Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. MAI 2000 asBsagiw^Ba Háskólahátíð á Bifröst Sprenging í aðsókn að skólanum Háskólahátíð Samvinnuháskól- ans fór fram síðastliðinn laugar- dag. A hátíðinni voru brautskráðir 32 nemendur af rekstrarffæðideild og 20 nemendur með BS gráðu í rekstrarffæði. Bestum árangri í rekstrarffæði- deild náðu þau Elín Aradóttir, með meðaleinkunnina 8,20, Jóhannes Jónsson, með 8,16, Bryndís Val- geirsdóttir, með 7,94, Hekla Gunnarsdóttir, með 7,90 og Olaf- ur Jóhannesson, með 7,64. Af þeim sem útskrifuðust með BS gráðu í rekstrarfræðum náðu bestum árangri þau Sigurður Rún- ar Magnússon, með meðalein- kunnina8,17, Rakel Óskarsdóttir, með 8,15 og Búi Örlygsson, með 7,98. Aðsókn að Samvinnuháskólan- um hefur farið sífellt vaxandi á undanförnum árum og útlit er fyr- ir sprengingu fyrir næsta skólaár. Að sögn Runólfs Agústssonar rektors eru líkur á að ríflega þrír umsækjendur verði um hvert laust pláss í skólanum í haust. Til hœgri: Utskriftarhópur rekstrar- jrœðinga. Að neðan til hægri: Útskrifiarhópur úr Rekstrarfræðideild 2 Gleðigjaflnn Ingimar spilar fóstudagskvöld á Dússabar Námskeið um krœklingaeldi Námskeið um kræklinaaeldi verSur haldiö í Mótel Venus í Hafnarskóai faugardaginn 3. júní frá kl. 13:00-17:30. Leiðbeinendur verða Valdimar Gunnarsson h[á VeiSimálastofnun, GuSrún G. Þórarinsdóttir h|á Hafrannsóknarstofnun og fleiri. Auglýsing um á Tröllaenda í Flatey á Breidafirdi, Reykhólahreppi. FjallaS verSur um: • Krækl i ngaverkefn iS • LíffræSi kræklings • Leyfisveitingar • StaSarval • Búnað fyrir kræklingarækt • Kræklinaarækt, lirfusöfnun, framhaldsræktun og uppskeru • Vinnslu og pökkun • Markaðsmal • Fjármögnun Allir sem áhuga hafa á kræklingarækt eru hvattir til aS mæta. Þáttaka tilkynnist á skrifstofu SSV í síðasta lagi fimmtudaginn 2. júní í síma 437 1318. Aögangseyrir enginn. Atvinnuráðgjöf Vesturlands í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum auglýsir Hreppsnefnd Reykhólahrepps tillögu að deiliskipulagi fyrir olíubirgðastöð og rafstöðvarhús á Tröllaenda í Flatey á Breiðafirði. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag 1990-2010 en þar er gert ráð fyrir iðnaðar- og þjónstusvæði á Tröllaenda. Austurhluti Flateyjar á Breiðafirði ásamt nálægum hólmum er friðaður samkvæmt Náttúruvemdarlögum nr. 47/1971. Fyrirhuguð mannvirki em utan vemdarsvæðisins. Deiliskipulagstillagan nær til tveggja reita, A og B, þar sem fyrirhugað er að byggja olíubirgðastöð og rafstöðvarhús. Stærð lóðar er 685 m2. Tillaga að deiliskipulaginu verður til sýnis á skrifstofú Reykhólahrepps á Reykhólum i frá 26. maí 2000 til 23. júní 2000. f Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera } athugasemdir við tillöguna að deiliskipulaginu. Frestur til að skila inn athugasemdum 1 er til föstudagsins 7. júlí 2000. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skilast á | skrifstofu Reykhólahrepps. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna að 3 deiliskipulaginu fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. V Sveitarstjóri Reykhólahrepps

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.