Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 9
gSESSUHÖBf i 9 FIMMTUDAGUR 25. MÁÍ 2000 Kristín Gróa Þorualdsdóttir dúx frá FVA vorió 2000 henni veitt verðlaun sem kennd eru við Þorvald Þorvaldsson en þau eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og eðlisfræði. Davíð Rósenkrans Hauksson hlaut verðlaun fyrir íslenskan stíl, en þau eru til minningar um Irisi Jóns- dóttur. Unnar Þór Bachmann fékk peningaverðlaun úr sjóði Guð- mundar P. Bjamasonar firá Sýruparti en Unnar útskrifaðist síðasta haust. Onnur verðlaun fengu þeir Agúst Elvar Jóhannsson og Davíð Freyr fyrir rafeindavirkjun, Erla B. Guð- rúnardóttir fyrir viðskiptagreinar og stærðfræði, Guðrún L. Níelsdóttir fyrir ensku, Katrín Rós Baldursdótt- ir fyrir efriafræði og líffræði, Ragn- heiður Guðmimdsdóttir fyrir dönsku og hjúkrunarfræði, Signý Gunnarsdóttir fyrir ensku og dönsku, Sverrir Aðalsteinn Jónsson fyrir vélsmíði og Theódóra Lind Þorvaldsdóttir fyrir húsasmíði. Theódóra hlaut einnig sérstök verð- laun stofhuð af Ködu Hallsdóttur, sem veitt em þeim sem sýnir góðan námsárangur í einhvers konar verk- námi, og skaut hún þar með mörg- um stráknum ref fyrir rass. Vilhjálm- ur Karl Haraldsson, sem brautskráð- ist af starfsbraut skólans, fékk svo sérstaka viðurkenningu fyrir einstak- an dugnað og eljusemi. Gauti Jó- hannesson hlaut námsstyrk Akra- neskaupstaðar og hljóðar hann upp á rúmar 300 þúsund krónur þetta árið. Gauti útskrifaðist síðasta haust og er nú við nám í virtum háskóla í Sví- þjóð. Það var því faðir Gauta, Jó- hannes Guðjónsson, sem veitti styrknum viðtöku fyrir hans hönd. Tveir starfsmenn skólans, þær Hild- ur Guðmundsdóttdr og Guðrún Jónsdóttir, hafa ákveðið að láta af störfúm að þessu skólaári loknu og fengu þær málverk og blómvendi að gjöf fyrir vel unnin störf í þágu skól- ans. Gospelkórinn tók lagið við at- höfhina og einnig spilaði Dóra Ema Asbjömsdóttir, nemandi skólans, á píanó. Þrír sldptinemar luku námi af almennri braut þetta árið, þær Car- men frá Þýskalandi, Ambar frá Venesúela og Heather frá Bandaríkj- unum. Þær fluttu ávarp þaj sem þær sögðu frá dvöl sinni á Islandi og þótti þeim bara takast nokkuð vel upp. Alma Auðunsdóttir flutti á- varpið fyrir hönd útskriftamema að þessu sinni. Þórir Olafsson skóla- meistari batt svo enda á athöfhina með því að ávarpa útskriftamem- endur og óskaði hann þeim til ham- ingju með áfangann en minnti jafh- framt á að menntun er ævilangt ferli sem lýkur ekki þegar gengið er út um dyr skólans. SOK HEKLASöluumboð • Sólbakka 2 • Sími 437 2100 • gesturellert@simnet.is Söluumboð Nú er tækifæri til að skoða og reynsluaka nýjum Mitsubishi Pajero, ótrúlega vel búnum jeppa sem markar tímamót hvað varðar tækni og búnað. Ný 165 hestafla DID dísilvél og 202 hestafla V6 GDI bensínvél, ný sjálfskipting með handskiptibúnaði og síðast en ekki síst tímamóta- hönnun, þar sem sterk hefðbundin grind er samofin burðarvirki bílsins, sem gefurenn meiri styrkog betri aksturseiginleika. ________________|____________________ Nýr Mitsubishi Pajero og nyr Skoda Fabia Nýr Skoda Fabia hefur slegið í gegn, enda sérlega vel búinn bill, framleiddur i einni fullkomnustu bílaverksmiðju Evrópu og á hreint ótrúlegu verði. w Fabia hefur nú þegar hlotið fjölda verðlauna og þar á meðal Gullna stýrið. jm Komdu og reynsluaktu -og þú gætir verið á leiðinni til Prag í haust! «8 Verið velkomin í söluumboð HEKLU nú um helgina, 27. og 28. maí. Opið laugardaginn kl. 12.00 -17.00 og sunnudaginn kl. 13.00 -17.00 MITSUBISHI MOTORS Auðl GALLOPER Sýnum einnig nýja bíla frá Volkswagen, Mitsubishi, Audi, Skoda og Galloper. Sólhattur styrkir ónæmiskerfið Miklu sterkara og líka ódýrara mm iuSb| mm Sterkt Rautt Panax Ginseng _AkranessApótek_ BORGARNESS (HlAPÓTEK Stykkíshólms apótek Ólafsvíkur apótek

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.