Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2000, Side 5

Skessuhorn - 16.03.2000, Side 5
onJiaSLItlUi- FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 5 íslenskur landbúnaður getur ekki og mun aldrei geta keppt í verðlagningu við land- búnaðarframleiðslu í suðlægari og gróður- sælli löndum. Það verðum við að sætta okk- ur við. Til þess að halda úti landbúnaði í þessu landi í framtíðinni er því nauðsynlegt að styrkja landbúnaðinn verulega af opin- beru fé - þótt við áttum okkur á því að sá stuðningur muni fara minnkandi er fram líða stundir. En þetta verðum við að gera, því ella fara sveitir landsins í eyði, og það viljum við ekki. Það er höfuðatriði fyrir íslenskt samfélag að sveitirnar fari ekki í eyði og til þess að ná því markmiði verðum við að líta á stuðning við landbúnaðinn sem eins konar fórnarkostnað - tískuorðið þessi misserin. Það má líkja þessu við landhelgisbaráttuna. Við hefðum alveg getað sleppt því að færa út landhelgina, en við gerðum það til þess að geta staðið á eigin fótum. Og við gætum nú til dags alveg sleppt því að vinna fiskafl- ann hér á landi; við gætum alveg sent hann óunninn úr landi, eins og reyndar er nokkuð gert af, en við viljum fá að vinna meginhluta hans hér til að renna stoðum undir sjálfstætt íslenskt samfélag. Stuðningurinn við land- búnaðinn er nákvæmlega sama eðlis. Þetta var, svona nokkurn veginn, inntak- ið í vörn Ara Teitssonar bændahöfðingja fyr- ir nýjan samning milli ríkisins og bænda sem felur í sér fimmtán milljarða styrk við bænd- ur á næstu árum - samning sem stuðnings- menn íslenska landbúnaðarkerfisins vissu vel að yrði umdeildur í besta lagi og Ari var því fyrirfram allur í vörn þegar hann var spurður um samninginn. En þessar rök- semdir hans fyrir nauðsyn á fimmtán millj- arða ríkisstyrk duga engan veginn. Rétt er að taka fram að ég er í rauninni ákafur stuðningsmaður íslensks landbúnað- ar og er tilbúinn til að greiða töluvert hærra verð fyrir landbúnaðarvörur sem ég veit að eru tryggilega upprunnar hér á voru (ennþá) hreina og ómengaða landi. Þær eru líka samkvæmt mínum smekk yfirleitt betri en þær erlendu. Og mér finnst líka æskilegt að halda sem mestri byggð í sveitum landsins. En röksemdir bændahöfðingjans lyktuðu af því að landbúnaðurinn liti sjálfur á sig sem eins konar bónbjargarmann á íslensku þjóð- lífi, sem aðrir þjóðfélagsþegnar yrðu að halda lífi í af gustukaskyni, svo hann lognað- ist ekki út af. Ef við fáum ekki bætur, þá deyjum við. Viljiði virkilega að við deyjum? Þetta virtist vera það sem bændahöfðingjan- um var efst í huga. En samlíking hans við sjávarútveginn og landhelgisbaráttuna var út í hött, til dæmis. Við færðum út landhelgina til þess að sitja einir að verðmætunum sem fiskurinn í sjón- um er, og að reyna að líkja því við að setja milljarða króna í íslenskan landbúnað er því líkast að landbúnaðurinn telji sig þurfa að skreyta sig með lánsfjöðrum. Og ástæðan fyrir því að við reynum að fullvinna sem mest af fiski hér á landi er einfaldlega sú að á því græðir þjóðfélagið mest þegar til lengdar lætur - það er ekki styrkur eða „fórn- arkostnaður" til sjávarútvegsins. íslenskur landbúnaður mun taka breyt- ingum þegar styrkjakerfið fellur niður eða verður altént aðlagað að raunveruleikanum og íslenskir bændur þurfa að búa sig undir það, svo þeir geti stoltir í bragði framleitt það sem þeir geta best - kannski á hærra verði en verksmiðjulandbúnaðurinn í útlöndum, en gæðin verða líka vonandi meiri og þá munum við öll vera tilbúin til að borga nógu hátt verð