Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 10
*F 10 FIMMTUDAGUR 25. MAI 2000 Sg«SSglMf«31M fóófegt ()o rn Yfirfarinn veg Hallgrímsdagur í Saurbæ Heilir og sælir lesendur góðir, til sjávar og sveita Kaldur vetrardagur á útmánuðum í Reykholtsdal í Borgar- j firði. Hópur manna kemur ríðandi að Hægindi sunnan Reykja- i dalsár. Úti fyrir dyrum bíða vinnuhjúin Benónýja Þiðriksdóttir j og Baldvin Jónsson. Þau halda á litlu barni, aðeins fárra vikna i gömlu. Barnið er dóttir þeirra, Þuríður. Komumenn staldra < stutt við og fátt er sagt. Þuríður litla fer með þeim en foreldrar j hennar ekki. Árið 1910 leyfist fátæku vinnufólki ekki sá munað- ur að ala upp börn. Þeim eru önnur störf ætluð, mikilvægari að j mati samtíðarinnar. Þau áttu engra kosta völ annara en að láta > bamið í fóstur. Þetta var ekki fyrsta kveðjustund Benónýju,' Baldvins og barns þeirra heldur sú ijórða. Áður höfðu þau séð á eftir Eiríki, Helgu og Guðjóni í hendur annarra foreldra. Þau ; vom svo sannarlega fátækt fólk en fátækust voru þau þennan j dag. Þau áttu eftir að eignast ijögur börn í viðbót en þeim fengu j þau að halda. Fósturforeldrar Þuríðar voru Ingibjörg Magnúsdóttir og Þor- j steinn Guðmundsson á Auðsstöðum í Hálsasveit. Þar ólst hún i upp ásamt fóstursystkinum sínum, Ingibjörgu og Guðmundi, en í þau em bæði látin. Á fósturfjölskyldu sína leit hún alla tíð sem j sína nánustu og minntist alltaf með mikilli hlýju. Það sýndi hún í í verki með því að skíra fyrsta barn sitt Ingibjörgu Steinu. Menntun barna var ekki ofarlega á blaði á þessum ámm. Námsferill hennar spannaði alls sex vikur í farskóla. Meira var í ekki í boði. Skort á menntun vann hún upp með eftirtektarsemi: og góðri greind. Þegar flest tímarit sem seld voru hérlendis vom : á dönsku stautaði sig hún sig smám saman fram úr þeim með því j að spyija aðra um þau orð sem hún ekki skildi. Þeim orðum j fækkaði ört og loks las hún dönsku áreynslulaust sér til gagns. j Þetta kalla ég menntun þótt ekkert sé prófskírteinið. Þuríður giftist Konráði Guðmundssyni húsasmíðameistara og I garðyrkjubónda frá Hesti í Önundarfirði. Þau hófu búskap að j Gmnd í Hrunamannahreppi en fluttust síðar að Rauðavatni í út- i j jaðri Reykjavíkur. Þrátt fyrir ný heimkynni unni hún Borgar- j firði alltaf mest allra sveita, einkum þó Reykholtsdal og Hálsa- j sveit og spurði reglulega ffétta þaðan. Ekki fluttust öll systkini Þuríðar burt úr héraðinu. Þiðrik var j bóndi á Grenjum á Mýmm en fluttist í Borgarnes eftir að hann i hætti búskap. Hann lést fyrir nokkram áram. Guðný var lengi ráðskona á Leiralæk í Álftaneshreppi en býr j nú í Borgarnesi. Helga fluttist fyrr á þessu ári á Dvalarheimilið i Borgarnesi en j var lengstum húsfreyja í Hægindi í Reykholtsdal. Þuríður Baldvinsdóttir, amma mín, lést þann 15. maí sl. í j hárri elli. Hún er jarðsett í dag frá Áskirkju í Reykjavík Lengi j lifi minning hennar. Sunnudaginn 28. maí verður í Saur- bæ á Hvalíjarðarströnd haldinn hátíð- legur Hallgrímsdagur. Er um að ræða lið í hátíðahöldum Borgarfjarðar-pró- íástsdæmis í tilelhi af kristnitökuaf- mæli, og að þessu sinni verður minn- ing sálmaskáldsins mikla, sr. Hallgríms Péturssonar, í heiðri höfð. Dagskrá dagsins hefst með messu kl. 14.00 í Hallgrímskirkju í Saurbæ þar sem dr. Sigurbjöm Einarsson, fyrrverandi biskup, mun prédika og tala um bænamál sr. Hallgríms. Að því loknu verður farið að félagsheimilinu Hlöðum, þar sem kaffiveitingar verða í boði Héraðsnefndar Borgarfjarðar- prófastsdæmis og um kl. 16. verða síð- an flutt þrjú stutt erindi um sr. Hall- grím Pétursson. Ræðumenn munu verða þeir sr. Þorbjöm Hlynur Ama- son, prófastur á Borg, dr. Gunnar Harðarson, heimspekingur og dr. Ein- ar Sigurbjömsson, prófessor. Sr. Þorbjöm Hlynur mun verða með stuttan trúffæðilegan inngang að Passíusáfrmmum, þá mun dr. Gunnar Harðarson flytja erindi sem hann nefiúr „Um sjö guðrækilegar hugleið- ingar Hallgríms Péturssonar og sam- band þeirra við miðaldir" og að lokum mun