Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 24.02.2000, Blaðsíða 7
Jiiiaauiiuú i FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 2000 7 Gísli Kjartansson, Gnihii bigimundarson, Þorvaldur T Jónsson og Stefán Logi Haraldsson Góður hagnaður af rekstri Vímets Komið í mjög góða stöðu segir Þorvaldur Jónsson stjórnarformaður “Menn eru sáttir við afkomuna. Reksturinn hefur verið að bama nokkur síðustu ár og fyrirtækið er komið í mjög góða stöðu. Við höf- um alla möguleika á að sækja fram og því ekki ástæða til annars en bjartsýni,” segir Þorvaldur Tómas Jónsson stjórnarformaður Vírnets hf í Borgarnesi. Fyrirtækið hélt að- alfund sinn síðastliðinn fimmtudag og þar kom fram að hagnaður var 18,5 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 14,8 milljóna hagn- að árið 1998. Heildarvelta félagsins nam um 426 milljónum króna samanborið við 396 milljónir 1998. Aukinn hagnaður skýrist meðal annars af söhiaukningu og einnig því að fjár- mögnun félagsins var endurskipu- lögð. Tekin voru ný langtímalán, birgðahald var lækkað verulega og skammtímalán voru nánast greidd upp. Við þessar breytingar lækkaði fjármagnskostnaður um þrjár millj- ónir króna á milli ára. Eigið fé Vímets hf í árslok 1999 nam 132,8 milljónum króna sam- kvæmt efhahagsreikningi. Hlutafé félagsins nam í árslok 78,7 milljón- um og skiptist á 40 hluthafa. Stærstu hluthafamir eru Kaupfélag Borgfirðinga og Guðsteinn Einars- son en samanlagt eiga þessir aðilar 59,31% hlutafjár í félaginu. Aðal- fundur félagsins samþykkti að greiða tíu milljóna króna arð til hluthafa á árinu 2000 vegna síðasta rekstrarárs. A síðasta ári störfuðu 43 starfs- menn að meðaltali hjá félaginu en það er þremur fleiri en árið á und- an. A síðasta ári lét ffamkvæmda- stjóri Vírnets, Páll Guðbjartsson, af störfum fyrir aldurs sakir en við starfi hans tók Stefán Logi Har- aldsson. Að sögn Stefáns hafa á undanfömum mánuðum staðið yfir miklar breytingar á sölu- og mark- aðskerfi fyrirtækisins. Sagði hann höfuðmarkmiðið að auka hlutdeild Vírnets í sölu á stáli og saum innan- lands. Um síðustu áramót vora í gangi viðræður við Límtré á Flúðum um kaup á meirihluta hlutafjár í félag- inu af Kaupfélagi Borgfirðinga og Guðsteini Einarssyni. Upp úr þeim viðræðum slimaði og að sögn Þor- valdar Tómasar Jónssonar stjórnar- formanns Vímets sem jafhframt er stjórnarformaður KB eru engar viðræður í gangi um sölu til Lím- trés eða annarra aðila. Hann sagði að það kæmi enn til greina að selja hlut KB þótt ekkert hafi verið ákveðið frekar. A aðalfundinum kom glöggt ffam vilji hluthafa til að tryggt yrði að reksturinn yrði áffam í héraðinu. GE Verksmiíjuhúsnœði Vimets í Borgamesi Næturblót í Brautartungu fslendingar eru þekktir fyrir að byrja sínar skemmtanir seint að kveldi og lætur nærri að hjá sumum nágrannaþjóðum okkar sé verið að loka öldurhúsum um það leyti sem Frónbúar era að koma sér í spari- fötin. Þó er það sjálfsagt ekki al- gengt að dansinn hefjist ekki fyrr en um tvöleytið um nóttina eins og gerðist á þorrablóti í Brautartungu í Lundarreykjadal um síðustu helgi. Afleitt veður var á laugardags- kvöldið í uppsveitum Borgarfjarðar. Skyggni var slæmt og víða þæfings- færð. Því gekk blótsgestum seint að komast í Brautartungu og hluti matfanganna var fastur í skafli ffam eftir kvöldi. Því