til þess að landbúnaðurinn geti borgað sig. En þeir eiga ekki að láta bjóða sér þá vörn fyrir milljarðastyrki frá ríkinu sem felst í því að væla ef bændur fái ekki pening þá fari sveitirnar í eyði. Líkast til er það rétt að landbúnaðarkerfið hafi alltof lengi dregið úr frumkvæði og áræði íslenskra bænda - alla vega fannst mér heldur lítið leggjast fyr- ir bændahöfðingjann með þessari hjákát- legu vörn í blaðinu. Ég vona að bændur á Vesturlandi hafi ögn meiri metnað en þessi orð bændahöfð- ingjans gefa til kynna - metnað sem felst í öðru en að væla út styrki því annars deyjum við. Metnaður íslenskra bænda á vitaskuld að felast í því einu að framleiða úrvalsvöru - ekki í því að halda sveitum landsins í byggð af hugsjónaástæðum. Ef íslenskir bændurfá að framleiða sínar úrvalsvörur munum við alltaf vera tilbúin til að kaupa þær, og veita okkur þann lúxus sem þær eru og hljóta enn frekar að verða í framtíðinni - og þá munu sveitirnar haldast í byggð. En þetta á ekki að hugsa öfugt, eins og bændahöfðinginn virð- ist gera: Elsku bestu kaupiði íslenskar land- búnaðarvörur og ef það dugar ekki til, þá styrkið okkur um fimmtán milljarða, til að halda sveitunum í byggð. Ef þetta eiga að vera aðalröksemdir talsmanna bænda munu þeir brátt tala fyrir daufum eyrum. Ævintýrasöngleikur Eftir Þorvald Þorsteinsson í leikstjóm Stefáns Sturlu Sigurjónssonar Tónlist samdi Jóhann G. Jóhannsson Síðustu sýningar í félagsmiðstöðinni Óðali fimmtudag 16. mars kl. 17.oo og 20.oo föstudag 17. mars kl. 17.oo og 20.oo Leikur, söngur, grín og glens ! ffllir velhomnlr. fidf. logg. /asteígna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 Nýtt á söluskrá Veitingastaður í Borgarnesi Til sölu glæsilegur veitingastaður í einu elsta húsi bæjarins. Húsið hefur allt verið endurbyggt og innréttað á mjög vandaðan hátt 1996. Húsið er á þremur hæðum samtals 325 ferm. Brunabótamat 34.000.000. Leyfi fyrir 150 gesti en veitingasalur fyrir um 50 manns. Húsið selst með öllu sem í því er: Innréttingar, bar, hljómflutningstæki, breiðtjald, sýningarvélar, myndir á veggjum og allur borðbúnaður fyrir um 100 manns. Húsið getur verið til afhendingar með skömmum fyrirvara. Ásettverð 25.000.000. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Snæfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2015 samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Breytingin felst í stækkun svæðis undir íbúðarhúsabyggð á Selhóli, Hellissandi. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Snæfellsási 2, Hellissandi, frá og með miðvikudeginum 15. mars til miðvikudagsins 12. apríl 2000. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna, eigi síðar en 26. apríl 2000. Skila skal athugasemdum skriflega á bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn Deiliskipulag á Selhóli Auglýst er eftir athugasemdum við deiliskipulag og skipulagsskilmála fyrir íbúðabyggð á Selhóli Hellissandi. Um er að ræða götu með 8 byggingarlóðum undir einbýlis- og parhús ásamt leiksvæði. Deiliskipulag við Háarif Auglýst er eftir athugasemdum við deiliskipulag og skipulagsskilmála fyrir íbúðalóðir við Háarif, Rifi. Um er að ræða lóðir nr. 17a til 21. Uppdrættir ásamt skipulagsskilmálum eru til sýnis á almennum skrifstofutíma á skrifstofu Snæfellsbæjar Snæfellsási 2, frá 15. mars til 12. apríl 2000. Athugasemdir berist skrifstofu Snæfellsbæjar fyrir 26.apríl 2000. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan framangreinds s telst sambvkkur íienni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.