Skessuhorn - 22.06.2000, Qupperneq 11
§S1SS1ÍH©M
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
11
Aflal Aflabrögb irö^ í síðustu ?ð viku
Far vf f tonn
Rifshöfn 11/6-17/6
Rifsnes botnv 3 34,6
Bára dragn 3 7,3
Esjar dragn 3 24,1
Fúsi dragn 2 3
Rifsari dragn 2 11,2
Andri handf 1 0,9
Armann handf 2 1,3
Boði handf 2 2,8
Diddi SH handf 2 3,4
Kári 11 handf 5 7,1
Kristbjörg handf 1 1
Krían handf 1 1,6
Leifur handf 3 3,1
Múli handf 1 1,3
Sæhamar handf 2 3,3
Þerna handf 2 5,2
Bjössi lína 3 2,5
Guðbjartur lína 2 5,6
Heiðrún lína 2 9
Jóa lína 2 1,8
Siggi Guðna lína 2 1,2
Sæbliki lína 2 5,5
Sæfinnur lína 1 2
Emma II net 1 0,5
Hafhartíndur net 2 1,2
Orvar net 2 6,7
samtals 148,4
Stykkish 11/6-17/6
Grettír botnv 1 15,2
Denni handf 2 1,4
Fönix 98 handf 2 2,7
Glitský handf 1 0,8
Heppinn handf 1 0,6
Hrísey handf 2 1,2
Karl Þór handf 2 4,2
Kári handf 2 1
Lára handf 1 1
Litli vin handf 2 2,2
Jónsnes lína 1 1,2
Kári lína 2 2,2
Kristinn Friðr. rækjuv 1 11,8
samtals 46
Amarstapi 11/6-17/6
Dofri handf 2 2,2
Draupnir handf 2 1,5
Dritvík handf 4 1,2
Fúlvíkingur handf 2 3,9
Gjafi handf 1 0,7
Gladdi handf 2 0,5
Hafdís handf 2 1,4
Huld handf 3 2
Isborg handf 2 2,2
Jóhanna St. handf 2 1,4
Kneifarnes handf 2 0,9
Krosssteinn handf 2 1,3
Már handf 2 2,5
Rikey handf 2 2,9
Rún handf 3 2,9
Salla handf 2 2,3
Skarfur handf 1 0,7
Straumur ii handf 2 1,2
Svalan handf 2 0,4
Sælaug handf 2 1,3
Tryggvi Jónss. handf 2 1
Von handf 1 0,6
Von handf 2 2
Þerna handf 3 2,2
Þytur handf 2 1,8
Brimsvala handf 1 0,7
Sæfari handf 3 2,7
Númi lína 1 0,6
Oli Gísla lína 1 1,3
samtals 47,7
Listrænn spaugari!
Þess er skemmst að minnast að
nokkur listaverk voru afhjúpuð við
sjávarsíðuna á Akranesi fyrir
nokkru. Þrjú þeirra eru á Elínar-
höfða, ofan Kalmansvíkur.
Ekki ber á öðru en að uppsetning
verkanna hafa kallað fram lista-
manninn í fleirum því einhver
spaugsamur hefur bætt fjórða verk-
inu við, baðkari. Eins og sjá má á
þessari mynd sómir baðkarið sér vel
í höfðanum. Höfundurinn hefur
meira að segja gefið sér tíma til að
setja upp snoturt skilti, svo vegfar-
endur velkist ekki í vafa um tilgang
og eðli verksins! -SSv.
Fyrsti bátiirinn kominn á sinn stað.
Mynd: GE
Búðardalshöfn
tilbúin
Framkvæmdum við nýju smá-
bátahöfnina í Búðardal er nú að
fullu lokið að sögn Einars
Mathiesen sveitarstjóra Dalabyggð-
ar. Þar hafa grjótgarðar verið endur-
hlaðnir og komið fyrir flotbryggju
og umhverfið lagfært og snyrt.
Einar segir að með þessari nýju
hafharaðstöðu sé fyrst og fremst
verið að stíla inn á skemmtibáta.
