Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 5
SHESSUiiOBKI FIMMTUDAGUR 25. MAI 2000 5 Fyrir ekki nema fimm árum hefði ég hengt mig frekar en leggja svo mikið sem tíkall und- ir að Ólafur Ragnar Grímsson yrði kjörinn for- seti íslands - og ég ætti sjálfur eftir að kjósa hann. Maðurinn virtist njóta afar takmarkaðra vinsælda með þjóðinni - enginn frýði honum vits en meir var hann grunaður um græsku, og þau pólitísku slagsmál sem virtust hans líf og yndi hefðu útilokað í að minnsta kosti mínum huga að hann gæti orðið það sameiningartákn þjóðarinnar sem okkur er tamt að segja við há- tíðleg tækifæri að forsetinn eigi að vera. „Hefðu útilokað" segi ég vegna þess að ég hefði sem fyrr segir aldrei látið mér detta í hug að hann af öllum mönnum færi í forsetaframboð og hvað þá að hann yrði kosinn. Allra síst að ég myndi kjósa hann. Að venja þjóðina við þá tilhugsun að Ólafur Ragnar Grímsson kjmni að vera ákjósanlegur forseti er sennilega eitthvert mesta „PR“-afrek sem unnið hefur verið á íslandi og ég veit satt að segja ekki hver afreksmaðurinn er - Ólafur Ragnar sjálfur, Guðrún Katrín heitin eða ein- hver dularfullur auglýsingamaður útí bæ. Það uppátæki þjóðarinnar að kjósa Ólaf Ragnar sem forseta er líklega eitthvað það óvæntasta sem hún hefur tekið uppá alla sína tíð - og fyr- ir það má kannski gefa þjóðinni eitt svolítið prik; það er aldrei æskilegt hjá nokkurri þjóð að vera algjörlega fyrirsjáanleg. Og ég segi fyr- ir sjálfan mig að ég kaus hann semsagt, þar sem hann virtist óumdeilanlega besti kostur- inn af þeim sem í boði voru - sá friður og kyrrð sem hafði færst yfir hann eftir að hann ákvað forsetaframboðið virtust nokkuð sannfærandi, en um leið virtist mega treysta honum til að færa embættið ögn upp úr þeirri loðmullu sem það var óneitanlega komið í. Sem sagt, gott. Ólafur Ragnar var kosinn forseti og lofaði lengi vel ákaflega góðu. Ferð hans og Guðrúnar Katrínar á unglingasam- komuna í Galtalækjarskógi, rétt eftir að hann var kosinn, virtist hressileg tilbreyting í starfi forseta íslands eins og það hafði þróast og næstu misserin sýndi Ólafur Ragnar ákveðna viðleitni til þess að færa forsetaembættið nær þjóðinni og nær jörðinni - hann hélt nokkrar ræður þar sem hann virtist meirað segja hafa ennþá eina eða tvær skoðanir og satt að segja var ég einna ánægðastur með það sem hann varð umdeildastur fyrir - það er að segja það svolitla uppistand sem varð þegar hann lýsti því yfir að bæta yrði vegina í Barðastranda- sýslu, eftir að hafa farið þar um í embættiser- indum. Margir fussuðu og sveiuðu yfir því að sjálfur forseti íslands skyldi vera að sletta sér fram í mál eins og vegagerð á einstökum stöð- um, en ég var mjög ánægður með þetta. í fyrsta lagi var þetta hárrétt hjá Ólafi Ragnari og í öðru lagi gat ég ekki séð neitt nema gott eitt um þá staðreynd að forsetinn skyldi vekja athygli á þessu - hvað með það þó einhveijir al- þingismenn eða sveitastjórnarmenn sem hefðu átt að huga betur að vegunum yrðu móðgaðir? Forsetinn var ekki kosinn til að móðga aldrei neinn, og ég hélt sem sé að Ólaf- ur Ragnar hefði sem forseti áttað sig á því. En eftir því sem misserin liðu fækkaði þeim tilfellum þegar Ólafur Ragnar virtist hafa eitt- hvað bitastætt að segja þjóð sinni. Vitaskuld var skiljanlegt að hann væri ekki uppá sitt besta eftir fráfall konu sinnar og við gerðum ekki miklar kröfur til forsetans í langan tíma eftir það. En síðan er liðinn alllangur tími, Óla- fur Ragnar hefur