Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 1
Borgarfj arðarsveit: Hvanneyrarpresta- kall lagt niður? Séra Sigríður Guðmundsdóttir sem þjónað hefur Hvanneyrar- prestakalli undanfarin ár hefur beðist lausnar frá embætti af heilsufarsástæðum. Sigríður lenti í alvarlegu bílslysi í ársbyrjun 1998 og hefur verið í sjúkraleyfi meira og minna síðan. Hún hefur ekki enn fengið fulla bót meina sinna og segir í bréfi til sóknarbarna að hún sjái sér ekki annaðs fært en að biðjast lausnar frá embætti. Séra Sigríður heldur kveðjumessu í Hvanneyrarkirkju sunnudaginn 26. mars n.k. Biskup hefur ákveðið að auglýsa stöðuna ekki að svo stöddu heldur verði kannaður fyrst sá möguleiki að leggja Hvanneyrarprestakall niður í núverandi mynd og að sóknirnar sameinist Reykholtssókn og Stafholtssókn. I Hvanneyrar- prestakalli eru fjórar sóknir, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Fitjasókn og Bæjarsókn. Sr. Geir Waage hefur þjónað Hvanneyrar- prestakalli að undanförnu í forföll- um sóknarprests og mun sinna því áfram þar til ákvörðun hefur verið tekin um framtíð prestakallsins. GE Borgames: Viðræður um sölu Engjaásshússins Sparisjóður Mýrasýslu er nú í viðræðum við tvö fyrirtæki um hugsanlega sölu fyrrum húss Mjólkursamlagsins í Borgarnesi. Sparisjóðurinn keypti húsið í lok síðastliðins árs og hyggst selja það ef viðunandi samningar nást. Eink- um hafa viðræður staðið yfir við Olgerðina Egil Skallagrímsson og við Reykjagarð hf. I samtali við Gísla Kjartansson sparisjóðsstjóra sl. þriðjudag stað- festi hann að viðræður við þessa að- ila hafi staðið yfir. “Það kemur í ljós fyrir komandi helgi hvort samning- ar nást við forsvarsmenn Reykja- garðs hf.”, sagði Gísli. Reykjagarður skoðar möguleika á fiutningi kjúklingasláturhúss í Borgarnes en fyrir rekur fyrirtækið sláturhús á Hellu sem til stendur að stækka eða flytja annað til að ná fram viðunandi hagræðingu í ljósi lækkandi verðs á kjúklingum. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins sl. þriðjudag er nokkur uggur í sveitarstjórnarmönnum í Rangár- vallahreppi vegna hugsanlegs flutn- ings fyrirtækisins þaðan, enda um stærsta einstaka atvinnurekanda á svæðinu að ræða. MM Ovenju gott skíðafœn hefur veriS á Snæfellsnesi að midanfómu og hafa b'ómin nýtt sér það t hvívetna. Þessi mynd var tekin í Ölafsvík í síðustu viku. Mynd: GE Hjón með ungbam í hrakningum Föst í bflnum í sex tíma Björgunarsveitirnar í Snæfellsbæ og lögreglan í Olafsvík leituðu að hjónum með ungbarn síðastliðið laugardagskvöld. Fólkið fannst á Utnesvegi skammt frá Gufuskálum seint um kvöldið og hafði þurft að hafast við í bílnum í um sex klukku- smndir. Það var því óskemmtilegur endir á fjölskyldubíltúrnum en hinsvegar amaði ekkert að fólkinu þegar það fannst utan að hungrið var farið að sverfa að. Vitlaust veð- ur var á Snæfellsnesi eins og víðar á Vesturlandi seinni part laugardags og fram eftir kvöldi og er vitað til að fleiri hafi lent í hrakningum. GE Enn q hitnar í Skorradal Gott að O búa á Nesinu Siisiiii 2.490 16. Mrtar ÍOOO fyrir (113^0100

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.