Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. MAI 2000 Sveitastelpan faflegust Rætt við Elínu Málmfríði Magnúsdóttur fegurðardrottningu Islands Elín Málmfríður ásamt foreldrum sínum þeim Magnúsi 1 Hannessyni og Agústu S Bjirmsdóttur. Eins og flestum ætti nú að vera orðið kunnugt var fegurðardrottn- ing Vesturlands, Elín Málmfríður Magnúsdóttir, kjörin ungfrú ísland árið 2000 á Broadway laugardaginn 19. maí. Þetta er því annað árið í röð sem ungfrú Vesturland ber sig- ur úr býtum í keppninni og verður það að teljast hreint ffábær árangur sem Vestlendingar geta verið stoltir af. Þess má geta að áður en Katrín Rós Baldursdóttir hlaut þennan eft- irsótta titdl í fyrra var þriðja sætið besti árangur Vestlendinga. Tuttugu og fjórar stúlkur af öllu landinu keppm til úrslita og var kvöldið allt hið glæsilegasta. Stúlk- urnar byrjuðu á því að koma fram í fötum frá versluninni Blues í Kringlunni, því næst í baðfötum frá Elle og loks í síðkjólum sem þær höfðu sjálfar valið. Nýlunda var að auk þessa þurftu þær að halda stutta tölu um sjálfa sig og sagði Elín þar m.a. að hún væri sveitastelpa sem dreymdi um að eignast myndarlega fjölskyldu. I beinni á Skjá einum Mikil spenna ríkti í salnum þegar komið var að úrslitastundinni. Níu fyrstu titlarnir komu allir í hlut stúlkna sem voru af höfúðborgar- svæðinu og var því enn meira gam- an að fýrsta sætið skyldi koma í hlut stúlku af Vesturlandi. Vafalaust hef- ur Katrínu Rós heldur ekki þótt verra að afhenda Elínu kórónuna því þær stöllur eru góðar vinkonur. Blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til Elínar á sunnudeginum eftir keppnina til þess að heyra í henni hljóðið. Góðar líkur tölfiræðilega séð “Þetta er búið að vera rosalega gaman og framhaldið leggst mjög vel í mig”, svarar Elín að bragði þegar hún er spurð að því hvemig henni lítist á að vera nýkrýnd ung- frú Island. Blaðamaður má einnig til með að spyrja hinnar sígildu spurningar sem allar fegurðar- drottningar ættu að kannast við: Attirðu von á þessu? “Já, alveg eins”, segir Elín og hlær. ”Eg meina líkumar vom auðvitað 1 á móti 24 og það er nú ekkert svo lélegt.” Gull og grænir skógar Elín segir verðlaunin hafa verið mjög vegleg og meðal þeirra var sólarlandaferð í tvær vikur. “Við vomm þrjár sem fengum svona ferð í verðlaun og líklega fömm við all- ar saman. Þá yrðu myndatökur og svoleiðis í viku og svo hefðum við seinni vikuna bara út af fyrir okkur. Reyndar er ekki víst hvenær eða hvort af þessu verður þar sem upphaflega hugmyndin var að fara um mánaða- mótin júní-júlí en þá verð ég úti í Beirút”. Elín fékk einnig 30.000 króna gjafabréf ffá versluninni Natama sem stendur til að opna á Laugaveginum í byrj- un júní. Einnig fékk hún árskort í ljós hjá Sólbaðsstofu Grafar- vogs og líkamsrækt hjá World Class, 50.000 króna úttekt í verslun- inni Blues, 15.000 króna úttekt í verslun- inni Valmiki, Sagem MC 950 gsm síma og 5.000 króna inneign ffá Símanum GSM, Strata tíma ffá Heilsu og feg- urð, Orublu sokkabux- ur, nærbuxur og bol ffá Islensk-austurlenska, handsnyrti- sett, Karin Herzog gjafapakka, snyrtivörur frá Face, náttkjól, tösku og náttslopp frá Elle og mód- elskartgripi. Fer til Beirút Fyrsta opinbera verkefhi Elínar sem ungfrú Island verður að fara út til Líbanon að keppa um titilinn ungffú Evrópa. “Nú verður maður bara að halda áfram að vera dugleg- ur að halda sér í formi. Eg fer til Beirút í Líbanon í lok júní. Elín Gestsdóttir framkvæmdastjóri