“Við erum að vinna að markaðs-
setningu sveitarfélagsins á sviði
ferðaþjónustu og höfhin leikur þar
stórt hlutverk,” segir Einar.
Smábátahöfnin verður formlega
tekin í notkun næstkomandi laugar-
dag um leið og víkingaskipið Islend-
ingur leggur upp í ferð sína til
Grænlands og Norður-Ameríku.
GE
Opið bréf til Akumesinga:
Hingað og ekki lengra
Ég er sár og ég er reið. Ég er sár
vegna þess að látið er að því liggja í
viðtali við Hilmar Björnsson eig-
anda Hótels Barbró í síðasta
Skessuhorni að ég þurfi sérstaka
fyrirgreiðslu og aðstoð annarra til
að reka fyrirtæki mitt. Ég er reið
vegna þess að fjölskylda mín er
dregin inn í málið á ósmekklegan
hátt og öllu hrært saman í eina
hringavitleysu. Hver er tilgangur-
inn með þessu og hvað vakir fyrir
manninum?
1. Haustið 1997 var Hótel Ósk
auglýst til leigu. Ég var sú eina
sem bauð í reksturinn og fékk hann.
Astæða þess að ég bauð í reksturinn
var einfaldlega sú að ég hef unnið
við hótel og veitingarekstur í fjölda
ára og hafði áhuga á því að gera það
áfram. Einfalt mál - ég rek hótel-
ið og ég þarf enga fyrirgreiðslu til
þess og er íullfær um það þó ég sé
kona.
2. I vetur var Café 15 auglýst til
sölu. Ég fékk bróður minn og mág
með mér til að kaupa kaffihúsið.
Og ástæðan: Ég vildi skapa mér
vinnu yfir veturinn líka.
Ég tel mig hafa rekið þessi fyrir-
tæki vel og staðið mig í mínu starfi
jafnvel betur en margir karlmenn.
Kaffihúsið hefur gengið vel og það
þakka ég frábærum viðtökum
Skagamanna sem hafa tekið mér á-
kaflega vel því ég tel mig veita góða
þjónustu í góðri sátt við viðskipta-
vini og starfsfólk. Mér er efst í
huga þakklæti til Skagamanna fyrir
að hafa viljað nýta sér þá þjónustu
sem Café 15 býður upp á.
Viðskipti við Akranesbæ
Viðskipti mín við Akraneskaup-
stað eru í alla staði eðlileg en ef
bærinn vill eyða peningum í að gera
útboðsgögn vegna kaupa á
nokkrum samlokum sem keyptar
voru af mér vegna fundar atvinnu-
málanefndar þá er ég tilbúin að
gera tilboð. Ég minnist þess
hinsvegar ekki að ein einasta af
þeim fjölmörgu veislum og mótt-
tökum bæjarins sem voru á Barbró
þegar ég vann þar hafi verið sam-
kvæmt útboði.
Oeðlileg samkeppni?
Ég vil að Akurnesingar og aðrir
eigi við mig viðskipti á sínum for-
sendum en ekki vegna einhvers
annars því viðskiptavinir verða ekki
neyddir til að skipta við einn
fremur en annan. Þau viðskipti
eiga að vera vegna góðrar þjónusm,
þægilegs viðmóts og góðrar vöru og
af engum öðrum ástæðum.
Tveir bræður eiga helming veit-
inga- og gististaða á Akranesi. Ég
hleyp ekki í Samkeppnisstofhun eða
Samgönguráðherra út af því. Ég er
tilbúin í samkeppni og ef það fer að
ganga illa hjá mér þá er það mér
einni að kenna og engum öðrum og
segir það mér, að ég þurfi að gera
betur því “árinni kennir illur ræð-
ari”. Það á ekki að leita sökudólga
út um allan bæ og skjóta allt sem fyr-
ir verður og sjálfan sig í fótinn.
