynna sér frekar reglur fé- lagsins eða óska eftir þátttöku þess í atvinnurekstri eru beðnir um að hafa samband við Stefán Svein- björnsson hjá Sparisjóði Mýrasýslu. Stjóm Vesturlands hf HEILSUGÆSLUSTOÐIN í BORGARNESI . ' Staða framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi er laus til umsóknar. Starfið felst í fjármála- og starfsmannastjórnun ásamt bókhaldsumsjón. Um er að ræða 50% stöðu og er hún laus nú þegar. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum starfsmanna ríkisins. Um störf starfsmanna heilsugæslustöðva gilda lög nr. 97/1 990 um heilbirgðisþjónustu og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyídur starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar n.k. og ber að skila umsóknum til formanns stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi, Cuðmundar Eiríkssonar. Öllum umsóknum verður svarað skriflega eftir að um þær hefur verið fjallað og ráðning staðfest. Heilsugœslustöðin í Borgarnesi Borgarbraut 65 310 Borgarnes.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.