Is- landskeppninnar og Silja Allans- dóttir sem sér um ungfrú Vestur- land koma með mér út. Eg fer reyndar á undan en svo koma þær og við verðum samferða heim. Mér ftnnst það mjög gott mál. Konurn- ar í Heilsu og fegurð sem sáu um að greiða okkur fyrir keppnina ætla svo að kenna mér að setja upp á mér hárið áður en ég fer út.” Það verð- ur þó ekki fyrsta verkefni Elínar því hún hefur nú þegar nóg að gera. “I dag fór ég í myndatöku fyrir Heimsmynd og Elle af því að ég var kosin Elle stúlkan hér í Vesturland- skeppninni. Eg og Þorbjörg Sif, sem var kosin Elle stúlka Islands- keppninnar, vorum saman í því. Einnig verðum við líklega í opnun- arhófi verslunarinnar Natama, en þar fást vörurnar ffá Elle.” Mjög gott að eiga Katrínu að Elín segist ekki vera í minnsta vafa um að henni verði mikil hjálp í Katrínu vinkonu sirmi sem hefur nýlokið sínu hlutverki sem ungfrú ísland. “Ég kem tvímælalaust til með að leita ráða hjá henni ef ég er í vandræðum með eitthvað. Hún og Anna Þóra, sem varð í öðru sæti í Vesturlandskeppninni í fyrra, hafa nú þegar reynst mér mjög hjálpleg- ar bæði fyrir Vesturlands- og Is- landskeppnina”. En skyldi Elín ekki þurfa að breyta ráðstöfunum sínum varðandi sumarið nú þegar hún þarf að gegna þessu veigamikla hlutverki og meðal annars fara til útlanda um tíma. “Jú, ég er búin að fá vinnu í íslandsbanka í sumar en ég á eftir að tala við stjómendur þar og því allt óráðið í þessu sambandi. Eg veit ekkert um hvernig þetta á eftir að ganga en ég var auðvitað ráðin þarna í sumarafleysingar og því hálf öfugsnúið að það þurfi svo að fá einhvern til að leysa mig af, ég skil mjög vel ef það gengur ekki upp.” Góður andi í hópnum Elín segir það hafa verið erfitt að vita af því að hún var í beinni út- sendingu á Skjá einum, og sérstak- lega fannst henni erfitt að þurfa að kynna sig. “Þetta var rosalega stressandi en maður reyndi auðvit- að bara að gera sitt besta. Mikil á- hersla hafði verið lögð á að við töl- uðum hátt og skýrt svo vel heyrð- ist í okkur og maður var að hafa á- hyggjur af því að röddin myndi bresta og því um líkt en þetta gekk allt saman vel. Mér fannst þetta þó það erfiðasta af öllu sem við gerð- um.” En hvað var þá skemmtileg- ast? “Mér fannst skemmtilegast bara að taka þátt í þessu og kynnast öllum stelpunum. Við fómm líka í óvissuferð allar saman og svo var auðvitað líka mjög skemmtilegt að vinna! Við erum ákveðnar í því stelpurnar sem tókum þátt í keppn- inni að halda hópinn og hittast ann- að slagið. Andinn í hópnum var mjög góður og við urðum allar fín- ar vinkonur. Við erum með á stefhuskránni núna að taka á leigu sumarbústað bráðlega og vera þar yfir eina helgi eða svo.” Fékk sér pizzu um nóttína Elín segist aldrei hafa verið í nokkmm vafa um hvað yrði það fyrsta sem hún myndi taka sér fyrir hendur eftir keppnina. “Eg fór beinustu leið upp á hótelherbergi og pantaði mér pizzu um nóttina”, segir hún og hlær. “Það fyrsta sem ég gerði daginn eftir var svo að fara til þeirra sem em með Elle umboð- ið og máta föt fyrir myndatökuna sem ég fór í áðan.” Það er því greinilega nóg að gera hjá Elínu Málmfríði og óskar Skessuhorn henni innilega til hamingju með þennan glæsilega ár- angur. Texti og myndir: SOK Katrín Rós óskar arftaka sínum til hamingju með titilinn. Drottningar af Vesturlandi - Elín Málmfríður, Katrín Rós og Silja Allansdóttir framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppni Vesturlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.