Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 2
2 ■ v • i * ' ■ ' ’ : xfjy r t rT/MTvr FIMMTUDAGÍÚR 25. MAI 2000 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgames og Akrones) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgomes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og úbm: Gísli Einarsson 852 4098 Internetþjónusta: Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310 Egill Egilsson, Snæfellsnesi 894 5038 íþróttafréttaritari: Jónas Freysson (James Fryer) Auglýsingor: Hjörtur Hjortarson 864 3228 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og Magnús Magnússon Umbrot: Skessuhom / TölVert Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í iausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 Gísli ritstjóri. Fátt þykir mér jafh tilgangslaust og leiðinlegt og að þurfa að standa fyrir máli mínu, rökstyðja mínar gerðir og sannfæra aðra um að ég hafi rétt fyrir mér. Eg veit að ég hef rétt fyrir mér og sé ekki ástæðu til að ræða það ffekar. Það er því í alla staði óþolandi að þurfa að standa í þrefi og þjarki um einfalda hluti. Samt er það svo að flestir nútíma Islendingar eyða stór- um hluta ævinnar í þjark og þref. A fyrri tíð eyddu menn ekki dýrmætum tíma í skoðanaskipti eða málalengingar um fánýta hluti. Þeir hjuggu höfuðið hver af öðrum ef í odda skarst og síðan var málið úr sögunni. Að minnsta kosti ekki af hálfu þess sem missti hofuðið í það skipt- ið. Eg æda reyndar ekki að mæla með því að afhöfðun verði tek- in í almenna notkun á nýjan leik því það er hægt að fá útrás á þrifalegri hátt. Því sámaði mér verulega að fylgjast með um- ræðum á Alþingi síðusu dagana áður en þingmönnum var sleppt út í nýgræðinginn. Þeim dögum var fórnað í umræður um hvort ólympískir hnefaleikar skyldu heimilaðir með lögum hér á landi. Þar var þrefað um það klukkutímunum saman hvort leyfa ætti mönnum að berja aðeins hver á öðmm í stað þess að leyfa einfaldlega þingmönnum að berja aðeins hver á öðmm og leysa málið þannig á einfaldan og fljótlegan hátt. Svo fór á endanum að Alþingi ákvað að öll dýrin í skóginum skyldu verða vinir og ekkert dýr mætti lemja annað dýr. A meðan á atkvæðagreiðslunni stóð vom hinsvegar ungir sem aldnir að berja hver á öðmm á götum úti og gott ef ein- hverjum hefur ekki verið slegið utan í Alþingishúsið þegar síð- asta atkvæðið var talið. Það er fallegt og göfugt að segja að allir skuli vera góðir við alla og Hfa hamingjusamir upp frá því. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að maðurinn er í eðli sínu blóðþyrst rándýr og sú hvöt verður ekki bæld niður með atkvæðagreiðslu. Maður- inn er í eðU sínu rándýr og sú hvöt verður ekki bæld niður með einfaldri atkvæðagreiðslu. Þar á ofan hefur það alla tíð verið þannig að menn væm metnir eftir því hversu marga þeir hafa barið á kjaftinn eða haushöggvið. Við Vesdendingar erum þar engin undantekning. Við emm flest komin af mstum og ribböldum og hælum okkur af því við hvert tækifæri. Við höldum hátíðir til að minnast þeirra Eiríks rauða, Egils og Snorra sem allir vora hinir verstu menn sam- kvæmt opinberri skilgreiningu. A meðan við setjum þá á stall sem mest og best hafa barið, slegið, kýlt eða höggvið getum við varla amast við því þótt fá- einir hnefaleikendur dangh hver í annan með vetdinga á lúk- unum. Þótt ég kjósi það sjálfur að vera óbarinn ef ég á þess kost sé ég enga ástæðu til að banna öðrum að láta ganga í skrokk á sér ef þeir hafa gaman af því. Þeir gera þá ekkert verra af sér á meðan. Gísli Einarsson, ribbaldi. skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is egill@skessuhorn.is ougl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Óánægja með símamál í Snæfellsbæ Sitja allir við sama borð? spyr Ragna Ivarsdóttir í Vatnsholti „Ráðamenn tala fjálglega um að allir eigi jafnan rétt á námi óháð búsetu en þegar á reynir er ekki hægt að hefja nám hér í sveitinni vegna þess að engin ISDN-teng- ing fæst á svæði,” segir Ragna Ivarsdóttir í Vatnsholti í Snæfells- bæ. Hún og fleiri íbú- ar í sunnanverðum Snæfellsbæ eru óá- nægðir með þjónustu Landsímans við tölvu- notendur. „Eg var í fjarnámi við Símenntunarmið- stöð Vesturlands í CEWIT-námi