Starfshópur
um atvinnumál
Ég sóttist ekki effir setu í starfs-
hópi bæjarins um stefhumótun í at-
vinnumálum því ég hef nóg annað
við tímann að gera. Formaður at-
vinnumálanefndar hafði samband
við mig og hvatti mig til þess að
vinna með hópnum og ég lét und-
an. Það hefði aldrei hvarflað að
mér að taka það að mér ef mig hefði
rennt í grun að karlmaður teldi sig
eiga það sæti vegna mikillar reynslu
og hæfileika að eigin mati.
Að lokum
Ég þoli ekki öfund sem er ná-
frænka græðginnar. Ég vil fá að
reka mitt fyrirtæki í friði og í sátt
við alla í heiðarlegri samkeppni.
Fyrirtæki í veitinga- og hótelrekstri
eiga að geta unnið saman því sam-
keppnin kemur annars staðar ffá.
Veitingastaðir á Akranesi eru ólíkir
staðir sem eiga að geta stutt við
hvorn annan í samkeppni við höf-
uðborgarsvæðið. Það á ekki að
vísa gestum frá Akranesi ef ekki er
hægt að uppfylla óskir þeirra, held-
ur vísa á annan stað á Akranesi. Ég
er ósátt við viðtalið í Skessuhorni
og þá afstöðu sem þar kemur ffarn
til samkeppni og samskipta fólks.
Ég ffábýð mér slíkt í lf amtíðinni og
segi hingað og ekki lengra.
Það er von mín að Skagamenn
fyrirgefi mér það að bera hönd fyr-
ir höfuð mér í ómaklegri árás á mig
og mína.
Anna Kjartánsdóttir
Gestgjafi, Cafe' 15
Afsökunarbeiðni til Borgnesinga
Reykjavík, 17.júní2000
Með bréfi þessu vil ég biðjast af-
sökunar á ffamkomu minni á kvöld-
skemmtun í íþróttamiðstöð Borg-
nesinga 16. júní 2000. - Ég vil sér-
staklega biðja afsökunar Einar
Braga, sem var ábyrgur fyrir tækni-
málunum og hljóðkerfi þetta kvöld,
en í bræði minni kallaði ég hann
ýmsum fukyrðum þannig að allir
heyrðu. Ég hef nú þegar beðið hann
afsökunar persónulega og vona að
því sé hér með opinberlega komið á
ffamfæri. Ég veit það núna (sem ég
vissi ekki þá) að það sem var að ger-
ast í tæknimálunum þetta kvöld, var
ekki á hans valdi.
Ég gekk út af sviðinu í íþróttahús-
inu efrir að hafa sungið tæplega
helminginn af lögunum sem ég ætl-
aði að syngja. Astæðan var einföld -
ég heyrði ekkert í sjálfum mér, né
hvað ég var að gera. Þess vegna gat
ég engan veginn sungið þannig að
kæmi vel út. Alltaf lærir maður eitt-
hvað nýtt, og ég lærði eina mikil-
væga lexíu á þessu: Að íþróttahús eru
hönnuð til að vera í boltaleik og
stunda aðrar íþróttír, en ekki til tón-
listarflutnings.
Tónlistin, sem áhorfendur heyrðu
í hátölurunum, endurvarpaðist á
steinvegg, og bergmálaði því aftur tíl
mín uppá svið. Á endanum var allt
komið í einn hrærigraut, og ég
hreinlega vissi ekki á hvaða hljóð ég
átti að treysta.
Það hefði ekki gert neinum greiða
að halda áfram við þessar kringum-
stæður, hvorki mér né áhorfendum.
Þess vegna bið ég alla þá afsökunar,
sem komnir voru í íþróttahúsið sér-
staklega til að fylgjast með mér, ef ég
hefi valdið þeim sárum vonbrigðum.
Að lokum vil ég þakka Borgnesing-
um kærlega fyrir allar góðu stund-
imar sem við höfum átt saman und-
anfarin ár, enda þekki ég ykkur af
góðu einu saman.
Virðingarfyllst,
Páll Óskar