spjarað sig vel eftir því sem við vitum best og þá væri gott að fara aftur í heyra í þeim efnilega forseta sem allra fyrstu misserin virtist sestur að á Bessastöðum. En hann virðist nú gjörsamlega horfinn. Ó- lafur Ragnar Grímsson forseti hefur ekki í langan tíma sagt eitt einasta orð sem einhver veigur er í - með fyrirvara um að auðvitað hef ég ekki heyrt hvert einasta orð sem hann hef- ur mælt opinberlega, en ég treysti því að það myndi rata í fréttir ef það gerðist - og þótt hann fari víða og virðist alla jafna hinn vin- gjarnlegasti og hafi svosem ekki gert neinn skandal af sér, þá virðist hann ekki lengur hafa neitt að segja þjóðinni. Og hann hefur altént einhvers staðar tapað þeim andblæ sem virtist yfir honum fyrstu misserin, þar sem á Bessa- staði virtist vera kominn maður til að taka til hendinni. Hann hefur tapað áróðursstríði sem við vitum ekki hvar var háð eða af hverjum, en hann hefur alveg augljóslega tapað - að minnsta kosti í bili, þótt ég voni að hann taki á sig rögg á nýju kjörtímabili. Hann á að sönnu harða og nokkuð óvægna andstæðinga og sannast að segja nýtur hann núorðið mestrar samúðar einmitt vegna þess - við sjáum ekki að hann hafi beinlínis unnið til þess baknags, enda er það runnið af gömlum pólitískum og persónulegum ástæðum en stafar engan veg- inn af frammistöðu hans í forsetaembættinu. En orð hans vekja lítinn áhuga - það sem verra er, þau eru smátt og smátt farin að vekja brosviprur í andlitinu, að ég segi ekki skelli- hlátur - eins og hlaut að vakna af lestri á sprenghlægilegri ræðu sem forsetinn hélt ein- hvers staðar vestan hafs og var svo innantóm- ur og klisjukenndur þjóðernisbelgingur að þessi tónn hefði kannski (bara kannski) verið i lagi 1910 en ekki árið 2000. Tilgangurinn með þessari ræðu er og verður eilífur leyndardóm- ur. Ólafur Ragnar Grímsson verður forseti ís- lands að minnsta kosti næstu fjögur árin. En hann verður að snúa við blaðinu - hann verður aftur að reyna að finna sér eitthvað að segja og gera það svo eftir verði tekið. Og hann verður umfram allt að blása út í hafsauga þeim form- leika og snobbi sem af einhveijum dularfull- um ástæðum virðast farin að umlykja forseta- embættið æ meira. Hann verður að snúa sér aftur að því að verða veitandi þjóðarinnar - veita henni einhvern fróðleik, einhveija á- minningu, í stað þess að núorðið er hann í hlut- verki þiggjandans og það virðist vera hlutverk þjóðarinnar að gera Ólafi Ragnari sitthvað til skemmtunar og dundurs í lífinu. Nú er ekki spurt: Hvað getur Ólafur Ragnar gert fyrir þjóðina, heldur hvað getur þjóðin gert fyrir Ólaf Ragnar? Eða réttara sagt, hvað getur þjóðin gert fyr- ir Dorrit? Erum við nógu skemmtileg fyrir hana? Og fín? Gjörið svo vel að breyta þessu hugarfari... Illugi Jökulsson - MANSÖMGVAR - Tónleikap lauqard Bopqapneskirkju uqardaqinn 27. maf Id. 16 Flijtjendur: Hörn Hrafnsdóttir, mezzósópran Jacek Tosik Warszawials, píanó A efnisslcránni verSur mec'ol annars: LjóSafl okkurinn Frauenliebe und Leten eftir Scliu Arfur úr operunni Carmen eftir Bizet auk fleiri arfa Varmalandsskólí Varmaíandt S. 430 1500 Skólaslit Skólanum verður slitið miðvikudaginn 31. maí kl. 14:00 Allir velkomnir Kaffiveitingar að loknum skólaslitum Sérstaða sveitaskóla Við viljum þakka öllum þeim er lögðu okkur lið í árlegu vorverkefni skólans. Án velvilja ykkar gætum við ekki unnið þetta skemmtilega verkefni a. a. a Hafið þökk fyrir Skólastjóri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.