en CEWIT nám er einmitt tölvunám fyrir konur í dreifbýli. I 5 vikur tókst mér ekki að komast inn á náms- síðuna mína. Það þurfti að taka út öll aðgangs- orð og aflæsa síðunni hjá nemendunum svo ég kæmist inn. Slíkt er ekki algengt." segir Ragna. I vetur var sett upp ISDN tenging í Lýsu- hólsskóla eftir að for- svarsmenn skólans höfðu ítrekað óskað eftir úrbótum þar. Ragna segist hinsvegar ekki skilja hversvegna aðrir á svæðinu njóti ekki sömu réttinda. „ Vandamálið liggur í því að aðeins símalína er á svæðinu og hún annar ekki öllum þeim gagna- flutningum sem eiga sér stað þar sem hún hefur einfaldlega ekki burðargetuna til þess. Þar að auki get ég ekki notað símann á meðan ég er tengd netinu og hér er not- ast við NMT þarsem GSM er ekki enn komið á svæðið. Eg hafði samband við Olaf Stephensen kynningarfulltrúa hjá Landssímanum og hann gaf mér þau svör að Landsíminn ræki ekki byggða- stefnu.” Gunnar Emilsson staðarverk- stjóri hjá Landsímanum í Borgar- nesi segir að vanda- mál Rögnu og henn- ar nágranna liggi í of mikilli fjarlægð ffá næstu símstöð. “Til að geta fengið ISDN tengingu er hámarks fjarlægð frá simstöð til notanda 7 kíló- metrar og þá er átt við stöðvar með ISDN fjölsíma. Það er fyrirhugað að reisa nýtt fjölsíma- hús á Oxl í Breiðuvík í haust og því styttist í að Ragna og aðrir á þessu svæði fái viðunandi þjónustu í gagna- flutningum,” segir Gunnar. Ragna lvarsdóttir Gunnar Emilsson Ibúðarhiísið að Hellisbraut 9 á Hellissandi. Húsbruni á HeUissandi Aðfaranótt miðvikudagsins 17. maí sl. var tilkynnt um eld í íbúðar- húsi á HelHssandi. Húsið var mann- laust en það hefur um nokkurt skeið verið notað sem orlofshús. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var húsið læst og slökkviliðs- menn þurffu að brjótast inn. Hús- gögn og aðrir innanstokksmunir eyðilögðust í eldinum og húsið er illa farið af eldi og reyk. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík er ekki vit- að um orsök eldsins en málið er í rannsókn. EE -------h-b------ Þrír um hverja lóð í Ásahverfi Nú fer senn að líða að því að bæj- arráð Akraness fari að úthluta lóð- um í hinu nýja Ásahverfi sem á að rísa inn af Jörundarholti og Leynis- braut. Bæjarráði hafa borist ríflega 60 umsóknir en aðeins er um 22 lóðir að ræða. Ekki liggur fyrir hvernig úthlut- un lóðanna verður háttað og hvernig hægt verði að tryggja fyllsta jafnræði. Ein þeirra leiða sem til greina koma er að draga miða úr hatti. BG ‘aggjsaiiwfyiFM Vilja banna blýhögl Eftir ábendingu hesta- og fjáreigenda á Akranesi hefur bæjarráð Akraneskaupstaðar lýst yfir þeirri skoðun að rétt væri að banna notkun hagla- skota með blýhöglum á skot- svæði Skotfélags Akraness. Þannig hagar til að skotsvæðið liggur að beitarlandi Akranes- kaupstaðar. Búfjáreigendur á Akranesi segja að blýhöglin geti valdið mengun sem geti skaðað skepn- ur. Búfjáreigendtn leggja til að eingöngu verði notuð stálhögl á skotsvæðinu við Akrafjall. Bæj- arráð hefur vísað málinu til um- fjöllunar umhverfisnefhdar og Heilbrigðisnefndar Vestur- lands. BG Vilja ekki norskar í spurningu vikunnar á frétta- vef Skessuhom var spurt: “Á að leyfa innflutning á fósturvísum úr norskum kúm?” 195 svöraðu spurningunni og niðurstaðan var afgerandi. Já sögðu 38 eða 19%: og nei sögðu 157 eða 81%. GE Háholt verður botnlangi Nú stendur yfir lokaffágang- ur á þeim hluta Stillholts sem nefndur hefur verið nýi mið- bærinn á : Akranesi. Vafalaust bíða margir spenntir eftir að sjá verkið fullklárað en fram- kvæmdin hlaut á sínum tíma mikla gagnrýni í bænum. Með þessu fjölgar bílastæðum gegnt stjórnsýsluhúsinu mikið. Við framkvæmdina er efri endi Háholts gerður að botn- langa sem felur í sér að ekki er lengur einstefha upp þá götu og einnig verður inn- og útkeyrsl- um breytt. SÓK dóttir þjálfar Skagastúlkur Komist hefur verið að sam- komulagi við Kristján G. Þor- valdzum að hann láti af störfum sem þjálfari meistarflokks kvenna hjá Knattspymufélági IA. Við starfinu tekur Margrét Akadóttir. Margrét ér Skaga- mönnum að góðu kunn, hún hefur um árabil leikið með Skagastúlkum og einnig á hún að baki nokkra landsleiki. BS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.