gat borðhald ekki hafist fyrr en á tólfta tímanum og það var ekki fyrr en langt gengin í tvö um nóttina sem hljómsveitinni tókst að brjótast í gegnum veður- haminn og hefja sjálfan dansleik- inn. Síðustu gestirnir komust á staðinn um klukkan þrjú en ein- hverjir þurftu að sitja heima með sárt ennið vegna veðurs. Samt sem áður var blótið með fjölmennara móti og skemmtu gestir sér hið besta. Dansleiknum lauk ekki fyrr en klukkan sex og þá var skollin á aftaka blíða. GE Vilja Islenska erföagreiningu Stjóm Sjúkrahúss Akraness sam- þykkti á fundi sínum síðasdiðinn mánudag að lýsa yfir vilja tíl að stuðla að því að íslensk erfðagrein- ing hf komi hluta starfsemi sinnar á Akranes. íslensk erfðagreining hef- ur sem kunnugt er sýnt því áhuga að dreifa starfsemi sinni um landið. Akranes og Borgames hafa heyrst nefnd varðandi staðsetningu á starfsstöðvum en engar upplýsingar liggja fyrir um hvort þessir staðir verða fyrir valinu. GE r (slandsklukkan Frumsýning 11. mars. www.vefurinn.is/umfd Mdnudaginn 28. febrúarnk., kl. 11.00, að Gullberastöðum, Borgarfjarðarsveit, verðurboðið upp 1 óskilahross. Um er ræða veturgamla ómarkaða hryssu. Borgarnesi 18. febrúar 2000 Sýstumaðurinn í Borgarnesi STDFIMUN Styrkir til atvinnumála kvenna Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári heimild til að úmluta í styrki 20 milljónum króna til atviimumála kvenna. Áhersla er lö»ð á að greinargóð lýsing á verkefni fylgi með umsokn, srmdtnliðuð kostnaðaráætlim svo og að fram komi hvort leitað hafi verið til annarra tun fjárstyrk. Tilgangur styrkveitinga er einkum að auka þölhreytni í atvinnulífi, viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að draga úr atvinnuleysi meðalkvenna. Skilyrði fyrir umsókn: • Allar konur hvaðanæva af landinu geta sótt uin styrk. • Aðaláherslan verður á verkefni í þremur atvinnu- Eeinurn; Þróun á lífrænum vörum, nýsköpun í rðaþjónustu og stuðningur við atvinnuþróunar- verketni kvennahópa, en heimilt er að styrkja verkefni innan allra atvinnugreina. Forgangs njóta verkefni sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna. Svæði þar sem hlutfaU atvinnulausra kvenna er hátt og fábreytni í atvinnuhfi eru þar með talin. • Stvrkir ekki veittir til verkefna sem eru í samkeppni við aðila í hliðstæðum atvinnurekstri á landsvísu. • Til að verkefni sé styrkhæft í 2. eða 3. sinn þarf fyrir að hggja greinargero vegna fyrri styrkveitinga. • Ekki eru veittir rekstrarstyrkir. • Ekki eru veittir styrkir til íistiðnaðar en tekið er tihit til nytjalistar. • Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki 25% af stofnkostnaði til véla og tækjakaupa og einnig vegna húsnæðis til hópa. • Ekki eru veittir styrkir til afmarkaðra verkefna sem ekki eru atvinnuskapandi. • Að öðru iöfnu nemur framlag af hálfu ríkisins ekki meir en 50% af heildarkostnaði við verkefnið. • Hámarksstyrkur á verkefni er kr. 2,5 milljónir. • Þeim aðilum sem hyggjast sækja um styrk til námskeiða/mennta-smiðju verkefna er bent á að hafa samband við Vinnumálastofnun. Umsóknareyðublöð fást á Vinnumálastofmm, | Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, Reykjavík, sími 5112500 og á heimasíðu stofnunarinnar 5 http://www.vinnumalastofnun.is Umsóknarfrestur er til 21. mars 2000

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.