Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 25.05.2000, Blaðsíða 7
 FIMMTUDAGUR 25. MAI 2000 7 Stelpum gmgur betur aöfá sumarvinnu en strákum samkvœmt könnun Skessuhoms. Næg vinna í boði fyrir unglinga samkvæmt könnun sem Skessuhorn gerði í FVA Til að kanna hvernig skólafólki gengur að fá sumarvinnu stóð Skessuhorn fyrir könnun í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á síðasta degi skólahalds. Könnunin var gerð meðal nýnema sem eru nýkomnir af hinum svokallaða vinnuskóla- aldri. Rétt er að geta þess að stærst- ur hluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni eru búsettir á Akranesi eða í Borgarnesi. Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir nemendur: “Hefur þú fengið vinnu í sumar?” Ef svarið var já var spurt: “Hversu lengi sumars hefuðu þessa vinnu og líkar þér þessi vinna?” I ljós kom að af þeim sem tóku þátt í könnuninni höfðu rúmlega 80% fengið vinnu, þar af 77% stráka og 85% stelpna. Nær öllum leist vel á vinnuna sem þeir höfðu fengið og í flestum tilvikum var um að ræða fulla vinnu allt sumarið. Sumir höfðu þó ekki fengið vinnu nema í einn mánuð af sumrinu. Af þeim 20% sem ekki höfðu fengið vinnu sögðust allar stelpum- ar aðspurðar æda að eyða sumrinu í að leita sér að vinnu. Flestir strák- anir svöruðu því einnig til en inn á milli var að finna svör eins og “Mæla götumar” og “Rugla í lýð- ræðinu”. Athygli vekur að aðeins 50% þeirra sem ekki hafa fengið sumarvinnu hafa skráð sig hjá At- vinnumiðlun Vesturlands. Eins og fyrr segir náði könnunin fyrst og fremst til skólafólks frá Akranesi og Borgarnesi en sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Skessuhorn hefur frá öðmm þétt- býlisstöðum á Vesturlandi er at- vinnuástand unglinga einnig viðun- andi þar. SÓK Ársreikningur Stykkishólmsbæjar lagður fram Skuldaaukning vegna mikilla framkvæmda Ársreikningur Stykkishólmsbæj- ar og fyrirtækja hans fyrir árið 1999 var Iagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjóm Stykkis- hólms 15. maí s.l. Arsins 1999 verður minnst sem mesta fram- kvæmdaárs í sögu Stykkishólms og kemur þar tvennt til, þ.e bygging sundlaugar og lagning hitaveitu sem er þegar farin að ylja stómm hluta bæjarbúa. “Arsreikningurinn ber að sjálf- sögðu vott þeirrar miklu uppbygg- ingar sem hér var á síðasta ári. En á liðnu ári var fjárfest fyrir kr. 470 milljónir hjá bæjarsjóði og undirfy- irtækjum, þar af 265 m.kr hjá Hita- veitunni,” segir Óli Jðn Gunnars- son bæjarstjóri. Samkvæmt ársreikningunum em skuldir Hitaveim Stykkishólms um 290 m.kr. og eigið fé tæplega 90 m.kr. Veltufjárhlutfall var 1,21 og rekstrarútgjöld bæjarsjóðs voru 81,7% af skatttekjum. Heildarframkvæmdakostnaður var orðinn 375 m.kr. um síðustu áramót. “Gjaldskrá Hitaveitunnar hefur verið stillt mjög í hóf, svo orkureikningar eiga að lækka við það að skipta yfir á hitaveituna. Það er mikilvægt að húseigendur skipti sem fyrst yfir á hitaveituna, það bætir fjárhagslegan grunn hitaveit- unnar og þar með notenda hennar. Stofnkostnað hitaveitunnar á að greiða niður með tengigjöldum og vatnssölu þannig að hún verði ekki íþyngjandi fyrir bæjarsjóð. Eftir þessar miklu framkvæmdir er bæj- arsjóður skuldugur, en í því sam- hengi er rétt að skoða hversu mikil þjónustuuppbygging er í Stykkis- hólmi. Bæjarstjórn er skuldastaðan ljós og ætiar eins og áður, eftir mik- il framkvæmdatímabil, að halda framkvæmdum í lágmarki á meðan nauðsyn er að lækka skuldir,” segir Óli Jón. EE VESTURLANDS Á AKRANESI Innritun lýkur mánudaginn 5. júní. Skrifstofa skólans á Akranesi verður opin vegna innritunar til kl. 18 föstudaginn 2. júní og mánudaginn 5. júní og námsráðgjafar verða á staðnum. Aðra daga er skrifstofan opin til kl. 16 og viðtöl við námsráðgjafa má panta þar. Síminn er 431 2544 og faxið 431 2046. Umsóknum um nám í Snæfellsbæ og Stykkishólmi skal skila í grunnskólana í Ólafsvík og Stykkishólmi. Innritunargjald annarinnar er kr. 3000 fyrir dagskóla- og utanskólanemendur. Nemendafélagsgjald er kr. 2000. Nemendur sem sækja um eftir 5. júní þurfa að greiða hærra innritunargjald. V Umsóknareyðublöð fást í FVA, grunnskólum sem eru með 10. bekk og einnig á heimasíðu skólans, og þar er einnig ýmsar upplýsingar að finna. Öllum umsóknum er svarað og verða svör til þeirra sem sækja um áður en innritun lýkur sett í póst 19. júní. Nám í kvöldskóla verður auglýst í ágúst. Fjölbrautaskóli Vesturlands J íaldinn íinn 31. maí ld. 20.00 >æ, Borgarnesi Umræður um starfið framundan, mdarstörfog son hjartaskurðlæknir um Allir velkomnir Kertaljóslð Dyngjunni, Hvanneyri sími 437 0050 Sumaropnun Opió alla daga kl. 12-18 HÝTT - HÝTT Uni-Sóiar/birtu hleðslutæki fyrir 12 watta rafgeyma. 11 til 64 vatta. Hentugt fyrir hjólhýsið, tjaldvagninn, fellihýsið, bátinn, sumarbústaðinn og jafnvel rafgirðinguna fyrir bóndann. 11 watta tækið er 9 mm þunnt og sveigjanlegt, aðeins 1,7 kg og mjög auðvelt að koma því fýrir hvar sem er. Gott verð. Upplýsingar gefa Sigurjón Jóhannsson, fax/sími 467 1401, GSM 894 7206 Maanús Pálsson, fax/sími 5670759, GSM 894 2627 ISetfang: nvision@islandia.is Veffang: www.islandia.is/~nvision Heilsugæslustöðin Borgamesi Borgarbraut 65_ _________ Sími 437 1400 Sími vaktlæknis utan opnunartíma 852 4900, boðtæki 846 5965 Opnunatími stöðvarinnar frá 1. júní 2000 kl. 8:00-16:00 alla virka daga Tímapantanir eru á opnunartíma stöðvarinnar Símatímar lækna eru kl. 9:00-10:00 og kl. 13:30-14:00 Starfsfólk ^ Heilsugæslustöðvarinnar Borgarnesi ^

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.