dr. Einar Sigurbjömsson fjalla um upprisutrú í sáfrnum sr. Hallgríms. Allir em hjartanlega velkomnir til þáttöku í þessum Hallgrímsdegi og væri ánægjulegt að sjá sem flesta. Fréttatilkynning. Smári Lúövíksson formaður Lionsklúbbs Nesþinga afhendir Sigríði Sigurðardóttur leik- skólastjóra myndbandsupptökuvélina. Mynd: GE Gjöf til Kríubóls Lionsklúbbur Nesþinga afhenti leikskólanum Kríubóli á Hell- issandi nýja myndbandsupptökuvél fyrir skemmsrn. Klúbburinn stend- ur árlega fyrir leikfangahappdrætti á aðventunni og er ágóðanum varið til að styrkja góð málefhi. GE Ungir framsóknarmenn Bjetrki Már Karlsson sjálfskipaður þjóðháttafrœðingur Æ Aðalfúndur Félags ungra framsókn- armanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu var haldinn á Mótel Venus í apríl síð- astfrðnum. Kosið var í nýja stjóm. Hana skipa Unnsteinn Snorri Snorra- son, Syðstu-Fossum, foimaður, Guðni Guðmundsson, Borgamesi og Hákon Þorsteinsson, Kvíum II. Dagana 23. - 2 5. júní verður 28. þing FUF haldið að Hólum í Hjaltadal. FUF hvetur alla unga ffamsóknarmenn til þess að taka þáttíþinginu. Nánariupplýsingarum þingið má fa með því að hafa samband við stjóm FUF í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu eða þá með því að fara inn á vef ffamsóknarflokksins, www.ffam- sokn.is/suf. (Fréttatilkyrming) Brauðný Geirs Þar sem Engilsaxneskir knatt- spymendur hafa lagt legghlífemar á hilluna til hausts hefur þýðingardeíld Halifaxvefjarins ákveðið að snúa sér að öðrum sérverkefnum. Það er markmið ogstefha stjómenda Halifaxklúbbsins á íslandi að útrýma notkun erlendra sér- heita í íslenskum fjölmiðlum enda má undantekningalaust finna sambærileg íslensk nöfii sem eru mun hljómfeg- Brýnasta verkefhið er að finna íslensk nöffi á þá erlenda aðila sem mest eru á- berandi í fjölmiðlum og í fyrsm lotu birtum við ný nöfn á fáeinum tóniðn- aðarmönnum, leikverktökum,stjón- málamönnum og biffeiðastjóru. Söngkvinnur: Britney Speats - Brauðný Geirsdóttir Christitia Anguilera - Kristín Angurværa Withney Houstan - Véný á Hesti Tina Tumer - Titma SneriU Jennifer Lopez - Jófrtður Laufdal Dolfy Parton - Þórlaug Darradóttir Illjómflutningsmenn: Michael Jackson - MikjáBJakobsson í hýómsvehnn Fimm synirjakobs) Eltonjohn - Erlingjón Sting - Örvar-Oddur Niels Herming Örsted Pedersen - Njátt Hrnrik Eiríkur Pétursson ClijfSichard - Pétar Ríkharðssim Opinberir aðilar: Madeline Alhrigbt - Maðlín Heiðsktr DorritMnssajeff- DáfriðurMvspellsdótt- Gro Harlem Brtmdtland - Gróa Hömfrá Hreðjavatni Leikstýrendun Lars von Trier - Lárusfrá Þruhvngitm Stephen Spielberg - Stifánfrá Leikskálum Karleikarar: Amold Steartsenegger - Amaldur Svart- ttwggur Jean Claude van Ðamme -Jens klaufifrá Stíflu Jim Carrey -Jón Kaný Kevin Bacon - Ketfinnur Flesk John Travoha -Jóti til Trafala Christofer Plummer - Krissi ptpari Doitald Sutherland - Andrés Sumtland Tom Cruise - Þormóður Bollason Ðustin Hojfmann - Friðtikgoði Kristnihátíð í Borgarfjarðarprófastsdœmi Hall Mess skirkja í Saurbæ: [ MJbUND AR Ræðum Dagskrá aj Kaffiveiti: Að því loknu eð menn: Hlynur Árnason, prófastur nar Harðarson, heimspekingur Dr. Einar Sigurbiörnsson, prr£-- WKT , Verið PrÁfoctnr rrorasmr Landbúnadarháskólinn á Hvanneyri endurmenntun Skjolbeltarækt Námskeið þar sem þátttakendur kynnast markmiðum skjólbeltaræktar, nytsemi skjólbelta og aðferðum við ræktun þeirra. Námskeiðið er ætlað bændum, skógareigendum og öðru áhugafolki. Staður: Hvanneyri, 31. maí Leiðbeinendur: , Friðrik Asp^lund Olafur Erlipg Olafsson Sigvaldi Asgeirsson w Vörðum leiðina u Varðveisla menningarmynja. þc Námskeið í vörðuhleðslu þar sem þátttakendur læra undirstöðuatriði í grjóthleðslu og fá þjálfun í að hlaða grjóti í vörður undir leiðsögn kunnáttumanns. Staður: Haukadalur í Dalasýslu, 3.-4. júní Leiðbeinandi: Guðjón Kristinsson, hieðslumeistari. Nánari upplýsingar og skráning hjá Landbunaðarháskólanum í síma 437 0000 eða bréfsíma 437 0048 i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.